Þegar í ljós kom að einn starfsmaður á leikskólanum sem ég skúra á, var smitaður þá hafði ég samband við yfirmann minn til að tékk á hvort þetta væri starfsmaður á minni deild og jú viti menn þetta var svo og ég skúra að degi til þegar bæði starfsmenn og börn eru inni svo það voru miklar líkur á að ég hefði komist í nær kontakt við viðkomandi starfsmann en ég veit það þó ekki enda fær maður ekkert að vita hvaða starfsmaður þetta er og ekki víst að ég myndi muna hvaða starfsmenn voru að þvælast um gangana meðan ég skúraði þar eða hvaða starfsmenn voru inni með þeim börnum sem fengu að vera inni akkúrat þegar ég skúra en allavega var niðurstaðan sú að ég yrði að fara í sóttkví í 10 daga talið frá deginum sem viðkomandi smitaðist, þetta endaði sem vikusóttkví hjá mér, það er, ég fékk ekkert að vita af þessu fyrr en ég las í blöðunum að stafsmaður á þessum tiltekna leikskóla væri með staðfest smit. Ég er nefnilega bara skúringakona og vinn ekki á leikskólanum og vinn ekki með þessu fólki þó ég vinni í sama húsi á þeirra vinnutíma. Ég vinn hjá hreingerningardeild bæjarins en ekki leikskólanum. “Konan sem kyndir ofninn minn” er lag sem segir kannski ansi margt um ansi marga og mörg störf. En það er kannski tilefni í annað blogg. Ég ætlaði bara að tjá mig um þetta undarlega ferli sem sóttkví er.
Ég fékk símtal frá sóttvarnarteymi og spurð út í alls konar og staðfest í því símtali að ég skuli vera í sóttkví út 5. feb. og spurð hvort ég geti sofið í sér herbergi og notað sér klósett sem ég segi að sé vel hægt á mínu heimili. Þá segir hún mér að forðast alla snertingu og passa afstand við aðra í fjölskyldunni eins og mögulegt er og ég megi ekki elda mat handa okkur. Ég fór þá bara að hlægja og sagðist bara hlakka til þess að fá frí frá því að ákveða hvað á að vera í matinn og frí frá að elda hann og ganga frá. Þráinn tók svo til í ísskápnum og setti sér smjör og ost og gúrku í eina hillu fyrir mig svo ég gæti nú fengið mér ristað brauð án aðstoðar og ég sprittaði tusku og notaði þegar ég opnaði ísskápinn oþh. svo við vorum alveg vel að passa okkur. En skrítið er það að sitja ein upp í svefnó að horfa á einhverjar sápur og hann niðri þegar maður er ekkert veikur. Skrítið að þurfa að biðja manninn sinn að gefa sér að borða og / eða fara út í búð, þegar ekkert er að manni. Ég varð að hálfgerðu slitti, lá í rúminu og dældi í mig amerískum sápum en tók þó þá ákvörðun að fara minnst í einn göngutúr á dag með Erro og ég heppin hér, að við mætum næstum aldrei neinu fólki á gönguleiðinni okkar hérna í kringum nesið svo við getum verið róleg þar.
En í gærmorgun fór ég svo í test og fékk niðurstöðuna í gærkvöld sem sagt ég er löglega neikvæð manneskja sem lýsir mér alveg, NOT. Nei gott að fá þá vitneskju því hugur manns fer á flug, ef ég hóstaði litlum hósta (nota bene ég er aldrei kvefuð eða með flensuskít, varla fengið svoleiðis eftir að ég flutti hingað út, nema í flugi á leið frá Íslandi) þá varð ég stressuð, úps ætli þetta sé byrjunin á einhverju? Svo hnerraði ég nokkrum sinnum og þá alveg “ó mæ god” ætli þetta sé byrjunin á einhverju og svo hélt ég áfram að liggja uppí rúmi eins og slytti af því að ég hafði ekkert að gera, og mátti ekki snerta neitt osfrv. En eftir að hafa fengið staðfestingu á að ég sé ekki smituð þá slakaði ég aðeins á, þó ég sofi enn í sér herbergi og nota mitt klósett þá bakaði ég muffins í gærkvöldi og ætla kannski að sitja í hinum endanum í stofusófanum og fá morgunkaffi með kallinum mínum áður en hann fer í vinnu í dag. En ég fer ekki í búð og hitti ekkert annað fólk en kallinn minn, sem er búinn að dekra mig þessa vikuna. Honum var held ég meira létt en mér að ég hefði komið út negativ því hann hefði annars getað orðið ábyrgur fyrir smitum inná sinn vinnustað og það vill maður að sjálfsögðu forðast eins og heitan eldinn.
Ég finn það að slyttið ég, er á undanhaldi bara af því að ég fór á fætur í morgun, og settist hérna við tölvuna mína og fékk mér kaffi, ætla í langan göngutúr með Erro í vetrarparadísinni okkar í dag og prófa að finna út hvernig ég geti bara notið þess að vera heima í fríi (ef þannig má komast að orði) án þess að mega fara nokkuð eða hitta fólk. Því nú er ég ekkert stressuð þó ég hósti eða hnerri enda er ekkert að mér og ég vissi það allan tímann en hugurinn leikur mann oft grátt þegar hann kemst á flug. Sem betur fer náum við nú oftast að stjórna honum.
Kveðja frá Stínu í sóttkví á Nesan.