Idol 5 – Íslensk dægurtónlist

Þetta er bara ekki sanngjarnt.  Þ.e. að Alexander Aron hafi dottið út en ekki Snorri, Snorri söng meira að segja falskt en Alexander Aron söng þetta bara frekar save, en svona á heildina litið hefði hann ekki átt að detta út núna.

Staðan er þá þannig Ína, Briet Sunna, Ragnheiður Sara og Snorri eru eftir. Ég hefði viljað sjá stelpu og strák í efstu tveimur sætunum en það verður vonandi ekki miðað við stöðuna eins og hún er núna.

Ætli þetta endi ekki þannig að það verði Ína og Briet Sunna sem keppa um efsta sætið.

Það verður nú líklega ekki mikið bloggað hjá mér um restina af Idolinu þar sem ég verð úti í London næsta föstudagskvöld, verð svo heima hjá mér þar næsta en í fertugsafmæli Adda mágs á úrslitakvöldinu svo…
… ég slaka bara á Idoláhuganum hér eftir eða reyni það.

Ég alla vega spái því að þetta sé næsta Idolstjarna Íslands 2006.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.