Nýjar hefðir

Nýjar hefðir

Þegar eitthvað eins og veikindi (covid/influensa) tekur af þér 10 daga fyrir jól, þá verður lítið um smákökubakstur, enda við ekkert svosem verið að því síðustu jól og auðvitað er alltaf hægt að kaupa þær í búð. Eins og ég sagði ykkur í fyrradag þá var ég ekki búin að kaupa allar jólagjafir þá og ekki búin að senda til Íslands tvær gjafir en ég skellti mér í klukkutíma akstur í fyrradag til að fá akkúrat gjöfina sem við vildum handa börnunum okkar en þetta var uppselt alls staðar nær okkur. Svo þá var það í húsi og svo fórum við í gær og keyptum rest og sendum pakkana til Íslands svo þann 21. des voru öll innkaup kláruð og allir gjafir sendar sem þurfti að senda. Þá er föstudagur fyrir þorláksmessu og ég í fríi og Þráinn verður búinn snemma að vinna í dag, reikna ég með og þá ákváðum við að við myndum baka nokkur laufabrauð, þó við hefðum ekki verið með laufabrauðsdag eins og planað var. Hvaða hugmynd fær Kristín Jóna þá? Jú bökum líka kleinur og búum til súkkulaðikleinur fyrir jólin. Ný hefð sem er brilliant að framkvæma einmitt með laufabrauðinu því þetta er bakað í sömu rándýru feitinni. Ég reyni að vera alltaf praktisk.

Ég er að spila jólalög á meðan ég dúlla í þessu en mikið er til af leiðinlegum jólalögum og ef maður velur jólaplaylista þá koma þau líka með, held ég þurfi að verða duglegri að búa minn eigin, en minn eigin hefur bara ca. 15 lög og verður líka leiðinlegur þegar hann fer í síspilun. Norsk jólalög eru mjög væmin svo það er ekki option að velja það í dag, þar sem ég ætla að hafa gaman að þessum bakstri og njóta þess að jólin eru alveg að koma.

Virkilega góðar kleinur sem komur út úr þessum gjörning, og svo bræddi ég súkkulaði í vatnsbaði og setti súkkulaði á helminginn af hverri kleinu og út koma jólakleinur sem vöktu mikla lukku og voru allar borðaðar um jólin. En jú jú ég á eftir venjulegar kleinur til að bjóða upp á um áramótin.

Og þá kom Þráinn heim úr vinnu og við skelltum okkur í laufabrauðsbakstur, gerðum tæplega eina uppskrift þar sem við vorum svo sein að baka laufabrauðið og jólin næstum á morgun en deigið heppnaðist svo vel að Þráinn náði að fletja það út eins og sagt er (ef þú getur lesið fyrirsagnirnar í Mogganum þá eru þær nógu þunnar til að vera fullkomnar) og fengum við út alla vega 30 kökur en uppskriftin segir 20 kökur svo eitthvað hefur verið flatt.

Ég fékk það skemmtilega hlutverk að munstra og pikka kökurnar og hafa það huggulegt.

Fullkomnar kleinur og fullkomin laufabrauð bökuð á síðustu stundu af fólki sem búið er að liggja svoooooo lasið í covid, ekki slæmt.

Svo komu jólin og með okkar uppáhaldsfólki, dótturinni og tengdasyninum. Þau komu bara uppúr hádegi á aðfangadag og voru fram eftir degi á jóladag.

Mirra stakk upp á náttfatajólum og jiiii hvað ég er að elska það, hvað allir verða meira afslappaðir og rólegir þegar ekki er verið að stríla sig upp í spariföt, svo núna 28. des. hef ég ekki enn farið í spariföt og mest verið á náttfötunum eða innikósífötum.

Mirra og Helge ákváðu að hafa ostabakka í forrrétt hjá okkur og var hann bara settur fram um kl. 4 á aðfangadag svo það væri hægt að næra sig smá áður en maður myndi henda sér í stórsteikina.

Svo vorum við með norskan lambahrygg í aðalrétt með öllu því sem er haft með mat á jólunum, þar með brúnaðar kartöflur sem norðmenn eru ekki vanir að gera, og nammi namm hann var svo góður.

Og þetta fallega fólk naut samveru, góðs matar og spiluðum og hlógum og áttum saman geggjuð jól.

Svo ég segi bara gleðileg jól til ykkar allra og njótið áramótanna en ekki skjóta upp mikið af peningum.

Þangað til næst, Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.