29.12.2007
Jæja er þá ekki bara kominn tími til að kveðja árið 2007 sem hefur verið virkilega skemmtilegt og gott. En árið 2008 verður ábyggilega enn betra.
Okkur er virkilega farið að hlakka til að flytja en við munum gera það eftir viku, það er nú svolítið skrítið því Ástrós Mirra hefur bara átt heima á Suðurbrautinni, þannig að þetta verður pínu erfitt fyrir hana. Hún verður ekkert glöð þegar fólk spyr hana útí þessi mál, hún virðist samt ekkert vera ósátt en hún kvíðir því að fara í annan skóla og skilja við vinina sína.
Við ætlum bara að vera 3 saman á gamlársdag og hafa það eins huggulegt og við getum innan um kassana en á móti ætlum við að kaupa sem aldrei fyrr ‘Innibombur’ því ef ekki núna þegar allt puntdótið er í kössum þá aldrei.
Semsagt pökkum niður dóti, göngum hér innandyra á milli kassa og höfum það huggulegt.
Er pínu andlaus eftir jólin eða er það út af flutningunum, ég veit það ekki en það kemur þá bara andi yfir mig á Burknavöllunum árið 2008.
Þökkum ykkur öllum jólakveðjur og gjafir og vonum að þið eigið góð áramót.
Þangað til næst,
Kristín Jóna