Flýtisverk eru lýtisverk

Hvernig vissu Ragna og Sólrún að ég myndi fá þetta páskaegg?  Og af hverju er verið að láta bæði mig og Mirru Skottu fá málhætti sem við viljum ekki sjá.
Hennar var “Á morgun segir sá lati” og hún vill ekkert ræða þennan málshátt.  Og ég ekki minn heldur.  Huss huss, áfram með ykkur.  Drífa sig.  Haltu áfram.  Og fleira í þessum dúr sem ég segi svoooooo oft.

Við skruppum í bústaðinn í gær og vorum í alvöru útilegu.  Allt vatn frosið og Þráinn sótti snjó í bala og við suðum í potti í kaffið, uppvaskið og klósettið.  Samt var bara gaman.  Sara skvís á neðri hæðinni kom með okkur og þær stelpurnar bjuggu til músagildru, átu páskaegg og léku sér saman.
Ég fór á stefnumót í gær uppá Hótel Hvítá.  Dammdaramm.  Hitti Konný systir og við fórum í myndaferð, Gullfoss, Geysir ofl. staðir.  Mjög gaman hjá okkur.

Svo fórum við í gönguferð niðrá Þingvallavatn í morgun og ég sá stærsta skautasvell í heimi í fyrsta sinn.

Þangað til næst,
Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.