Janúar búinn

3.2.2007
Þetta bloggleysi í vikunni stafar ekki af því að ekkert hafi verið að gerast, heldur af því að svo mikið var að gerast.

Byrjum nú á vinnunni hjá mér, það er búið að vera alveg brjálað og held ég að þetta séu erfiðustu mánaðarmót ársins.  Svo er ég komin í nýja deild í fyrirtækinu og því að fá meira “challenge” verkefni sem reyndar orsakast líka af því að Magga forritarinn minn er hætt og Bjartey sem á að taka við er ekki laus úr fyrra verkefni og því ekki byrjuð að vinna fyrir sveitarfélagahópinn að fullu.  En þetta er líka búin að vera skemmtileg vika.

Annað mál er að Klara systir flutti í gær, jibbý og til hamngju Klara mín með það.  Það er búið að vera heilmikið að gera við þessa flutninga hennar (ekki endilega samt svo mikið hjá mér persónulega en samt) og endaði það í gær með flutningunum sjálfum sem gengu mjög vel enda fullt af fólki að hjálpa.  En það á samt eftir að taka fullt af dóti uppí húsi og fara með eitthvað annað því það kemst nú ekki allt fyrir sem var í húsinu.
Íbúðin hennar er mjög skemmtileg og hlakka ég til að sjá hana þegar búið er að koma öllum hlutum fyrir.

Síðan gerðist enn eitt dýra óhappið heima hjá okkur.  Már gullfiskur dó.  Og þegar Þráinn sá að hann var eitthvað skrítinn þá ætlaði hann að taka allt og sótthreinsa ef það gæti dugað en þá vildi ekki betur til en svo að glerkúlan sprakk svo þá var þetta nú búið…. eða hvað?  Nei ekki aldeilis, Þráinn fór í gær með Mirruna okkar og keypti fiskabúr, 40 lítra voða sætt og hún valdi sér dælu í það sem er eins og ígulker með perlu í og andar (ég held að það sé draugafiskur í búrinu) og þau settu þetta upp meðan ég var að hjálpa Klöru að flytja og svo á að fara í dag og kaupa fiska í búrið og nú ætlum við að gera þetta í alvöru.  Við ættum nú að kunna það að vera með fiskabúr (þó við ráðum ekki við kúluna) því við vorum einu sinni með 400 lítra búr sem var æðislegt og eitt fallegasta stofustáss sem ég hef átt, fyrir utan hvað það er gaman að horfa í svona falleg búr.  En það þurfa þá að vera skemmtilegar fiskategundir í búrinu.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.