Þingvallaferð með Hvaleyrarskóla

6.10.2007

Ég fór með 2. bekk Hvaleyrarskóla til Þingvalla á miðvikudagsmorguninn síðasta og það var skemmtileg upplifun.

Í fyrsta lagi þá voru þetta báðir bekkirnir sem fóru 44 börn og ég var eina foreldrið sem sá sér fært að fara.  Leiðinlegt fyrir hina, því þetta var svo skemmtilegt.  Börnin voru svo yndisleg, fróðleiksfús og skemmtileg.  Þeim fannst nú mörgum mjög skrítið af hverju ég væri með fyrst ég væri ekki kennari, sem segir manni að þau séu ekki vön því að foreldrar séu að þvælast með þeim.  Við fengum leiðsögumann á Þingvöllum sem sagði okkur frá því hvernig gjárnar mynduðust og sagði einnig frá þingstaðnum oþh.  Krakkarnir hlustuðu vel og spurðu skemmtilegra spurninga.  Þau voru líka mörg að segja mér sögur sem var voða gaman.

En það besta fyrir mig var þegar Ástrós Mirra skrifaði sögu daginn eftir um ferðalagið og lokasetningin var:  ‘Það heppnasta í ferðinni var að mamma mín, hún Kristín Jóna kom með’.

Það gaf mér meira en hundrað kossar og þúsund orð.

Að allt öðru, það er að koma að skoða fólk í dag, í annað sinn sem gæti þýtt tilboð í kjölfarið og ég fékk nú boðun um að þau væru að koma á fimmtudaginn en svo frestaðist það, vegna vinnu mannsinns en þá nett panikaði ég því við vorum ekki búin að sjá neitt sómasamlegt fyrir okkur en við fórum svo á fimmtudagskvöldið að skoða eina íbúð og ég veit hvert ég ætla að flytja núna.  Út á Velli.  Þetta er æðisleg íbúð allt nýlegt og stór herbergi og skemmtilegar innréttingar.  Nú er ég bara að vona að fólkið sem kemur í dag geri tilboð svo ég geti gert tilboð í hina.  Ég þori ekki að gera tilboð nema vera búin að fá tilboð sjálf.

Kíkið á vonandi væntanlegu íbúðina okkar úti á Völlum hér:
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=248699

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.