eða bilar aldrei bara eitthvað eitt, er það alltaf eitthvað þrennt? Alla vega er bílinn búinn búinn að vera að bila hjá okkur eða ekki kannski endilega bila svo mikið, bremsuklossar og diskar en þá þurfti hann líka í service sem kostar jafnmikið og hitt og svo voru vetrardekkin ónýt og þurfti að kaupa ný og það kostaði það sama og bæði service og bremsuklossaskipti. Svo hann er búinn að vera dýr í febrúar til mars þessi elska. Ég held það tengist því eitthvað að Guðni forseti ætli ekki að gefa kost á sér áfram, þar sem bíllinn var skírður í höfuðið á Guðna. Spurning að bítta bara um nafn þegar Baldur er orðinn forseti, Baldur er sko aldeilis fínt nafn.
En sko í gær erum við í góðu tómi að horfa á sjónvarpið (Hisense) þegar það bara slökknaði á því og ekki séns að kveikja aftur. Það er bara allt svart og við búin að fara eftir öllum youtube leiðbeiningum (ætli þeir sem setja youtube leiðbeiningar tékki ekki á hvort einhver annar sé búinn að setja inn nákvæmlega sömu leiðbeiningarnar áður en þeir setja sína inn, því við skoðuðum 4 myndbönd og þau sögðu öll nkv. það sama eina sem breyttist var röddin sem talaði) taka allt úr sambandi og halda inni tökkum í x langan tíma og ég veit ekki hvað og hvað, en ekkert virðist virka.
Ok, þurfum líklega að fara með tækið í viðgerð og það er þá í fyrsta sinn sem við förum með sjónvarp í viðgerð, enda þetta bara rétt rúmlega 2 ára og nýdottið úr ábyrgð. Týpískt! En önnur sjónvörp sem við höfum átt, þau eru ekki mörg hafa lifað í minnst 13 ár svo þetta er aldeilis nýtt fyrir okkur.
Ætla samt að prófa að setja í samband í dag og sjá hvort kraftaverkin gerast ekki og sjónvarpið bara kveiki á sér og hafi hreinlega þurft sólarhrings hvíld. Sjáum til!
En það sem gerðist þegar sjónvarpið var “out of order” þá fór Þráinn bara að horfa á eitthvað í tölvunni og ég sagðist ætla upp og horfa á eitthvað í minni tölvu eins og við gerum oft þegar líða fer á kvöldið, enda bæði kannski með einhverja þætti að glápa á sem við höfum ekki áhuga á bæði saman. Mjög venjulegt að gera þetta á kvöldin þegar líða fer að háttatíma svo ekkert hefði átt að vera skrítið við þetta í gær en jú mér leið eitthvað skringilega eins og eitthvað væri að trufla mig, sálin var ekki alveg sátt og ég var ekki í ró uppi, alltaf að koma niður og eitthvað vesen á mér. Ha! Ég trúi því ekki að það trufli mig svona mikið að sjónvarpið sé bilað, við erum með gamalt sjónvarp uppí herbergi, tvær apple tölvur og tvær fartölvur sem allar geta sýnt okkur sjónvarpið svo þetta snýst ekki um að geta ekki horft á sjónvarpið heldur snýst þetta um að það er eitthvað bilað og það er óþægilegt. Og við finnum ekki út úr því! VIÐ finnum ekkert út úr því, hvernig má það vera og í alvöru getur 2ja ára sjónvarp verið ónýtt? Þetta var ekkert ódýrasta sjónvarpið þegar við keyptum það, heldur ekki það dýrasta svoooooo. Já óþægilegt þegar eitthvað er ekki eins og það á sér að vera.
En alla vega í dag höfum við sko engan tíma til að vesenast í sjónvarpi, í gær var það bíllinn og í dag kemur pakki, risastór pakki sem við erum svo spennt að fá en það átti að vera komið meira vor áður en við fengjum pakkann, ekkert þessi snjómugga sem hefur verið síðustu daga og næturfrost (enda settum við ný nagladekk undir bílinn í gær, þorðum ekki að vera næstu 3 vikur án þeirra ef ….).
Já það átti sem sagt að vera komið vor og sól og ég ætlaði að vera búin að háþrýstiþvo, já talandi um það, háþrýstidælan okkar bilaði í síðustu viku þegar ég var að smúla pallinn svo já það er greinilega bilanatími hjá okkur núna en já ég ætlaði að vera búin að háþrýstiþvo pallinn eftir veturinn og gera hann fínan áður en þessi pakki kæmi en í pakkanum er eitt stykki ósamsett garðhús sem við vorum að fjárfesta í, já við elskum garðinn okkar og að vera úti allt sumarið, förum lítið í ferðalög og því ekki að gera þetta varanlegt hérna úti og pakka niður paviljonginu og geyma bara ef á þarf að halda seinna og fá okkur varanlegt hús í garðinn og græja og gera og breyta og bæta og og og fara í einhvers konar hreiðurgerð því þá kannski kemur VORIÐ!
En hér sjáið þið mynd af sæluhúsinu okkar sem á að koma með sendibíl í dag og svo förum við í að pússla því saman og gera flott.
Geggjað finnst ykkur ekki? Ég ætla að kaupa fullt af ljósaseríum og hengja þarna upp á veggina og svo verður Mirra að koma og hjálpa mér að blómaskreyta því hún er blómakonan í familíunni. Hlakka svo til og spurning að kaupa bara sólarlampa þarna inn svo ég geti farið að finnast vera komið vor. Svo finnst mér svo skondið að á þessari mynd er húsið undir risastóru tré og það verður okkar líka.
Jibbýyyyyyyy – best að taka eitthvað af myndum þegar við förum að púsla, það verður kannski eitthvað Gøg og Gokke dæmi, ha ha ha.
En já aftur að þessari sjónvarpsbilun, ég var nefnilega búin að ákveða að segja ykkur frá henni og taka samanburð á því þegar Anna Svala missti rafmagnið um daginn og gat ekki fengið sér kaffi svo þá er best að fá sér te! Nei það er ekki hægt svo ég ætti kannski að ryksuga stigann! Nei það er ekki heldur hægt, svo kannski bara drífa sig í sturtu og blása á sér hárið……. ok, já ég veit þið fattið þetta. En ég sem sagt afvegaleiddist frá sjónvarpinu í eitthvað annað og miklu skemmtilegra. Vona að þið getið hlegið að mér með morgunkaffinu á eftir.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna
Uppfærsla 13. mars 2023.
Bílstjórinn sem átti að koma með garðhúsið okkar hingað heim hringdi í Þráin og spurði hvort hann væri með lyftara til að taka pakkann af bílnum? Ha, ég með lyftara heima hjá mér, nei það er ekki svona standart græja á hverju heimili. Já en pakkinn er 480 kg segir bílstjórinn og Þráinn spyr hann þá hvað ert þú ekki með krana á bílnum til að hífa þetta niður, nei það hef ég ekki. Ja hérna, nú eru góð ráð dýr, hvernig förum við að þessu þá? En þá dettur bílstjóranum í hug þar sem hann er að fara með annan pakka til Vigemyr bygg sem er hérna í nærbúðinni okkar og spyr hvort hann megi ekki bara skilja pakkann eftir þar. Þráinn samþykkir það og svo spyr ég nú, og hvað eigum við tvö svo bara að labba með hálft tonn á milli okkar heim? En nei nei, Vigemyr tók pakkann niður úr póstbílnum og geymdi þar til við vorum búin að vinna og þá fór Þráinn niðureftir og fékk lánaða kerru hjá þeim til að keyra pakkanum heim og þar gat hann opnað pakkann og tekið eina og eina spítu og raðað inní bílskúr.
Og svo að sjónvarpinu, við hringdum í búðina sem við keyptum það í og þeir ætla að skoða málið og sögðu líklegt að við fengjum nýtt tæki þar sem svo stutt er síðan ábyrgðin datt úr gildi. Og kannski sáu þeir líka að við verslum slatta við þá.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna