Ég ákvað þar sem það eina sem ég þurfti að gera í dag var að fara í vinnu og ég er alltaf búin kl. 11 á morgnanna þar sem ég er bara í hlutastarfi, að fara í góðan göngutúr með Erro meðfram ánni okkar og næstum uppí Heddeland. Þetta eru 9000 skref ef síminn taldi rétt (fram og til baka). Á leiðinni uppeftir tók ég myndir með landslagslinsunni minni á Fuji vélinni en til baka (og það fáiði á sjá á morgun) tók með macro myndir með Pentax vélinni og Lensbaby Twist linsunni minni.
Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan