Doddi litli

Jæja, þá hefur bæst við einn í fjölskylduna í viðbót og hann heitir Doddi, fæddur 2003 og mjög fallegur eins og sjá má á þessari mynd:

Það er lítið meira um það að segja annað en hann er “ÆÐISLEGUR” kraftmikill, þægilegur og allt og kostaði lítið.
En það var rosalega gaman að kaupa hann, því við fórum uppí Bílahöll hjá Jóni Ragnarssyni og meðan verið var að sækja um lánið oþh. fórum við öll að spjalla þarna saman og þá kom náttúrulega í ljós að Jón er mikill Frammari og þekkir pabba minn (Ertu dóttir hans Mása, spurði hann, já nú er ég aldeilis hissa, og svo þekkir hann Mumma frænda vel og mundi vel eftir Jóni afa.  En hann talaði svo vel um pabba og þó sérstaklega Mumma að það hefði bara ekki komið þjálfari til Fram sem gæti eitthvað á eftir Mumma og þeir hefðu hreinlega ekki unnið titla síðan osfrv.  Þannig að þetta var mjög gaman.  Svo er strákurinn sem við keyptum bílinn af Frammari líka og þekkir Mumma og man eftir pabba og dæmdi svo með Magga The og hálf ól upp Sævar sem vinnur með mér.  Þeir lentu í smá tölvuveseni (hvernig getur staðið á því) þannig að þetta dróst allt á langinn og svo þegar við vorum búin að ganga frá þá afsakaði Jón það og ég bað hann vinsamlegast ekki að afsaka neitt því líklega hefðum við ekki náð þessu skemmtilega spjalli ef ekki hefði komið til þessara tafa.  Því þetta var bara gaman.

Og já endilega bjóðið Dodda litla velkominn í fjölskylduna.  Þá samastendur hún af Þráni, Kristínu, Ástrós Mirru, Selmu naggrís, Lalla og Dodda.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.