100 ára Hafnarfjörður

Algjörlega frábær dagur í gær, hjá okkur Hafnfirðingum og göflurum.
Okkur leið eins og í útlöndum þar sem sirkusatriði og skemmtanir voru á hverju götuhorni. Og það er sko ekki búið því hátiðin heldur áfram í dag.

Þið hin sem búið utan Hafnarfjarðar, ykkur er að sjálfsögðu öllum boðið í afmælisveisluna.
Þessi mynd var tekið í Hellisgerði í gær, þar sem huldufólk og álfar voru í okkar stærð í tilefni dagsins.

Þar voru álfar ríðandi á hestum og alls konar huldufólk í hellunum og að ógleymdri Frú Sigríði Klingenberg sem bauð fólki að draga sér spil ofl.

Ég dró hjá henni spil sem svar við spurningunni – Hvernig endar þetta allt með kínakrílið okkar? – Og svarið var:  Þetta fer allt vel.

Ástrós Mirra var með spurninguna hvort hún þyrfti að vera með gleraugu þegar hún yrði stór og dró spilið – Þetta mun rætast, sem við túlkum að sjálfsögðu þannig að hún þurfi ekki að vera með gleraugu.

Þangað til næst, njótið lífsins.
Ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.