Ferðalög

kjg 26.6.2005 16:16:00
Jæja þá er best að skella sér til Eyja í kvöld og hafa það huggulegt með Konný systir og Steinu tengdó og öllum hinum Eyjapæjunum og peyjunum.

Við Ástrós ætlum með Herjólfi í kvöld (helst að hún liggi þá kjurr í koju því ég er sjóveik) en Þráinn er að hjálpa Ásu ömmu sinni að flytja til Hveragerðis og við verðum bara með, við Ástrós og svo tökum við bara bíltúr um suðurlandið, kíkjum kannski á Sigrúnu á Selfossi því hún er nýflutt þangað og fáum okkur kannski “Humarsúpu” á Stokkseyri og drífum okkur svo í koju í Herjólf.  Þetta virðist ætla að vera góður dagur fyrir ferðalög.

Og talandi um ferðalög þá munum við Ástrós Mirra koma til baka á fimmtudaginn og svo förum við og sækjum Tjaldvagn á föstudaginn og skellum okkur eitthvað út í bláinn og sólina og verðum saman fjölskyldan í eina viku og svo tekur við “NÝ ELDHÚSINNRÉTTING”.  Hún kemur nú líklega í næstu viku en við ætlum ekkert að stressa okkur við þetta.  Tókum allt úr efri skápunum í gær og röðuðum í fína nýtiltekta þvottahúsið mitt og svo verður Þráinn líklega að taka úr neðri skápunum og setja í kassa og raða inn í nýtiltekna búrið mitt og þá getur niðurrifið hafist.  Svo þarf nú líklega að sparla og mála áður en innréttingin kemst upp.  Þráinn vildi ekki byrja að rífa niður fyrr svo við yrðum ekki eldhúslaus allt of lengi.
Svo þarf reyndar að færa rafmagnið fyrir eldavélina en Konni bróðir ætlar að redda því og svo þarf… já það þarf að huga að mörgu í svona framkvæmdum og talandi um framkvæmdir þá er blokkin tilbúin og vitiði hvað…  ég fór og keypti æðislega falleg gerviblóm og bastpotta til að hengja uppá vegg úti á svölum og svo gerði ég það og mínar svalir voru sko flottastar séð neðan frá þangað til í gær, þá helliringdi og veggurinn er bleikur.  Nýju blómin lituðu svona rosalega og ég út að reyna að ná þessu af og endaði með svamp með svona hörðu undir og skúripúlver, en ekkert dugði og ég prófaði leysigeysla og var skíthrædd að ég væri að nudda málninguna af en held að ég hafi náð þessu sæmilegu, það sést enn bleikt og þá er bara spurning að við hjónin kaupum okkur eina dós af þessari málningu til að redda okkur og blómin  fóru inn og önnur út og þau sem fóru út voru annaðhvort búin að vera úti í veðri og vindum eða inni á baði í sturtu svo það ætti ekki að koma litur frá þeim.

En jæja þetta átti ekki að vera svona löng saga en svona er það þegar ég kemst á flug eða Herjólf því ég ætla með honum en ekki flugi.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.