kjg 5.4.2007
Í gær voru 30 ár síðan ég fermdist.
Þann 2. apríl voru 24 ár síðan við Þráinn trúlofuðum okkur.
Ekki á morgun heldur hinn verð ég 34 ára. Hvernig getur þetta staðist?
Mér finnst allt í lagi að hafa verið trúlofuð Þráni mínum í 24 ár en mér finnst rosalega mikið að eiga 30 ára fermingarafmæli. Ég skil núna þegar fólk talar um að því finnist það eldast svo þegar það horfir á börnin sín. Við byrjuðum svo seint að eignast börn að við munum aldrei kenna þeim um aldurinn á okkur en þá eru það svona tímabil eins og fyrsta vikan í apríl þar sem allt er að gerast hjá mér.
Hlakka til að sjá framan í sjálfa mig í spegli þegar ég á 60 ára fermingarafmæli. Skildi kirkjan bjóða okkur í partý þá? Þá ætla ég að vona að Inga skelli sér til landsins því það verður nú skemmtilegra að þekkja einhvern þar, þá.
En svona vona ég að við Þráinn verðum eftir 30 ár.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna