Idol 6 – Big Band


TÓNLISTIN TÚLKAR ÞAÐ SEM ENGIN ORÐ FÁ LÝST.
Ok, þá eru aðeins 5 eftir í Idolinu og fór Ingó sjarmör út í gær, en NOTA BENE það þurfti að vera annað hvort Ingó eða Snorri, reyndar hefði ég helst viljað Snorra út því ég veit ekki hvaða fólk þetta er sem fílar svona frosinn söngvara, það er alla vega enginn sem ég þekki sorrý.

Ég ætla aðeins að commenta á hvern og einn hér að neðan.

Snorri Snorrason

Frosinn eins og venjulega gerði þetta lag leiðinlegt sem ég hélt að væri ekki hægt, sá alltaf fyrir mér Palla syngja það af mikilli tilfinngingu og eins og Palli sagði það er hægt að sýna svo ofboðslega mikið með þessu lagi en NEI Snorri hefur ekki áhuga á því frekar en öðru.  Ég reyndar skil ekki af hverju hann fór í þessa keppni (og þá er ég ekki að meina að hann geti ekki sungið, því hann getur það en söngur er líka tilfinning og hana á Snorri greinilega ekki til) því honum virðist leiðast í hverjum þættinum á fætur öðrum eftir að hann þurfti að fara að velja lög úr ákveðnum tegundum tónlistar.  Hann var ágætur í fyrstu þáttunum þegar hann hafði frjálsari hendur en það sýnir bara hvað hann er takmarkaður.
Lag: Fly me to the moon
Ragnheiður Sara Grímsdóttir

Var gjörsamlega æðileg í gær, þetta átti sko vel við hana og þarna sá ég hana eins og hún var í Hippaþættinum.  Hún var líklega með besta sönginn í gær, en samt er eins og mér finnist vanta eitthvað uppá eitthvað, veit ekki alveg hvað það er.  En hún var mjög góð í þessu þema og átti ekki skilið að fara út á gólf.
Lag: Georgia (On my mind)

Ingólfur Þórarinsson

Ingó er sjarmörinn minn eins og áður hefur komið fram enda var ég mikill aðdáandi James Dean og Ingó hefur það sama.  En hann var alls ekki góður í gær og ég sætti mig við að hann hafi dottið út og vona bara að ég sjái hann einhverntíma með gítarinn framan á sér að syngja það sem hann er bestur í.
Lag: Sway

Ína Valgerður Pétursdóttir

Klikkar aldrei, ótrúlega góð söngkona og með mjög sterka og mikla rödd, verður ábyggilega Idolstjarna Íslands 2006.  Hún þarf reyndar að fá stílista sem kann að klæða unga stúlku sem er með hold á beinunum, því hún er alltof kellingarlega klædd en frábær söngkona og performance.
Lag: Orange colored sky

Alexander Aron Guðbjartsson

Hann er reyndar eini karlsöngvarinn sem getur eitthvað sungið og með þvílíkt þétta og flotta rödd og frábæra sviðframkomu, það skiptir miklu máli.  Flottur í gær með hatt og staf og hann kann þetta og syngur æðislega vel.
Lag: I’ve got you under my skin

Bríet Sunna Valdemarsdóttir

Frábær, lagavalið skiptir svo miklu máli og þetta er æðislegt lag sem hún söng og OH MY GOD hvað hún gat daðrað við myndavélarnar sem hreinlega elska hana og svo er samt svo einlæg og sæt og ekki síst hún er svo kát og glöð.  Og þetta gerði hún sko æðislega og gaman að heyra Kristjönu hrósa henni fyrir að vera eins og svampur það segir manni bara að hún hefur mikinn áhuga á því sem hún er að gera og það er sko miklu meira en sumir í þessari keppni.
Lag: Fever
Niðurstaðan er sú að ég kaus Bríeti Sunnu og Alexander.  Vissi að Ína væri alveg save og lét síðan Þráin kjósa uppáhaldið sitt hana Ragnheiði Söru því eins og ég sagði þá stóð hún sig mjög vel.

En næst miðað við fyrri frammistöðu þá ætti Snorri að fara út og eftir það verð ég eins og sundurslitinn hundur þegar eitthvert hinna dettur út.  Nú er þetta sko orðið erfitt.  Reyndar eru þau bæði sem hélt mest uppá dottin út en ég get alveg sætt mig við það því hin sem eftir eru, eru svo góð – Snorri.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.