Duran Duran


Jæja, ég vona að enginn hafi farið yfirum á þessum tónleikum í gær.  Við sátum nú bara litla fjölskyldan hér heima enda vorum við kannski svona meira Whammarar heldur en hitt.  En það er kannski vegna þess að við erum aðeins eldri en þeir allra heitustu sem eru… allir sem ég þekki og eru fæddir milli 1970-1975 en sumir eru hreinlega búnir að vera að missa sig undanfarnar vikur.

Ég held ég yrði nú ekki svona þó Osmondsbræður kæmu til Íslands enda eru þetta “gamlir” kallar núna en mín dýrkun var á þeim þegar þeir voru undir tvítugu svo það er bara ekki það sama og svo er eitt að dýrka einhverja hljómsveit og annað hvort maður þurfi endilega að sjá hana í eigin persónu eða láti sér bara nægja að hlusta og ímynda sér restina.

Það er nefnilega þetta með ímyndunaraflið bæði í þessu og með kynlífið (ég var nefnilega að horfa á þátt um daginn um svona kynlíf með drottnun og svipum oþh.) þarf maður endilega að láta allt rætast sem maður ímyndar sér, hvar endar þetta þá ef allir ætla að láta allt eftir ímyndunaraflinu, ég er ansi hrædd um að þá væri meira um ofbeldisverk og misnotkun oþh.  Ég segi bara:  Sumt á betur heima, heima en úti í bæ.  Og annað varðandi þetta lið sem stundar brenglað kynlíf, af hverju þarf það endilega að vera að segja mér frá því í sjónvarpinu og stofna félagasamtök oþh.  mér er alveg sama hvað aðrir gera heima hjá sér meðan þeir eru ekki að misnota börn en ekki er ég að stofna félagasamtök fólks sem gerir það í rúminu sínu án hjálpartækja eða koma fram í sjónvarpi til að láta alla vita hvernig ég geri það.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.