Leikhús ofl.

16.4.2007

Við fjölskyldan skelltum okkur í Þjóðleikhúsið í gær og sáum leikritið ‘Sitji Guðs Englar’.  Frábært leikrit og ofsalega gaman að fara á svona gott stykki með Mirruna til að sýna henni gamla tímann.  Hún var algjörlega að meðtaka þetta og átakasenur þar sem barn missti pabba sinn skiluðu sér til hennar alveg rétt því hún fór að gráta í hléinu þegar við ræddum þetta aðeins.

Fyndið að sjá hana Brynhildi Guðjóns leika 13 ára stelpu eins og ekkert væri og langömmu líka, hún var þó nær 13 ára stelpunni fannst mér.  Svo var hún æðisleg hún ‘Litla fröken páskasól’ en ég veit ekki hvað hún heitir stelpan sem syngur í auglýsingunum ‘Viltu kaupa páskasól?’ og hann Kjartan Guðjónsson í hlutverki rónans og þeirra samleikur var alveg æðislegur.

‘Mikið ertu nú duglegur Láki minn, búinn að drekka allt vínið þitt’ ofl. frasar á þennan máta.  Þeirra samband var svo fallegt og laust við allan dóm enda barnið ekki komið með þroska til að dæma rónann.

En alla vega mjög gott leikrit og mæli með því að fjölskyldan fari saman á það.

Sjáið þið barnavagninn, hann er æðislegur og kofarnir flottir og og og kannski ég sé bara mikið fyrir gamla tímann sbr. dálæti á eyðibýlum og þess háttar.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.