7 manna Idol

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað það er sem þjóðin er að hugsa?  Ég skil þetta ekki, Nana dettur út en Alexander og Snorri hefðu frekar átt að gera það.

Förum aðeins yfir þetta:

Ína:  Hún var hreinlega æðisleg, ég fékk tár í augun og allt.   Hún er æðisleg söngkona stelpan en aðeins of kellingarleg.  Og mér finnst það þó ég gæti verið mamma hennar.

Bríet Sunna:  Hún var rosalega flott og ég fékk aftur tár í augun, mikill sjarmur þessi stelpa með svona örlítið feimnislega framkomu sem er bara sjarmerandi.

Nana:  Alltaf æðisleg en líklega var það lagið sem ýtti henni út, þetta er ekki skemmtilegt lag en Nana söng það vel og var æðisleg.

Alexander:  Hvað er að gerast með hann, þetta var ekki að virka en hann er langbesti karlsöngvarinn ef hann vandar sig.  Munið eftir honum í diskóinu, hreint frábær.

Ingó:  Æðislegur, alltaf æðislegur.  Hann hreinlega sogar mig inn í einhvern heim með þessu augnaráði sínu.  James Dean týpan, svona “rebel without a course”, og ég spyr bara, hver stenst hann?  Ótúrlega flottur strákur og NOTA BENE það þarf meira en góða söngrödd, það gengur ekki að hafa Idolstjörnu sem maður þarf að slökkva á sjónvarpinu af því að það er svo óþægilegt að horfa á stjörnuna.

Úps gleymdi henni Ragnheiði Söru:  Æi, hún er góð söngkonu og líklegast með mesta raddsviðið en ég var alls ekki að fíla þetta hjá henni og veit ekki hvað hún gæti hangið lengi inni.  Ég held að hún fari að detta út þó að hún sé uppáhaldið hans Þráins.  Sorrý Þráinn minn, hún er bara ekki að virka nógu vel þarna.

Snorri:  Og þá erum við komin að þessu sem ég var að segja, það er óþægilegt að horfa á hann og ég skal meira að segja reyna að láta ekki röddina þvælast fyrir mér (en mér finnst þessi rödd leiðinleg og myndi aldrei geta hlustað á fleiri en eitt lag í einu með henni) að þá virðist honum leiðast á sviði og ég hlusta ekki á þá afsökun að hann sé feiminn, því hann er að keppa um það að verða stjarna og ef honum líður ekki vel á sviði þá verður hann aldrei stjarna.  Sorrý.  Ég hefði viljað sjá Snorra detta út í gær en reyndar átti enginn skilið að detta út því það var enginn lélegur.

En varðandi það að NANA hafi dottið út þá verður ekki langt að bíða að við fáum lag með henni og plötu í framhaldinu, þessi stelpa er ekki hætt og ég mun sko kaupa plötuna hennar, bæði finnst mér hún ótrúlega mikill sjarmör og skemmtileg og svo velur hún alltaf lög sem mér finnast skemmtileg eða góð og Oh my God hvað hún var góð síðast.  KEEP UP THE GOOD WORK GIRL!

Og annað, ég var að reyna að útskýra fyrir Þráni hvað þetta væri við Ingó sem er svo óstjórnlega sjarmerandi en hann var ekki alveg að skilja og ég fór þá að hugsa um James Dean, ég fór einu sinni með (gamla) Herjólfi á laugardagsmorgni uppá land fór á 3 bíómyndir með James Dean og aftur heim til Eyja daginn eftir.  Það var eitthvað Dean þema í Stjörnubíó (hver man eftir Stjörnubíó) og ég var svo forfallinn aðdáandi að ég gat engan veginn sleppt þessu.  Ekki oft verið forfallinn aðdáandi einhvers,  gæti nú talið þá upp hér í fáum línum.

James Dean leikari
Donny Osmonds söngvari

og síðan ekki söguna meir enda kynntist ég manninum mínum og hann uppfyllir þetta allt fyrir mig, er æðislega góður söngvari og tekur Robbie Williams í nefið þegar hann tekur Feel og svo er hann æðislegur leikari og á mörg meistarastykkin með Leikfélagi Vestmannaeyja.

Þannig að lokalistinn er svona:

James Dean leikari
Donny Osmonds söngvari

Þráinn Óskarsson leikari og söngvari

Ég hugsa að það séu ekki margar konur eins heppnar og ég.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.