5.3.2007
Við fórum á árshátíð á laugardaginn hjá Gluggum og Garðhúsum og var það virkilega skemmtilegt. Byrjuðum á að hittast heima hjá Öggu og Valgeiri og þar voru veitingar bæði fljótandi og í föstu formi.
Síðan átti að koma rúta og keyra liðið niður á Brodway en þetta var sko engin venjuleg venjuleg rúta, heldur komu 3 limosínur til að sækja allt fallega fólkið í GogG.
Svo var farið í litla salinn á Brodway og þar var LeSing showið sem var mjög skemmtilegt. Það er gaman að svona skemmtun þar sem áhorfendur eru virkir þáttakendur í showinu. Td. Þórunn Clausen trúlofaðist einum vinnufélaga Þráins með rúnstykki í stað hringa og svo var Linda sem vinnur með Þráni kölluð Olga, rússneska kerlingin því hún byrjaði að tala rússnesku við leikarana. Maturinn var virkilega góður og vel veitt hjá þeim hjónum og showið gott.
Takk fyrir okkur
ykkar Kristín Jóna