Fundur númer 2 búinn

Jæja gott fólk, þá er fundur númer 2 búinn og fólk á Íslandi er ekki hengt fyrir það að mæta ekki á fund hjá félagsráðgjafa, bara svo það sé á hreinu.
Hún hló bara að okkur hún Ólöf Berglind, félagsráðgjafinn okkar þegar við sögðum henni að við hefðum verið skíthrædd um að fá bara nei frá henni af því að við gleymdum fundinum í síðustu viku.

En sem sagt fundurinn gekk vel, henni finnst þó fjölskyldan mín dálítið flókin, skil ekki hvernig stendur á því, en Þráinn skilur hana vel.

Næsta þriðjudag ætlar hún að koma í heimsókn til okkar og svo munum við eiga einn fund með henni niðrá Féló og þá er þetta búið.  Fyrir utan að hún ætlar að hringja í Klöru systir og tala við hana um mig, Klara segist ætla að ljúga fyrir mig eða þannig, þess þarf ábyggilega.  Nei hún ætlar að vera sanngjörn og hún segir að það sé ekkert erfitt að segja einhverjum að við eigum alveg skilið að fá annað barn.
Svo ætlar Snorri að vera skúperinn hans Þráins og ég veit að Snorri er svo jolly yfir hlutunum að þar fáum við ábyggilega góða dóma líka.

Þannig að núna veltur þetta á umhverfi okkar (skildi vera mjög neikvætt að ætla ekki útí stórar fjárfestingar og kaupa stærri íbúð svo litla barnið okkar fái sér herbergi um leið og það kemur til landsins) og systkynum, úff það er ekkert lítið.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.