Georgísk plómusósa

Í Georgíu er notuð dökk örlítið súr plóma en ef þær eru of sætar þá er gott að bæta sítrónusafa í uppskriftina.

Uppskrift.

1/2 kg plómur
1msk koriander
3-4 pressuð hvítlauksrif
1/4 tsk rauður pipar
salt
Olívuolía
(1/4 bolli sítrónusafi)

Setjið plómurnar í pott og nóg vatn yfir til að þekja þær. Sjóðið við lágan hita í 10 til 15 mín.
Takið plómurnar úr vatninu og fjarlægið steinana. Maukið svo með töfrastaf eða álíka tæki. Setjið maukið aftur í pottinn og bætið kryddinu útí og sjóðið í 2-3 mín í viðbót og kælið svo.
Setjið kalda sósuna í krukku og hellið olívuolíunni yfir. Sósuna á að búa til minnst 4-6 tímum fyrir neyslu. Hún geymist líka vel í kæli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.