23.10.2007
Jæja þá er allt að ganga upp varðandi sölu og kaup á fasteignum. Við bíðum núna BARA eftir greiðslumati hjá okkar kaupanda. Við erum komin með okkar greiðslumat klárt og tilboðum hefur verið tekið á báða bóga.
Allir að hugsa góðar hugsanir til stráksins sem ætlar að kaupa af okkur / eða til íbúðalánasjóðs þannig að hann fái samþykkt greiðslumat og allt klárist sem allra allra fyrst. Þá getum við farið á fullt að einbeita okkur að afmæli prinsessunnar, pakka niður, jólin og flytja.
Við erum búin að ákveða að afmælið hennar ÁM verður haldið helgina 10. – 11. nóvember og svo verður bekknum boðið í afmæli þann 18. nóvember í fimleikafélagið Björk þar sem við verðum með sal á leigu og geðveikt stuð.
Alltaf jafn gaman í ljósmyndaklúbbnum í vinnunni þó stundum megi fleiri taka þátt en fólk á að gera þetta á sínum forsendum og þá þýðir ekkert fyrir mig að kvarta, ég sem hef allan tímann í veröldinni (eins og sagt er).
Þráinn er að fara að leika í bíómynd eftir Óskar Jónasson í dag, eitthvað lítið hlutverk en það er alltaf gaman að vera með. Ég er allavega alltaf jafn stolt af honum hvort sem hann segir mikið eða lítið.
Jæja, þangað til næst
Kristín Jóna