Karlmenn

Ég get ekki orða bundist yfir KARLMÖNNUM!

Þó ekki mínum því hann er alltaf mesti ljúflingur og elska sem ég þekki, en annarra kvenna karlmenn virðast bara vera mjög skrítnir.

Ég er með tvö dæmi í kringum mig núna þar sem þeir lifa gjörsamlega tveimur lífum og allt sem þeir segja er lýgi.

Hvernig geta menn gert svona og farið svona með konurnar sem þeir einu sinni elskuðu og börnin sín og þeirra og bara alla í kringum sig.  Á maður að trúa því að það sé einhver þarna úti sem heldur að máltækið “ÉG, UM MIG, FRÁ MÉR, TIL MÍN” sé eitthvað sem hægt er að lifa eftir.  Nei það er ekki hægt nema þú lifir eins og Gísli á Uppsölum og umgangist ekki annað fólk.  En ef þú umgenst annað fólk þá hegðar þú þér ekki svona.

SKAMM ÞIÐ TVEIR SEM ÉG ER AÐ TALA UM.

ÉG ER LÍKA sár út í ykkur fyrir að fara svona með þessar yndislegu konur og alla aðra í kringum þær.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.