Jæja þá er námskeiðsvikunni okkar lokið og í dag er Maritech dagurinn sem við erum búin að hlakka til í mánuð.
Þessar námskeiðsvikur og Maritech dagar eru algjör snilld sem mínir yfirmenn og stjórnendur fengu hugmynd að og er að skipta gríðarlegu máli í móral og samheldni í fyrirtækinu.
Ég á að mæta með sundföt, utanyfirföt regnheld, aukaföt fyrir kvöldið og góða skapið.
Fyrsta skiptið sem þetta var haldið þá var það í aðeins öðru formi og hét bara óvissuferð, það er mesta óvissuferð sem ég hef farið í, ég held ég hafi aldrei verið eins rennblaut á æfinni eftir 10 ára aldur en mikið ofboðslega var gaman. Já, meira að segja mér sem er ekki gerð fyrir íslenskar aðstæður fannst gaman.
Árið 2005
Næsta ár var farið á suðurnesin og vorum við mest við Bláa lónið í ýmsum þrautum til að efla samstarfið í hópnum, við fórum líka í Bláa lónið og enduðum svo á Garðskagavita í mat og drykk og brjáluðu fjöri.
Árið 2006
Síðan var farið í Borgarnes og við stunduðum ýmsar þrautir á frjálsíþróttavellinum þeirra, skoðuðum listasafn hjá Brákey sem var æðislegt, fórum í barnaskólann og var skipt upp í hópa og ég lenti í tónlistahópi og uppgötvaði þvílíka munnhörpuhæfileika.
Rosalega gaman og enduðum síðan í Landnámssetrinu að borða og sýna það sem við vorum búin að æfa og semja fyrr um daginn.
Árið 2007
Og svo er það dagurinn í dag, hvað skildi vera í boði nú. Ég held að við séum að fara til Þorlákshafnar eða Hveragerðis, 35 mín. akstur út fyrir bæinn var sagt. Já og bíddu Hveragerði frekar en Þorlákshöfn því ég man ekki eftir sundlaug í Þorlákshöfn og við eigum að koma með sundföt með okkur.
Reiknað með rigningu, það er suðurlandið svo þetta er spennandi. Ég ætla alla vega að vera opin fyrir öllu og í góðu skapi enda vel útsofin núna eftir furðulegar svefnnætur undanfarna viku.
Bíðið við, mér sýnist nú sólin vera að glenna sig svo þetta lítur vel út.
Eigið góða helgi öll sömul og munið að ég er BEST.
Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna