Jæja, þá er búið að mála Mirruherbergi og Svefnherbergið okkar og koma þau æðislega vel út.
Mesta vinnan lenti nú á Þráni mínum því ég kann minna að mála en hann og svo tók ég uppá því að fá eitthvað í magann í gær og verða hálfaumingjaleg. En ég var þeim mun duglegri að koma öllu fyrir aftur í herbergjunum og vorum við búin að því kl. 11 í morgun.
Sara skvís fékk að gista í nótt og eru stelpurnar búnar að baka köku og svo ætlum við að skreppa í bústaðinn á morgun þannig að þetta verða bæði vinnupáskar og frípáskar, gott að geta fengið bæði.
Spáin er fín og ég ætla að hitta Konný og taka eitthvað af myndum með henni og njóta lífsins með fjölskyldunni.
Þangað til næst,