ala Ljúfmeti og Lekkerheit
Oreo-ostakaka
- 1 pakki Royal vanillubúðingur
- 1 bolli mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 1 peli rjómi (2,5 dl.)
- 200 g rjómaostur
- 1 bolli flórsykur
- 24 oreo kexkökur (ég notaði 32, sem eru 2 kassar)
-Þeytið saman búðingsduftið, mjólkina og vanilludropana og setjið í ískáp í 5 mínútur.
-Hrærið saman flórsykri og rjómaosti í annari skál.
-Þeytið rjómann.
Blandið þessu öllu saman í eina skál.
Myljið oreokexið (í matvinnsluvél eða með frjálsri aðferð!).
Setjið til skiptist í skál oreokex og ostakökublönduna, endið á kexinu. Geymið í frysti og takið út 1,5 klst. áður en kakan er borin fram.