…í orðins fyllstu merkingu í dag.
Ætlaði rétt að skreppa með Kollu frænku að borga staðfestingargjald inná íbúðina sem hún er kaupa og fór fyrst í bankann að sækja ávísun fyrir hana og dríf mig svo út í bílinn og ætla að hringja í Kollu og biðja hana að smyrja handa mér eina brauðsneið og koma með því ég var ekki farin að borða neinn hádegismat. Djöf… headsettið greinilega eitthvað skrítið, ég ríf það úr sambandi og aftur í… hringi ekkert gerist
eða hvað allt í einu heyri ég þvílíkar drunur neðan úr bílnum mínum sem reyndar er búinn að halda að hann sé rallýbíll í heila viku og ég er þarna eitthvað að rembast með headsettið heyri drunurnar í bílnum og glorhungruð og er þá komin í Holtagerðið áður en ég veit af. Ríf headsettið úr sambandi og hringi í Kollu og segi henni að koma út á götu, svo höldum við að stað orðnar svolítið seinar (á minn mælikvarða) og þá fer að heyrast meira og meira undir bílnum og mér finnst eins og eitthvað dragist eftir götunni, lít í baksýnisspegilinn og sé að það er enginn bíll nálægur mér, óvenju langt bil á milli bíla í dag, ekki er það færðin því þá hefði þetta verið svona í gær líka en líklega hefur verið neistaflug aftanúr mér því helv. pústkerfið dróst á eftir mér úr Hamraborginni og niður í Mörk og ég rétt á 60 km. hraða. Hélt reyndar að drifið hefði farið líka því mér fannst ég ekkert komast áfram nema herðarnar uppað eyrum því ég fór í þvílíkt stresskast að Kolla var farin að strjúka mér og reyna að róa mig niður.
Jæja við inná fasteignasölu klukkan orðin 7-8 mín yfir áætlaðan fundartíma og okkur boðið sæti, svo ég hringi í eina manninn sem ég vissi að var ekki fastur í vinnu og það var Siggi stjúpi minn og ég ætlaði að biðja hann að redda mér, hann var í hinum símanum og sagðist hringja eftir smá.
Ég dreif mig á klóið, orðið mál að pissa eftir allt stressið og enn enginn kominn að tala við okkur Kollu, Siggi hringir um leið og bunan byrjar að steyma ofaní klósettið, ég ansa, ætla nú ekki að missa af honum.
Fyrirgefðu en ég er að pissa, ekkert mál segir hann og ég næ auðveldlega að dobbla hann að koma og athuga hvort hann geti bundið pústið upp hjá mér.
Ég kem fram og enn erum við Kolla að bíða, halló við áttum tíma kl. 13 og klukkan er 13.20 hvar er þetta og hver er svo upptekinn að hann getur ekki komið á réttum tíma að taka við 3 milljónum? Jæja ég var við það að fara að “meika sín” þegar einhver maður kom og heilsaði og ég spurði ætlar þú að tala við okkur og hann játti því og svo tróð sér einhver iðnaðarmaður með inn, ég hugsaði “Hva, er þetta ekki privat fundur?” En úps, þetta var sá sem átti að fá ávísunin og ætlar að gera íbúðina eins og nýja og flotta. Jæja fundurinn hefst og allt í góðu, Kolla gerði sitt vel og skrifaði undir það sem þurfti og bað verktakann að passa nú að láta ekki ræna sig hérna fyrir utan, og hann sagðist nú vona að hún hefði ekki ráðið einhvern til verksins.
Ok, allt í góðu þarna og við komum fram og þar situr Siggi og segist vera búinn að hengja upp pústið mitt og hvort hann eigi að keyra á eftir mér suður í Fjörð, ég bið hann vinsamlegast að skutla Kollu í vinnu og svo þætti mér nú vænt um ef hann gæti sótt mig … en ég átti eftir að hringja í pústþjónustuna, hringdi í tengdapabba Sigurjóns sem vinnur með mér og spyr hvort hann eigi einhversskonar “Tannpínutíma” fyrir bílinn minn því ég sé hreinlega með allt niðrum mig og hann athugaði málið og sagði mér svo að koma. Sem ég og gerði og þá er manni bara boðið að hinkra meðan þeir gera þetta svo ég gat afpantað fleiri greiða frá Sigga og sendi hann bara heim.
Jæja ég hinkra þarna, hringi nokkur símtöl í vinnuna sem ég ætlaði nú aldeilis að stunda vel í dag… en nei “Ég kemst ekkert meira í vinnu í dag” sit hér á verkstæði í Hafnarfirði og les “Séð og Heyrt” heitustu pörin á árinu eins og það sé mitt áhugamál eða uppáhald. Held að Logi og Svanhildur séu heitust! Jæja svo er kallað Lanserinn er tilbúinn og ég kem að borðinu og greiði 9.000 kr. Vá ekki var það nú mjög mikið.
Fer inná verkstæði og sest í bílinn eftir skemmtilegt comment til þess sem vann verkið. Set í gang og úps, heyrist ennþá eitthvað hátt í bílnum?… viðgerðarmaðurinn segir bíddu aðeins og byrjar bara að hífa mig upp á lyftunni og áfram upp og áfram upp… hversu hátt ætlar maðurinn og ég sem er orðin svo lofthrædd með aldrinum. Jæja aftur niður og gaurinn sagði, já það þarf að skipta um rörið að framan líka. Ég brosi og spyr hvort ég eigi þá að fara á biðstofuna aftur, hann játti því og þá sat ég í góðan hálftíma í viðbót sem var miklu lengur að líða en fyrri hálftíminn og enn er ég ekki farin að borða matarbita síðan í gær og klukkan orðin 15. Ég brosi samt ennþá þegar aftur er kallað að Lanserinn sé tilbúinn eftir seinna holl og borga þá 16.000 ekki eins ánægð og hálftíma fyrr. En ég hafði samt einhvern veginn reiknað með að þetta kostaði 25.000 svo…..
… ég sæki dótturina á leikskólann og beint heim og hendi brauði í brauðristina og kaffi á könnuna og kveiki á tölvunni og þá bíður mín póstur frá framkvæmdarstjóranum sem hafði beðið mig að vinna smá verk fyrir sig (og ég náttúrlega ekki búin með vegna alls þessa) þar sem hann segir:
Þú sendir mér þetta bara þegar þú ert búin að “Pústa” smá.
Ykkar Kristín Jóna