Tilviljun eða….

21. júlí 2006

Byrjum á þessari tölu, hvernig getur heimurinn verið svona lítill að ég fæ sömu íbúð og Hafrún á risastóru hóteli á Tenerife?  Ég skil þetta ekki en það er greinilegt að við erum ?Sisters in mind?.

Hér er akkúrat núna skýjað og 28 stiga hiti sem bara gott, meðan sólin skein var allt of heitt og ég með mína viðkvæmu húð þurfti að vera í bol í allan dag því ég var orðin svo rauð á bakinu eftir gærdaginn.

Sara og Alexander eru gjörsamlega að fíla sig hér og stoppa ekki allan daginn.  Ástrós og Kristófer skilja nú ekki alveg hvað við erum alltaf að siða þau til og banna þeim þetta og banna þeim hitt.  Þó held ég að okkur hafi tekist að gera Ástrós það skiljanlegt að þó hún sé dugleg að bjarga sér þá skilji fólkið hér hana ekki nógu vel svo hún megi alls ekki verða viðskila við okkur.

Við fengum íbúðir alveg hlið við hlið á annarri hæð eins og við báðum um og við erum svona tvær íbúðir saman með uppgang þannig að hér er bara opið á milli og við eins og ein stór fjölskylda.  Hér rífst enginn og hér grenjar enginn því þá er kallað á Þráin og hann er með töfrasetningar og svoleiðis sem virðist virka alla vega á einn 4 ára sem ætlaði að grenja svolítið mikið og gera mömmu lífið erfitt um stund en ekki lengur, nú veit hann hvað þarf að gera þegar maður til dæmis meiðir sig.  Frábært.

Við vorum nú bara á hótelinu í gær að dóla okkur og fórum á ströndina í dag og það voru krakkarnir að fíla í botn, mega maka sandi út um allt og hlaupa svo í sjóinn og skola sig og láta sjóinn elta sig og búa til kastala og ég veit ekki hvað.  Ein regla sem höfð er fyrir litlu krakkana er að sjórinn má ekki fara uppfyrir nafla og Ástrós gleymir sér stundum en Kristófer gengur með höfuðið ofan í bringu því hann er alltaf að reyna að sjá hversu hátt sjórinn er kominn.

Við borðuðum á flottum veitingarstað í gær sem Anna og Snorri mæltu með ?Sugar and spice? og var hann æðislegur Sara hefur aldrei fengið svo góða pizzu og aldrei svona góðan ís þannig að hún er alsæl með þetta ég held að við ætlum nú eitthvað cheap í kvöld og þó er aldrei að vita á hverju við endum.

Við Klara reyndar skruppum í ódýra súpermarkaðinn áðan og fylltum 12 poka af hvítvíni, bjór, gosi, parmaskinku, nöggum og þvílíkt magn af snakki og vatni og það kostaði nú ?ekki neitt? eins og maðurinn sagði en svo stóðum við fyrir utan búðina með körfuna og sáum engan leigubíl neins staðar nálægt svo við vorum nú bara að spá í að labba með körfuna heim en létum ekki verða af því heldur löbbuðum aðeins lengra og sáum þá leigubílastöð og þar var allt fullt af körfum fyrir utan svo við sáum að við vorum ekki þær einu sem versluðum svona mikið þarna.

Jæja gott fólk á morgun er það dýragarður líklega LoroPark og svo sjáum við með framhaldið, getum ekki planað meira en einn dag í einu.

Ykkar Tenerife Kristín

Ps. Óli Vignis ég heyrði að það væri sól á Íslandi síðan ég fór svo ef þú ætlar til dæmis næsta ár að ferðast um landið okkar þá sendir þú mig bara aftur hingað.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.