Vantar eitthvað í þessa fjölskyldu

Mirra Skotta Langsokkur hefur verið eitthvað stúrin undanfarið og henni finnst eins og fjölskyldan sín hafi breyst svo mikið.  Aðallega finnst henni vanta orðið gleðina í mömmuna og leikinn í pabbann.

Við Þráinn fórum að hugsa eftir að hún sagði þetta og sáum að þetta gæti bara verið eitthvað til í þessu.  Við höfum verið frekar upptekin af sjálfum okkur og hún kannski orðið svolítið útundan þannig að ég ætla að reyna að brosa meira og vera skemmtilegri og svo er spurning hvort Þráinn verði ekki að leika meira heima hjá sér en ekki bara niðrí leikfélagi til að fjölskyldulífið verði aftur eins og það var.

Ástrós var einmitt í pössun hjá Davíð vini sínum og þar tjáði hún Anne og Ófeigi að henni þætti mjög leiðinlegt heima hjá sér á kvöldin því mamma væri alltaf að vinna og pabbi að horfa á fótbolta.

Og þar hafiði það.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.