Eins og kannski mörg ykkar vita er hún Ástrós Mirra að fara að gifta sig í garðinum heima hjá okkur í næsta mánuði og hausinn á mér fer svo sem ekkert út fyrir það að vera að undirbúa og leita að alls konar sem við getum notað.
Til dæmis erum við búin að vera að kaupa gamla borðstofustóla í bruktbutikkum og þá sem þarf að bæsa, bæsum við og lögum til því við ætlum að safna svo mörgum að allir gestirnir geti setið á alvöru stólum en ekki einhverjum leigðum plaststólum eða óþægilegum bekkjum. Þetta gengur vel en vantar ennþá nokkra.
En við erum líka að leita að litlum lampaskermum (og þeir voru allir búnir í búðinni sem ég fór í fyrradag) en ég held áfram að leita.
Og svo erum við að leita að vínglösum, hvítvíns- og rauðvínsglösum og ég sendi Kollu vinkonu í gær skilaboð þar sem hún rekur eina svona bruktbutikk og spurði hana hvort þau ættu eitthvað af “hvítvíns eða rauðvínsflöskum í búðinni? Og um leið og ég er búin að senda skilaboðin les ég yfir og sé að autocorrection er búin að breyta vínglasi í flösku, ha ha ha. Allir vita að Kristín Jóna velur alltaf flösku framyfir glas. Og svo sat ég ein hérna heima og hló og hló og hló. Það þarf ekki mikið til að gleðja eina konu.