Já ég fékk þessa tillögu senda frá Konný systir og verð að segja að þetta er með betri nöfnum á AirFryer sem ég hef heyrt. Okkur Þráni leiðist ekki að segjast ætla að skella pulsum í Loft eða spyrja ertu búin að gera eitthvað með Lofti í dag? Hvað voruð þið Loftur að spá í að hafa í matinn?
Ég gerði tilraun að sjóða egg í Lofti áðan og það gekk svona ljómandi fínt.
Ég stillti Loft á 150° og 11 mín fyrir harðsoðin egg. Það þarf bara 7 mín fyrir linsoðin og 9 mín fyrir millihörð eða smilende egg eins og norðmaðurinn kallar það.
En ástæðan fyrir því að ég er að sjóða egg núna er vegna þess að ég ætla að búa til kartöflusalat til að hafa með pulsunum í kvöld, ég get ekki séð að ég geti soðið kartöflur í Lofti svo ég mun bara þvo þær, skræla og skera í bita og sjóða í potti á eldavélinni.
Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna