2020 Lax

Ég átti lax í frystinum og ákvað að elda hann einn daginn í síðustu viku, en ég var ekkert viss hvað mig langaði að gera við hann svo þá var hellt hvítvíni í glas og byrjað að skoða í ísskápinn. Hvítvínið er fyrir mig svo ég verði nú meira creative en vanalega. Niðurstaðan varð þessi, þrátt fyrir hálftóman ísskáp.

Laxastykkin lögð í eldfast mót, kryddað með salti, sítrónpipar og dill.

Í hálftómum ískápnum fundust nú nokkrir sveppir, paprika, púrrulaukur og döðlur síðan einhvern tíma, þetta var allt brytjað niður og sett yfir laxinn og síðan nokkrir smjörbitar lagðir þar ofaná.

Síðan hellti ég rjómanum sem hafði orðið eftir þegar ég gerði rjómagúllash síðast og að endingu settur rifinn ostur yfir og bakað í ofni í hálftíma.

Með þessu gerði ég kartöflumús af því að ég elska kartöflumús, ég held það gæti verið jafn gott að vera með kartöflur bakaðar í ofni nú eða fyrir þá sem ekki eru kartöflufíklar þá held ég að hrísgrjón gætu verið fín.

Nammi namm.

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.