Mirrublogg árið 2007

Mirrublogg árið 2007

3.1.2007 18:26:00 Nýtt ár
Jæja, þá er nýtt ár gengið í garð og ég hef bara haft það ágætt.  Við vorum bara heima á gamlárskvöld og ég fékk nokkur blys og stjörnuljós ásamt rakettum sem pabbi sprengdi.  Svo fór ég bara að sofa fljótlega eftir miðnætti þegar við vorum búin að horfa nægju okkar út um gluggann á allt það sem aðrir sprengu.

Á nýjársdag sváfum við næstum því til hádegis og fórum svo út í góða göngu um miðjan dag og hittum þá aftur svanina sem ég reyndar hitti og gaf brauð á gamlársdag, það var gaman og hressandi.

Síðan er ég bara búin að vera að vinna.  Ég er búin að vera að vinna í Maritech í tvo daga og komin með þessa fínu aðstöðu þar við hliðina á mömmu skrifborði.  Ég hef verið að skrifa niður tölur fyrir mömmu, bjó til dagatal, teiknaði myndir og ýmislegt annað.  Hjálpaði við að opna póstinn og lék mér líka aðeins í leikherberginu.  En mest fannst mér gaman að hjálpa til í alvörunni.  Mig langaði svo að fá að ansa í símann fyrir mömmu en ég mátti það ekki, mamma sagðist ekki vita hvernig kúnnarnir myndu taka því en ég fékk næstum því að gera það því ég fékk að prófa tækið sem mamma setur á eyrað á sér og tala við mömmu.

En á morgun verður heilsdagsskólinn opinn og ég fer þangað og svo hefst kennsla á föstudaginn og þá byrjar líka sundfélagið.  Það verður gott þegar allt verður komið í lag aftur, því það er búin að vera smá óregla á okkur um jólin, fara seint að sofa og sofa frameftir, meira að segja ég var farin að sofa til hálf tíu.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

mirrublogg Athugasemd: Það var rosa skemmtilegt að hafa þig í vinnunni og þú varst rosalega dugleg að skrifa tölur og útlensku 🙂 – tókst þig líka mjög vel út á nýja skrifborðinu í “básnum” hjá mömmu þinni….
Þú verður örugglega dugleg skrifstofukona í framtíðinni (þú sagðir mér nefnilega í dag að þú ætlaðir að verða “eins og þið” þegar við spurðum þig í dag hvað þú ætlaðir að verða 🙂 (og hestakona auðvitað) hehe – rosa gaman að þér og mamma þín má vera stolt móðir að eiga svona duglega og þæga stelpu…
… verð að segja líka þegar ég sagði þér hvað þú værir dugleg og ekkert vesen á þér þá svaraðir þú án hiks “víst er vesen á mér, ég er að vesenast með þessa kúlu” og hélst áfram að liggja á ganginum og rúlla silfurbolta inn á skrifstofuna hjá mér 🙂 hehe dúlla..
Gangi þér vel í skólanum…
kveðja
Hafrún (,Hafrún “vinnukona”)

 

7.1.2007 08:11:00 Missti tærnar
Vá skrapp í gær með Ástrós Mirru, Kristófer Darra og Árdísi Thelmu vínkonu ÁM á þrettándahátíðina út á Ásvöllum og hreinlega missti tærnar, gat varla labbað þegar við vorum á leiðinni heim, hringdi í Þráin og lét sækja okkur því annars væri ég líklega enn að leita að tánum.

Maður er náttúrulega bara ruglaður, klæðir börnin í flísbuxur, þykka peysu, vettlinga, húfu, ullarsokka, kuldaskó og kuldagalla. Og þau spyrja af hverju þurfum við að fara í svona ofboðslega mikið af fötum.  Af því að það er svo kalt úti og við verðum svolítið lengi.

En hvernig klæðir maður sjálfan sig?  Ha ha ha.  Jú, jú í peysu og úlpu alveg uppí háls og með húfu af ÁM en … bara í einum þunnum sokkum og leðurstígvélunum sínum.  Það er greinilegt að maður sjálfur heldur að kuldaboli bíti bara litla krakka en ekki fullorðið fólk.

En sem sagt ég fór þarna með krakkana á þessa hátíð sem átti að byrja 17.30.  Við löbbuðum og lögðum að sjálfsögðu tímanlega af stað því ég vissi ekki hvað við værum lengi að labba þetta.  Vorum komin út á Ásvelli kl. 17.15 og sáum ekkert fólk. Ástrós sagði: “Ég vissi að við áttum að fara á bílnum fyrst við þurfum að leita hvar þetta er”.  Ég sagði henni að ég vissi alveg að þetta ætti að vera við Ásvelli en við fundum samt ekki brennuna strax því hún var frekar lítil (miðað við í Eyjum) en svo biðum við bara við húsið og það fór að streyma fólk eftir svona 20 mín. og þegar kl. var um 17.45 var svo kveikt í brennunni (ég þarf einhverntíma að ræða þetta með klukkuna á Íslandi). Jæja fínt þegar búið var að kveikja í brennunni, manni hlýnaði (þó ekki á tánum, eini staðurinn sem varð útundan) og þá beið ég eftir álfum, tröllum og púkum.  Og ég horfði í kringum mig, ekkert.  Jú, loksins sáust nokkrir álfar koma dansandi og allt í góðu með þá, stelpurnar stóðu sig alveg vel en hvar voru púkarnir og tröllin?´
Jæja svo var brennan að verða búin og við ákváðum að fara inn í Íþróttahús og hlýja okkur og borða súkkulaðistykkin sem ég tók með í nesti.  Og þegar við erum komin þar inn, sjáum við allt í einu púka.  Ha, hvað eru þeir að gera þarna inni?  Hittum svo Daníel, Aron Breka og Bryndísi og þau sögðu okkur að púkarnir, grýla og leppalúði hefðu verið eitthvað að þvælast við vagninn með tónlistinn sem stóð uppvið hús og langt frá brennunni….  ég skil þetta ekki.

Hver er að stjórna þessu?  Hann hefur greinilega ekki komið á þrettándahátíð í Eyjum en samt eru þeir að reyna að herma eftir henni.  Því þar eru TRÖLL, ÁLFAR, PÚKAR, GRÝLA OG LEPPALÚÐI og þau ganga og dansa í kringum brennuna, brennan er nefnilega skemmtisvæðið ekki húsveggurinn á einhverju íþróttahúsi og þar hefur fólkið greinilega meira vit á að klæða sig þá betur, en hér í Hafnafirði eru fleiri eins og ég.  Illa klæddir og þora ekki langt frá húsi svo þeim verði ekki kalt.

Stefni á að skreppa á þrettándahátíð í Eyjum næst og sýna Ástrós Mirru hvernig þetta á að vera.

 

Mömmublogg 9.1.2007 17:55:00 Besta mamma í heimi
Við mæðgur vorum að kúra okkur saman í gærkveldi þegar Ástrós Mirra lítur á mig og segir:  “Ég er svo fegin að eiga þig fyrir mömmu.” Svo er þögn í smástund og þá spyr hún:  “Hver gaf þér eggið?”

Ég svara því og hún verður hugsi augnablik og segir svo: “Ég er svo fegin að eiga þig fyrir mömmu”.

 

Ekki amalegt að fá svona knús og elsku.

mömmublogg Athugasemd: nohhh, ekki amalegt það 🙂 (,Hafrún ósk) 13.1.2007 12:25:00 Boot Camp
Úff, þetta hefur verið erfið vika, helst þó vegna harðsperra á ótrúlegustu stöðum.  Það var að byrja heilsuátak í vinnunni og vorum við öll send í mælingu í BootCamp sem í sjálfu sér er bara allt í lagi, nema sumt fólk skilur bara aldrei það sem við það er sagt, sbr. ég.

Strákarnir sem standa fyrir þessu sögðu okkur að koma með joggingbuxur með okkur í mælinguna en mér fannst það ekki vera eitthvað atriði, því ég gæti nú alveg hlaupið aðeins á hlaupabretti með einhvern mæli tengdan við mig í gallabuxum.  Já, einmitt.

Svo mætum við niður í Hnefaleikafélag RVK og ég í meira að segja þröngum gallabuxum og ætla í þessa mælingu sem að sjálfsögðu var eitthvað allt annað en ég hélt.  Jú, jú þeir vigtuðu okkur og klipu í spikið til að mæla fitu% í okkur en svo var hin mælingin bara pjúra BootCamp æfing.  Já og ég í þröngum gallabuxum.  Stóð mig samt vel.  Skokkaði jafn marga hringi og hinir (var samt ansi móð en reyndi að fela það) hoppaði upp og niður með hendurnar alveg eins og hinir (missti samt taktinn nokkrum sinnum og leit ekki vel út í speglinum, brjósthaldarinn aðeins farinn að skekkjast á mér við þetta) og svo kom að því að skipta okkur tvö og tvö saman og fara að gera armlyftur og þá uppgötva ég að ég veit ekkert hvernig ég á að gera þetta…. held ég hafi ekki armlyftur síðan í gaggó en þó tókst mér að gera 16 lyftur á 1 mín. og var bara ánægð með mig þangað til Auður toppaði mig ótæpilega, bölvuð hún er í allt of góðu formi til að vera með mér í liði en samt… jæja svo voru það hnébeygjur, vá þá hefur verið gaman hjá Vigni sem stóð fyrir aftan mig, ég í mínum þröngu gallabuxum sem drógust bara niður fyrir allt velsæmi í beygjunum en ég lét það ekki trufla mig, held mínu striki með brjósthaldarann uppfyrir brjóstin og buxurnar eins og á pípara og stend mig bara með prýði að eigin mati.

Jæja svo klárum við þessa æfingu á að hlaupa og takið eftir ég hljóp 65 ferðir í mínum þröngu gallabuxum og svo er slökun, hún er nú alltaf best er það ekki sérstaklega eftir svona púl.  Jæja svo sitjum við og slökum á og þá spyr annar þjálfarinn hvort þetta sé ekki eins og við höfum átt von á eða hvort þetta hafi komið okkur eitthvað á óvart.  Á óvart, nei ég vissi alveg hverju ég átti von á sagði ég og hann leit á mig og hló og já það er alveg á hreinu en þú stóðst þig vel.

En þá komum við að harðsperrunum sem hafa hrjáð mig síðustu 3 daga, ég hef varla getað gengið og alls ekki lyft neinu upp og staulast upp stigann heima hjá mér og rumska við hverja byltu á nóttunni en sé nú samt fram á betri daga, er heldur léttari á mér í dag en í gær og ætla ótrauð í göngutúr í dag til að halda þessu við.

 

mömmublogg Athugasemd: Hahahaha þetta er fyndið. Ég hlakka og kvíði fyrir þegar ég þarf að fara í þetta boot camp dæmi. Úff, það væri jafnvel auðveldara að vera bara fúll á móti og taka ekki þátt :S – en þannig er ég víst ekki, verð að vera með.
En… gaman að lesa lýsinguna þína á þessu, í takt við skemmtilega persónu 🙂
Sjáumst í vinnunni á mánudaginn, hressar og kátar.
HaffaBeib (,Hafrún Ósk) Athugasemd: Sæl og til hamingju með að vera kominn af stað(er samt ekki að trúa því)nú er bara að draga kallinn með sér!!! (ksi@verkis.is,Konni bróðir) 16.1.2007 19:58:00 Ertu ekki að djóka…
… sagði ég við Maddý ömmu í símann áðan, en hún var að segja mér að hún hefði fengið gervihné í fótinn á spítalanum á Akureyri.  Ég hef nú aldrei heyrt annað eins.  Verður þú þá alltaf að labba með beinan fót?  Nei ég get beygt hann sagði amma við mig.  Vá það er ekkert lítið að fá gervihné.

Annars er allt gott að frétta af mér, skólinn byrjaður aftur og ég er orðin svo dugleg að mamma hringir í Holtasel og lætur vita að hún sé á leiðinni og þá klæði ég mig sjálf í útifötin og tek skólatöskuna, íþróttatöskuna og allt dótið sem fylgir 6 ára stelpum og hitti mömmu (eða pabba) úti á bílaplani.  Þetta er nú aldeilis stórt skref fyrir mig, ætli ég verði ekki farin að labba heim næsta vetur þegar veður er gott.

Ég er mjög dugleg að læra, sérstaklega stærðfræði.  Ég er líklega dóttir mömmu minnar því henni þótti stærðfræði alltaf skemmtilegast í skólanum.  Svo skrifa ég líka bráðvel og er farin að lesa alveg heilmikið.  Við gleymum samt stundum að lesa og þá verð ég að lesa heila bók þrisvar á einum degi.

Já svo má ég ekki gleyma að segja ykkur að pabbi minn á afmæli á morgun, til hamingju með afmælið pabbi minn.

 

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

mirrublogg 18.1.2007 16:28:00 GSM mynd út um gluggann á G og G
20.1.2007 09:10:00 Popp
Ég var að poppa í fyrsta skipti í potti og með olíu og maisbaunum, ótrúlega skemmtilegt og gott poppið mitt.  Ég kom nefnilega með matreiðslubók með mér heim úr skólanum því ég er búin í matreiðslu í vetur, nú fara strákarnir í matreiðslu og við stelpurnar í myndmennt.

Mér fannst gaman í matreiðslu og bjó mér einmitt til hafragraut í fyrradag, gerði það næstum því alveg sjálf því mamma kann það ekki almennilega, henni finnst hann nefnilega vondur, en mér og pabba finnst hann góður.

Svo nú er ég búin að poppa í potti og búa til hafragraut svo næst er bara að fá að gera kanilsnúðana sem mig langar svo til að baka.  Kannski á morgun.

Í gær máttum við koma með snjóþotur ofl. í skólann því við fórum í sleðaferð í Ljónagryfjuna (mamma verður bara hrædd þegar hún heyrir nafnið á brekkunni) og það var geðveikt gaman.  Mamma vildi ekki leyfa mér að hafa með Turtlessleðann minn og ég tók með mér snjóþotu sem brotnaði síðan.  Það urðu tvö óhöpp í ferðinni, einn krakki meiddi sig smá og þotan mín brotnaði en annar var rosalega gaman.  Strákarnir komu með sleða og þeir runnu miklu hraðar og betur en ég (kannski þess vegna sem mamma vildi ekki að ég tæki sleðann með).

Um helgina verður nóg hjá okkur mömmu að gera í afmæliveislum.  Við erum að fara í afmæli til Kollu frænku í dag og Dagnýjar frænku minnar á morgun.  Svo er Klara frænka að fá afhenta íbúðina sína í dag og ætlum við að kíkja á hana og pabbi er að fara að hjálpa til að rífa út gamalt parket.

 

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

mirrublogg 22.1.2007 19:41:25 Már
Þegar mamma sótti mig í skólann í dag, kom hún mér algjörlega á óvart.  Hún keyrði framhjá heimilinu okkar og niður í bæ og ég hélt að kannski værum við að fara í Hellisgerði en nei, það var ekki.  Þá hélt ég að við værum að fara í bakarí en það var ekki svo ég vissi ekkert hvað við værum að fara að gera, fyrr en hún stoppaði fyrir utan “Fiskabur.is” og þá vissi ég alveg hvað var í gangi.  Hún ætlaði að gefa mér gullfisk í kúluna mína, jibbý, ég á bestu mömmu í heimi.
Þegar við komum inn í fiskabúðina þá labbaði ég beint að gullfiskabúrinu og benti strax á einn fisk og sagði að ég vildi hann og hann ætti að heita Már.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

mirrublogg Athugasemd: það held ég að hann afi þinn verði montinn. loksins einhver skírður í höfuðið á honum. Hann er búinn að bíða lengi eftir því. (,Konný Guðjónsd) Athugasemd: Til hamingju með fiskinn frænka:)

Gaman að rekast á síðuna ykkar og skoða myndirnar og lesa fréttir af ykkur:) (,Inga Dóra (Magnúsdóttir frænka;)))

26.1.2007 19:31:00 Útivinnandi stúlka
Fór með mömmu í vinnuna í dag því skólinn er lokaður vegna skipulagsdags.
Ég var með mörg verkefni sem ég þurfti að vinna og hafði ekki mikinn tíma til að leika mér, ég horfði á eina DVD mynd en annars var ég að vinna.

Ég þurfi að opna umslög fyrir mömmu með sérstökum hníf sem er kringlóttur.

Svo þurfti ég að skrifa númer á blað sem ég er með í vinnunni.

Ég þurfti líka að labba á milli fólksins og láta það skrifa niður nafn og símanúmer á gula miða svo ég hafi númerin hjá þeim, því þetta eru allt vinkonur mínar.

Ég átti svolítið erfitt með að finna tvær, önnur á tvo hunda og ég vildi endilega fá númerið hennar (en skrifstofan hennar er í hinum endanum á húsinu) og hin heitir Lísa en hún var búin að vera úti í bæ að vinna.
Ég held samt að Halldóra sé besta vinkona mín í Maritech því hún leyfir mér að lita með áherslutússlitunum sínum og ég fékk að skrifa og reikna í excel með henni, sat í fanginu á henni og skrifaði.
Eins er ég mjög heppin hvað Íris er alltaf dugleg að hjálpa mér í eldhúsinu því mamma sér ekki þangað inn, svo ég næ oft bara í Írisi og bið hana að hjálpa mér.
Ég nenni greinilega minna að tala við mennina í Maritech en stelpurnar eru góðar við mig og skemmtilegar.

Eftir hádegið fórum við mamma heim og ég ætlaði til Helgu Rósar en nennti svo ekki svo við mamma höfðum það huggulegt heima og svo fór ég í afmæli til Thelmu sem er með mér í bekk klukkan sex (kornflex) og kem heim klukkan átta og ætla að horfa á X-faktor með mömmu.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra
mirrublogg 27.1.2007 11:05:00 X-FAKTORINN
Jæja þá loksins er þessi keppni að byrja og það bara með stæl.

Höggin á milli Palla og Ellýjar voru ansi þung á köflum en ég verð nú að vera miklu miklu meira sammála Palla en Ellý, ég veit ekki á hvaða ?held ég sé bara tvítug? pillum Ellý er á, því hún er svo á skjön við allt annað og ég held að það sem Einar sagði að hún þyrfti að endurskoða lagavalið því það væru bara 5% þjóðarinnar sem hlustuðu á xið, sé alveg rétt.  Ég þekki allavega ekki lögin sem Ellý er að velja og það skemmir en?

Siggi –  Frábær, kraftmikill og góður, á tvímælalaust að halda áfram

Gís – Mjög skemmtilegar stelpur og flottar raddir.

Tinna –  Ég er alls ekki að fíla hana, skil ekki lagavalið og röddin var ekki að njóta sín fannst mér.

Inga – Hún er nú bara yndisleg og sýnir það að maður eigi að gera það sem manni langar til þegar manni langar til þess og svo geislar af henni svo mjúkir og jákvæðir straumar.  Syngur eins og engill.

Fjórfléttan – Voru mjög skemmtilegar og fínar en ég set mörkin við dúett, finnst ekki passa að hafa þær fjórar en þær stóðu sig samt vel.

Gylfi  – Ekki að gera sig fyrir mig, ætti að detta út í kvöld

Jógvan – Æðislegur að öllu leyti, sjarmur sem syngur vel.

Hara –  Nú langar mann bara að standa á fætur og syngja og dansa, þær geisla frá sér svo mikilli gleði að það er ekki hægt annað en smitast og það skiptir mig alltaf máli, að framkoman sé gleði og gaman.

Jóhanna –  Hún er algjör dífa og frábær, fyrsta úr Ellýjar hópi sem er góð

Alan – Frábær söngvari en ég fílaði ekki lagið

Já – Rosalega flott hjá þeim og náði manni algjörlega.  Mjög fallegt.

Guðbjörg – Hún er yngsti keppandinn og þetta lag var geðveikt hjá henni og gerði hana talsvert fullorðinslegri en hún er.  Og röddin vá maður, þessi verður einhvern tíma góð.

Bottom line…. ég fýla betur eldri raddir greinilega og fýla best ef það er bros og gleði sbr. Bríet Sunna í Idolinu.  Systurnar í Hveragerði fá fyrstu einkunn fyrir það og Siggi, Jógvan, Jóhanna og Guðbjörg voru rosalega flott.

Þau sem eiga að fara á botninn eru Tinna, Fjórfléttan og Gylfi og sá sem á að detta út er Gylfi.

En ekki fór það eins og ég hélt, þau 3 sem sátu eftir voru Jógvan, Jóhanna og Tinna.  Þá held ég að það sé rétt sem Ellý sagði að af því að eru erlendis frá þá hafa þau ekki stóran stuðningshóp sem virðist vera málið með okkur íslendingana að við kjósum þann sem er úr sveitinni en ekki þann sem er bestur.

Ég slakaði aðeins á þegar Jógvan var sagður öruggur inn og þá kom að því að dómararnir þyrftu að velja á milli Tinnu og Jóhönnu og Einar valdi Jóhönnu og Palli, Tinnu og þá þurfti Ellý að gera upp á milli sinna tveggja keppanda og það hlýtur að hafa verið ansi erfitt fyrir hana.  Hún notaði svo það að Tinna myndi bjarga sér betur sjálf heldur en Jóhanna og því veldi hún Jóhönnu.
Tinna datt út.  Ég var ekkert ósátt við það en hefði þó frekar viljað að Gylfi dytti út en maður fær ekki alltaf það sem maður vill.

mömmublogg Athugasemd: Hæ, ætla ekki að gera mitt blogg útaf þessum þætti en fæ útrás hér hjá þér 🙂
Fyrir það fyrsta, þá voru þau sem voru örugg lesin upp í “random” röð, svo Jogvan var ekki endilega 3 neðstur !! Bara svo við höfum það á hreinu.. Ég kaus hann sko 🙂
ER í meginatriðum sammála þér með hvernig þau sungu… Nema mér fannst Jóhanna ekkert sérstök. Mér fannst Guðbjörg laangsamlega best. Hara kom þar á eftir, reyndar spillti fyrir mér aðeins að ég hafði á tilfinningunni að ég væri að horfa á Karíus og Baktus þarna á sviðinu. En vonandi klæða þær sig flottara næst 🙂
Ellý og Palli, bara skemmtilegt að þau rífist, en mér finnst alveg að áherslan megi frekar vera á keppendurna heldur en dómarana.. svona í framhaldinu sko. Einar hélt sínu professional attitude og ég var bara stolt af honum 🙂

Bottom line hjá mér…. Ég var mjög ánægð með að Tinna dytti út, Gylfi sökkaði í gær, en ég hef meiri trú á að hann bæti sig en hún, svo… ég er sátt. Og fannst þessi þáttur skemmtileg afþreying 🙂
Sjáumst. (,Hafrún Ósk) 3.2.2007 08:27:00 Janúar búinn
Þetta bloggleysi í vikunni stafar ekki af því að ekkert hafi verið að gerast, heldur af því að svo mikið var að gerast.

Byrjum nú á vinnunni hjá mér, það er búið að vera alveg brjálað og held ég að þetta séu erfiðustu mánaðarmót ársins.  Svo er ég komin í nýja deild í fyrirtækinu og því að fá meira “challenge” verkefni sem reyndar orsakast líka af því að Magga forritarinn minn er hætt og Bjartey sem á að taka við er ekki laus úr fyrra verkefni og því ekki byrjuð að vinna fyrir sveitarfélagahópinn að fullu.  En þetta er líka búin að vera skemmtileg vika.

Annað mál er að Klara systir flutti í gær, jibbý og til hamngju Klara mín með það.  Það er búið að vera heilmikið að gera við þessa flutninga hennar (ekki endilega samt svo mikið hjá mér persónulega en samt) og endaði það í gær með flutningunum sjálfum sem gengu mjög vel enda fullt af fólki að hjálpa.  En það á samt eftir að taka fullt af dóti uppí húsi og fara með eitthvað annað því það kemst nú ekki allt fyrir sem var í húsinu.
Íbúðin hennar er mjög skemmtileg og hlakka ég til að sjá hana þegar búið er að koma öllum hlutum fyrir.

Síðan gerðist enn eitt dýra óhappið heima hjá okkur.  Már gullfiskur dó.  Og þegar Þráinn sá að hann var eitthvað skrítinn þá ætlaði hann að taka allt og sótthreinsa ef það gæti dugað en þá vildi ekki betur til en svo að glerkúlan sprakk svo þá var þetta nú búið…. eða hvað?  Nei ekki aldeilis, Þráinn fór í gær með Mirruna okkar og keypti fiskabúr, 40 lítra voða sætt og hún valdi sér dælu í það sem er eins og ígulker með perlu í og andar (ég held að það sé draugafiskur í búrinu) og þau settu þetta upp meðan ég var að hjálpa Klöru að flytja og svo á að fara í dag og kaupa fiska í búrið og nú ætlum við að gera þetta í alvöru.  Við ættum nú að kunna það að vera með fiskabúr (þó við ráðum ekki við kúluna) því við vorum einu sinni með 400 lítra búr sem var æðislegt og eitt fallegasta stofustáss sem ég hef átt, fyrir utan hvað það er gaman að horfa í svona falleg búr.  En það þurfa þá að vera skemmtilegar fiskategundir í búrinu.

 

mömmublogg 9.2.2007 22:04:00 X-FAKTOR 10 atriði eftir

Hafrún sagði í dag að hún ætlaði að hætta að kjósa af samúð og ég fór að hugsa, getur verið að maður sé svolítið að því!!  Kannski, mér finnst alla vega Inga frábær en hún á ekki að vinna keppnina svo hvað er það annað en samúð?  Sjáum til, horfi á þáttinn í kvöld með án meðaumkun og sjáum hvernig niðurstaðan verður.

Guðbjörg –  Mjög góð, leiðinlegt lag og ég tók því miður ekki eftir dansaranum sem talið var að væri drukkinn.  En Guðbjörg er líklega X-faktorinn okkar.

Fjórfléttan – Mjög flott hjá þeim og performansinn flottur með þessum dansi en er samt á því að þær séu of margar og geri sig ekki í svona þætti.

Alan – Mjög flottur, flott lag, ég dansaði líka við það þegar Ellý var 15 (skrítið að ég hafi verið eldri þá því hún er eldri en ég í dag.)

Jóhanna – Bara rann framhjá mér án þess að ég næði athyglinni. Ég segi eins og Palli sagði að það er eins og hún geti bara sungið ?whem kan segla? geðveikislega flott.

Hara – Þær eru náttúrlega uppáhöldin min, ég hef bara svo gaman af svona gleðigjöfum, allir sem fá mig til að brosa eða hlæja fá aukaplús frá mér.  En í kvöld voru þær geðveikt, geðveikt, geðveikt góðar og sáuð þið bakraddasöngvana þeirra.  Cool.  Pétur Jesú, Matti í Pöpunum og Friðrik Ómar.  En líklega hafa dómararnir eitthvað rétt fyrir sér með að sönglega séð hafi eitthvað vantað uppá (því Þráinn segir það líka) en ég skemmti mér geðveikt vel.  Ég fíla Hara, ég fíla Hara dilla.

Jógvan – Hann er ótrúlega flottur (ég fíla líka færeyjinga og gaman að hlusta á þá tala en það er nú ekki það sem x-faktorinn er um) en í kvöld þá er ég alveg til að dansa við þig Jógvan við tungsljósið.  Hann var mjög flottur og söngurinn góður og hann flottur með toppinn svona eins og Brad Pitt (Hafrún hann er miklu flottari en Michael Scofield)

Gylfi – úff máttlaus og jafn dauður til augnanna og áður, samt var þetta það besta sem ég hef heyrt frá honum en nei og aftur nei hann hefur engan x-faktor, sorrý.

Gís – Flottastar flottastar flottastar, gæsahús og tár og titringur, Vááááááá  (Ellý púúú)

Inga – Það er svo gaman að hafa hana með í þáttunum því hún hefur svo gaman af þessu og smitar svo út frá sér.  Söng þetta mjög vel, falleg kona sem kann að njóta lífsins ég myndi segja að svona vildi ég verða þegar ég verð stór en ég er víst næstum því eins stór og Inga (úps). Og hún var sko ekki eins og Dollý Parton.

Siggi –  ég veit að það eru fordómar að segja að hann sé Hjálpræðishersgaur en hann er með rosalega rödd og þetta var svo geðveikt flott hjá honum að ég segi bara:  Hjálpræðisherinn rocks.  Djöfull (ég veit ég má ekki blóta) var þetta flott hjá honum.

Bottom line – Þráinn segist ætla að kjósa alltaf yngsta og elsta keppandann og þá í kvöld er það Guðbjörg og Inga en ég ætla að kjósa næstyngsta og næstelsta keppandann og þá eru það Gís stelpurnar og Siggi sem ég kaus meira að segja tvisvar sem ég geri ekki oft en kannski núna af því ég fékk hvítvín með pizzunni.

Þau sem eiga að fara á botninn eru Gylfi, Jóhanna og fjórfléttan og sá sem á að detta út er Gylfi.

En það fór svo að (bull shit) Siggi, Jóhanna og Fjórfléttan voru á gólfinu en að sjálfsögðu slapp Siggi með skrekkinn og þá er mér sama hvor dettur út Jóhanna eða Fjórfléttan.

Og vá Einar ég vissi ekki að þú værir svona mikill dramatíkus en ég er samt sátt við valið, Fjórfléttan fór heim.  Vona að Jóhanna sýni það í næsta þætti að hún geti betur.
mömmublogg Athugasemd: Sammála í megindráttum 😉 – Een Michael Scoefield er svo yfirþyrmandi kynæsandi að það er ekki sanngjarnt Jógvans vegna að bera þá saman 😉 (svo við höfum það á hreinu)
En Jógvan er sætur og söng vel og skemmtilega, as usual.

En.. Gís áttu mig alveg, það voru einmitt tár og gæsahúð allan tíman – gjörsamlega klikkað atriði og frábærar stelpur. Held með þeim 🙂

Ég er ekkert hrifin af Sigga (veit ekki hvað það er, kannski af því hvað kynþokki skiptir mig miklu máli) hahaha – en þetta var flott hjá honum í gær.

Guðbjörg, leiðinlegt lag, en sæt og örugg röddin hennar..

Hara – í fyrsta sinn upplifði ég þær svona GÓL einhvernveginn.. sammála Þránni í þetta sinn 🙂 (hef sko nebbla svipað vit á þessu og hann skiluru ;))

Hinir eru í mínum huga bara uppfyllingarefni og munu detta út eitt af öðru 🙂 – en gaman að hlusta á þau engu að síður…

Mér finnst þessi þáttur bara batna með hverjum þætti.

Sjáumst
Hafrún Ósk (,Hafrún Ósk) 10.2.2007 19:23:00 Umhverfisvernd
Ég skil ekki alveg þessa umhverfisvernd okkar Íslendinga.  Fór í Sorpu í dag með tvo poka af dósum, gleri og plasti.  Taldi þetta vel og vandlega (vissi alveg að þess þyrfti) og batt svo vel fyrir pokana.

Svo ákváðum við Ástrós að fara í bíó kl. 15 og renna við í Sorpu á leiðinni og ná okkur kannski í pening fyrir miðunum.  Jæja við komum að Sorpu og þá er einn maður að týna um 20 poka úr bílnum sínum og ég segi við afgreiðslumanninn, ?
“ég er bara með þessa tvo” og hann svarar að hann afgreiði bara einn í einu, svo ég bæti við að ég sé nú komin inn með mína tvo en hinn sé enn að týna pokana úr bílnum en nei, það greinilega skiptir ekki máli, svo bíðum í röð við Ástrós.  Reyndar ekki hægt að hægt að bíða í röð því plássið er svo lítið þarna inni (uppgötvaði reyndar að það var annar maður á undan mér en hann var að telja dósir þegar ég kom inn).

Jæja ég les á alla miða þarna uppi á vegg, td. að þeir sem eru að koma að borga fyrir úrgang eigi forgang á röðina með dósirnar.  Fyndið, þeir sem borga fara framfyrir þá sem við ætlum að kaupa vörur af.  Ok, þannig að það fara fleiri á undan okkur Ástrós en loksins kemur röðin að okkur, vel bundið fyrir pokana (afgreiðslumaðurinn kvartaði við einn á undan mér að pokinn hans var ekki nógu góður) og talið þannig að ég var bara talsvert ánægð með mig.  Fannst skipta miklu máli að standa mig gagnvart afgreiðslumanninum í Sorpu.  En svo kippir hann pokunum niður og ……”Hva, ertu með blandað gler og dósir í pokunum?”  Já, segi ég og vissi ekki betur en það væri í lagi.

En, nei þetta er ekki leyfilegt, við getum ekki tekið við þessu svona, eigum við að fara að flokka þetta osfrv.. Og ég svaraði að ég væri nú búin að lesa alla miðana uppi á vegg og enginn þeirra segði að þetta þyrfti að koma í sitthvorum pokanum því miður.  Og hann tók við pokunum mínum með þvílíkum fýlusvip og ég fékk á tilfinninguna að ég væri nú hálfgert úrhrak að hafa dottið til hugar að koma með þetta blandað en ég spyr.  Hver er umhverfisverndin ef ég þarf að koma með 3 plastpoka þegar 2 duga bara til að þeir þurfi ekki að sortera þetta?

Ég skil vel að í tilvikum eins og maðurinn á undan mér sem var á sendibíl með draslið og í ábyggilega 12 – 15 pokum að það verði að krefjast þess að það sé flokkað og þá væri hægt að hafa miða uppi á vegg sem segði ef pokarnir væru fleiri en 3 þá ætti að vera flokkað í þá.  En ef maður hugsar út í það hér á Íslandi að þá eru grenndargámar (heyrði þetta orð um daginn) yfirleitt það langt í burtu að það þarf að fara á bíl þangað.  Hvort ætli mengi meira, bílinn eða 4 mjólkurfernur, og 10 fréttablöð?  Það er spurning.  Ég fer með dósir, gler og plast í Sorpu (ekki af því að ég ætla að verða rík á því enda fékk ég ekki nema 920 kr. fyrir þessa 2 poka) og hvað kostar einn svartur ruslapoki (ábyggilega 50-100 kr. ) og hvað erum við lengi að farga þeim?  Væri ekki bara betra að ráða fleiri menn í vinnu eða jafnvel kaupa flokkunarvél sem hægt væri að henda þessu dóti inní?  Ég bara spyr?  Kannski best sé að skella þessu bara í lúguna framvegis.
mömmublogg Athugasemd: Hæ, Ég má til að commenta… vil ekkert vera leiðinleg, en ef Sorpa myndi setja 3 poka viðmið þá myndu ALLIR koma með óflokkað í 3 pokum og þeir sitja og telja og flokka. Ég skil þessa reglu mjög vel, þeir sem eru hjá Sorpu eiga ekkert að vera að flokka, þeir eru bara að taka við 🙂
Annars er ég engin umhverfissinni hvað varðar endurvinnslu á sorpi, allt fer í tunnuna hjá mér 🙂
nema dósir og flöskur, fara flokkaðar til Sorpu 🙂 hehe (,Hafrún Ósk) Athugasemd: Ég verð samt að segja að þetta er þjónustufyrirtæki og engin samkeppni þess vegna finnast mér svona reglur asnalegar. Sérstaklega þar sem hvergi er minnst á þær á staðnum, so hvernig á ég að vita þetta? Fæðist ekki með þá vitneskju í mér, sorrý. Hef reyndar ekki gert mikið af því að fara með svona í Sorpu því mér finnst það allt of mikil vinna fyrir mig. Ekki meiri umhverfissinni en það. En ég er allavega á því að ef við Íslendingar viljum bæta okkur í þessu þá verðum við að bæta þjónustuna líka. (,Kristín Jóna) Athugasemd: Ég man eftir því, að þegar maður fór í endurvinnsluna beint með þetta – áður en sorpa fór að taka við þessum umbúðum, þá fékk maður minna fyrir dósir og flöskur ef maður skilaði óflokkuðu. þeir tóku að mig minnir 1-2 krónur á dollu fyrir að flokka. Það er greinilega liðin tíð.
Hvað varðar þjónustufyrirtæki, þá erum við ekki beinlínis að kaupa þjónustu af þeim, þegar við förum og innheimtum peninga hjá þeim fyrir umbúðir sem við skilum 🙂 Erum meira að fá greitt fyrir okkar þjónustu í þágu samfélagsins og umhverfisins.
En..keep up the good work í flokkun og skilun 🙂
Seeja (,Hafrún Ósk)

14.2.2007 21:15:00 Langt síðan síðast
Það er ekki hægt að neita því að það er langt síðan mamma skrifaði hér síðast fyrir mig.  Ég fer nú bráðum að geta skrifað sjálf eða alla vega lesið fréttirnar.  Mér fer mjög mikið fram í lestri og mér finnst afskaplega gaman að reikna.  En mér finnst ekki eins skemmtilegt að skrifa en það á örugglega eftir að batna.
Langafi minn átti afmæli í fyrradag og varð 92 ára.  Vá það er ekkert smá mikið og ég veit alveg að þegar hann var lítill þá voru ekki til bílar og ég veit líka að langamma lærði sund í höfninni því það voru ekki til sundlaugar þegar hún var lítil.

Ég er að æfa sund með SH og æfi tvisvar í viku og er þetta fyrsta íþróttagreinin sem ég prófa sem mig hlakkar alla vikuna til að fara.  Hildur er líka mjög fínn þjálfari og hefur dótadag einu sinni í mánuði sem okkur krökkunum finnst mjög skemmtilegt.

Svo er núna verið að bjóða uppá tómstundastarf í Holtaseli og ég sótti um að fara í dans en það er ekki víst að það verði nægt þáttaka en ég vona það.  Þá fer ég í danstíma á þeim tíma sem ég annars er í Holtaseli og dansinn er líka kenndur í skólanum svo ég þarf ekki að fara neitt, þetta er bara frábært hjá skólanum mínum.

Hvað er annað að frétta af mér…….  Jú, Kristófer ætlar að gista hjá mér á föstudaginn og svo er ég að fara að gista hjá Auði ömmu um þar næstu helgi og ég hlakka mikið til.  Ég ætla að taka Söru dúkkuna mína með mér og vera búin að kaupa garn fyrir ömmu til að prjóna úlpu á Söru og eitthvað fleira var ég með í huga, ég veit nefnilega að amma getur prjónað allt.

Um síðust helgi skruppum við mamma í Ikea og ég fékk eins og svo oft áður að kaupa mér svona uppblásinn stól sem er eins og broddgöltur í laginu og er mjög gaman að leika með hann, svo fórum við mamma líka í bíó og sáum vefinn hennar Karlottu og okkur hlakkar til sumarsins því þá ætlum við að fara að Karlottum í sveitinni okkar.  Og vonandi verðum við ekki hræddar við kóngulærnar því þær eru náttúrulega algjörir snillingar að vefa svona vefi og svo eru þær líka gáfaðar.  Held samt að það séu ekki mjög stórar kóngulær í minni sveit.

Ég var að horfa á vídeó um daginn af mér lítilli og það var svoooooo gaman hjá okkur og ég heyrði mömmu og pabba skellihlæja að því sem ég var að gera í vídeóinu og þá spurði ég þau af hverju það væri ekki lengur svona gaman hjá okkur og af hverju þeim þætti ekki svona mikið fyndið þegar ég væri að gera eitthvað.  Þau svöruðu mér eiginlega ekki neinu en ég heyrði þau samt svo vera að tala um að það væri nú oft gaman hjá okkur og ef maður tæki það uppá á vídeó og sýndi svoleiðis brot þá myndi ég nú sjá það sjálf.  En mér finnst samt einhvern veginn eins og þau hafi skemmt sér meira með mér þegar ég var lítil.

 

mirrublogg 16.2.2007 21:54:00 X-faktorinn 9 eftir
Jæja þá eru 9 keppendur eftir í X-faktor og nú finnst mér loksins keppnin/þátturinn vera að byrja.

Uppáhöldin mín eru Jógvan, Hara og Gís og svo finnst mér Siggi syngja rosalega vel.  Hlakka til að heyra hann taka Van Halen.  Þetta verður greinilega mjög rokkaður þáttur í kvöld svo það er eins gott að koma sér vel fyrir.  Ég nú eitthvað af lögunum en eins og venjulega þá er það Ellýar hópur sem ég þekki minnst, en það er nú kannski líka vegna þess að þau eru yngst og ég fylgist nú ekki nógu mikið með.

En þá er það keppnin í kvöld….

Inga – Shania Twain / Don’t be stubid
Bara skemmtilegt hjá Ingu og hún syngur mjög vel, mér finnst afskaplega gaman að sjá hvað hún nýtur þess að vera þarna.  Það er ábyggilega ekkert endilega auðvelt og ég hélt í rauninni aldrei að Inga kæmist svona langt en frábært hjá henni að hafa gert það.

Gylfi – Radiohead / Karma Police
Sammála Palla með að það hafi algjörlega vantað alla tilfinningu í hann og ég held að Gylfi hafi eitthvað misskilið þetta með að nota sviðið, það er ekki sama að hoppa eins og kanína og stoppa svo skyndilega og syngja nokkra tóna, þá er nú skrárra að standa kyrr.  Það virðist ætla að verða með Gylfa eins og Snorra í Idol ég get ekki sama hvað ég reyni fílað hann.  En Snorri í Idol hefur heldur ekki meikað það þó hann hafi unnið keppnina á sínum tíma svo kannski hef ég eitthvað í mér til að spá fyrir um þetta.

Gís – AC/DC / You shook me all night long
Enn og aftur geðveikt flottar og OK hoppið tók aðeins frá söngnum en VÁ þær eru ótrúlega flottar og góðar þessar stelpur, rúlla upp Ac/Dc eins og Heart.  Frábærar og þær verða í efstu sætunum engin spurning.

Siggi – Van Halen / Jump
Ekki eins og ég hélt að það myndi verða, mér fannst eitthvað vanta í þetta og held að þó að Siggi sé með góða rödd þá verður hann að fara að koma með eitthvað nýtt.  Hann greip mig ekkert í þetta sinn.  Og reyndar fannst mér stinga mig aðeins í kvöld hvað hann var kokroskinn með sig og eins og pínu montinn, það hæfir ekki manni á þessum aldri. Bubbi kemst upp með það en hann er líka BUBBI.

Jóhanna – Shakira / Underneath your clothes
Æi, allt of óörugg á neðri tónunum, ég fann nú hálfpartinn til með henni og held að þetta hafi nú verið vitlaust valið lag.  Mér sýnist að hún geti bara sungið Vem kan segla – vel.  Hún söng það reyndar svo vel að ég næstum táraðist en nei hún er ekki ná þessu ennþá.

HARA – Gun’s and roses / Don’t cry
Bara frábærar, skemmtileg tilbreyting hjá þeim og þær sýndu að þær eru ekki bara skemmtilegar heldur geta líka sungið .  Ég kann samt betur við þær yfirfullar af gleði og kátínu.

Jógvan – Will Young / Leave right now
Snerti allar taugarnar í mér í kvöld, hann kom með allar þær tilfinningar í sinn söng sem aðrir keppendur voru að gleyma. Mjög flott hjá honum, held að hann sé minn maður í kvöld.  Ég er ekki sammála Ellý að hann megi ekki horfa í gólfið mér fannst það bara sexy. Ég kaupi plötuna hans.  Áfram Föreyjar.

Guðbjörg – Pink / Nobody knows
Já, sko hún getur sungið og hún getur svo vel sýnt tilfinningar svo það hefur ekkert með aldur og að hafa ekki reynt eitthvað hvort þú getir sýnt tilfinningar heldur að hlusta á textann og setja sig í spor þess sem segir orðin, hún sýndi það svo sannarlega hún Guðbjörg sem verður ein af þeim efstu í þessari keppni.  Mjög flott hjá henni.

Alan – Outcast / Hey ya
Æ æ, missti af honum því síminn hringdi en mér er eiginlega alveg sama um hann, hann syngur svo mikið svona R og B sem ég er ekkert hrifin af þannig að ?

Svo þá er það hver á fara á gólfið????  Jóhanna og Gylfi, ha held ég hafi sagt þetta áður. Ég er eitthvað farin að endurtaka mig, og geri líklega þangað til þau detta út.  Hvort þeirra á að detta úr í kvöld, svei mér þá ef það er ekki Jóhanna.

Enn og aftur verð ég svo að kommenta á dómarana, Á HVERJU ER HÚN ELLÝ OG MIKIÐ ER NÚ AUMT AÐ ÞURFA AÐ VERA  ALLTAF AÐ LÁTAST SEM MAÐUR SÉ 20 ÁRUM YNGRI EN MAÐUR ER.  Hún minnir mig á týpu í Stelpunum sem er móðir unglings en unglingurinn er alltaf að reyna að siða mömmu sína og mamma er að þykjast vera bara 15.  Hef reyndar ekkert að kommenta á Palla eða Einar svo….. it aint over untill the FAT lady ….

.. en ó my god, Siggi og Gís, ég meina, Gís stelpurnar það er náttúrulega lögreglumál eins og Einar Bárðar sagði einhvern tíma.  Ég verð að vona að það verði Siggi þá sem dettur út en hvað er að …. Jóhanna hefði átt að detta út.
Og út datt….
…………… Siggi fór heim.  Af tvennu illu er ég sáttari við það.
Fúff skrítinn þáttur þetta.  Ég kalla á einhvern sem kaus Gylfa eða Jóhönnu í kvöld og skýringar á því.
mömmublogg Athugasemd: Sammála síðasta ræðumanni…
Ég fagnaði þó í lokin að Gís skyldu sleppa 🙂 var hrædd um að Ellý myndi láta þær gjalda fyrir “stælana” úr síðasta þætti.

En…Alan var roosa flottur í kvöld, fíla þetta lag geðveikt og hann var rosa öruggur.

Bestur var Jógvan og ég kaus hann (ekkert samúðar, bara ekta).. Emil kaus Alan (as usual)

En…ég segi með þér, hvaða fólk er að kjósa Gylfa – hann er alveg dauður, gefur ekkert af sér og Jóhanna var ekki flott í kvöld. Inga má alveg fara að taka hatt sinn – svo hún taki ekki sénsinn af þeim sem virkilega eiga heima þarna.

Gaman að lesa … sjáumst (,Hafrún Ósk) Athugasemd: Markúús segist hafa kosið Jóhönnu, segist hafa trú á henni, þó hún hafi ekki staðið sig í kvöld. Var auðvitað brjálaður að Siggi datt út, ég sagði að það væri honum að kenna, hann hefði þá bara átt að kjósa hann. (,Konný) 19.2.2007 18:19:53 Konudagurinn
Konudagurinn var í gær, góður dagur.  Ég fékk þennan dásemdar morgunmat í rúmið með kaffi og Fréttablaðið.  Ég elska það að fá svona morgunmat í rúmið og þegar Þráinn spurði hvort ég væri svekkt að hafa ekki fengið blóm sagði ég nei, þetta er miklu betra.

…. en svo var umræða í vinnunni hjá Þráni í dag um konudaginn og strákarnir allir að keppast um að segja hvað þeir gerðu nú fyrir konurnar sínar.  Sumir gáfu þeim nudd og aðrir blóm oþh. en svo var röðin komin að Þráni og allir strákarnir horfðu á hann og spurðu:  “Hvað gerðir þú svo Þráinn fyrir þína konu?” og þá kom svarið:  “Ég gaf henni ryksugu”.  Strákarnir hváðu, ryksugu og hann, já ég gaf henni ryksugu.  Þá brjálaðist allt úr hlátri en málið er að hann gaf mér ryksugu eða réttara sagt, ég fékk nú meira að segja að fara sjálf og kaupa hana.  Geri aðrir betur.

 

 

mömmublogg 27.2.2007 09:00:00 Eiríkur Hauksson datt út

Þegar mamma og pabbi sóttu mig til Auðar ömmu í gær spurðu þau mig hvort ég hefði horft á X-Faktor fyrir þau og ég svaraði því auðvitað játandi.

Þá spurði mamma mig hver hefði dottið út og ég sagðist halda að hann héti Kalli, hann væri með svona frekar rautt hár.  Þá spurði pabbi hvort hann væri með sítt rautt hár og ég sagði, já einmitt.  Þá spurði mamma hvort hann væri kannski rokkari og ég hélt það nú, það væri sami maðurinn og þá spurði pabbi hvort hann héti kannski Eiríkur Hauksson og ég svaraði að vörmu, einmitt það er hann Eiríkur Hauksson, hann datt út úr X-Faktor á föstudaginn.

Ég var ekkert að segja mömmu og pabba að ég hefði ekkert horft á þáttinn fyrir þau, ég vildi ekki særa þau.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

kjg Athugasemd: Þá bara býr maður til eitthvað. En ég var sátt við hver datt út síðast. (,Konný) Athugasemd: Hahaha – já, ef aðeins sú hefði verið raunin í Eurovision 🙂
– flott hjá ÁMÞ…
(,Hafrún Ósk)

28.2.2007 21:12:00 Síldarvertíð Jæja það er víst ekki hægt að kalla þennan tíma annað en síldarvertíð, því það er hreinlega brjálað að gera í Maritech og mörgum öðrum stöðum eftir því sem mér skilst en þetta er óvenjulegt hjá mér því venjulega er ég að skila 80% vinnu en fyrir feb. fór ég talsvert yfir 100% og hef ég aldrei í minni sögu og Maritech unnið svona mikið í einum mánuði og þetta virðist engan endi ætla að taka núna.

Það spilar bæði inní að tveir hafa hætt í mínum hóp (var ég búin að segja ykkur að ég skipti um hóp í janúar?) og einn er handleggsbrotinn svo … það segir sig sjálft.  Svo eru fyrirtæki enn að klára áramótavinnslur, launamiðavinnslur, uppgjör, fasteignagjaldaálagningar um allt land og svo núna breyting á vsk%. Það hefur samt verið gaman í vinnunni en ég hef vanrækt fjölskyldu og vini undanfarið svo þið sem saknið mín þið verðið að fyrirgefa þetta, við tökum vorið með trompi og bætum úr þessu.

Við Þráinn fórum á lútherska hjónahelgi um síðustu helgi og var það bæði slæm, góð og stórkostleg upplifun sem við munum búa að í framtíðinni.  Ástrós Mirra var hjá Auði ömmu og Sigga afa á meðan og fannst henni víst mjög gaman því hún amma er svo skemmtileg sagði hún.  Ekki leiðinlegt það.  Maður heyrir nú gjarnan um góðar ömmur og hlýjar ömmur ofl. en sjaldan um svona skemmtilegar ömmur.    Svo er árshátíð hjá GogG á næsta laugardag sem verður ábyggilega mjög skemmtilegt, förum á Brodway á LeSing showið.

Það eru engar nýjar fréttir frá Kína svo við höldum okkur á mottunni og hugsum sem minnst um það í bili.  Niðurtalningin sem ég er með á síðunni okkar er bara ca. það sem ég held að gæti orðið.

Ástrós Mirru gengur mjög vel í skólanum og henni finnst reikningur skemmtilegastur, eins og mömmu.  Var meira að segja tilbúin að sleppa spili við pabba sinn af því að það var reikningur sem hún átti eftir í heimanáminu en það hefði hún nú ekki gert fyrir skrift.

Ástrós Mirra er farin að æfa dans í skólanum (þe. í Holtaseli er boðið uppá alls konar tómstunda- og íþróttastarf) og finnst henni það mjög gaman og það hefur hún frá pabba sínum því ég hef alltaf verið fötluð ef ég þarf að læra spor, það tengist nú ábyggilega því að ég get ekki lært hægri og vinstri.

Jæja held ég búin að tækla síðustu vikur eða þannig og útskýra sambandsleysið í okkur (mér), hlakka til að heyra í ykkur og sjá þegar síldarvertíðin er búin.

 

Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf.
Úr Hávamálum

kjg 3.3.2007 09:17:00 X-Faktor 7 eftir Jæja það fór lítið fyrir X-Faktor bloggi í síðustu viku þar sem ég sá hvorki þáttinn né endursýningar en í gær voru það 7 manna úrslitin sem skal fjalla um.

Hara – Papa Don’t Preach
Æ æ æ, þær sem voru svo mikil uppáhöld hjá mér fyrst, duttu nú laglega niður af stallinum því mér fannst þær bara rammfalskar og þetta var engan veginn að gera sig.  Spáði þeim niður á gólf eftir þessa frammistöðu.

Gylfi – Ástin dugir að eilífu
Hélt ég mundi aldrei segja þetta en mér fannst hann bara ágætur og allur að koma til, það vantar enn að hann gefi eitthvað af sér í söngnum og hann hefði gott af að fara á leiklistar- og / eða tjáningarnámskeið, þá á hann orðið ágætis séns. En hann komst vel á skrið þó að hann nái ekki Palla og Heiðu í Unun því þau voru náttúrulega svo flott í þessu lagi og mikill kraftur þar.  En Gylfi stendur uppi eftir þetta.

Alan – Lately
Ótrúlega flottur og góður söngvari, gallalaus söngur og svo hljómþýð rödd og mikill friður og ró yfir þessum manni.

Guðbjörg – Stop
Vá, vá vá vá, þessi stelpa getur vel verið dramadrottning og það er hið besta mál, ég elskaði þetta lag á sínum tíma og hún fékk allar gömlu tilfinningarnar mínar til að flæða aftur og bara já ég er eiginlega orðlaus yfir þessari rödd.  Sáuð þig hvað hún þurfti að halda míkrafóninum langt frá sér þegar hún tók háu tónana, sem segir mér að krafturinn í röddinni sér rosalegur.  Guðbjörg er með X-Faktorinn það er á hreinu.

Inga – The winner takes it all
Það er kominn tími á Ingu, hún er bara voða eins.  Spái henni út í kvöld.

Jógvan – Vertigo
Úff maður, þvílíkur sexappeal.  Hann er æðislegur og kann þetta allt, spilar á allar réttu taugarnar og það er saman hvort það eru konur eða karlar, 12 eða 32 það elska hann allir.  Og hann syngur æðislega.  Hann er minn X-Faxtor.

Gís – Livin’ on a prayer
Holy cow, flottar, flottastar osfrv.  Æðislegt hjá þeim í kvöld og nú er maður í vandræðum, Guðbjörg, Jógvan og Gís, ég kýs þau bara öll til öryggis í þetta sinn.

Á gólfið eiga að fara Hara og Inga.

Á gólfið fóru Hara og Alan, ég segi nú bara eins og Einar Bárðason, þetta er bara lögreglumál.

Alan kosinn út, hvað er að þér Ellý?  Ertu með banana í eyrunum?  Alan átti alls ekki skilið að vera kosinn út, mér finnst dómararnir ekki vera sanngjarnir í þessari keppni, í fyrsta lagi halda þeir sem sýnu fólki sem er kannski eðlilegt en samt ekki, því þá er það alltaf þessi eini dómari sem hefur völdin og ræður kannski ekki við þau.  Ég er viss um að Ellý kaus Alan í burtu af því að dökkhærða systirin í Hara er sögð geta verið dóttir Ellýar.

Einar Bárðason grét, ég skil hann vel. Hann gat ekki tjáð sig eftir þetta og það verður að viðurkennast að það er eins gott að þjóðin vandi valið þegar á að kjósa í þessum þætti því við getum ekki treyst dómurunum, eða alla vega Ellý.  Ég skil vel þenna svip sem Palli sendir Ellý á þessari mynd.

 

kjg Athugasemd: Já, ég er brjáluð yfir þessu. Þjóðin hefur ekki hundsvit á að kjósa frekar en Ellý… Eins og ég segi á mínu bloggi, verði Gylfi ekki á botninum næst, þá hætti ég að horfa !! (,Hafrún Ósk)

5.3.2007 18:13:00 Le Sing Við fórum á árshátíð á laugardaginn hjá Gluggum og Garðhúsum og var það virkilega skemmtilegt.  Byrjuðum á að hittast heima hjá Öggu og Valgeiri og þar voru veitingar bæði fljótandi og í föstu formi.

Síðan átti að koma rúta og keyra liðið niður á Brodway en þetta var sko engin venjuleg venjuleg rúta, heldur komu 3 limosínur til að sækja allt fallega fólkið í GogG.
Svo var farið í litla salinn á Brodway og þar var LeSing showið sem var mjög skemmtilegt.  Það er gaman að svona skemmtun þar sem áhorfendur eru virkir þáttakendur í showinu.  Td. Þórunn Clausen trúlofaðist einum vinnufélaga Þráins með rúnstykki í stað hringa og svo var Linda sem vinnur með Þráni kölluð Olga, rússneska kerlingin því hún byrjaði að tala rússnesku við leikarana.  Maturinn var virkilega góður og vel veitt hjá þeim hjónum og showið gott.

Takk fyrir okkur mömmublogg 9.3.2007 21:08:00 X-Faktor sex Þá eru það 6 keppendur eftir sem bítast á um X-Faktorinn.  Ég er reyndar frekar þreytt í kvöld og þá hef ég tekið eftir að ég hef einhvern veginn minni áhuga á X-Faktornum en ég er að horfa og er alveg dómbær.

Gylfi – Flott lag, en enn og aftur virkar hann eins og hann hafi ekki gaman af þessu svo ég segi bara enn og aftur, hvernig stendur á því að hann er enn í þessari keppni?

Gís – Æðislegar og flott lag, flottar stelpur en ég var í fyrsta skipti sammála Ellý í kvöld með að það er algjör óþarfi að vera alltaf að fara einni tónhæð hærra en aðrir hefðu gert.  En ég kaupi líka þetta sem Palli sagði að þar sem þetta væri keppni þyrftu þær að sýna að þær geta meira en allir aðrir.  Það er svo geðveikt fallegur tónn í röddinni á Írisi þegar hún syngur frekar djúpt og svo brestur hún sem er æðislegt.

Inga – Falleg kona og fallegt lag en það er kominn tími á Ingu, sorrý.  Það er samt frábært hvað hún hefur komist langt en núna erum við komin á það stig að það er fáráðanlegt að kjósa einhvern af því að hann er ‘kona’ og ‘komin á ákveðinn aldur’.  Það á að kjósa þann sem er bestur.

Guðbjörg – Betri í dramatískum og rólegum lögum, gerir allt samt vel en var ekkert að grípa mig í kvöld.  Kannski aldurinn skipti máli þegar kemur að lagavalinu og þó, hún er svo flott í tilfinningaþrúngnum lögum að það er ábyggilega ekki málið.  Veit ekki hvað var að trufla í kvöld.  Líklega það að hún hefði þurft að vera með míkrafóninn á sér en ekki þurfa að halda á honum því þá hefði hún ekki verið eins heft.

Hara –  Abba lag, veit ekki.  Þetta voru uppáhöldin mín í byrjun en einhvern veginn eru þær ekki að halda sér í sætinu en það hafa Gís aftur á móti gert og bætt sig endalaust.  Þetta var samt flott hjá þeim, söngurinn fínn og alltaf jafn kátar og glaðar sem er mikill kostur og mótvægi við menn eins og Gylfa.

Jógvan – Aðal aðal aðal gæinn, það þarf ekkert að tjá sig meira um hann en það.  Jú, jammi jammi jamm, mikið ofboðslega er maðurinn mikill sjarmur og svo syngur hann svo vel.  Hann ber algjörlega af í þessarri keppni og það er engin spurning að hann er minn maður.

Bottom line – Gylfi og Inga á gólfið og Gylfi heim eða Inga heim?  Það skiptir ekki máli.

Áfram Jógvan þú ert með X-faktorinn.

 

Og niðurstaðan er Gylfi og Gís það er náttúrulega fáráðanlegt að Gís séu þarna.
Sá sem fór út er Gylfi.  Ég hélt að Einar ætlaði að fara að gera eitthvað skrítið núna en hjúkket, ég segi nú ekki annað. mömmublogg Athugasemd: Jesús, hvað ég er fegin að Gís fóru ekki. Hvað er að fólki að kjósa þær ekki. Hara voru Kristín mín bara falskar í kvöld, aftur. Síðan hefði Inga átt að detta út, Gylfi var bara nokkuð góður miðað við venjulega, vantar bara þennan neista hjá honum. Ég kaus Gís og Jogvan. (,Konný) Athugasemd: Ég kaus líka Jógvan og Gís, fannst þau lang lang best. (,Kristín Jóna) Athugasemd: Sko hvað smekkurinn er líkur, ég kaus Gís og Jógvan 😉

Loksins loksins datt Gylfi út. (,Hafrún Ósk) 11.3.2007 09:51:00 Afi
Það er skrítið að hugsa til þess að maður verði einhvern tíma saddur á lífinu.  Ég er allavega þannig gerð að ég myndi í síðustu lög vilja deyja.  Ég er líka svo forvitin að mér þykir slæmt til þess að hugsa að fá ekki að vita hvað þessi eða hinn er að gera.  Og svo er ég svo stjórnsöm að mér finnst bara eins og aðrir gætu ekki lifað ef ég væri ekki hjá þeim.

En hann afi minn er líklega orðinn ansi saddur á lífinu því mér sýnist að hann sé farinn að svelta sig til að komast yfir hinum megin.
Alla vega sagði hann við ömmu þegar hún sagði að hann þyrfti nú að borða ‘Til hvers?’ Og að vissu leyti hefur hann alveg rétt fyrir sér, til hvers ætti hann að borða?  Til að lifa lengur!  En til hvers ætti hann að lifa lengur?  Svo hann geti legið lengur í þessu rúmi á hjúkrunarheimilinu og beðið eftir því að einhver reki inn nefið.  Fyrir hvern ætti hann að lifa lengur?  Okkur.  En það er eigingirni okkar og auðvitað vel skiljanleg, en þegar maður er orðinn 92 ára og algörlega rúmliggjandi og litlar líkur á að komast lengra en í hjólastjól með miklum æfingum þá spyr maður aftur, til hvers?

Afi minn er einn stórbrotnasti maður sem ég hef kynnst og sjálfsagt sá maður sem ég hef elskað mest fyrir utan manninn minn.  Ég var alltaf uppáhaldið hans og þótti það gott, ég notfærði mér það líka iðulega sem barn. En þannig eru börn, þau sjá leið fyrir sig til að ota sínum tota og gera það, að sjálfsögðu.
Afi fæddist og ólst upp í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd og gamla húsið stendur þar ennþá en í eyði.  Þegar hann fermdist þá þurftu þeir bræður að labba tveir saman þaðan til Hafnarfjarðar í kirkjuna.  Þegar hann var ungur var hann á millilandaskipum sem kolamaður, það þýðir að hann var að moka kolum í ofninn sem knúði skipið.  Á þessum skipum var hann einhvern tíma með pabba hennar ömmu Steinu, honum Stóna til sjós, Ísland er svo lítið.  Það hefur alltaf verið sagt að blóðið í honum afa mínum sé mjög súrt því hvorki lúsin né krían hefur viljað hann.  Á millilanda skipunum var allt vaðandi í lús en aldrei fékk afi hana.  Þegar ég var lítil með afa og ömmu í bústaðnum þeirra í Flekkuvík sem er mikið Kríubæli og Kríuvarpið var á fullu þá  hékk ég alltaf í hliðinni á afa því Krían kom ekki nálægt honum.  Afi silgdi víða og einu sinni sigldi hann til Nev jork eins og hann segir það og eins sigldi hann til rússlands, ég man alltaf eftir útskornum birni sem hann gaf mér eftir rússlandsferð, þessi björn var með svona spottum á höndum og fótum svo hægt var að hreyfa það.  Þetta þótti nú ofboðslega flott dót og synd að eiga það ekki lengur.

Afi minn drakk brennivín og tók í nefið og kenndi mér þessa vísu þegar ég var krakki.

Hann afi er skrítinn og sköllóttur karl
með skinnhúfu og tekur í nefið.
Svart kaffi og brennivín
er það besta sem honum er gefið.

Annað sem hefur einkennt hann afa minn í gegnum tíðina eru mjög svo ákveðnar skoðanir á pólitík og fólki.  Hann á það til að vera ansi orðljótur og stundum langar mann hreinlega að taka fyrir eyrun á Ástrós Mirru þegar hann byrjar.  En einhvern veginn þá er afi bara svona og hann hefur aldrei viljað þykjast vera eitthvað annað.  Hann er verkamaður og þolir ekki ríkt fólk.  Hann vann til áttræðisaldurs og þá í rauninni hætti lífið, sem þýðir að hann sé búinn að bíða í 12 ár.

Það er svolítið löng bið en auðvitað hefur hún ekkert alltaf verið leiðinleg, td. elskar hann barna- barna- börnin sín og mér fannst mjög sérkennilegt að eiga samræður um barneignir og barnleysi við hann afa minn, þegar við Þráinn vorum í þeim vandræðunum.

Einn daginn kem ég í heimsókn til hans og ömmu eftir enn eina misheppnuðu glasafrjógunina og afi spurði hvernig hefði gengið og ég svara honum að það hafi ekki tekist, þá verður hann allt í einu hugsi og segir:  Ekki datt mér í hug þegar við amma þín skruppum eina helgi (eða páska, man það ekki alveg) til Eyja að við myndum koma með barn með okkur til baka en það gerðist nú samt.  Afi og amma hafa aldrei getað eignast börn sjálf en ættleitt og fóstrað því fleiri og þar á meðal mig í 6-7 ár.  Þessa helgi sem þau fóru til Eyja, var Klara amma á sæng eða mjög lasin og Sigmundur afi ekki í stakk búinn til að hugsa um þau börn sem þegar voru fædd og þar á meðal rúmlega eins árs stelpuskott sem hún mamma mín var og spyr afa og ömmu hvort þau geti ekki tekið hana með sér og þau sögðust að sjálfsögðu geta það en þá yrði það að vera til frambúðar, og það gekk eftir.  Við heppin, að eignast þessa frábæru mömmu og pabba, ömmu og afa, langömmu og langafa.  Þarna var afi að deila með mér barnleysisögum sem var mjög sérkennilegt en ein fallegasta minning sem ég á.

Ég ætla að taka það fram að hann afi er enn á lífi og ég er að fara að heimsækja hann á eftir og ætla að taka Ástrós Mirru með því það kemur glampi í augun á honum þegar langafabörnin koma, svo ég ætla að gefa honum það í dag.  En ég veit að hann afi á ekki langt eftir því hann langar að fá að fara því hann er orðinn svo þreyttur.  Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér.  Hlakka til að sjá þig í dag.

mömmublogg 15.3.2007 19:03:00 Bara fréttir Ég held að það sé nú kominn tími að mamma skrifi eitthvað fyrir mig, hún er algjörlega búin að gleyma því að þessi síða var nú stofnuð fyrir mig en ekki hana.  Ég er allavega nýbúin að segja henni að mér finnist ekki rétt að hún ráði alltaf útlitinu á ´’SÍÐUNNI MINNI’ en hún var ekki endilega sammála mér.
Svona hefur verið dálítið sambandið á milli okkar undanfarið.  Mér finnst td. ekki sanngjarnt að hún ráði alltaf hvernig hárið á mér er, og mér finnst ekki rétt að hún ráði alltaf hvernig ég er klædd osfrv.  Stundum er mamma alveg sammála mér að ég megi ráða en ekki alltaf.

Ég er alltaf mjög dugleg í skólanum en ég nenni ekki alltaf að læra heima, mér finnst það stundum vera of mikið. En skemmtilegast finnst mér að reikna.  Ég er farin að geta lesið talsvert mikið og er oft að stauta mig áfram á erfiðum orðum þar sem ég sé þau, svo sem í auglýsingum ofl.

Annað er svo sem ekki að frétta af mér í bili (eða er mamma alveg búin að gleyma öllu?) svo ég segi bara þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

mömmublogg 20.3.2007 19:57:00 Samverustundin Stóri dagurinn rann upp í morgun, samverustundin sem 1. SV sá um átti sér stað og við stóðum okkur frábærlega.  Við vorum með söng, ljóðalestur, sýndum atriðið ’12 eru synir tímans’ og svo vorum við með fimleikasýningu.  Þe. við stelpurnar.  Við fórum kollhnísa, splittkollhnísa, handahlaup ofl.  Það var rosa hresst lag spilað undir, ‘If you wanna be my lover’ mjög fjörugt og ég stóð við endann á dýnunni og dansaði á fullu meðan ég beið eftir að röðin kæmi að mér.

Mamma sagði að ég hefði verið aðeins öðruvísi en hinar stelpurna, þær voru frekar fínar og búið að setja fastar fléttur í þær og svo stóðu þær voða stilltar en ég var með frekar laust tagl (leyfði ekki mömmu að greiða mér) og toppinn svona aðeins út um allt og í gallabuxum og rauðum stuttermabol yfir, svo ég var eins og rokkarastelpa.  Mamma og pabbi voru rosalega stolt af mér og pabbi tók vídeó af þessu öllu saman.

Svo fórum við mamma í dag til Úrsúlu að láta laga gleraugun mín og panta tíma hjá augnlækninum því ég þarf að fara að fá ný gleraugu þessi eru alltaf að pirra mig og ég er aldrei orðið með þau þegar ég kem heim úr skólanum og þá liggja þau bara einhvers staðar í töskunni minni.  Mamma sá ein ótrúlega flott gleraugu sem hægt er að beygja á alla kanta og mátaði þau á mig og mér fundust þau æðisleg svo við létum bara taka þau frá, þó að við eigum ekki tíma fyrr en 30. apríl hjá augnlækninum.  Þannig að nú get ég hlakkað til að fá ný gleraugu sem verða eitthvað léttari en þau sem ég er með núna, því þau eru svolítið þung og kannski er það ástæðan fyrir því að ég vil ekki hafa þau, kannski er ástæðan líka að þau eru rauð svo það er meira áberandi að ég sé með gleraugu heldur en gömlu gleraugun mín sem voru silfurlituð og ég tók þau eiginlega aldrei af mér. mömmublogg 21.3.2007 18:50:00 Hópur 25 Jæja þá er það komið á hreint að við erum í hópi 25 og búið að senda umsóknina okkar til Kína. Þá bíðum við spennt eftir svokallaðri LID dagsetningu en það er dags. sem kínverjarnir samþykkja okkur og allt miðast við.

Sem sagt enn einu skrefi lokið.

mömmublogg Athugasemd: Til hamingju með það 🙂
Maður fer aldrei nema eitt skref í einu… en nálgast alltaf takmarkið 🙂
Ástrós Mirra verður bara orðin meira ready til að vera barnapía eftir því sem tíminn líður hehe 🙂 (,Hafrún Ósk)

22.3.2007 17:27:00 Lítil bjartsýnissaga. Tveir drengir, tvíburabræður eru algjörlega á sitt hvorum skalanum; annar er ólæknandi bjartsýnismaður en hinn er svartsýnismaður.
Foreldrarnir hafa áhyggjur af öfgunum hjá þeim báðum og fara með drengina til sálfræðings. Hann fylgist með þeim í smá tíma og segir svo að auðvelt sé að hjálpa þeim.
Hann segir foreldrunum að fylla eitt herbergi af leikföngum og setja síðan svartsýnis drenginn þar inn og leyfa honum að leika sér að vild. Annað herbergi eigi að fylla af hrossaskít og þar inn eigi að setja bjartsýnisdrenginn.

Síðan fylgjast þau með drengjunum í gegnum spegla sem sést í gegnum.
Svartsýni drengurinn heldur áfram að vera svartsýnn og segist ekki geta leikið sér að dótinu því hann hafi engan til að leika við.
Þau fara þá og fylgjast með bjartsýna drengnum og sjá sér til undrunar að hann er að moka á fullu í gegnum skítinn.

Sálfræðingurinn hleypur inn í herbergið og spyr hvað í ósköpunum hann sé að gera.
Drengurinn lítur á hann og segir “að á miðað við allan þennan skít þá sé hann viss um að það sé hestur þarna einhversstaðar”.
mömmublogg 24.3.2007 08:59:00 Kyn… Ég er að velta því fyrir mér hvort maður þurfi strax að hafa áhyggjur af því hvort barnið manns verði gagnkynhneigt eða ekki.

Ég var að sækja Ástrós Mirru í skólann um daginn og hún var í rosa stuði og hljóp að einni skólasystur sinni og knúsaði hana og sagði: ‘Ég elska þessa stelpu’, sneri sér svo að mér og sagði: ‘Ég er lessa!’
Ég horfði á hana og sagði: ‘Ertu hvað?’
Hún svarði: ‘Ég er lessa’.
Ég lít á hana og segi: ‘Ástrós mín, þú veist ekki einu sinni hvað það þýðir’.
Þá lítur hún snöggt á mig og segir: ‘Jú, það þýðir að ég elska aðra stelpu.  Það er ef stelpa elskar stelpu.’

Greinilega mjög einfalt mál fyrir hana en ekki kannski eins fyrir okkur foreldrana.  Ekki það að við séum farin að hafa áhyggjur af einhverju svona heldur meira verið að minna okkur á að dóttir okkar er stækka og þroskast og hver veit hvað verður.  Getum við eitthvað gert?  Eða erum við algjörlega varnarlaus gagnvart því hvernig manneskja hún verður.  Hvað er það sem stýrir þessu öllu  Ég svo sem trúi því ekki að foreldrar lesbía og homma hafi gert eitthvað vitlaust enda held ég að við stjórnum þessu engan veginn.  En getum við haft áhrif á hvernig manneskja hún verður.  Ef ég er ströng við Ástrós Mirru verður hún þá betri eða verri?

Það eru svona spurningar sem leita á mann þegar svona atvik kemur upp.  En ég reyndar verð líka að viðurkenna að það hlýtur að vera yndislegt að vera svona fordómalaus og opinn og áhyggjulaus gagnvart lífinu eins og 6 ára.

mömmublogg Athugasemd: ekki hafa áhyggjur af dúllunni okkar ef svo yrði þá er ekkert hægt að gera nema að styðja við bakið á henni elskan en hún er svo mikil leydi svo þú skal bara vera róleg hún er bara svo einlæg þessi elska ..kv Edda (erna_vilbergs@hotmail.com,Edda)

29.3.2007 19:42:00 Bjór, bjór Ég sat í dag og var í tölvunni og heyri þá allt í einu Ástrós Mirru syngja: Bjór, bjór, einn stóran dökkan bjór, barþjónninn á bak við fór og bjórinn minn er stór.

Ég hló því ég veit að hún heyrði þetta lag tvisvar þegar Kristján Gaukur og Jón Bjarni voru að æfa sig fyrir hæfileikakeppnina hjá TM Software og mér fannst bara sniðugt hvað hún var fljót að ná þessu og reyndar var þetta fyrir hálfum mánuði.

En svo fór ég að hugsa, hvað ætli annað fólk haldi þegar hún fer að syngja þetta úti í bæ.    Og svo syngur hún þetta sama dag og ég lýsti því að hafa borgað 6.000 á mánuði í vexti af láni í nokkur ár, væri nú bara svipað og ef ég hefði keypt mér tvær vodkaflöskur á mánuði þennan tíma.  Svo nú held ég að við verðum send á Vog eða eitthvað svipað.  Hvað haldið þið?  Á þetta eftir að setja mark sitt á okkur eða þekkir fólk okkur nógu vel til að vita að það er ekkert samasemmerki á milli þessa atriða og að mín ummæli voru bara út í loftið.

mömmublogg 30.3.2007 19:23:00 Næst síðasti X-Faktorinn
Jæja þá er næstsíðasti þátturinn af X-Faktor að fara í loftið. Ég var ekki alveg sátt við að Gís dyttu út síðast en þar sem ég vona svo sannarlega að Jógvan vinni keppnina þá verður mér bara að vera sama hver dettur út í hvaða þætti, bara að það sé ekki Jógvan.
Jógvan ætlar að syngja tvö lög hið fyrra er She will be loved með Maroon 5 (veit ekkert hvaða lag þetta er, en kveiki ábyggilega á eftir) . Seinna lagið er Are you gonna go my way með Lenný Kravitz sem ég held að sé mjög flott lag. Vona að hann standi sig vel og rúlli þessu upp.
Guðbjörg syngur lagið Words með Bee Gees og ég hef trú á að hún ráði við það en seinna lagið lagið hennar er Put your records on með Corrinne Bailey Rae (veit ekkert hver það er eða lagið).
Hara byrja á laginu Grace Kelly með Mika (þekki það ekki heldur, held að ég verði að fara að hlusta á útvarpið meira). Seinna lagið hjá þeim er Flashdance með Irene Cara sem gæti klætt þær vel.
En þangað til á eftir?. Verið góð hvert við annað!
Jæja fyrstur á svið var Jógvan með lagið She will be loved og auðvitað þekki ég þetta lag, æðislegt lag og Jógvan rúllaði þessu upp.

Næst kom Guðbjörg með lagið Words, hún söng það mjög vel en þetta er kannski orðið frekar þreytt og ofnotað lag.

Síðastar í fyrstu umferð eru systurnar frá Hveragerði, Hara með lagið What a feeling úr Flashdance, þær breyttu röðinni ;( en allt í lagi með það nema að úff, úff, úff þetta var engan veginn ásættanlegt af keppanda í úrslitakeppninni, þær hefðu átt að detta út síðast en ekki Gís.  Það er ekki nóg að þær séu flottar á sviði, þetta hljómar illa heima, ég veit ekki hvernig þetta hljómar í salnum en það er greinilega eitthvað öðruvísi fyrst dómararnir sögðu ekkert.
Þráinn segir meira að segja að þetta sé ekki Karaokí-legt boðlegt hvað þá meira.
Sorrý stelpur þið eruð að fara heim í kvöld skv. þessu.

Þá kemur mesti sjarmor Íslands í dag og Færeyja í gær, Jógvan og nú ætlar hann að taka lag með Lenny Kravitz og ó mæ god, ó mæ god, geðveikur performance og hann rúllaði þessu svo ótrúlega flott upp að það hálfa hefði verið nóg.
Áfram Jógvan, ég segi eins og Palli, já, Im gonna go your way.

Ef Jógvan vinnur þetta ekki þá er það pjúra lögreglumál svo ég vitni nú í skáldið austan Ölfusár.

Það þarf næstum því ekkert að skrifa meira því í mínum huga er keppnin búin en Guðbjörg er næst þetta var bara mjög sætt með sápukúlum og öllu.  Vel sungið hjá stelpunni hún er að sjálfsögðu mjög fín söngkona og ég vil heyra meira frá henni í framtíðinni, vona að hún keppi við Jógvan í úrslitunum.  Þetta lag hæfði henni svo miklu betur en fyrra lagið.

Svo lokuðu þær keppninni Hara systur með laginu Grace Kelly sem ég þekki að sjálfsögðu líka, ég þarf greinilega bara að taka mig á í að læra nöfnin og flytjendurna.  En þær komu að sjálfsögðu inn með stæl og höfðu sviðsframkomuna á hreinu og voru flottar, sungu þetta mun betur en fyrra lagið.  Það er alveg satt sem Palli sagði að þær væru flott skemmtiatriði á hvaða árshátíð sem er en þær eiga EKKI að vinna X-Faktorinn.  En eitt mega þær eiga og það er gleðin og fjörið í kring í þær.

Jógvan og Guðbjörg eiga að halda áfram og Hara að fara heim.

Bottom line:

Æ æ, Guðbjörg fór heim, ég varð nú fyrir vonbrigðum því Hara SUNGU ekki nógu vel í kvöld og hafa áður verið FALSKAR svo ég er ekki sátt nema að því leiti að nú er ég örugg að Jógvan vinnur þetta.

Til hamingju Jógvan þú er X-Faktorinn
kjg Athugasemd: Sammála í megindráttum, Hara voru bara lélegar á föstudaginn… Þær voru líka bara andlausar og áhugalausar, kæmi mér ekki á óvart að það hafi eitthvað gerst í lífi þeirrar ljóshærðu, því hún var alveg dauð miðað við venjulega. Vona náttla samt að hún hafi bara verið þreytt.

Ég fíla Jógvan og dýrka hann og dái…..
ÁFRAM ÁFRAM…… (,Hafrún Ósk) Athugasemd: Kristín mín.
Við erum ekki alveg sammála þér. HARA er bara best. (hve@hveragerdi.is,Starfsfólk bæjarskrifstofunnar í Hveragerði) 1.4.2007 07:44:00 Þess vegna…
Mig langaði svo ofboðslega mikið að leika við pabba í gær, hann var reyndar búinn að vera að spila við mig og ýmislegt en svo vildi hann fá að vera eitthvað í friði og mamma sagðist skyldi spila við mig svo pabbi fengi smá pásu en við vorum ekki búnar að gefa í spilið þegar dyrabjallan hringdi og það voru Konný og Markús að koma frá Eyjum svo ekkert varð úr spilinu.
Ég fór að suða í pabba aftur að leika við mig og ég var í svona skapi að ég gat ekkert gert ein, þurfti helst pabba en mömmu í hallæri en þau vildu hvorugt leika við mig af því að það voru gestir.  Þá fór ég að gráta og pabbi fór á eftir mér inn í herbergi til að athuga með mig.

Og þá sagði ég við hann: ‘Pabbi veistu ekki af hverju ég ákvað að koma út úr maganum á henni mömmu?’
Hann sagðist ekki vita það.

Svo ég sagði: ‘Það var af því að ég vissi að ég ætti skemmtilegan pabba sem myndi leika við mig.’

 

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg Athugasemd: …og hafðu það !!!
Amen 🙂 (,Hafrún Ósk) Athugasemd: Ein sem kann að bræða pabba sinn, ekkert smá sætt (,Áslaug) Athugasemd: krútt (,Íris) 2.4.2007 14:54:00 Nýjir starfsmenn Glugga og Garðhúsa Ég er með pabba mínum í vinnunni núna og það er æðislega gaman eins og þið sjáið á þessum myndum sem voru teknar af mér og Lilju sem er líka í afleysingum þarna.

 

kjg 5.4.2007 07:58:00 Aldur er afstæður Í gær voru 30 ár síðan ég fermdist.
Þann 2. apríl voru 24 ár síðan við Þráinn trúlofuðum okkur.
Ekki á morgun heldur hinn verð ég 34 ára.  Hvernig getur þetta staðist?

Mér finnst allt í lagi að hafa verið trúlofuð Þráni mínum í 24 ár en mér finnst rosalega mikið að eiga 30 ára fermingarafmæli. Ég skil núna þegar fólk talar um að því finnist það eldast svo þegar það horfir á börnin sín. Við byrjuðum svo seint að eignast börn að við munum aldrei kenna þeim um aldurinn á okkur en þá eru það svona tímabil eins og fyrsta vikan í apríl þar sem allt er að gerast hjá mér.

Hlakka til að sjá framan í sjálfa mig í spegli þegar ég á 60 ára fermingarafmæli.  Skildi kirkjan bjóða okkur í partý þá?  Þá ætla ég að vona að Inga skelli sér til landsins því það verður nú skemmtilegra að þekkja einhvern þar, þá.

En svona vona ég að við Þráinn verðum eftir 30 ár.

kjg Athugasemd: Hæ og til hamingju með afmælið þitt á laugardaginn, ég var því miður upptekin í skírnarveislu þar sem var verið að yngja Hilmar upp 🙂
En mér finnst þú hafa fermst ansi snemma og byrðað rosalega snemma að vera með Þránni ég verð nú bara að segja það, fermd 4 ára og byrjað að gera dodo 10 ára úllala hvar í ósköpunum endar þetta?? eða getur það verið að frúin sé örlitið eldri??
Úpssss
Sjáumst
Áslaug (ammahansen@hotmail.com,Áslaug)

10.4.2007 17:23:00 Páskalok og samt er eggið mitt ekki búið.  Geri aðrir krakkar betur.  Annars fengu mamma og pabbi líka lítil egg og þetta er allt núna í einni skál.  En ég er búin að hafa það mjög gott yfir páskana.  Það byrjaði nú á því að ég fékk að fara einn dag með pabba í vinnuna og það var geðveikt gaman.  Mamma heldur þó að Dagný hafi þurft að hafa svolítið fyrir mér en pabbi ekki.  Dagný bauð nefnilega dóttur sinni sem er enn í leikskóla að vera líka með í vinnunni þennan dag svo við vorum tvær pæjur að leika okkur og aðstoða ‘Strákana’ og fleira í þeim dúr.  Hundurinn varð uppgefinn á fyrstu klukkutímunum því hann er ekki vanur því að hamast með tveimur stelpum þegar hann er í vinnunni.

Jæja svo seinna þennan dag buðu, Konný, Markús og Sara Rún mér með sér í bústað yfir eina nótt og þar skemmti ég mér mjög vel líka. Þórunn frænka Söru fór líka með og mér finnst mjög gaman að leika mér við þær.  Mér finnast unglingar skemmtilegir nema þegar þeir þurfa alltaf að sofa og þegar maður er í fríi og getur leikið sér allan daginn þá sofa þær svo lengi.  En hún Konný vaknaði með mér og fór frammúr að spila og svoleiðis.

Nú nú á miðvikudeginum fór ég með mömmu í vinnu en það er bara ekki eins skemmtilegt og með pabba, þar þarf maður að vera að læðast og má ekki tala hátt eða neitt þannig.  Bara horfa á vídeó eða föndra eða þannig aleinn uppi á leiklofti.

Nú svo komu bara páskarnir og margt skemmtilegt með þeim.  Mamma var með smá kaffi fyrir systkinin sín á föstudaginn langa því Konný og þau voru í bænum og þá er svo gaman að allir geti hittst. (veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað) og þegar allir voru að fara spurði Victor hvort hann mætti gista hjá mér og hann fékk það og það var mjög gaman.  Hann hefur aldrei gist hjá mér svo það var nú kominn tími til.  Við vorum svo góð að mamma hélt um kvöldið að við hefðum farið út, það var svo mikil þögnin úr herberginu mínu en svo heyrði hún í krökkum úti.  Henni dauðbrá og hélt að við værum komin út en þá vorum við bara að leika okkur saman.

Svo á laugardaginn skutluðum við Victori heim og brunuðum í bústaðinn okkar og áttum þar mjög góða páskahelgi með páskaeggjaleit og grillveislum og gestum.

Fyrst á laugardaginn þá vorum við bara að hita upp bústaðinn hann var eins og ísskápur og ætlaði aldrei að hitna.  Svo breyttum við mamma í bústaðnum þannig að við gátum búið til leikskot fyrir mig, það var mjög skemmtilegt, nú á ég mitt pláss og get líka sofið þar.  Svo á sunnudagsmorguninn hófst páskaeggjaleitin og mamma hafði handskrifað vísbendingar fyrir mig og ég réði fram úr þeim öllum. þó sumar væru nú pínu erfiðar að lesa.   En svo bjó ég til frábærar vísbendingar fyrir mömmu og pabba og skrifaði þær alveg sjálf en til öryggis þá teiknaði ég líka mynd af hlutnum sem ég var að benda á.  Þannig að þetta var mjög skemmtilegur leikur hjá okkur og allir fundu eggin sín og borðuðu af þeim.
Svo klukkan rúmlega átta á páskamorgun þá fórum við út í göngu (við vöknuðum nefnilega svo snemma þennan dag) og löbbuðum niður að vatni og það var svo flott veðrið þoka og alveg logn.
Jæja fyrir hádegi bruðunum við að stað uppá Iðu til Snæja frænda til að hitta Maddý ömmu sem er komin á Suðurlandið í sumar og það var sko gaman og við amma knúsuðumst og svo hitti ég þar líka Sunnevu frænku mína og fékk að fara með þeim í sund í Reykholt og svo kom Sunneva með okkur í bústaðinn og var frameftir kvöldi því Maddý amma kom í grill til okkar og tók svo Sunnevu með sér uppá Iðu um kvöldið.  Þetta var frábær dagur og við höfðum það mjög gott þrátt fyrir rigningu og súld.

Nú svo í gærmorgun var mjög fallegt veður en kalt uppí sveit en ég og pabbi skelltum okkur í fótbolta meðan mamma skúraði bústaðinn og svo tókum við pabbi eitt spil í Bobb og ég vann hann.

Svo á morgun er skólinn að byrja aftur og það verður bara gaman.

kjg 13.4.2007 19:18:00 Klipping Jæja gott fólk þá lét ég verða af því að dag að láta klippa mig stutt.

Mamma og pabbi eru búin að vera að biðja mig um það af því að ég er svo hársár og nenni helst ekki að greiða mér sjálf nema þegar mamma og pabbi eru búin að vera að röfla og reka á eftir mér lengi lengi.

Í fyrradag tók ég þá ákvörðun að láta klippa mig svo við mamma værum ekki alltaf að rífast út af hárinu á mér og hér sjáið þið fyrir og eftir myndir.

Og segið mér nú hvort er flottara!  Þið vitið náttúrulega alveg hvað mamma og pabbi segja.  Ég ætlaði fyrst að fá að hafa síðan topp en mömmu fannst ég alveg eins og strákur þá svo ég samþykti að láta klippa hann og vá…. nú sést framan í mig og augun mín.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra stuttklippt og sæt.

kjg Athugasemd: Miklu flottari stutt – snaggaraleg og stelpuleg skotta. 🙂 (,Hafrún Óskq)

15.4.2007 13:32:00 Brúðkaupsafmæli Jæja þá eigum við hjónin 12 ára brúðkaupsafmæli í dag. Og erum búin að búa saman í rétt tæplega 25 ár en þau verða 25 þann 1. mai. nk.

Ekki er að sjá að þetta sé orðið svona gamalt fólk eða hvað?

kjg Athugasemd: Til hamingju – þokkalega ekki… (,Íris) Athugasemd: Vá til hamingju, gætuð hafa búið saman frá fæðingu miðað við útlit og árafjölda sambúðar. 😉
þið náið pottþétt gullinu 😀 (,Hafrún Ósk) 16.4.2007 18:25:00 Leikhús ofl. Við fjölskyldan skelltum okkur í Þjóðleikhúsið í gær og sáum leikritið ‘Sitji Guðs Englar’.  Frábært leikrit og ofsalega gaman að fara á svona gott stykki með Mirruna til að sýna henni gamla tímann.  Hún var algjörlega að meðtaka þetta og átakasenur þar sem barn missti pabba sinn skiluðu sér til hennar alveg rétt því hún fór að gráta í hléinu þegar við ræddum þetta aðeins.

Fyndið að sjá hana Brynhildi Guðjóns leika 13 ára stelpu eins og ekkert væri og langömmu líka, hún var þó nær 13 ára stelpunni fannst mér.  Svo var hún æðisleg hún ‘Litla fröken páskasól’ en ég veit ekki hvað hún heitir stelpan sem syngur í auglýsingunum ‘Viltu kaupa páskasól?’ og hann Kjartan Guðjónsson í hlutverki rónans og þeirra samleikur var alveg æðislegur.

‘Mikið ertu nú duglegur Láki minn, búinn að drekka allt vínið þitt’ ofl. frasar á þennan máta.  Þeirra samband var svo fallegt og laust við allan dóm enda barnið ekki komið með þroska til að dæma rónann.

En alla vega mjög gott leikrit og mæli með því að fjölskyldan fari saman á það.

 

Sjáið þið barnavagninn, hann er æðislegur og kofarnir flottir og og og kannski ég sé bara mikið fyrir gamla tímann sbr. dálæti á eyðibýlum og þess háttar.

kjg 18.4.2007 21:33:00 SUMARIÐ ER KOMIÐ… .. eða hvað?  Æ það er vonandi að spáin verði rétt og það frjósi saman vetur og sumar, sem táknar þá að við fáum gott sumar.  Það er frábært að vera komin með birtuna og fallega veðrið en enn þarf að klæða sig vel enda ekki nema 2-3 stiga hiti sem er mun kaldara en í ísskáp.

Ég fór með litlu biblíuna hennar Ástrósar Mirru í Leikbæ/Dótabúðina í dag og það er allt búið sem er í bæklingnum og hún merkti við.  Það er eins og mig minni að þetta hafi verið svona hjá þeim í fyrra líka.  Af hverju panta þeir ekki meira svo það sé nóg af þessu dóti í vikunni fyrir sumardaginn fyrsta, því það hlýtur að seljast fram eftir sumri svona sumardót en ekki bara í þessu einu viku.
En Þráinn keypti eitthvað sem við höldum að henni muni alveg þykja fínt þó hún hafi ekki merkt við það í biblíunni sinni.

Það var ‘Þrifadagur’ í vinnunni hjá mér í dag sem er víst eitthvað trend í dag.  Skrítið að fyrirtæki og stjórnendur eigi svona erfitt með að biðja starfsmenn sína að ganga snyrtilega um og laga til hjá sér og þurfi svo að hafa svona dag til að fólk geri sómasamlegt í kringum sig.  En þetta heppnaðist ágætlega hjá Maritech með aðstoð starfsmannafélagsins með grill í hádeginu og svo bauð fyrirtækið uppá léttvín og bjór eftir vinnu.  Vona að einhverjir hafi skellt sér á skrallið og notið dagsins/kvöldsins.

En mátti til að bjóða ykkur öllum gleðilegs sumars og takk fyrir fúlan vetur.

 

kjg Athugasemd: Gleðilegt sumar. (,Konny) 20.4.2007 18:01:00 L I D – 27.03.2007 Við vorum að fá póst frá
Íslenskri Ættleiðingu sem hljóðar svona:
“Sæl öll og gleðilegt sumar.

Við vorum að fá póst frá ættleiðingarmiðstöðinni CCAA í Kína, upplýsingar um LID fyrir hópinn ykkar sem er hópur 25.  Dagsetningin er 27.03.07

Sem stendur er biðtíminn um 18-19 mánuðir eftir að umsókn er skráð inn/ LID (Log In Date) þangað til upplýsingar um barn koma, og síðan um 2 mánuðir þangað til barnið kemur heim.

Í heimsókn sendinefndar CCAA til Íslands og fjölmörgum tölvupóstum á síðustu mánuðum höfum við spurt um áætlaðan biðtíma í framtíðinni en svör fást ekki.   Best er að taka fram að norrænir kollegar okkar fá ekki heldur nein svör varðandi þetta og ekki er víst að kínversk stjórnvöld hafi ákveðið um þróun mála í framtíðinni.
Ástæður lengingar biðtímans er að færri börn eru nú laus til ættleiðingar, að ættleiðingum innan Kína fjölgar og að umsóknir frá útlendingum eru nú fleiri en áður og fjölgar stöðugt.  Því er hætt við að biðtíminn styttist ekki á næstunni heldur gæti hann lengst áfram, a.m.k. á næstu mánuðum.

Kær kveðja
Guðrún”

Svo nú erum við einu skrefi nær, jibbý.
kjg 21.4.2007 10:19:00 Ég verð stóra systir Mamma og pabbi voru að segja mér fréttir áðan.  Ég fæ að verða stóra systir, en það verður kannski ekki fyrr en ég verð orðin átta ára.

Núna er ég á fullu að setja dót sem ég ætla að gefa henni ofan í bleikan kassa.  Ég er búin að velja einn lítinn hvítan bangsa og svo er ég mest að velja bækur, svona litlabarnabækur sem ég er hætt að skoða og sem ég gæti sjálf lesið fyrir litla kínakrílið okkar.

Ég er mjög spennt núna en auðvitað jafna ég mig á þessu því ég þarf að bíða svolítið lengi en ég er samt svo ótrúlega ánægð með mömmu og pabba því mig hefur langað í systkini svo lengi.

Ég veit líka að þegar krílið okkar kemur þá verður það á svipuðum aldri og Jón Andri er í dag svo ég veit alveg hvað barnið getur og getur ekki.

Ég er búin að biðja mömmu að setja allt pínulítið dót sem krílið gæti sett í munninn á sér og verið hættulegt í efstu hilluna hjá mér svo það verði ekkert hættulegtdót  fyrir barnið.  Mamma sagði að við myndum gera það tímanlega áður en barnið kæmi til okkar en við þurfum ekki að gera það strax.

Ég hlakka svo til og er svo spennt.  Sagði akkúrat núna við mömmu að ef þetta verði stelpa þá skulum við skíra hana Rósa.

Þangað til næst,
ykkar Ástrós Mirra, bráðum stóra systir.

 

Ps. ég er samt búin að ákveða núna að kalla barnið TúTí þangað til við vitum hvað það heitir. kjg 26.4.2007 18:09:00 Gamlar bækur Amma Maddý var hjá mér í gær og við vorum að skoða bækur sem ég á og þá amma að þessar bækur hefðu líka verið til þegar hún var ung stúlka.  Ha það er skrítið að amma hafi lært að lesa sömu bækur og ég.  Þetta eru bækurnar Blái kannan, Græni hatturinn, Stúfur ofl.

Annars var mjög skemmtilegt að fá ömmu í svona langa heimsókn því við töluðum mikið saman og vorum svona aðeins að prófa hvor aðra í lestrinum oþh.  Svo heimtaði amma að koma með á sundæfingu.  En hún fékk ekki að fara ofaní, hún og mamma fengu bara að horfa á mig og hina krakkana í sundi.

Svo var ég að reyna að kenna mömmu mannganginn í gærmorgun, því mér finnst svo leiðinlegt að hún að kunni ekki að tefla.  Hún er ekki alveg að ná þessu en ef ég held áfram að kenna henni þá kannski kemur þetta að lokum.  Hún skilur ekki alveg út á hvað skák gengur.

Annað sem er skemmtilegt að gerast er að ég er að fara í skólaferðalag á morgun út í Kaldársel og verðum við þar allan daginn.  Svo er ég alveg með það á hreinu núna að þegar litla kínakrílið kemur þá flytjum við líka og ég fæ kettling.  Mamma heldur að hún hafi sagt mér eitthvað annað en ég er alveg viss.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

kjg 2.5.2007 08:58:00 Fjórðungsaldar afmæli.
Þetta hljómar ótrúlega langur tími en er í rauninni ekki svo langur. Alla vega líður mér ekki þannig. Finnst reyndar afskaplega þægilegt að vera búin að þekkja manninn minn svona lengi.
Það fólk sem ég hef búið með er:
Mamma, pabbi og Konný  =  5 ár

Afi, amma og Konný          =  3 ár

Afi og amma                      =   3 + 3 = 6 ár

Konný                                 =   5 + 3 = 8 ár

Mamma, Siggi, Klara, Konni = 6 ár (Aron aðeins 2-3 ár)

Mamma                             =   5 + 6 = 11 ár

Berglind vinkona               =   1 ár

Þráinn og Klara                 =   2 ár

Klara                                 =   7 + 2 = 9 ár

Þráinn og Ástrós Mirra     =  7 ár

Þráinn minn                      =  2 + 7 + 16 = 25 ár
Já hann hefur aldeilis vinninginn strákurinn, veit ekki alveg hvort það hafi þurft svona ákveðinn mann til að geta búið með mér svona lengi eða hvað það er. Alla vega hafa foreldrar mínir ekki búið mjög lengi með mér það sést á þessari upptalningu. En Þráinn hefur deilt mér með nokkrum sambýlingum eða aðallega tveimur, þeim Klöru og Ástrós Mirru en reyndar bjó hann smá tíma með mér og Berglindi en svo flutti Benda og eftir urðum við skötuhjúin.
Í dag 1. Maí eru 25 ár síðan Þráinn svaf fyrstu nóttina hjá mér og hann flutti í rauninni ekkert út eftir það.
Í dag minnist ég líka Stínu ömmu minnar sem þótti þessi dagur vera merkisdagur sem átti að halda uppá. Man alltaf þegar við Þráinn skruppum eitt í sinn í bæinn þegar amma var á Sólvangi og við skruppum í heimsókn til hennar, að hún brast í grát þegar hún sá okkur og sagði: Í morgun þegar ég vaknaði bað ég algóðan Guð að gefa mér nú eitthvað fallegt á þessum merkisdegi, en aldrei hvarflaði það að mér að það yrðuð þið, elskurnar mínar.

 

Jón afi var mikill verkalýðssinni og barðist með verkamönnum fyrir betri kjörum. Þess vegna minnist ég þeirra í dag.
En í dag er ég kallalaus. Já haldiði að hann sé ekki aleinn uppí bústað að smíða kojur undir fjölskylduna, svo Ástrós Mirra fái sitt rúm í bústaðnum. Hann smíðar hana bara beint inní herbergið og það mun þurfa að taka hana í sundur til að ná henni aftur út úr því.

 

Neðri kojan verður 140×200 en efri kojan 90×200 svo það ætti nú að fara vel um okkur í henni.
Við erum búin að vera netlaus í tæpa viku og við erum hálf fötluð vegna þess. Vitum einhvern veginn ekki neitt og finnum ekki neitt og vitum ekkert hvað við eigum af okkur að gera. Röltum hér um íbúðina í leit að einhverju og endum bara í baði eða álíka gáfulegum aðgerðum.

 

Vá ekki gerði ég mér grein fyrir því hvað það er mikið sem maður notar netið.

 

Ástrós Mirra leikur sér á því

 

Þráinn hlustar á fréttir og les Vísir.is – Fær leikfélagsfréttir þar ofl.
Ég held úti tveimur heimasíðum og geri lítið í þeim þegar netið er niðri, ég finn engin símanúmer og veit ekki hvar vinkonur Ám eiga heima því það er allt á netinu. Ég vinn í gegnum tengingu á netinu og get ekkert nýtt daginn í dag td. í það. Þarf líklega að vinna lengur á morgun í staðinn. Allt út af netleysinu.
Ég var að spá í hvort við ættum að panta okkur kínverskan mat í kvöld en ég held ég geti það ekki því ég hef ekki netið til að skoða auglýsingar og tilboð frá matsölustöðum.
Ætlaði að kaupa mér ljósmyndaforrit en . úps get það ekki því ég er netlaus. Það er alveg sama hvar ber niður, netið er orðið þvílíkt órjúfanlegur hluti af lífinu hjá manni að það er ekki hægt að vera án þess.

 

 

kjg Athugasemd: 5 ár með mér og pabba og mömmu, trúlegast fluttum við mesta lagi nokkrum dögum fyrir 5 ára afmælið þitt. Ég átti allaveganna stutt eftir af skólanum (,konny) Athugasemd: Búin að laga útreikningana. (,MySelf) Athugasemd: já þetta blessaða net er ómissandi, ég var einmitt að vinna í gærkvöldi í gegnum nettenginu svo miklu þægilegra en að hanga upp í vinnu alein. Svo er ekki spurning að það getur verið svo skemmtilegt að versla á netinu líka 🙂 fólki finnst ég nú svo klikkuð á þessu neti hver t.d. kaupir heilann sófa frá annarri heimsálfu í gegnum netið nema ég ??
kveðja úr að ég held vorðveðrinu (ammahanse@hotmail.com,Áslaug) 4.5.2007 18:06:00 Með níu putta Ég klemmdi mig í morgun í skólanum og pabbi fór með mig til læknis sem batt saman tvo putta sem klemmdust mest þannig að núna er ég bara með níu putta.  Þetta gerðist þannig að ég óvart setti puttana á milli stafs og hurðar og önnur stelpa lokaði hurðinni alveg og ég gat ekki opnað hana aftur.  Læknirinn sagði að ég væri heppin að vera svona ung því beinin í krökkum væru svo mjúk að þau beygðust bara í stað þess að brotna.  Þannig að ef þetta hefði komið fyrir mömmu eða pabba þá hefðu puttarnir þeirra brotnað.  Ég heppin.

Svo fórum við áðan að hitta Kiwaniskallana í Hafnarfirði því þeir voru að gefa öllum fyrstu bekkingum í Hvaleyrarskóla reiðhjólahjálma og ég þáði að sjálfsögðu einn.  Við fengum líka pylsur og safa.

Svo er Kristófer Darri hjá mér og ætlar að gista í nótt og svo eru Konný og Sara að koma á eftir og gista líka þannig að það verður fjölmennt og góðmennt hjá okkur í kvöld og nótt en samt vantar einn, hann pabba því hann var eiginlega bara rekinn uppí bústað því það er ekki pláss fyrir hann.  Nei, ég er að djóka, hann fór til að klára kojuna okkar sem hann er að smíða í bústaðnum.  Svo kemur hann á morgun aftur til okkar.

Þangað til næst,
ykkar Ástrós Mirra

kjg 13.5.2007 18:08:00 Kosningar
Ég gisti hjá Kollu frænku á föstudaginn og fór svo með henni að kjósa, síðan hringdi mamma í mig því hún var að fara að kjósa og spurði mig, hvað hún ætti að kjósa.  Ég sagði fyrst að ég vissi það nú ekki alveg en svo mundi ég það, kjóstu bara Jógvan, mamma mín.

Svo fórum við í afmæli til Klöru Rúnar í gær og þar var ein lítil vinkona hennar með stór augu og dökkt hár. Þá hvíslaði ég að mömmu og spurði:  Er hún ekki frá Kína?  Reyndar hélt mamma ekki en mér fannst hún samt voða lík stelpunum sem ég hef séð frá Kína og veit að krílið okkar verður.

Bauð Birtu með mér í bústaðinn í gær og áttum við frábæra tvo daga saman, reyndar hélt Birta að það væru froskar í sveitinni minni.  En að sjálfsögðu er það ekki þetta voru rjúpur.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

 

 

kjg 14.5.2007 19:18:00 Alein og yfirgefin… ég arka æviveginn osfrv.

Sit hér ein á hótel Kea og hugsa heim.  Skrítið hvað fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina betri.  Ég fór bara í morgun og strax fyrir hádegi var ég farin að sakna Þráins og Ástrósar Mirru.  Ég geri það ekki ef ég er í Kópavoginum og jafn langur tími liðinn.  Hvað ætli það þýði.  Er það hugmyndin um að ég muni ekki sjá þau í kvöld eða hvað?

Ég er samt pollróleg núna, líður bara vel, er með nettengingu á hótelinu og flatsjónvarp með fullt af stöðvum, fékk mér Nings uppá herbergi.  Fer nú samt líklega snemma að sofa svo ég verði hress á morgun.  Var að kenna í dag frá 10-15 með matarhléi og það er ótrúlegt hvað það að troða eigin visku inní aðra er þreytandi, þrátt fyrir að vera með frábæra nemendur eins og ég í dag.

Hefði sjálfsagt farið í göngu áðan ef ég væri komin með nýju myndavélina mína en nennti ekki með þá gömlu, geri það kannski á morgun enda sýnist mér að ég hafi komið með sunnanveðrið með mér, því hér í morgun var suddi og kalt en í dag var sólin farin að skína og allt bjart og fallegt.

 

Já, þessi mynd er frá Akureyri þótt þið vissuð það ekki.

kjg 18.5.2007 18:55:00 Gleraugnavandræði Ég týndi gleraugunum mínum á þriðjudaginn og eru mamma og pabbi búin að vera endalaust að tala við mig um það hvað gleraugu kosti mikið og hvað ég þurfi að passa betur uppá þau en málið er bara að þau meiða mig og þess vegna er ég alltaf að taka þau af mér og gleyma hvar sem er.  Líka úti, eins og gerðist á þriðjudaginn.  Það var einhver strákur sem fann þau og lét mömmu sína vita svo hún gat látið skólann vita sem hringdi svo í mömmu.
Soffía kennari hefur þurft að vera að passa þetta svolítið hjá mér en ég gleymi hlutum bara út um allt, ég er bara svoleiðis.  Ég veit alveg að mamma og pabbi vilja að ég passi betur uppá hlutina en ég gleymi því alltaf, því það er svo margt annað skemmtilegt sem ég fer að gera og þá … úps, man ekkert hvar ég setti gleraugun.  Ég vildi að það væri hægt að kalla bara á þau svona eins og hund.
En ég slepp við gleraugun núna í tvær vikur því þá eigum við tíma hjá augnlækni og við vorum búin að láta taka frá fyrir okkur gleraugu sem okkur mömmu leyst vel á.  Mín gömlu eru orðin svo rispuð eftir að vera skilin eftir hér og þar að það er ekki hægt að nota þau, og svo meiða þau mig líka.  Þannig að næstu tvær vikurnar fáið þið að sjá fallegu augun mín en svo …
.. ekki meir, jú auðvitað sjást þau þó ég verði með gleraugu.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

kjg Athugasemd: Hæ hæ
já það er nú ekki leiðinlegt að horfa á þessi augu, þau eru nú bara fallegust
😀 (ammahansen@hotmail.com,Áslaug) 19.5.2007 09:43:00 Mamma eða ekki mamma Mamma þú ert eiginlega ekki mamma mín.  Þú ert meira svona pössunarkonan mín, sagði ég við mömmu um daginn þegar við vorum eitthvað að ræða hvernig börnin yrðu til.

Ég nefnilega vissi það að ef tvær frumur synda inní sama eggið þá verða til tvíburar sem eru alveg eins en ef tvær frumur synda inní sitthvort eggið verða til tvíburar sem eru ekki alveg eins.

Þá fór mamma eitthvað að spjalla meira um hvernig börnin verða til og hún hefur held ég einhverjar áhyggjur að ég viti ekki alveg að hún þurfti að fá lánað egg, en ég veit það alveg og þá sagði ég þetta.

Svo bætti ég nú við að samt væri mamma alveg mamma mín, mér finnst það alveg en ég vildi bara sýna henni hvað ég skildi þetta vel. Svo veit ég líka að Auður amma fæddist hjá annarri konu en langömmu en sú kona var svo veik að hún gat ekki hugsað um hana og spurði hvort langamma gæti hugsað sér að hugsa um litla stelpu fyrir sig og auðvitað vildi langamma það (og langafi að sjálfsögðu því hann meira að segja talar stundum um þegar þetta gerðist).

Og svo ætlum við að eignast lítið barn (líklega stelpu en það er samt aldrei að vita) sem mun fæðast úti í Kína og ég hlakka svo til.  Ég veit alveg að þetta gerist ekki fyrr en ég verð átta ára og það er nú ansi langt þangað til en ég veit líka að einhvern tíma eftir það, munum við flytja og þessa stundina get ekki beðið eftir því, því ég þoli ekki stigana í blokkinni.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra dóttir Kristínar Jónu

kjg 20.5.2007 19:15:00 Before
kjg 20.5.2007 19:15:00 and after
kjg 22.5.2007 20:14:00 Mirran á msn Hæ, ég var að læra á msn forritið í gær og fannst ótrúlega skemmtilegt að tala við mömmu á því, svo talaði ég líka við mömmu í dag þegar hún var að vinna lengur.

Mömmu finnst ótrúlega krúttaralegt að spjalla við mig á msn af því að ég kann ekki að skrifa öll orðin en skrifa samt.  Dæmi:

M I R R A says (16:15):
hæ  mamma  mín

Kristín Jóna says (16:22):

Ástrós Mirra mín
ertu nokkuð leið?
M I R R A says (16:25):
nei  mamma  mín  ertðúnokuððað

Kristín Jóna says (16:26):
nei ég er ekki leið ástin mín

Kristín Jóna says (16:27):
ég er með myndir handa þér frá konu sem vinnur með mér og á tvo hunda

M I R R A says (16:27):
jeg  varað sendaðjer  ðeta

Kristín Jóna says (16:27):
æðislegt
ég er að sækja myndir á netið til að setja í tölvuna mína meðan ég er að vinna

M I R R A says (16:29):
tak  jéggetegitalað meira

Kristín Jóna says (16:30):
já ég líka

M I R R A says (16:30):
já  bæ

Kristín Jóna says (16:30):
bæ bæ

 

msn adressan mín er astros@mirra.net ef þið viljið tala við mig.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

kjg 26.5.2007 08:25:00 DÝRIN Í EYJUM Dýrin í Vestmannaeyjum eru svo skemmtileg.  Þegar maður kemur keyrandi á bíl rétt hjá þar sem þau eru þá koma þau hlaupandi í hópum og vonast eftir að maður sé með brauð að gefa þeim.
Við fórum í svoleiðis ferð í gær og sáum kindur með lömb, hesta með folald og hænur.  Þau voru öll svo skemmtileg því þau borða úr lófanum á manni og eru svo gæf.
Mamma tók fullt af myndum af þeim og er búin að setja inn.

Um helgina er einhver fjölskylduhátíð í Vestmannaeyjum og ætlum við að taka þátt í henni.  Við getum farið í þrautaleik hjá Fimleikafélaginu, Sig- og spröngukennslu, Tuðruferð, Mótorhjólasýning og margt fleira.  Og vitiði hvað, það skín sól í Eyjum núna svo þetta verður án efa góður dagur.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

kjg 26.5.2007 17:15:00 Ofan af Miðfelli
kjg 26.5.2007 17:17:00 Tekið ofan af Miðfelli
kjg 29.5.2007 17:30:00 Hvítasunnan í Eyjum
Sagan af hvítasunnuhelginni er í myndum frekar en máli í myndaalbúminu okkar.  Endilega kíkið á það.  Svo langar mig að segja ykkur að ég er komin með Flick’r aðgang þar sem ég mun setja inn sérstakar og frekar listrænar, jafnvel unnar myndir.  En hér verður þetta áfram með hefðbundnu sniði.

Kristjona á Flickrinu
kjg 3.6.2007 18:57:00 Hálsakot Jæja þá erum við komin heim úr útilegunni í Hálsakoti en það er sumarbústaðurinn sem eigendur Glugga og Garðhúsa eiga í Skorradal.  Við tókum með okkur tjald en sváfum samt inni í bústað hjá Öggu og Valgeiri, en pabbi tjaldaði samt fyrir mig og Lilju en það er stelpan hennar Dagnýjar sem vinnur líka í Gluggum og Garðhúsum eins og pabbi minn.

Við Lilja lékum okkur saman alla helgina og það var mjög gaman, mamma og pabbi fóru með okkur stelpurnar í sund í gær í Borgarnesi sem var mjög gaman og svo vorum við bara mest að leika okkur í tjaldinu og við Gutta.  Mamma heldur að Gutti hafi stundum verið orðinn pínu þreyttur á mér, ég var svo mikið með hann.

En svo þegar við fórum heim í dag, þá vildi Lilja bara líka koma með okkur og nú erum við að bíða eftir að mamma hennar komi og sæki hana en samt viljum við alveg að hún sofi en mamma og pabbi er ekki sammála því því það er skóli á morgun.

 

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra
kjg 3.6.2007 20:31:00 Flottastur Þið verðið að kíkja á þetta.

http://www.siminn.is/forsida/fyrirtaeki/fyrirtaekjalausnir/sjavarutvegur/

kjg Athugasemd: Flottur kall (,Anna Sif) Athugasemd: Nei sko er ekki smiðurinn orðinn sjómaður humm… hvað skyldi Hilmar segja við þessu?? vona bara að hann fari ekki að smíða neitt fyrst þráinn er orðinn sjóari hahaha
Auðvitað er hann flottastur
Kveðja (,Áslaug) 7.6.2007 07:28:00 Hún er komin Haldiði að hún sé ekki bara komin.  Ég fékk svona nett spennukast í gærkvöldi þegar ‘ShopWeShip’ mætti hér með hana. Horfði að sjálfsögðu ekkert á sjónvarp því hún átti hug minn allan.  Hlakka til að fara heim eftir vinnu í dag og leika við hana.

Þið vitið um hverja ég er að tala er það ekki?

kjg 9.6.2007 19:25:00 Laumufarþegi í sendingu
kjg 10.6.2007 12:30:00 Stelpur úti í móa
kjg 11.6.2007 22:07:00 Helgin okkar Þetta hefur verið frekar viðburðarík helgi og það heldur áfram “non stop”.

Ég var hjá Auði ömmu og Sigga afa í pössun í tvo daga því skólinn var búinn og ekkert hægt að gera við svona 6 ára skottur annað.  Það var mjög fínt, við amma töluðum mikið saman, ég var að segja henni frá alls konar hlutum sem ég er ekkert alltaf að ræða við mömmu og pabba.  Eins og að mér finnist mjög ósanngjarnt að ég megi ekki fara til Kína með mömmu og pabba þegar þau fara að sækja litla systkynið mitt og fleira í þeim dúrnum.

Svo fórum við uppí sveit í bústaðinn okkar, ég, mamma og pabbi á föstudaginn og höfðum það mjög rólegt á föstudaginn, mamma og pabbi voru eitthvað rosalega þreytt og geyspuðu bara og geyspuðu, það endaði með því að ég sagði þeim að koma að sofa með mér því þau þyrftu sko ekkert að vaka lengur fyrst þau væru svona þreytt og þau gengdu í þetta sinn.

Á laugardagsmorguninn kom Anna Dögg og vorum að leika okkur saman allan daginn, ásamt því að fara í smá veiðiferð niðrað vatni, fara í rosalega ævintýraferð yfir þjóðveginn og uppgötva gamlar rústir, gömul vinnuvélatæki, helli, bein, hvítvínsflöskur, dúka og margt fleira.  Það var æðislega gaman og ég ætla sko aftur þangað, það er rosalega gaman að labba bara útí óvissuna og vita ekkert hvað er hinum megin og finna svo svona skemmtilegt dót.

Á sunnudaginn fórum aftur í ævintýraferð á sama stað að sýna pabba, hann nefnilega missti af fyrri ferðinni.  En svo fórum við á Hraðastaði sem er bóndabær í Mosfellsdal og hittum vinnufélaga mömmu frá Maritech og skemmtum vel að skoða og leika við dýrin, grilla pylsur ofl. í góðu veðri.

Svo kemur mánudagurinn og þá er venjulega skóli eða eitthvað álíka en ekki þessa vikuna því ég er komin á HESTANÁMSKEIÐ og er allan daginn frá 9-16 og það er æðislegt og alls ekki of langt.  Krakkarnir sem eru með mér eru bara fínir krakkar og allir hafa sama áhugamál… HESTA.

Mamma á eftir að taka eitthvað af myndum þegar hún kemur að sækja mig á námskeiðið til að sýna ykkur öllum en meðan þið bíðið getið þið skoðað myndir frá helginni síðustu.  Og endilega kvittið af og til í gestabókina svo við vitum að þið eruð að fylgjast með okkur.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

ps. Ég eignaðist litla frænku í dag.  Hún er dóttir Snorra og Önnu og systir Sunnevu og Óskars Orra.  Til hamingju öll með hana, hlakka til sjá hana. kjg 19.6.2007 22:58:00 Afi minn
Þá er hann afi minn og langafi Ástrósar Mirru fallinn frá.  Ég á eftir að segja ykkur frá honum fljótlega en ætla bara núna að hafa þetta í svona tilkynningastíl.

Þangað til næst.

 

 

Þetta eru afi og amma með mömmu á fermingunni hennar.

kjg Athugasemd: Ég samhryggist þér með afa þinn 🙁 alltaf svo leiðinlegt þegar ástvinur fellur frá. Mér fannst einstaklega erfitt þegar eini afinn sem ég hef átt fór…. tók mig nokkur ár að venjast því að hann væri farinn.
En minning um litríkan mann lifir greinilega 🙂 hefði verið gaman að hitta þennann mann
Kveðja Áslaug (ammahansen@hotmail.com,Áslaug) 21.6.2007 22:05:00 Til minningar um afa minn.

Hann afi var skrítinn og sköllóttur kall
með skinnhúfu og tók í nefið.
Svart kaffi og brennivín
var það besta sem honum var gefið.
Þetta er fyrsta vísan sem við systur munum eftir að hafa lært og það gerðum við fljótlega eftir að við fluttum til Konna afa og Laufey ömmu þegar foreldrar okkar skildu.

Við áttum yndislega æskudaga á heimili afa og ömmu.
Afi var mjög sérstakur kall og það breiðist bros á andlit okkar þegar við hugsum um hann. Pólítík elskaði hann að tala um og þá frekar um það sem miður fór heldur en það sem gott var. Hann notaði sterk og oft ljót lýsingarorð en þannig var afi bara og við ekkert að velta því fyrir okkur.
Þegar við vorum litlar stelpur með afa og ömmu í Flekkuvík þá fannst okkur afi mjög merkilegur kall. Hann átti bát og veiddi grásleppu. Hann sýndi okkur selina og hann fékk hrútshornin í afturendann eftir að við höfðum strítt hrútinum.
Afi var mjög stór og sterklegur maður og þótti okkur gott að hanga í síðunni á honum þegar við gengum í gegnum kríuvarpið því aldrei kom krían nálægt honum.
Þegar við urðum stærri og komumst á unglingsárin þá fengum við báðar vinnu í Ora í gegnum afa. Þá var skringilegt að fylgjast með kellingunum klæmast við hann, hann afa! En líka gaman að sjá hversu vel liðinn hann var og einhvern veginn þótti fólki vænt um hann þrátt fyrir hversu orðljótur hann var.
Þegar við urðum enn stærri, fullorðnar þá kynntumst við honum afa að vissu leiti upp á nýtt, afi var nefnilega persónuleiki sem var svo miklu meira en BARA afi. Þegar einhver giftist inn í fjölskylduna þá var oft spurt eftir að viðkomandi hitti afa, hvernig leist þér á afa og ef viðkomandi leist vel á hann þá var hann boðinn velkominn í fjölskylduna.
Afi var góður afi og enn betri langafi. Langafabörnin eiga miklar og skemmtilegar minningar um hann. Hann var Töff, því hann var með Tatto og hafði siglt á skipum sem gengu fyrir kolum í gamla daga. Hann hafði líka verið til þegar engir bílar voru og margt í þeim dúr.
Elsku afi við kveðjum þig með söknuði og lofum því að hugsa vel um ömmu sem á nú um sárt að binda.
Þínar dótturdætur

Konný og Kristín

kjg Athugasemd: Já, hann Konni afi var sko langbesti afinn þó að auðvitað sé enginn fullkominn! Við eigum eftir að sakna hans mikið. (,Hrafnhildur Linda) 23.6.2007 10:59:00 Ljósmyndarinn uppi á Miðfelli
kjg 29.6.2007 07:34:00 Pílagrímsferðin okkar Við skruppum 4 ættliðir í pílagrímsferð til Stokkseyrar í gær, við höfum gert þetta undanfarin ár og þá aðallega til að bjóða ömmu í ferð þangað.  Svo bættist mamma í hópinn í fyrra og þetta er bara mjög gaman.
Amma hefur svo gaman að koma á æskuslóðirnar sínar (og reyndar hafa hennar æskuslóðir breyst hvað minnst af öllum slóðum á Íslandi) og mamma var þarna líka talsvert mikið sem lítil stelpa.

Við Ástrós hlustum bara á þær tala um gamla tíma og reynum að læra eitthvað af þeim.

Við fáum yfirleitt ofsalega gott veður og það var einnig í gær nema á Stokkseyri, þar var ískalt og hávaðarok, svo um leið og við keyrðum yfir til Þorlákshafnar þá duttum við aftur inní sól og hita, skrítið.

Við heimsóttum Báru í Þorlákshöfn sem fær ekki oft svona merkilega heimsókn, 4 ættliðir og var mjög ánægð að sjá okkur og við hittum einnig vel á hana því Silja dóttir hennar var að koma frá Danmörku í frí en hún hefur búið þar í 10 ár.  Svo var Jenný dóttir hennar líka í heimsókn svo við hittum vel á.

Það var verið að tala um auglit ofl. þarna í gær og Laufey amma og Sigmundur afi voru með svo brún augu en Jens maðurinn hennar Báru hann var bláeygður og Báru langaði svo í brúneygt barn og eignaðist 11 börn sem öll urðu bláeygð.  Hún sagðist ekki hafa ætlað að gefast upp á brúnu augunum og svo hló hún.  Skemmtileg kona hún Bára alltaf, kalla hana frænku þó hún hafi verið gift frænda mínum.

Svo enduðum við Mirra Skotta á að fara með Sveindísi, Helgu Rós og Eddu Sóley í Hellisgerði að sjá leikritið Dýrin í Hálsaskógi, frábært framtak hjá krökkunum að vera svona sýningu utandyra í sumar.  Tek ofan fyrir ykkur.

 

Þangað til næst,
Kristín

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili.
Halldór Laxness
kjg 1.7.2007 19:15:00 1. júlí 2007
Jæja þá erum við fjölskyldan búin að vera saman í sumarfríi í 3 daga og byrjuðu þeir mjög vel. Ég, mamma og Kristófer Darri komum snemma uppí bústað á föstudaginn í glampandi sól en smá vindi byrjuðum bara á að koma öllum hlutum á sinn stað svo við gætum byrjað fríið og skemmt okkur saman.

Svo kom pabbi með kerru aftaní bílnum sínum með fullt af spítum sem eru til að smíða kofa handa mér.

Svo í gær komu Klara, Alexander og langamma í bíltúr að sækja Kristófer og var voða gaman að sýna langömmu kotið okkar. Mamma bakaði meira að segja klatta handa okkur.

Í dag vorum við mamma mest saman, skiptum á dauða trénu úti í túni og á lifandi tré utan úr garði hjá okkur, ég sótti skítinn og hjálpaði mömmu að þjappa.

Svo setti ég teppi, tjald og fullt af dóti út og lá í sólbaði, ýmist með Nölu eða ein. Mamma sat á pallinum því henni þykir svo vont að vera í sólinni, pabbi hjálpaði mömmu að setja risasólhlífina okkar upp svo mamma gæti setið í skugganum.

Svo fór pabbi á Selfoss og lét ræna sig, já mamma segir að hann hafi látið ræna sig því hann keypti nokkrar spítur í Byko og þær kostuðu 12.000 krónur og pabbi segir að þær séu samt á mörkunum að vera nothæfar. Svo sögðu mamma og pabbi samtímis: Bauhaus vertu velkominn. Hvað sem það þýðir eiginlega.

Jæja svo skellti pabbi sér í bæinn að skila kerrunni og við mamma ákváðum að hvíla okkur á sólinni og ég fór að horfa á mynd og mamma að lesa. Svo var mamma alveg að sofna þegar myndin var búin en ég sagðist þurfa að gera svolítið sjálf. Mamma lá bara uppí og var að spekúlera hvað ég væri eiginlega að gera, þegar ég kallaði að hún þyrfti að hjálpa mér og hún hugsaði með sér, hvað er hún að brasa núna stelpan. En þá var ég nefnilega að taka saman allt dótið úti því það var komin rigning, ég tók inn teppið, tjaldið, dúkkuvagninn með öllum dúkkunum rennandi blautum, og ætlaði að byrja að taka niður risasólhlífina en gat það að sjálfsögðu ekki ein. Mömmu dauðbrá þegar hún sá hvað ég hafði verið dugleg og gert mikið ein og hún áttaði sig ekki á neinu og lá bara að hvíla sig í rúminu sínu.
Svona voru fyrstu 3 dagarnir í fríinu okkar saman.
kjg 3.7.2007 19:22:00 3. júlí 2007
Við pabbi erum að reisa “Mirrukot” en það er lítill bústaður við hliðina á “Gjábakka” og þetta verður algjörlega mitt hús. Ég er búin að vera mjög dugleg að hjálpa pabba og hef neglt, sagað, pússað gólf og rétt pabba alls konar dót sem hann hefur vantað. Ég er aðstoðarsmiður og skilst að ég standi mig vel í því starfi.
Ég er líka búin að skrifa niður það sem ég þarf að hafa í bústaðnum mínum og er þar helst að nefna “Bón, mat, borð, stóla, kúst, blóm, gardínur, kryddstauka, hillur og dót. Síðan er ég líka búin að sanka að mér alls konar dóti eins og kerti, puntbrúsa, snúrur, klemmur o.m.fl.

Í dag var reisugilli en það er þegar búið er að setja þaksperrurnar og húsið lítur út eins og tilbúið en eftir er að setja veggina og þakið.
Á morgun ætlum við í sund á Minni – Borg og kannski svo í Töfragarðinn á Stokkseyri og svo seinni partinn höldum við áfram að smíða, ég og pabbi en mamma ætlar í einhvern saumaklúbb sem haldinn er í Hveragerði.
Þangað til næst,

Ykkar Ástrós Mirra
kjg 11.7.2007 14:07:00 Costa Del Þingvellir
Við erum búin að vera á Costa Del Þingvöllum í tæplega tvær vikur og það er nánast búið að vera sól allan tímann. Mamma byrjaði í fríi fyrir tæpum þremur vikum og þá byrjaði sólin að skína og hún hefur skinið á okkur síðan. Takk, þú sem stjórnar.
Nú í dag er reyndar skýjað en það er bara fínt að fá smá pásu frá sólinni. Ég og pabbi erum alveg að vera búin með húsið mitt, ég er alla vega komin með stóla þar inní og búin að ryksuga og sópa og bíð eftir að fá meira af dóti inní húsið. Ég á borð og stóla heima sem við ætlum að sækja og svo ætlar mamma að lána mér eina mottu og svo er ég búin að sanka að mér alls konar dóti frá mömmu og pabba sem ég ætla að fá að hafa í húsinu mínu.
Ég held svei mér þá að ég verði bara með partý þar á sunnudaginn þegar við komum aftur í sveitina, en við ætlum heim á föstudaginn því við erum að fara í brúðkaup á laugardaginn og ég fæ að fara í kirkjuna og sjá giftinguna en svo fer ég til Auðar ömmu meðan mamma og pabbi fara í veisluna, en það er eiginlega aldrei orðið krakkar í brúðkaupsveislum, svindl eins og krökkum finnst gaman í partýium. En ég gleymi að segja ykkur hver er að fara að gifta sig.. en það eru Telma og Valur, dóttir Hugrúnar og Baldurs vina okkar.
Svo á sunnudaginn þá skellum við okkur aftur í sveitina og verðum í eina viku en eftir það er mamma greyið bara að fara að vinna og ég og pabbi verðum saman í eina viku í viðbót og svo tekur við námskeið hjá Björkunum sem ég verð á fram eftir ágústmánuði og svo er bara skólinn að fara að byrja aftur. Úff en það er sko ekki strax, við eigum eftir að gera svo margt áður.
Og talandi um að gera eitthvað þá er best að segja ykkur aðeins hvað við erum búin að gera í fríinu annað en að smíða kofa. Við erum búin að fara á Stokkseyri og fá okkur humarsúpu, labba í fjörunni og týna skeljar, fara í Töfragarðinn og skemmta okkur vel þar.

Við erum búin að fara í Slakka sem er líka dýragarður (eitthvað fyrir mig) og svo erum við búin að fara að skoða Gullfoss. Við erum líka búin að fara í heimsókn til Maddý ömmu á Hótel Hvítá og kíkja á Flúðir þar sem afi og amma hennar Söru eru með bústað. Við erum búin að fara í gönguferðir og ég að fá að busla og leika mér í heitum læk, það var sko gaman. Svo erum við búin að fá gesti, Heimir og Eyja, Kolla og Gunni, Konný, Markús og Sara besta frænka mín, Óli Grenz og Dísa frænka með litlu sonardóttur sína. Auður amma og Siggi afi, Kristófer, Klara og langamma og líklega einhverjir fleiri sem ég er að gleyma. En alla vega er búið að vera gaman og ég er farin að sofna alltof seint á kvöldin (kl. 11-11.30) og vakna ekki fyrr en kl. 10 á morgnanna.
Þangað til næst,

Ykkar Ástrós Mirra
kjg 18.7.2007 15:56:00 18. júlí 2007
Þá fer að líða að lokum sumarleyfis hjá mér. Búin að vera tæpar 3 vikur á Costa Del Þingvöllum og hafa það eins og blóm í eggi. Sólin hefur aldrei skinið svo mikið á okkur í fríinu okkar ef frá er talið Tenerife í fyrra. Ég er held ég jafnbrún núna og þá og ég ligg samt aldrei í sólbaði.

Við erum búin að gera fullt af skemmtilegum hlutum eins og maður á að gera í sumarleyfum en við erum líka búin að slappa af og þá meina ég slappa af, því ekki vorum við á flótta undan óveðri eins og í hitteðfyrra og ekki vorum við á milljón að eltast við allt sem við yrðum að gera af því að við værum hér í svo stuttan tíma og mættum ekki að missa af neinu.

Nei við erum akkúrat búin að gera það sem við vildum gera.

Smíða Mirrukot, klára að mála litla geymsluskúrinn, bera skít á tréin og kaupa okkur tré og blóm og vökva og vökva og vökva, bæði blóm og menn. Við höfum líka farið í sund og skemmtigarða, ss. Slakka, Töfragarðinn og Tívolí. Við höfum farið í gönguferðir uppá fjall og inní dal og baðað okkur í heitum lækjum. Og svo það er mikilvægast, við erum búin að gleyma vinnunni og það er nú talsvert, ekki verið nettengd í mest allan tímann og svo þegar við duttum inná netið þá var vinnupósturinn ekkert endilega skoðaður. Þetta er jákvætt og það verður bara gaman að fara að vinna aftur eftir svona gott frí. Erum þó í smá vandræðum með Mirru Skottu í eina til tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi en svo fer hún á námskeið hjá Björkunum í ágúst og svo fer skólinn bara að byrja eftir það. Vá, skrítið. Það er mitt sumar núna og samt finnst manni stutt í haustið, því jú það byrjar þegar skólinn byrjar.
Þangað til næst,
Kristín

 

kjg 20.7.2007 16:59:00 Pollýanna Æ, hvað ég vildi að fólk tæki hana Pollýönnu sér meira til fyrirmyndar en það gerir.  Mér finnst ég alls staðar rekast á neikvæðni og öfund.  Er ekki frábært þegar einhverjum gengur vel í lífinu?  Af hverju ætti ég ekki að gleðjast þegar skyldmennum gengur vel. Er þeirra velgengni verri ef þau fara fram úr mér?  Nei, það á ekki að vera svoleiðis, heldur bara frábært þegar vel gengur eða það finnst mér.
Ég held að við þurfum öll að líta meira í eigin barm og taka okkur svolítið í gegn í þessum málum.  Og þegar ég segi við þá á ég við Íslendingar (alla vega þeir sem ég þekki og reyndar margir margir fleiri).

Ég er svo glöð yfir því hvað ég fékk gott veður í sumarfríinu mínu.
Ég er svo glöð yfir því að vera að fara að vinna aftur.
Ég er svo glöð yfir því að vera gift honum Þráni mínum.
Ég er svo glöð yfir því að eiga hana Ástrós Mirru
Ég er svo glöð yfir því hvað ÁM getur verið hugmyndarík þó tiltekt lendi á mér
Ég er svo glöð yfir því hvað amma er dugleg, hress og elskurík kona
Ég er svo glöð yfir því hvað ég er glöð yfir mörgum hlutum.
Læt þessa gleði duga í dag en vá hvað maður er heppinn að eiga það sem maður á, vera heilsuhraustur, hafa eitthvað ótrúlega spennandi að hlakka til eins og lítið kínakríli.

Elskum hvert annað eins og við getum og látum öfund og neikvæðni ekki ná tökum á okkur.

Þangað til næst,
Kristín

 

kjg Athugasemd: Algjörlega á sama máli hvað Pollýönnu varðar… Það gæti alltaf verið verra 😀

Maður verður bara að muna að á meðan maður er ekki sjálfur þjakður af afbrýðisemi og öfund þá þarf það ekki að snerta mann. Það eru þeir sjálfir sem eru abbó sem verst líður.

En, gaman að lesa bloggið þitt “as always”

Sjáumst
Hafrún Ósk (,Hafrún Ósk) 23.7.2007 23:11:00 Sólarlagið Svona leit sólarlagið út um gluggann hjá okkur í kvöld.

 

kjg 24.7.2007 09:13:00 Lítill engill
kjg 25.7.2007 09:11:00 Á bát með pabba
kjg 26.7.2007 09:12:00 Ræðarinn mikli
kjg 26.7.2007 19:55:00 Ljósmyndaferð Við Konný systir fórum í ljósmyndaferð í Hvalfjörðinn í gærkvöldi og komum ekki heim fyrr en um miðnætti, þreyttar en ánægðar.  Lentum að sjálfsögðu í ýmsum ævintýrum og tókum fullt af myndum.  Held að ég hafi tekið um 300 myndir svo það er eins gott fyrir ykkur að fylgjast með flickrinu mínu næstu viku því það á ábyggilega eftir að taka mig um viku að fara í gegnum myndirnar og velja þær sem eru bestar, vinna þær í tölvunni og setja á Flickrið.
Þið sem ekki vitið hvað Flickrið mitt er smellið bara á “Tengla” hér á mirruneti og þar efst er “Flickrið mitt”.

Þráinn og Ástrós Mirra eru búin að vera uppí bústað þessa vikuna og gera ýmislegt skemmtilegt eins og að fara út á bát, sjá símamyndir sem Þráinn er búinn að senda inn úr símanum sínum á bloggið okkar.

Svo er Þráinn að fara í veiðiferð um helgina svo við MirraSkotta verðum eitthvað að þvælast með Konný og kíkja á Söru Rún að spila fótbolta og svo er fríið búið hjá okkur báðum og vinnan tekur við.

Kolla frænka ætlar að líta eftir Mirrunni og svo fer hún á námskeið 1. – 17. ágúst hjá Fimleikafélaginu og svo er bara skólinn að fara að byrja aftur.

Vonandi verður ekkert lát á góða veðrinu svo allir njóti sín í botn í sumar.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjg 27.7.2007 17:11:00 Þingvallaútsýni
kjg 29.7.2007 09:05:00 Flickr Ég er orðinn meðlimur í mjög sérstöku samfélagi sem heitir Flickr.  Það er ljósmyndavefur þar sem áhugaljósmyndarar og atvinnu sjálfsagt líka eru að setja inn myndirnar sínar og skoða myndir annarra og kommenta á hjá öðrum oþh.
Mjög skemmtilegt.  Því að fá feedback frá fólki með sama áhugamál er óskaplega gott og gaman.  Sérstaklega þegar maður skoðar myndir annarra og finnst þeir allir betri en maður sjálfur en samt eru þeir að hrósa mínum myndum líka.

Þetta eflir sjálfstraustið og ég finn að ég er að verða frakkari og frakkari í þessum heimi.  Var upphaflega með mynd að mér síðan ég var lítil því ég ætlaði ekki að láta þetta fólk þekkja mig úti á götu en í gær tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að setja inn mynd af mér síðan í hitteðfyrra og skrifa mitt rétta nafn í staðinn fyrir nicknamið sem ég fékk þarna og er kristjona.
En nú heiti ég Kristín Jóna og þessi mynd birtist þegar ég geri eitthvað .

En meira af þessu ljósmyndadæmi mínu, ég er búin að vera að þvælast með Konný systir og taka fullt af myndum undanfarið og það er búið að vera óskaplega gaman, það er svo gaman að eiga þetta áhugamál með systur sinni en ég er ekki viss um að mennirnir okkar séu sammála því þeim hefur alltaf þótt við tala mikið saman í síma og þegar við hittumst og nú versnar það, því nú höfum við um miklu meira að tala og erum jafnvel oft hálfóskiljanlegar fyrir aðra.  En að sjálfsögðu er svona alltaf mest fyrst og þetta mun jafna sig, ég þarf að læra að eyða ekki allt of miklum tíma á Flickrinu osfrv.

En núna yfir sumarið er bara svo gaman að taka myndir og að fá hrós og annað frá fullt af fólki hvaðanæva að úr heiminum er svo bónus á það.

En alla vega þá setti ég hér inn á Mirrunet albúm sem heitir Flickr myndir þar sem þið sem lesið þetta getið skoðað myndirnar sem ég er að sérvelja, vinna í tölvunni og setja þar inn og þið megið endilega kommenta á þær ef þið viljið því þeir sem ekki eru skráðir í Flickrsamfélagið geta ekki kommentað þar.

En ég er ekkert hætt að setja inn venjulegar myndir hér, langt í frá svo það er ekkert að óttast í þeim efnum.  Afar og ömmur og frænkur og frændur og vinir og vandamenn munu geta fylgst með opnu lífi þessarar litlu fjölskyldu áfram.

Þangað til næst,
Kristín Jóna kjg 30.7.2007 14:18:00 Úff þarna skall hurð nærri hælum Hún Nala hamstur týndist í dag.  Ég og Kolla frænka komum heim eftir langa strætóferð og ég ætlaði að halda á Nölu en úps, þá var engin Nala í búrinu sínu.  Þá hefur henni tekist að lyfta lokinu og komist út og …..

..  við leituðum um allt, Kolla fór meira að segja út að athuga hvort hún hafi dottið út um gluggann en sem betur fer gerðist það ekki.  Svo endaði með að við hringdum í mömmu og sögðum henni að koma heim og hjálpa okkur.

Svo kom mamma heim og tók allt lauslegt út úr þvottahúsinu og fór að hlusta ofboðslega vel og heyrði þá eitthvað í þurrkarabarkanum og tók hann niður og viti menn… kemur ekki litla krílið labbandi út og horfði á okkur.  Ég hljóp beint inní eldhús og náði í hnetur handa henni sem henni þykja svo góðar og gaf henni, skolaði hana svo og þurrkaði og setti svo aftur í búrið sitt.  Og eitthvað þungt ofan á lokið svo þetta komi ekki fyrir aftur.

Svo fórum við Kolla niður að læk að gefa öndunum svo mamma gæti unnið aðeins meira fyrst hún þurfti að koma svona snemma heim.

Þangað til næst,
ykkar Ástrós Mirra

kjg 1.8.2007 17:41:00 Uppgefin Í dag er fyrsti dagurinn minn á leikjanámskeiði hjá Björkunum.  Það var mjög gaman og mikið hamast en ….

.. ég fór frekar seint að sofa í gær því svefninn er kominn í algjört rugl hjá mér og svo vaknaði ég klukkan sjö í morgun og núna, núna ligg ég steinsofandi í rúminu mínu og get ekki vaknað.  Ég kom nefnilega heim með höfuðverk eftir allt fjörið hjá Björkunum og mamma skrapp í Bónus að versla og ég vildi frekar vera heima á meðan og vitiði hvað…
… ég steinsofnaði og rumskaði ekki við símann þegar mamma lét hann hringja tvisvar út og samt lá hann í rúminu við hliðina á mér.

Úff, hvað ég var þreytt.  Og svo verður örugglega smá rugl á morgun líka því þið getið nú ímyndað ykkar að ég fer ekki snemma að sofa í kvöld fyrst ég er steinsofandi núna kl. 17.30.

En alla vega þá var gaman og ég fer aftur á morgun.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

kjg 7.8.2007 17:29:00 Venjan
Jæja, þá er verslunarmannahelgin búin og allt fór svona rosalega vel.  Ég held sveimérþá að maður hafi misst af einhverju að vera ekki á þjóðhátíðinni eða alla vega sunnudeginum og stærstu brekku ever.  Samt ekki, mér finnst nefnilega að Árni Johnsen megi fara að hvíla sig, að hlusta á hann í útvarpinu var hreint út sagt hræðilegt, ef ég og Steina tengdó hefðum ekki sungið honum til stuðnings þá hefðum við þurft að slökkva á útvarpinu.

En ég ætlaði nú eiginlega bara að tala um venjuna en ekki þjóðhátíð, þó hún sé náttúrulega ekkert annað en venjan.
Það er svo gott þegar svona öðruvísi helgar og reyndar sumarfrí oþh. er búið og lífið fer aftur í sinn gír eins og núna.  Maður verður einhvern veginn rólegri en kannski það sé nú bara af því að við erum búin að hafa svo gott sumarfrí, við værum líklega bara í stresskasti annars.

En nú er Mirran komin á leikjanámskeið hjá Björkunum og það er svooooo gaman og ég var að hafa einhverjar áhyggjur að ég er að setja hana á námskeið án þess að stíla uppá vinkonur hennar og að hún þekki engan og svo sá ég um daginn að hún varð ein eftir þegar krakkarnir áttu að para sig en eftir daginn í dag hætta þessar áhyggjur því þær komu hlaupandi tvær á móti mér og vildu fá að koma saman heim til okkar, Ástrós og einhver stelpa sem heitir Kamilla Rós.  Það var reyndar ekki hægt í dag, því mamma hennar ætlaði að gera eitthvað með henni en það má athuga aftur á morgun.  Alla vega voru þær að leika sér saman og voða gaman svo líklega hef ég verið með ótímabærar áhyggjur.

En nú eru ekki nema tvær vikur í skólann og þá finnst manni nú haustið vera farið að skella á en ég vona svo sannarlega að það verði milt og fallegt.  Ég er alla vega ákveðin í að gera eitthvað til þess að verða ekki jafn þung í vetur og í fyrravetur, mig óar eiginlega við því.

Það er nú frekar rólegt í vinnunni þessa dagana og ég tók meira að segja mjög lítið af myndum um verslunarmannahelgina en ætla að bæta úr því fljótlega alla vega ætla ég að fara betur yfir allar hinar myndirnar sem ég hef tekið í sumar og athuga hvort ég finni ekki eina og eina nógu góða til að setja á Flickrið mitt.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

 

kjg 10.8.2007 19:39:00 Talningar… Ég er svo mikið að spá í hver það sé sem er alltaf að telja.

Það er verið telja allt sem gerist hér á Íslandi, sbr. 10.000 manns í brekkusöng á þjóðhátíð, hver stóð þar og taldi?

200 bílar fóru um sandskeið á klukkutíma, hver var þar að telja?

Svo núna á Fiskidögum á Dalvík, þá er talið að það verði nú eitthvað færri þar en í Gay pride göngunni, hvaða tveir menn verða á sitthvorum staðnum og telja?

Ég hef alveg misst af því þegar þetta fólk fer í kjaraviðræður oþh. hef ekki vitað hvað stéttin heitir eða neitt nánar um þetta fólk.

Ég hef reynt að telja fólk á svona hátíð en það eru allir á hreyfingu og ég ruglast strax þegar ég er komin í 22.

Ég ætla samt að mæta með myndavélina og fylgjast með Gay Pride göngunni á morgun og ef ég stilli á continues shooting þá næ ég kannski nógu mörgum myndum og get þá eytt sunnudeginum í að athuga hvort þeir hafi haft þetta rétt í fréttunum.

En að allt öðru.  Konan var að stofna klúbb í vinnunni hjá sér og getiði nú hvers konar klúbbur það er.  Humm, jú ætli það sé ekki rétt hjá ykkur, ljósmyndaklúbbur og við ætlum að byrja á að vera með svona vikuleg þemu og þá höfum við eina viku til að mynda eitthvað sem fellur inní þemað, síðan að skila mynd inná mánudegi og þá er nýtt þema tilkynnt.  Hlakka þvílíkt til.

En þangað til næst,
Kristín Jóna

kjg Athugasemd: Já alveg er ég sammála þér hver er þessi gaukur sem telur og telur…. allaveganna þá var ég á Fiskideginum og dísus mannmergðin var gríðarleg og þegar verst lét þá kreistist maður í gegnum þvöguna en hvort þetta hafi verið 40.000 manns það efa ég en hvað veit ég ekki stóð ég og taldi 🙂 var í því að knúsa fólk og kyssa enda með eindæmum gott fólk sem býr þarna og súpan ummmm ekkert smá góð
ps. en hver á hendina í vatninu??
Bestu kveðjur, Áslaug (ammahansen@hotmail.com,Áslaug) Athugasemd: Ég hef aldrei reynt að telja heldur 🙂
En…
Góð hugmynd með klúbbinn í vinnunni og verður geggjað gaman að leika sér að þessu í vetur 🙂
kv
Hafrún (,Hafrún Ósk) 11.8.2007 15:47:00 Krúsilíus / Jón Andri
kjg 17.8.2007 21:05:19
Athugasemd: Hóly dog 🙂
Hver á svona stóran hvutta ?
Þú hefur ekki tekið þessa mynd, hún er allt of blurry 😉
kv
Hafrún (,Hafrún Ósk) Athugasemd: Nei, Hafrún þessa mynd tók Þráinn á símann sinn og sendi beint á heimasíðuna.
Og stóra hundinn á eigandinn að Gluggum og Garðhúsum, hann heitir Gutti. (,Ég sjálf) 20.8.2007 18:55:00 Örbylgjuofninn Ákvað í dag að fara og kaupa örbylgjuofn.  Er búin að vera á leiðinni í hálft ár og ákvað að nú væri tími framkvæmdanna.
Við Ástrós Mirra skruppum í Elko og ákváðum að láta Þráin ekkert vita heldur koma honum á óvart.

Í Elko er til fullt af örbylgjuofnum og við ákváðum að fá okkur mann til aðstoðar.  Ég sagði ofninn þurfa eitt að bera framar öðru, hann verður að vera stállitur, því Þráinn vill ekkert annað.

Við vorum leiddar að hillum með örbylgjuofnum og sáum strax einn mjög flottann, stállitaðan, með digital og grilli og kostar bara 13.900-
… ekki málið, við tökum hann segi ég.  Eða passa ekki allir örbylgjuofnar í svona örbylgjuofnaskáp, spyr ég manninn um leið og ég vippa kassanum niður, jú, jú, ef þetta er svona skápur fyrir ofan ofn eða ísskáp.  Ég segi ísskáp, já þá passar þetta, svarar hinn aðstoðarglaði maður í Elko.

Við Ástrós Mirra brunum heim og náum Þráni í baði og skellum ofninum á gólfið og brosum út að eyrum, þvílíkt ánægðar með okkur.

Humm, Þráinn fer (þegar hann var kominn uppúr baðinu) að lesa á kassann sem örbylgjuofninn er í og taka málin niður og fer svo að mæla skápinn.  Úps, þessi ofn kemst ekki inn í þennan skáp.  Ha, spyr ég ljóshærða konan hans, passa ekki allir örbylgjuofnar í alla örbylgjuofnaskápa?

… fór í fýlu.  Allir hinir ofnarnir í Elko voru ekki eins flottir svo nú yrði að fara að kaupa bara eitthvað sem passar, ekki eitthvað sem mig langar í.   Sit uppí rúmi og bíð eftir að Þráinn bjóðist til að fara og skila honum og finna einhvern annann örbylgjuofn sem passar í þennan litla skáp sem er í okkar innréttingu.  Nei ekkert gerist, ég er enn í fýlu.  Þá hringir Klara systir og Þráinn segir henni að það sé vart óhætt að tala við mig alveg strax því ég væri að jafna mig eftir þetta áfall.  En að sjálfsögðu töluðum við systurnar saman og ég spurði (braut odd af oflæti mínu) Þráinn hvort hann væri ekki til í að fara með ofninn, sem hann var alveg til í.

En svo reyndar kom hann og spurði hvort ég vildi ekki bara koma með honum og við gætum valið nýjan ofn saman.  Jú, jú, litla glaða stúlkan ákvað að það hlyti að vera í lagi og Ástrós Mirra ætlaði að vera ein heima á meðan.

Við brunum í Elko (reyndar erfitt að bruna eitthvað í Smáranum þessa dagana vegna vegaframkvæmda) og inn með ofninn og sögðumst ætla að skila honum.  Stúlkan spurði hvort eitthvað væri að honum og ég sagði, ekki annað en það að hann passar ekki í skápinn hjá okkur, við værum ekki einu sinni búin að taka hann úr kassanum því við hefðum séð málin þar.

Við förum inn í Elko að skoða aðra ofna, tveir hvítir litlir þarna sem Þráni leist misvel á og svo förum við hinum megin í hilluna og ég sýni Þráni ofninn sem ég hafði keypt og hann var alveg sammála að hann væri langflottastur en það þýddi ekki að tala um það.  Hann fer að mæla þarna aðra ofna og segir þá alveg passa en mér finnst það eitthvað skrítið þeir virðast svo svipaðir á stærð og okkar, svo ég bið Þráin að mæla ofninn sem er til sýnis uppá hillu og … haldiði að málin séu ekki innan okkar marka.  Bíðið nú við, hvaða mál eru þetta þá utan á kassanum?  Jú, það eru málin á kassanum, vá hjálpar mikið.

Svo við fórum aftur heim með sama örbylgjuofninn og erum í þessum töluðu orðum að koma honum fyrir í allt of litlum skáp, eða þannig.

Þangað til næst,
Kristín Jóna, aldrei verið ljóshærðari.

kjg Athugasemd: hahaha – góður 😀
Þú varst bara næstum eins ljóshærð og ljóskan sem reyndi þrisvar að kaupa ógeðslega flott sjónvarp í Elko, fékk alltaf svar að þau afgreiddu ekki ljóskur og hún búin að lita hárið og allt, þegar hún spurði hversvegna í ósköpunum þeir vissu að hún væri ljóshærð…. júbb, þetta var einmitt örbylgjuofn 😉 (,Hafrún Ósk) 29.8.2007 20:23:00 Gleðigjafi Jæja þá er ljósmyndaklúbburinn í Maritech byrjaður á fullu og fyrsta þemavikan búin.  Ég var uppfull af hugmyndum og tók og tók myndir í þeirri viku.  Þemað var þá BER.

 

Þemað þessa viku er GLEÐIGJAFI og mín fyrstu viðbrögð voru vá æðislegt, það verður nú ekki vandamál en svo er ég allt í einu svo andlaus og veit ekki hvað ég á að gera.  Er þó að spá í ýmsum hlutum en það sem er verst við eitthvað svona er að þegar á að fara að stilla gleðigjöfunum sínum upp þá virkar það ekki, svo líklega verð ég að slaka á og sjá hverju ég næ á myndavélina mína næstu daga.  Hætta kannski að pæla svona mikið í þessu.

Á morgun á hún Silja Ýr 20 ára afmæli, til hamingju góða mín.  Ég get varla trúað því að það séu 20 ár síðan hún Konný átti hana.

En jæja það er miðvikudagur og sjónvarpskvöld svo
þangað til næst.

Kristín Jóna
kjg 31.8.2007 18:41:00 Fjörkálfurinn Stundum held ég að mamma og pabbi skilji ekki hvað ég er mikill fjörkálfur.  Td. í dag þegar pabbi sótti mig til Helgu Rósar þá var ég á fullu að segja Helgu Rós og Eddu Sóleyju brandara sem fóru út eitthvað svona:  “Sjáiði þetta er pabbi minn, sjáið hvað hann er feitur”. Og stelpurnar skellihlógu að mér, svo ég hélt áfram en þá var pabbi eitthvað farinn að ókyrrast og vildi fara en eðlilega vildi ég ekki hætta þegar allir hlógu svona að mér.

Svo komum við heim og fljótlega komu mamma og Kristófer Darri og svo þegar við KD vorum að borða fór ég að segja honum frá Danstímunum í skólanum mínum og ég ýkti það náttúrulega heil mikið og KD hafði mjög gaman af og skellihló en þá kom pabbi aftur og vildi eitthvað að ég slakaði á, því hann er eitthvað hræddur um að svona sýning hjá mér fari úr böndunum, en hann skilur ekki að ég er FJÖRKÁLFUR.

En ég heyrði svo mömmu og pabba segja að ég væri nú svo lík honum pabba mínum og þaðan hefði ég þetta FJÖRKÁLFADÆMI.  Alla vega varð mamma hrifin af því hjá pabba svo ég skil ekki af hverju þau eru ekki BARA ánægð með mig.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

kjg Athugasemd: haha – ég skil ykkur vel, það er oft svo auðvelt að sjá það bara eftirá hvað þau eru miklir fjörkálfar… og hvað það er í raun skemmtilegt 😉 (,Hafrún Ósk) 4.9.2007 17:32:00 VIP á Íslandi Einkennilegur hópur veruleikafyrts fólks, þessi VIP hópur fólks sem fer um allt þessa dagana. Við fórum á tónleikana með Noru Jones á sunnudaginn og ég man varla eftir að hafa skammast mín eins mikið fyrir samlanda mína eins og þá.  Fyrir utan hvað fólk getur verið dónalegt og ótillitsamt við annað fólk.

Við sátum uppi í stúku og keyptum okkar miða eins og margir sem fóru þarna á tónleikana.  Við komum ca. 20 mín áður en tónleikarnir áttu að byrja svo við værum örugglega komin í rétt sæti á réttum tíma.

Kl. 20 hefjast tónleikarnir og þá er miðjan í salnum tóm.  Fyrir utan eina eða tvær konur sem voru sestar þar.  Við og fólk í kringum okkur fór að velta fyrir sér hvað hefði komið fyrir og ég fór að hugsa um þá sem ég vissi að hefði langað í miða en fengu ekki þegar ég horfði yfir hálftóman salinn.  En sem sagt kl. 20 sem er tíminn sem tónleikarnir voru auglýstir að ættu að byrja, þá komu fram á sviðið ungur strákur sem var allt tónleikaferðalagið með Noru Jones og hún sjálf og sungu þau saman 3 lög.  Æðislegt nema að allan tímann er fólk enn að koma inn og aðrir að þurfa að standa upp fyrir þeim og svo þetta eilífðarráp á barinn og klósettið.  Þetta truflaði mig talsvert mikið en mest truflaði mig sá dónaskapur FL Group að hafa keypt upp hálfan salinn en mæta svo ekki.

Þegar þessi strákur var búinn með sinn part af tónleikunum þá voru ljósin kveikt og eitthvað verið að vesenast í sviðinu.  Ekkert sem gaf til kynna að það væri hlé, svo við héldum að þetta væri bara 5 mín. hlé og fannst ekki taka því að standa upp.  En þetta hlé endaði sem 15 – 20 mín. og lauk með því að VIP fólkið labbaði í salinn.   En dónaskapurinn, voru þau of fín til að hlusta á þennan erlenda tónlistamann sem kom alla leið til litla Íslands að spila.  Óheppin voru þau að vita ekki að Nora Jones myndi syngja með honum.  Og mikið fannst mér frábært þegar Nora kallaði hann á sviðið í lok tónleikanna og hafði á orði að hún ætlaði að biðja hann að koma aftur og spila og syngja þar sem þið öll (og benti á miðjuna með VIP fólkinu í) misstuð af honum.

Svo heyrði ég í gær viðtal við tónleikahaldarann og sá klóraði í sundurgrafinn bakkann þegar hann sagði að fólk vissi að það væri alltaf upphitun á tónleikum (ekki á Josh Groban) og að Nora myndi ekki að byrja að syngja fyrr en kl. 21.  Hvar stóð það á miðanum mínum, hvergi og ekki heldur að það væri upphitun svo hann lýgur bara beint uppí geðið á okkur sem keyptum miðana okkar og mættum á réttum tíma til að horfa, hlusta og njóta þessara snillinga, til að breiða yfir dónaskapinn í FL Group.

Og hvað er þetta með að fólk þurfi alltaf að vera á rápa á barinn á svona tónleikum.  Þeir standa yfir í 1,5 klst. og fólk er að eyða af þeim tíma í svona ráp.  Skil ekki af hverju þetta fólk er að mæta á tónleika ef því er svo alveg sama hvort það sjái og heyri það sem í boði er.

Mér fannst æðislegt á Josh Groban tónleikunum að þá var lokað inn í sal meðan hann var að syngja svo þeir sem voru að rápa voru látnir bíða þar til pása kom á milli laga og þar af leiðandi truflaði það okkur hin mun minna en þetta fólk missti af heilmiklu.

En þá kemur the bottomline:  Tónleikarnir voru æði, æði, æði.  Þvílíkur snillingur sem þessi stúlka er og svo hógvær og yndisleg.  Frábært tónlistafólk sem var með henni og mjög hæfileikaríkt.

kjg 8.9.2007 08:28:00 Skipt um skoðun

Ég hef oft sagt að það er allt í lagi að skipta um skoðun, það er eitt af því sem við sem lifum í frjálsu þjóðfélagi getum auðveldlega.  Ég gerði það um síðustu helgi, þe. skipti um skoðun og nú erum við hjónin búin að taka ákvörðun að setja íbúðina á sölu og stækka við okkur.

Við ætlum að vera búin að koma okkur vel fyrir í næstu íbúð áður en við förum að sækja litla kínakrílið okkar.

Við erum búin að fá verðmat á okkar íbúð og það kemur ljósmyndari á þriðjudaginn að mynda íbúðina.  Svo erum við með augastað á einni sem er ekki enn komin á sölu (sami fasteignasali sem er með okkar og þá íbúð og við erum öll frændsystkyn, þe. ég fasteignasalinn hún Sigga Guðna og sá sem á hina íbúðina) við fáum vonandi að vita á mánudaginn hvað er sett á þá íbúð og skoðun hana í framhaldinu.

Það sem mér finnst erfiðast við þetta allt núna er að ákveða, hvort ætlum við að selja fyrst, og þurfa þá kannski að kaupa bara eitthvað svo við endum ekki í götunni.  Eða að kaupa og svo selst kannski ekki strax hjá okkur og fjármálin fara í steik.

Þráinn segist vilja selja frekar fyrst, við getum þá alltaf verið í bústaðnum á meðan.  Humm hávetur og hvenær þurfum við þá að leggja að stað í bæinn til að koma dömunni okkar í skólann kl. 8, klukkan 6.30 eða þar um bil.  Nei ég held að það gangi ekki, við ÁM fáum kannski að vera hjá Klöru systir eða ömmu í nýju íbúðinn en Þráinn getur verið uppí bústað ef hann vill, ég held það gangi ekki fyrir okkur stelpurnar.

En alla vega ákvörðun er tekin svo ef þið vitið um kaupanda að okkar íbúð þá er hann vel þeginn og ef þið vitið um góða 4 herb. íbúð uppá holti þá eru allar ábendingar vel þegnar líka.

Hér er allt á fullu núna að setja gólflista þar sem vantaði og lakka alla glugga, við ætluðum nú að taka gluggana í haust en ákváðum að drífa í því áður en íbúðin færi á sölu því það getur skipt máli var okkur sagt.  Það skiptir meira máli að gluggar séu vel lakkaðir heldur en gólfefnin.

En alla vega þá vona ég bara að þetta gangi allt upp hjá okkur fljótlega og við gætum þá kannski flutt fyrir jól.  🙂

Þangað til næst
Kristín Jóna

 

Ps. það er víst líka laust þarna.

kjg 15.9.2007 07:12:00 Suðurbraut 14 er komin á sölu Jæja þá er Suðurbraut 14 komin á sölu og verður opið hús á sunnudaginn kl. 14-14.30 svo ef þið þekkið einhvern sem er að leita að fallegri 3 herb. íbúð þá bendið á þessa http://www.remax.is/popup/fasteign/50680/

Við erum búin að skoða eina íbúð sem er á frábærum stað, við fjöruna í Hafnarfirði, með hraunlóð í gömlu húsi með þykkum veggjum eins og við erum svo hrifin af en ekkert þvottahús og ekki hægt að búa það til og eina geymslan er í bílskúr við hliðina og svo var hún bara ekkert stærri en okkar þó hún væri sögð 112 fm. þegar til kom, þannig að við urðum að gefa hana uppá bátinn en við erum enn sjúk í þá götu og munum kannski bara flytja þangað seinna.
Við ætlum að skoða eina íbúð uppá holti sem frændi minn á og er ekki alveg komin á sölu og vonandi mun okkur bara lítast vel á hana og okkar íbúð seljast á einni til tveimur vikum og allt gengur upp.

Ég er ein heima þessa helgina, feðginin skelltu sér til Eyja á lundapysjuveiðar og Maritech er búið að vera með fræðsluviku alla vikuna sem endar í dag með einhverju.  Ég veit ekkert annað en það sem gerðist í fyrra og ef ég miða við það, þá verður æðislega gaman.  Það er trúlega einhver hópavinna (í fyrra var Capasent með okkur) og við eigum að taka sundföt með svo við fáum að fara í bleyti.  Það verður borðað einhversstaðar og komið heim um miðnætti.

Hlakka mikið til og ætla að skemmta mér vel.  Síðan vakna ekki of snemma á morgun en aðeins að moppa yfir og sjæna smá fyrir opna húsið og vona að einhver mæti.

Þangað til næst
Kristín Jóna

“There is no excellent beauty that hath not some strangeness in the proportion.” – Francis Bacon
kjg 18.9.2007 19:29:00 Hvalir… Ég er umkringd hvölum þessa dagana má segja.  Ég er í Hvaleyrarskóla og við fáum hvali ef við stöndum okkur vel í skólanum, bæði sem einstaklingar og sem hópur.  Mjög spennandi hvatningarkerfi.

En svo sá ég líka alvöru hvali í höfninni í Vestmannaeyjum og ÉG tók myndir af þeim.
Ég bjargaði líka lundapysju á laugardagskvöldið og sleppti henni svo út í sjó á sunnudaginn, þannig að þetta var mikil og óvenjuleg dýrahelgi.  Ég hitt að sjálfsögðu líka Loka, Klóa og Krúsa og svo auðvitað mannfólkið, Ömmu, Konný, Silju og Söru.  Sjálfsagt eitthvað fleira fólk sem ég kann ekki að nefna.

Annars gengur bara vel í skólanum.  Ég labba heim flesta daga, tek stundum með mér vinkonur og kem stundum ein, svo hringi ég í mömmu þegar ég er komin og þá drífur hún sig heim ef hún er ekki komin.  Mamma vinnur meira heima núna og minna í vinnunni heldur en í fyrra en ég held að okkur þyki það bara ágætt því þá er ég alla vega komin heim fyrr og þarf ekki að vera í skólaselinu þar sem hávaðinn er stundum svo mikill að ég fæ höfuðverk.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

“Let the beauty we love be what we do.” ? Rumi
kjg 25.9.2007 17:39:00 Lítið að gerast… … annað en vinna og þetta sama og sama, nema að Katla Dís var skírð um helgina síðustu og stóð sig eins og hetja.

Við erum að spá og spekúlera í nokkrum eignum ætlum að skoða tvær í þessari viku og vonandi fer einhver að spyrja um okkar íbúð.  Sumt sem er til sölu er þannig að mig langar ekkert að flytja heldur bara vera hér það sem eftir er.  Ótrúlegt hvað fólk getur búið druslulega og skítugt.

En alla vega þá er hugurinn við þetta þessa dagana og já námskeiðið sem ég ætla að halda fyrir ljósmyndaklúbbinn okkar í Maritech og kenna á Corel Paint Shop Pro myndvinnsluforritið sem ég nota mikið og er mikið hrifin af.  Það eru alla vega komnir 7 á námskeiðið og ég á nú jafnvel von á fleirum, spennandi.

Ástrós Mirra stendur sig vel í skólanum og ég líka sem foreldri barns í öðrum bekk, það er svo miklu auðveldara heldur en að vera með barn í fyrsta bekk, ég bauð Þráin fram sem bekkjarfulltrúa og held að hann sé ekkert rosalega ósáttur við það og það á að byrja á að stofna vinahópa, sem er hið besta mál.

Draumarnir mínir þessa dagana eru bara flutningar og íbúðir svo þessi mynd er dálítið táknræn fyrir það.

kjg Athugasemd: Gangi þér vel í flutningafyrirætlununum… – mundu bara að flýta þér hægt 🙂
Það er fullt af flottum íbúðum til og það liggur ekkert á….
Hlakka svo til að koma á námskeiðið (þó ég eigi eitthvað erfitt með að klára að kaupa þetta blessaða forrit ; )) (,Hafrún) 1.10.2007 21:58:00 Ekkert svo lítið að gerast lengur… Jæja það er ekki svo lítið að gerast lengur.  Mikið búið að vera að gera í vinnunni, hjálpa ömmu að flytja um síðustu helgi sem endaði þannig að amma var flutt á bráðamóttökuna, hún var þó bara inni í einn sólarhring, svaf svo í nýju íbúðinni og lenti svo aftur uppá spítala í dag og liggur á hjartadeildinni núna.
Nú biðjum við til Guðs að þetta sé bara vegna mikils álags á hana undanfarið og að hún jafni sig fljótt og vel.

Það kom einn að skoða í dag og annar ætlaði að koma í kvöld en það klikkaði eitthvað.  Við skoðuðum tvær íbúðir og erum alveg steinhissa hvað allt er eitthvað sjabbí og úr sér gengið sem fólk býr við.  Önnur íbúðin var í Breiðvanginum og blokkin er hreinlega ógeð, skrítið fólk sem labbaði þarna inn og allt eftir því.  Móða á milli glerja á öllum herbergjum osfrv.
Þetta var skárri íbúðin.  Hin var hreinlega hreisi, Þráinn sagði að eldhúsinnréttingin væri verri en á verkstæðum og svo allt hitt eftir því.  Þar var leigjandi sem sýndi og hún sagði að það væri svo hljóðbært og þar sem íbúðin væri á miðhæð þá heyrði hún hreinlega allt bæði fyrir ofan og neðan.  Fólk væri mikið úti á svölum að reykja og það heyrðist náttúrulega inn og svo væru oft partý í húsinu.  Það lá við að við hlypum út og heim og tækjum okkar af sölu.
En núna held ég að við ætlum að fara að skoða á Völlunum þar eru blokkirnar alla vega ekki að hrynja úr elli og slæmri smíði og allt nýtt í íbúðunum.  Skildi vera hægt að kaupa heila blokk og flytja fólkið í okkar blokk með okkur?

Alla vega meira að gera en síðast og já síðast en ekki síst, ljósmyndaklúbburinn gengur vel, þemað núna er BÖRN í tilefni þess að Auður sem vinnur með mér varð amma á laugardaginn, til hamingju með prinsessuna Auður og Snorri.  Og ég ætla að vera í fríi á miðvikudaginn og fara með bekknum hennar ÁM til Þingvalla, jibbý.  Þemað er Börn og ég fer með 23 börn á Þingvelli, hlýt að fá góðar myndir þar.

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg 6.10.2007 08:02:00 Þingvallaferð með Hvaleyrarskóla Ég fór með 2. bekk Hvaleyrarskóla til Þingvalla á miðvikudagsmorguninn síðasta og það var skemmtileg upplifun.

Í fyrsta lagi þá voru þetta báðir bekkirnir sem fóru 44 börn og ég var eina foreldrið sem sá sér fært að fara.  Leiðinlegt fyrir hina, því þetta var svo skemmtilegt.  Börnin voru svo yndisleg, fróðleiksfús og skemmtileg.  Þeim fannst nú mörgum mjög skrítið af hverju ég væri með fyrst ég væri ekki kennari, sem segir manni að þau séu ekki vön því að foreldrar séu að þvælast með þeim.  Við fengum leiðsögumann á Þingvöllum sem sagði okkur frá því hvernig gjárnar mynduðust og sagði einnig frá þingstaðnum oþh.  Krakkarnir hlustuðu vel og spurðu skemmtilegra spurninga.  Þau voru líka mörg að segja mér sögur sem var voða gaman.

En það besta fyrir mig var þegar Ástrós Mirra skrifaði sögu daginn eftir um ferðalagið og lokasetningin var:  ‘Það heppnasta í ferðinni var að mamma mín, hún Kristín Jóna kom með’.

Það gaf mér meira en hundrað kossar og þúsund orð.

 

Að allt öðru, það er að koma að skoða fólk í dag, í annað sinn sem gæti þýtt tilboð í kjölfarið og ég fékk nú boðun um að þau væru að koma á fimmtudaginn en svo frestaðist það, vegna vinnu mannsinns en þá nett panikaði ég því við vorum ekki búin að sjá neitt sómasamlegt fyrir okkur en við fórum svo á fimmtudagskvöldið að skoða eina íbúð og ég veit hvert ég ætla að flytja núna.  Út á Velli.  Þetta er æðisleg íbúð allt nýlegt og stór herbergi og skemmtilegar innréttingar.  Nú er ég bara að vona að fólkið sem kemur í dag geri tilboð svo ég geti gert tilboð í hina.  Ég þori ekki að gera tilboð nema vera búin að fá tilboð sjálf.

Kíkið á vonandi væntanlegu íbúðina okkar úti á Völlum hér:
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=248699

Þangað til næst,
Kristín Jóna kjg Athugasemd: Líst vel á þessa íbúð en er þvottavélin inni á baði? Held það eigi eftir að vera breyting að vera ekki með sér þvottahús (,Anna Sif) 11.10.2007 10:57:00 London… London london london

kjg 17.10.2007 07:53:00 Allt að gerast … Komin frá London, það var æðislegt.  Yndislegt veður, frábært mannlíf og margt að skoða.  Æðislegur hópur fólks sem við vorum með, mikið hlegið og mikið gaman.

Og þá er það alvaran.  Það er komið tilboð í íbúðina sem við förum líklega að skrifa undir í dag og við erum með eina í huga sem við ætlum að gera tilboð í, vona bara að graurinn sem er að kaupa af okkur standist greiðslumat, því tilboðið er með fyrirvara um það.

Annars bara allt gott að frétta, mikið var nú gott að knúsa Mirruna og kúra hjá henni í nótt og það besta er að hún er alveg sammála.

Ég hef ekki komist í það að skoða myndirnar sem við tókum úti en það kemur á næstu dögum svo þið verðið bara að fylgjast með á þessar síðu og Flickrinu mínu líka, það eru örfáar komnar inn þar.

Þangað til næst
Kristín Jóna kjg Athugasemd: Ég hugsa til ykkar varðandi söluna…! (ein sem er ný búin að vera í sömu aðstöðu) (iris73@visir.is,Íris) 19.10.2007 21:21:00 Pulp Fiction dansinn Munið þið hvernig dansinn var.  Mirran mín dansar hann geðveikt fyndið og flott.  Ég held að hún sé mesti rokkarinn sem ég þekki 6 ára.  Þær eru svo fyndnar vinkonurnar þegar þær eru að tala saman.  Helga Rós segir:  Það var ógeðslega flott Ástrós þegar þú gerðir svona …. í dansinum og Ástrós stendur upp og segir, þú meinar svona … og sýnir dansinn.  Flottustu stelpurnar og mín aðal rokkarinn í bænum.

Ástrós Mirra er byrjuð að spekúlera í hvaða föt hún fari í á morgnanna og vill að ég taki til í fataskápnum hennar því það sé allt of mikið fötum þar sem ekki séu fyrir rokkara.

Like father like daughter.

og svo mamman.

kjg 23.10.2007 07:44:00 Allt að ganga upp! Jæja þá er allt að ganga upp varðandi sölu og kaup á fasteignum.  Við bíðum núna BARA eftir greiðslumati hjá okkar kaupanda.  Við erum komin með okkar greiðslumat klárt og tilboðum hefur verið tekið á báða bóga.

Allir að hugsa góðar hugsanir til stráksins sem ætlar að kaupa af okkur / eða til íbúðalánasjóðs þannig að hann fái samþykkt greiðslumat og allt klárist sem allra allra fyrst.  Þá getum við farið á fullt að einbeita okkur að afmæli prinsessunnar, pakka niður, jólin og flytja.

Við erum búin að ákveða að afmælið hennar ÁM verður haldið helgina 10. – 11. nóvember og svo verður bekknum boðið í afmæli þann 18. nóvember í fimleikafélagið Björk þar sem við verðum með sal á leigu og geðveikt stuð.

Alltaf jafn gaman í ljósmyndaklúbbnum í vinnunni þó stundum megi fleiri taka þátt en fólk á að gera þetta á sínum forsendum og þá þýðir ekkert fyrir mig að kvarta, ég sem hef allan tímann í veröldinni (eins og sagt er).

Þráinn er að fara að leika í bíómynd eftir Óskar Jónasson í dag, eitthvað lítið hlutverk en það er alltaf gaman að vera með.  Ég er allavega alltaf jafn stolt af honum hvort sem hann segir mikið eða lítið.

Jæja, þangað til næst
Kristín Jóna kjg 29.10.2007 21:22:00 Bjó til snjókarl
kjg 29.10.2007 21:23:00 Í vinnunni með pabba í vetrarfríinu
kjg 2.11.2007 18:11:00 Andlit við nafn Jæja, hittum kaupandann að íbúðinni okkar áðan, alltaf gaman að tengja andlit við nafn og kennitölu.  Okkur leist bara vel á hann og mömmu hans og systur, en þær komu með honum til að skoða.  Þeim leist öllum mjög vel á íbúðina og voru mjög hrifin, mér finnst það voða gott, gott að finna að sá sem kaupir skynjar okkar vellíðan hér.  Þau sögðust finna svo góðan anda hér inni.

Hann verður með allt klárt í næstu viku og þá skrifum við undir og svo getum við farið að ganga frá okkar kaupum og því sem því fylgir.

En nú fer að líða að 7 ára afmæli heimasætunnar.  Hún segir að krakkarnir í skólanum hlakki geðveikt til að koma í afmælið hennar, frábært og frábært verður að halda það utan heimilis þannig að maður verði ekkert stressaður þó einhver sé með læti oþh.

Eftir afmæli þá förum við á fullt að byrja að henda dóti og pakka niður þannig að þetta verði ekki allt eftir milli jóla og nýjárs.  En við fáum afhent 10. janúar og ætlum að reyna að afhenda okkar kaupanda 15. – 17. janúar 2008.

Við ætlum bara að sparla og mála nýju íbúðina, allt í hvítu nema barnaherbergin, ÁM fær kannski eitthvað að ráða hvernig þau verða á litinn.

Ástrós fékk að búa til óskalista fyrir afmælið sitt og þetta er mjög metnaðarfullur listi sem mikið er búið að hlæja að (án þess að hún viti af því) því hann er svo skemmtilegur.  Leturgerð 64 í word og með rauðu.  Allt frá fartölvu til blómvönds.  Skemmtileg starfsetning á sumum hlutum eins og in kreti pols og æpod.

Jæja þangað til næst
Kristín Jóna
kjg Athugasemd: Jæja til hamingju með þetta allt saman, íbúðin lítur vel út.
(baldurshagi@internet.is,Hugrún) Athugasemd: Til hamingju með íbúðina, bæði að kaupa og selja. Það verður gaman að fá stærri íbúð og hafa meira pláss og frábært að þið skuluð hafa drifið í þessu. Kveðja Íris (,Íris) 9.11.2007 19:55:00 Afmælisveisla á morgun Jæja, loksins á morgun verður haldið uppá afmælið mitt.  Vá, hvað það er erfitt að bíða svona, allir vinirnir löngu búnir að eiga afmæli og ég svo síðust einhvern veginn.

Ég hlakka mikið til að fá pakkana, því ég var búin að segja fólki frá óskalistanum mínum og vona að ég fái eitthvað af honum.  Ég er að reyna að dobbla mömmu og pabba til að láta mig hafa pakkann núna, segi þeim að ég viti hvort eð alveg hvað er í honum osfrv.  En þau gefa sig ekki, segja að ég fái hann ekki fyrr en eftir kl. 7 í fyrramálið.  Þau þora ekki að segja um leið og þú vaknar ef ég myndi nú taka uppá því að vakna kl. 5 kannski.

En sem sagt afmælisveisla á morgun fyrir fjölskylduna og svo næsta sunnudag verður öllum bekknum boðið í afmæli sem verður haldið í Litlu Bjarkasalnum hjá Fimleikafélaginu Björk.  Þar verður sko stuð, allir á trampolíni og hoppandi ofan í gryfjuna oþh.

Hlakka þvílíkt til.

Vonast til að sjá ykkur í afmælinu mínu og það með pakka.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

kjg 11.11.2007 09:27:00 7 ára
Takk allir fyrir frábæru afmælisgjafirnar sem þið gáfuð mér.

kjg 17.11.2007 20:56:00 Buxur, vesti, brók og skó
Buxur, vesti, brók og skó,

Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka nýta,
húfutetur, hárklút þó,
háleistana hvíta.
(Jónas Hallgrímsson)
Ég er búin að vera að læra um Jónas Hallgrímsson og veit að það var dagur íslenskrar tungu í gær, en í gær átti Konný frænka mín líka afmæli og á morgun held ég uppá afmælið mitt fyrir bekkinn minn í Litlu Bjarkarsalnum.  Ég hlakka mikið til.
Ég bakaði muffins áðan og mamma (eða ég) bakar skúffuköku á morgun til að taka með í veisluna.

Á mánudaginn á svo Sara Rún frænka mín líka afmæli.  Það eiga bara allir snillingarnir afmæli í nóvember.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra. kjg 29.11.2007 16:36:00 Langt á milli frétta Það er orðið ansi langt síðan við mamma skrifuðum hér síðast.  Búin að læsa heimasíðunni okkar.  Gerðum það vegna þess að pabbi hefur áhyggjur að hver sem er sé að skoða síðuna okkar svo best er þá að læsa henni og úthluta svo passwordi til þeirra sem ekki þekkja okkur nógu vel.  En passwordið okkar núna er þannig að allir sem þekkja okkur vita það og þá er allt í lagi.

En það er búið að vera heilmikið að gera í skólanum mínum undanfarið og núna þessa vikuna er jólaþemavika sem endar á morgun og ætlar pabbi minn að koma á sýninguna, Jibbý.  Mamma ætlar að vinna núna en hún þarf nefnilega að taka frí þarnæsta föstudag og ég líka því þá erum við að fara að skoða nýja skólann minn, Hraunvallaskóla.  Mamma heldur að okkur eigi eftir að líða vel þar, því mótttökurnar sem við höfum fengið núna hjá þeim eru svo flottar.  Búnar að komast í samband við kennarann minn sem heitir Guðrún Brynja og búnar að tala við aðstoðarskólastjórann sem var mjög frábær og sagði að þau hlökkuðu til að fá að taka á móti ‘þessari frábæru stelpu’ sem væri að koma til þeirra.  Þetta var nóg fyrir mömmu mína.

Á laugardaginn erum við að fara að mála á piparkökur í skólanum, mamma mín og mamma hennar Kolbrúnar Maríu sjá um það og ætla að hafa mjög kósí og við krakkarnir erum búin að æfa upp jólalög til að syngja fyrir fjölskyldurnar okkar.

Jæja gott fólk nóg í bili.
Ykkar Ástrós Mirra.

ps. mamma og pabbi skrifuðu undir kaupsamning vegna Suðurbrautarinnar í dag svo nú eigum við enga íbúð en svo skrifa þau undir kaupsamning í næstu viku vegna Burknavallanna. kjg Athugasemd: Greinilega brjálað að gera 🙂 – til hamingju með kaupsamninginn…. Gott að vera frjáls og eiga ekkert hehe 😉
kv
Hafrún (,Hafrún Ósk) 1.12.2007 09:10:00 Bleikt eða blátt Jæja það er nú orðið langt síðan ég ‘bloggaði’ svona fyrir alvöru en það er ekki eins og ég hafi ekki talað um lífið og tilveruna við samstarfsfólk og vini.

Nú ákvað ég að taka mér tak og ræða aðeins um bleikt og blátt á fæðingardeildinni.  Fyrst þegar ég heyrði af þessari umræðu hennar Kolbrúnar Halldórsdóttur þá var ég hreint út sagt hneiksluð en ég er það ekki lengur því það sem hún var að gera var að fá þjóðina til að ræða þetta og svo sannarlega tókst henni það.

Ég er sammála Möggu Pálu um að það mættu bara vera falleg litskrúðug bútasaumsteppi til að leggja yfir litlu nýfæddu börnin okkar.  Ég viðurkenni alveg að byrja á því að spyrja fólk hvaða kyn barnið er, en það er líklega vegna þess að ég er alin uppí þessu þjóðfélagi sem kyngreinir börn svona mikið.

Þetta snýst ekki um að hafa börnin í bleiku og bláu, þetta snýst um að það gefa ekki út bækur sem heita (og passið ykkur ég er alveg að gubba við að segja þetta) ‘Hvernig á að vera prinsessa?’.  Oh my god.  Ekki er til nein bók sem heitir ‘Hvernig á að vera prins’.  Önnur bók sem kom út um árið, Disneybók sem dóttir vinnufélaga mín fékk í áskriftarklúbbi (og nota bene mamma hennar henti bókinni og sagði upp í klúbbnum eftir þessa bók) en hún var um littla kettlinga og strákakettlingarnir voru ærslabelgir og uppátektarsamir á meðan stelpukettlingarnir voru stilltir og prúðir.  HALLÓÓÓOOOO!

Við ræddum þetta mikið niðrí vinnu um daginn og voru flestar stelpurnar sammála um að eiga dætur sem ekki væru svona bleikar prinsessur, heldur léku þeirra dætur sér mikið með fjarstýrða bíla og fleira strákadót.  Þá stóð eins stelpan upp og sagði:

Já og þið sjáið líka hvar við erum að vinna!

.. ekki í hefðbundnum kvennastörfum, við erum ekki hjúkrunarkonur, flugfreyjur, afgreiðslustúlkur, fóstrur eða kennarar.  Það segir kannski bara það að við vorum þessar fáu stelpur sem léku sér að strákadóti þegar við vorum litlar.  Ég átti bíla og fannst meira gaman að þeim en barbiedúkkum svo eðlilega el ég ekki dóttur mína uppí svona ‘týpískum bleikum hlutum’.

Þannig að kannski er rótin uppi á fæðingardeild.  En þið megið ekki misskilja mig, ég vil að konur séu konur og karlar séu karlar.  Og eðlilega leita börn í mismiklum mæli í þessa hefðbundnu kynjaleiki en við megum alveg aðeins hugsa okkur um.

Í umræðunni okkar um daginn kom einnig fram að fólk myndi alveg setja stelpuna sína í blátt en ALDREI setja strák í bleikt.  Er það ekki líka umhugsunarefni fyrir okkur.  Af hverju mega stelpurnar fara yfir í karlmannsstörfin en okkur þykir hjákátlegt þegar karlmenn fara í kvenmannsstörfin.

 

Annað sem mig langar að nefna við ykkur sem er dálítið skondið er að það byrjaði ný stelpa að vinna með mér um daginn.  Ég settist við hliðina á henni í hennar fyrsta matartíma og á einhverjum tímapunkti erum við farnar að ræða vopnaburð íslenskra stráka.  Þe. byssuleiki oþh. og ef þið þekkið mig og mínar skoðanir þá vitið þið alveg að ég mátti passa mig í þessari umræðu.  Ég komst að því að strákurinn hennar er mikið fyrir byssur og leikur sér mikið með þær.  Mér er alltaf í fersku minni nágrannastrákurinn sem ekki mátti leika sér með byssur en svo brást eitthvað að hann fékk vatnsbyssu, því öðru foreldrinu fannst það ekki vera byssa.  Það varð smá rökræða á því heimili um að þetta væri byssa og nú væru þau búin að brjóta regluna sem þau settu sér, og svo búið.  Nei aldeilis ekki búið, þetta stigmagnaðist og svona tveimur mánuður seinna kemur drengurinn þá 4 ára gamall í heimsókn til ÁM og hann er klæddur kameflasvesti, með riffil og handsprengju í höndunum.

Vá, hvað gerðist frá því að ætla ekki að leyfa barninu sínu að leika með byssur og þar til barnið er komið í svo ‘ýkt stríðsföt’ að það var eins og hann byggi með talibönum.  Næst þegar hann kom, var hann með sverð (frekar saklaust er það ekki?) með storknuðu blóði á.  Með blóði á, til hvers?  Svo það líkist því meira að hann hafi í ALVÖRUNNI DREPIÐ EINHVERN.   Ef ekki átti að líkja eftir drápi, þá hefði ekkert blóð verið á.  Ef hefði átt að kenna að sverð væri hægt að nota til að verja sig fyrir grimmum dýrum þá hefði ekki verið blóð á því.

En já, við vinnufélagarnir vorum að ræða vopnaburð íslenskra drengja og svo er matartíminn búinn og ég fer inn til mín en fer þá að hugsa:  Vona að hún misskilji mig ekki þó ég sé svona heit á móti vopnum íslenskra barna.
Frétti svo frá öðrum vinnufélaga að hún hafi sagt hið sama, þannig að við vorum líklega báðar heitar en hvor í sína áttina.

Jæja, þá er komið að jólahlaðborði hjá Maritech og þar eru einhverjir leikir og einn frá hverju borði sem á að bjóða sig fram.  Að sjálfsögðu stend ég fyrst upp á mínu borði og svo ég að nýja stelpan kemur frá sínu borði og svo tveir strákar.

Ok, það er smá þraut í gangi … við eigum að keppa í skotfimi, já ég er ekki að grínast með það, við eigum að keppa í skotfimi og ég er nýbúin að komast að því að nýja stelpan er líka með byssuleyfi.  Einmitt mjög sanngjörn keppni, tveir strákar sem hafa skotið af byssum allt sitt líf og tvær stelpur, önnur með byssuleyfi og hin svo rangeygð að hún hefur aldrei hitt í mark og svo mótfallinn byssunotkun barna að hún átti nú bara næstum því erfitt að taka þátt í þessu.

 





hver haldiði að hafi unnið? Það var ekki annar hvor strákurinn.

kjg Athugasemd: Tjahh og ég sem var að kaupa bleikar skyrtur á syni mína 😉
—–
Móðir náttúra veit nú svo vel að ég er engin prinsessa svo hún úthlutaði mér því kyni sem ég get betur alið upp 🙂 Og ég er ekkert ósátt við það 🙂

Ég finn greinilega fyrir að vera ekki lengur í opna rýminu í vinnunni….ég missi bara af ÖLLUM umræðum þessa dagana/vikurnar… 🙁 (,Hafrún Ósk) 10.12.2007 19:56:00 Að kvíða jólunum Það hlakkar víst ekki öll börn til jólanna eins og maður hefði haldið.  Sum börn kvíða jólunum svo mikið því þau vita ekki í hvaða ástandi mamma eða pabbi verða.  Verða þau edrú eða verða þau drukkin?  Verða þau kannski lítið drukkin svo þetta reddist einhvern veginn?

Ég held að það sé ekki hægt að verða lítið… eitthvað gagnvart þessum börnum.  Mig greip svo mikil sorg þegar ég heyrði viðtal við konu sem vill vekja athygli okkar á þessu.  Hvernig getur einhver gert barninu sínu þetta.  Hvernig stendur á því að fólk sem ekki tekur barnið sitt framyfir sjálft sig sé að fá að eiga börn (og oft svo mörg börn líka).

Ég gæti vel trúað að það sé betra hlutkesti að vera fátækur og fá fáar og litlar gjafir heldur en að kvíða því að mamma verði kannski ofurölvi og æli ofan í jólamatinn.

Mikið væri nú gott ef þessi börn gætu sagt okkur hinum frá því hvernig ástandið er á þeirra heimili og hætta að hylma yfir með alkanum sem gerir barninu aldrei neitt gott.  Mikið væri nú gott ef heimurinn væri betri en það er víst ekki svo.
Munum eftir börnunum um jólin.  Öllum börnunum.

kjg 14.12.2007 19:46:00 Vallararnir… Við erum búin að vera meira og minna á Völlunum í dag.  Fórum í heimsókn í Hraunvallaskóla í morgun og þar eru svo kraftmiklir krakkar að þeir létu nú smá óveður ekki stoppa sig af að mæta í skólann.  (Það var aflýst kennslu í Hvaleyrarskóla)

Okkur mætti alveg yndislegt andrúmsloft, starfsfólk, kennarar og krakkar.  Við biðum með hinum krökkunum eftir því að það yrði hleypt uppí stofu og þá heyri ég nokkra stráka tala saman og einn sagði, þetta er ábyggilega þessi Ástrós!  Þannig að kennarinn var búinn að undirbúa krakkana með það að ný stelpa væri að koma í bekkinn, þeir vissu hvað hún heitir og allt.  Svo krúttlegt.

Svo fórum við uppí stofu og voru svolítið að spyrja krakkana útí stofuna, kennsluna oþh. og þau voru alveg frábær í því að kenna okkur.  Svo hittum við hana Önnu mömmu hennar Lilju Hrundar en hún er ein af þremur kennurum í 2. bekk.  Svo kom Guðrún Bryndís kennarinn hennar Ástrósar Mirru og leyst okkur rosalega vel á hana.  Ástrós Mirra verður í Lóuhóp og þar í Sandlóunum.

Eftir áramót verða 17 krakkar í hennar hópi svo það er alveg temmilegt, ekki 24 eins og er í bekknum hennar núna, þarna munar nú bara um 7.  Við fengum að skoða matsalinn, matreiðslustofuna, tekstílstofuna, bókasafnið, Hraunsel ofl. og allir svo frábærir og buðu okkur svo velkomin.  Ástrós Mirra verður í Hraunseli þriðjudaga – föstudaga til kl. 15 en á mánudögum er hún í sundi og er ekki búin fyrr en um 14.30 og þá tekur því ekki að fara í Hraunsel svo ég mun bara hætta snemma á mánudögum í staðinn fyrir fimmtudögum núna.

Jæja svo fór Ástrós Mirra með pabba sínum í vinnu því það var enginn skóli og Þráinn gat ekki tekið frí því það var eitthvað verkefni í gangi sem hann þurfti að gera.

Eftir vinnu í dag fórum við svo öll fjölskyldan að skoða íbúðina okkar og Ástrós Mirru leyst vel á en var samt í vandræðum með að velja herbergið sitt en það liggur nú ekkert á, enda fær hún eiginlega til að byrja með bæði herbergin.
Okkur leyst sko ekkert minna á íbúðin í annað sinn, eiginlega bara betur og sáum ákveðna möguleika með ákveðna hluti.  Við munum líklega kaupa af þeim ísskápinn því hann passa svo vel og nýr svona kostar ekki undir 75.000 og þau selja þennan á 50.000 svo við erum allavega að græða, sérstaklega  ef okkar kaupandi kaupir okkar ísskáp á 20.000-25.000.

Jæja þegar við vorum búin að skoða íbúðina fórum við í Bónus á Völlunum og leyst Þráni og Ástrós Mirru vel á hverfisbúðina okkar, svo enduðum við bara heima við kertaljós og huggulegheit.

Á morgun á að fara á fullt að pakka niður því nú er þetta allt að bresta á, jólin, áramótin og svo að flytja 6. janúar að öllum líkindum, en þau ætla að afhenda okkur íbúðina þann 5. janúar og við erum að hugsa um að flytja strax inn og mála svo með vorinu.  Þá erum við komin á okkar stað þegar skólinn byrjar og þurfum ekkert að vera að skutla Ástrós Mirru fram og til baka.

Spennandi tímar framundan hjá okkur.
Þangað til næst,
Kristín Jóna

 

kjg 21.12.2007 19:56:00 Gleðileg jól og farsælt komandi ár  kjg 29.12.2007 09:13:00 Að kveðja árið 2007 Jæja er þá ekki bara kominn tími til að kveðja árið 2007 sem hefur verið virkilega skemmtilegt og gott.  En árið 2008 verður ábyggilega enn betra.

Okkur er virkilega farið að hlakka til að flytja en við munum gera það eftir viku, það er nú svolítið skrítið því Ástrós Mirra hefur bara átt heima á Suðurbrautinni, þannig að þetta verður pínu erfitt fyrir hana.  Hún verður ekkert glöð þegar fólk spyr hana útí þessi mál, hún virðist samt ekkert vera ósátt en hún kvíðir því að fara í annan skóla og skilja við vinina sína.

Við ætlum bara að vera 3 saman á gamlársdag og hafa það eins huggulegt og við getum innan um kassana en á móti ætlum við að kaupa sem aldrei fyrr ‘Innibombur’ því ef ekki núna þegar allt puntdótið er í kössum þá aldrei.

Semsagt pökkum niður dóti, göngum hér innandyra á milli kassa og höfum það huggulegt.

Er pínu andlaus eftir jólin eða er það út af flutningunum, ég veit það ekki en það kemur þá bara andi yfir mig á Burknavöllunum árið 2008.

Þökkum ykkur öllum jólakveðjur og gjafir og vonum að þið eigið góð áramót.

Þangað til næst,
Kristín Jóna
kjg Athugasemd: hæhæ og Gleðilegt nýtt ár… Ég er alveg viss um að þið eigið eftir að njóta ykkar á nýja staðnum og Ástrós Mirra líka 🙂
kvkv
Hafrún Ósk (,Hafrún Ósk)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.