Gengið

Úff, við hjónin komum hér í dag og þá var íbúðin í rúst eftir stelpurnar svo við létum þær heyra það aðeins, að það ætti ekki að vaða í skápana og dæla í sig snakki og kóki hér á daginn þó við værum ekki heima.
Skipuðum þeim að fara og taka til, sópa ofl. og á meðan ætluðum við í hjónin í göngu og med det samme drifum við okkur í skó og úlpur og út að gang.
Og vitiði hvað?  Við gengum alla leið niður á Lækjargötu til ömmu í heimsókn, sú var nú aldeilis hissa að sjá okkur og enn meira hissa þegar hún vissi að við hefðum gengið alla þessa leið.

Við ætluðum okkur nú upphaflega að labba til baka líka en ég ákvað að ég ætlaði ekki að verða örþreytt á morgun þar sem ég er með námskeið og vill vera í góðu formi þá, svo gamla settið tók bara strætó til baka.

En þetta var aldeilis fínt,
þangað til næst,
Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.