Ástrós Mirra hefur ekki viljað læra að hjóla án hjálpardekkja og því ekki hjólað í heilt ár.
Í gær ákvað ég að Þráinn myndi reyna að kenna henni að hjóla og undirbjuggum okkur undir hrufluð hné og fleira en viti menn, hún settist á hjólið og hjólaði í burtu og gat svo ekki farið að sofa því hana langaði svo aftur út að hjóla.
Og nú er hún ásamt pabba sínum og tveimur vinkonum í hjólatúr.
Frábært, enda er hún snillingur þessi stúlka.