2.11.2007
Jæja, hittum kaupandann að íbúðinni okkar áðan, alltaf gaman að tengja andlit við nafn og kennitölu. Okkur leist bara vel á hann og mömmu hans og systur, en þær komu með honum til að skoða. Þeim leist öllum mjög vel á íbúðina og voru mjög hrifin, mér finnst það voða gott, gott að finna að sá sem kaupir skynjar okkar vellíðan hér. Þau sögðust finna svo góðan anda hér inni.
Hann verður með allt klárt í næstu viku og þá skrifum við undir og svo getum við farið að ganga frá okkar kaupum og því sem því fylgir.
En nú fer að líða að 7 ára afmæli heimasætunnar. Hún segir að krakkarnir í skólanum hlakki geðveikt til að koma í afmælið hennar, frábært og frábært verður að halda það utan heimilis þannig að maður verði ekkert stressaður þó einhver sé með læti oþh.
Eftir afmæli þá förum við á fullt að byrja að henda dóti og pakka niður þannig að þetta verði ekki allt eftir milli jóla og nýjárs. En við fáum afhent 10. janúar og ætlum að reyna að afhenda okkar kaupanda 15. – 17. janúar 2008.
Við ætlum bara að sparla og mála nýju íbúðina, allt í hvítu nema barnaherbergin, ÁM fær kannski eitthvað að ráða hvernig þau verða á litinn.
Ástrós fékk að búa til óskalista fyrir afmælið sitt og þetta er mjög metnaðarfullur listi sem mikið er búið að hlæja að (án þess að hún viti af því) því hann er svo skemmtilegur. Leturgerð 64 í word og með rauðu. Allt frá fartölvu til blómvönds. Skemmtileg starfsetning á sumum hlutum eins og in kreti pols og æpod.
Jæja þangað til næst
Kristín Jóna