Æðislegir kókostoppar og henta við öööllllll tækifæri, í veisluna, afmælið, á góðum stundum, til að hressa upp á góða skapið eða bara hvenær sem er.
- 2 egg
- 2 dl sykur
- 2 tsk vanillusykur
- 6 dl kókósmjöl
- 50 til 100 gr. brætt suðusúkkulaði
Þeytið saman egg og sykur og öllu hinu síðan bætt útí, notið venjulega skeið til að taka smá af deiginu og hnoðið í litlar kúlur.
Setjið á bökunnar-pappír og bakið við 180° í ca 12 mín.
Takið síðan toppana út og látið kólna í nokkrar mínútur og dippið svo í bráðið súkkulaðið.