Síðasti vinnudagurinn búinn í bili.


Jæja þá er öll fjölskyldan komin í frí, ég líka.  Og það er rok og rigning og leiðinlegt haustveður en það pirrar mig ekki núna því við förum í sólina eftir 4 daga.  Jibbý jey.  Ætla svosem ekkert að tíunda hvað við ætlum að gera þar, erum samt búin að blása upp Daða Dreka til að gera við hann áður en við tökum hann með okkur aftur til útlanda.

Og erum að finna til ferðatöskur til að pakka niður á morgun, ætlum líka að pakka niður fyrir ÞJÓÐHÁTÍÐINA því við förum eiginlega beint þangað.

Konný og Markús ætla að vera í íbúðinni okkar eitthvað meðan við erum í fríi og svo ætla reyndar pabbi og Tedda að gista það líka þegar þau fara í fermingarveislu hjá Karenu dóttur hennar Jenný Kristínar frænku en þær búa í Frakklandi.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.