Þrjóska

Ég hef einhvern veginn aldrei upplifað mig sem þrjóska manneskju (finnst reyndar að ég sé alltaf að gefa eftir) en ég fékk þó að heyra það í kvöld að ég væri alltaf að verða þverari og þverari með aldrinum og litla systir mín segir að ég sé svona:

x       x

og ekkert þar á milli og þegar ég fari í svoleiðis gír þá reyni hún að segja ekki neitt.

Humm og ég sem hélt að hún myndi nú aldrei sitja á sínu.  En svona er náttúrulega lífið við erum öll öðruvísi en við höldum og komum sjálfum okkur og öðrum á óvart endalaust.

Ég meðtek þessi skilaboð alveg því ég veit uppá mig skömmina ef skömm skildi kalla og það er alveg rétt að ákveðnir hlutir vekja upp í mér “The beast” því ég get ekki hamið mig og hvað haldiði svo að hafi verið kveikjan að þessu öllu saman?  Brúðargjöf sem Hafrún vinnufélagi og hennar vinkonur ætla að gefa vinkonu sinni, en sko, common þessi gjöf nær út yfir allt velsæmi.  Þetta byrjaði á því að vinkonurnar ákváðu að slá saman í gjöf, frábært og það var ákveðið að hún mætti kosta á bilinu 5-7 þúsund.  Dálítið mikið fannst minni konu (og mér) en ok, allt í lagi.  Þá eru send skilaboð.
Er búin að finna æðislega kaffikönnu sem venjulega kostar 85.000 en við fáum á sextíuogeitthvað þannig að þetta verður 8700 á mann.
Djísús kræst, í fyrsta lagi 8700 á mann handa vinkonu!  Þá er búið að setja rammann að þetta er upphæðin sem gefin er í ár, eins gott að það séu ekki margar vinkonur að gifta sig í sumar alla vega hafa einstæðar mæður ekki mjög marga 8700 kalla á lausu og þá komum við að aðalatriðinu…..
… kaffikanna á 85.000,- hvað er konan með kaffihús heima hjá sér?  Framleiðir kannan kaffibaunirnar og mjólkar kúna til að fá rjóma í kaffið?  Ég meina það hvað gerir þessi kanna meira en sambærileg kanna á 25.000 – 30.000? Ég bara spyr.

Kannski kaffið sé úr gulli!

Ekki spyrja mig því ég þekki ekki svona lagað, man þó eftir að hafa keypt bíl einu sinni á 120.000 og hann gekk í 3 ár sem vinnubíll.

Ég held ég vildi þá frekar bíl en kaffikönnu.

og já líklega er ég mjög einstrenginsleg og þrjósk þegar kemur að svona málum.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.