Hugsið ykkur!
Heitt bað, kertaljós, lúin bein. Notalegt er það ekki?
Ég ákvað eftir matinn í kvöld að skella mér í heitt bað, var með eitthvað tak í mjöðminni og hugði mér gott til glóðarinnar að mýkja það aðeins eftir góða máltíð.
Ég læt renna í baðið. Hátta mig. Leggst ofaní og aaaaaaaaaaaahh. Ekkert smá gott, ligg þarna smá tíma og hef það huggulegt. Hugsa talsvert eins og ég geri alltaf í baði.
Gott að ég sé ekki forritari þá yrði ég að hafa tölvuna í baðinu. Jæja ég ligg þarna og hugsa og dríf mig svo upp að þvo mér. Ákvað þá að best væri að raka sig undir höndunum og fótleggina.
Sit þarna í makindum að raka á mér fótlegginn þegar litla sæta duglega dóttir mín kemur inn og eitthvað að bardúsa eins og hún er svo oft að gera en áááááááááá, shiiiiiiiiit, haldiði að hún hafi ekki hellt úr fullu glasi af ísköldu vatni beint yfir bakið á mér. Þetta var sko ekki gott, alveg ískalt vatn og yfir allt bakið á mér.
Ég gaf henni nú frekar illt auga og sagði henni að það væri nú ekki sniðugt að hella svona yfir mig þegar ég væri að raka á mér fótleggina og ætti því erfitt með að leggjast ofaní og hlýja mér aftur. Kemur þá minn ástkæri eiginmaður og spyr hvað gengur eiginlega á hérna og ég ætla sko að fara að klaga dótturina þegar hann allt í einu snöggt ………………………
hellir öðru fullu glasi af ísköldu vatni yfir bakið á mér ááááááááiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.
Hvers á ég að gjalda?
Þau feðginin hlógu ekki lítið eftir þetta og svo reyndar heyrði ég að Þráinn var eitthvað að reyna að segja Ástrós Mirru að það mætti bara hella einu glasi hvort alls ekki meira.
EINS OG ÞAÐ HAFI EKKI VERIÐ NÓG?