19.2.2007
Konudagurinn var í gær, góður dagur. Ég fékk þennan dásemdar morgunmat í rúmið með kaffi og Fréttablaðið. Ég elska það að fá svona morgunmat í rúmið og þegar Þráinn spurði hvort ég væri svekkt að hafa ekki fengið blóm sagði ég nei, þetta er miklu betra.
…. en svo var umræða í vinnunni hjá Þráni í dag um konudaginn og strákarnir allir að keppast um að segja hvað þeir gerðu nú fyrir konurnar sínar. Sumir gáfu þeim nudd og aðrir blóm oþh. en svo var röðin komin að Þráni og allir strákarnir horfðu á hann og spurðu: “Hvað gerðir þú svo Þráinn fyrir þína konu?” og þá kom svarið: “Ég gaf henni ryksugu”. Strákarnir hváðu, ryksugu og hann, já ég gaf henni ryksugu. Þá brjálaðist allt úr hlátri en málið er að hann gaf mér ryksugu eða réttara sagt, ég fékk nú meira að segja að fara sjálf og kaupa hana. Geri aðrir betur.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna