Við skelltum okkur með Steinu tengdó í bátsferð í morgun og fórum svo beint til Kristiansand og hittum krakkana okkar og fórum svo öll saman í Friluftsmuseum þar sem við gengum um í góðu veðri og skoðuðum gömlu húsin og nutum félagsskaparins og góða veðursins.
Enduðum svo á að fara heim til Mirru og Helge og fá kaffi og kökur, dásamlegur sunnudagur hjá okkur.