Dásamlegar Daim smákökur

Dásamlegar Daim smákökur

Frá Gotterí og Gersemar



Daim smákökur uppskrift

  • 150 gr smjör við stofuhita
  • 75 gr sykur
  • 75 gr púðursykur
  • 1 egg
  • 225 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 130 gr saxað daim
  • 50 gr suðusúkkulaði (til að skreyta með)
  1. Hitið ofninn í 180°.
  2. Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst.
  3. Bætið því næst egginu út í og hrærið vel.
  4. Hveiti, matarsóti og salt fer næst í blönduna og að lokum saxað Daim súkkulaðið.
  5. Mótið um 20 kúlur og pressið þær örlítið niður á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  6. Bakið í um 15-18 mínútur og kælið.
  7. Bræðið þá suðusúkkulaðið og setjið í lítinn zip-lock poka. Klippið lítið gat á eitt hornið og „drizzlið“ yfir kökurnar til skrauts.

Þessi uppskrift er einföld og góð og þessar kökur voru ekki lengi að hverfa!

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.