Skapið


Ég undrast stundum hvernig maður getur látið skapið í sér hlaupa með sig í gönur.  Td. ég í dag, við uppgötvuðum í morgun að gleraugun hennar Ástrósar Mirru væru týnd enn einu sinni.  Eins og við erum búin að tala mikið um þetta og hún að standa sig vel í sumar en svo allt í einu núna aftur farin að vita ekkert um þau.

Og sko það er eitt að týna þeim og annað að hafa alls enga hugmynd um hvort hún hafi komið með þau heim eða ekki, og halda að jafnvel gæti hún hafa týnt þeim á einhverjum leikvelli þe. þau dottið af henni þar.

Ég gjörsamlega missti mig í morgun og gekk hér um gólf, taldi uppá ég veit ekki hvað, horfði út um gluggann og talaði ekki við dóttur mína.  Jú, ég lét hana sko vita að ég væri við það að fara að grenja, ég væri svo reið og sár út í hana að hafa gert þetta.  Og það í sömu vikunni og við gáfum henni Nóa.

Ég rak hana og Söru á hjólunum í skólann og sagði Ástrós að koma ekki heim fyrr en hún fyndi gleraugun sín.

Svo fer ég í vinnu og finn að ég er enn svona rosalega reið og mér datt í hug að setja músík á í bílnum en hætti við því ég vildi vera svona reið.  Og það er það sem mér finnst svo skrítið við skapið í manni.  Ég, kona á besta aldri með þokkalegan þroska haga mér svona.  Og ég held ég viti af hverju.  Jú því mig langar svo í myndavél og er að byrja að safna fyrir henni og ef ég þyrfti að kaupa ný 40 –  50þúsund króna gleraugu vegna kæruleysis þá verður ekkert úr myndavélakaupum fyrir mig.  Allir aðrir í fjölskyldunni búnir að fá eitthvað sem þá langar í nema ég.

En OK gleraugun eru fundin, voru heima svo allt er í góðu og ég get haldið áfram að safna fyrir nýrri myndavél en ég furða mig samt á þessu skapi í mér.

Þangað til næst,
ykkar Kristin Jona

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.