Líffæragjafir

Ég var að hlusta á útvarpið í gær og þar var verið að fjalla um þingsályktunartillögu þess efnis að láta merkja í ökuskírteinin okkar ef við viljum láta gefa líffæri úr okkur við andlát.
Frábær hugmynd, ég veit nefnilega um fólk og þar á meðal mig sem myndi vilja láta gefa líffæri úr mér en ég veit ekkert hverjum ég á að segja þetta eða við hvern á að tala.  Nenni ekki að ganga með hálsmen sem segir til um svoleiðis svo …
frábært að láta setja það í ökuskírteinin.


Bara fara til sýsla og panta ökuskírteini og “By the way” ég ætla að gefa úr mér líffæri ef ég dey.  Ekkert flóknara en það, en sparar aðstandendum heilmiklar pælingar og erfiðar á erfiðum tímum.  Enda segja þeir að það látast helmingi fleiri sem eru að bíða eftir líffærum á ári hverju en þeir sem gefa líffæri.  Hvaða gagn hef ég af þeim þegar ég er dáin?  Ekkert.  Ég er svosem búin að segja Þráni hvað ég vill en ef hann deyr nú með mér, Ástrós skilur þetta ekki strax svo… fáum okkur ný ökuskírteini.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.