Slottið

Já það er ekki á hverjum degi sem maður byggir sér slott og alls ekki að maður byrji og klári næstum því allt verkið sama daginn en okkur tókst það um helgina.

Þarna er bara byggingarsagan næstum klár, það á eftir að setja tvo lista og þakpappann og svo að sjálfsögðu að bera á húsið sem verður mitt verkefni um páskana. Hlakka geggjað til.

En krakkarnir okkar fengu afhenta lyklana af nýju íbúðinni sinni svo við fórum nokkrar ferðir með kassa í gær og svo verða flutningar í dag eftir vinnu hjá Þráni. Vonandi náum við bara að flytja allt dótið á einum degi. Skemmtilegast við þessa flutninga er að í báðum húsunum er bílakjallari svo við fundum ekkert fyrir kuldanum í gær og verðum ekkert blaut ef það skyldi rigna.

Ég bæti sjálfsagt inní þetta myndum og texta þegar allt er tilbúið.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.