Mikið er ég orðin leið á þessu kjaftæði um starfsheiti kvenna í dag. Við konur erum líka menn svo það er bara allt í lagi að kona sé alþingismaður.
Ég las grein í gær sem fjallaði um þetta og þar kom fram að nýjasta orðið væri Stjórnmálafólk, bíddu að hverju ekki bara stjórnmálamenn, þar sem karlmenn og kvenmenn eru jú menn.
Ég fór að hugsa hvaða starfsheiti ætti ég að bera ef við ætluðum að kyngreina öll starfsheiti svona nákvæmlega, ég get alla vega ekki verið ráðgjafi – hún ráðgjafinn gengur víst ekki. Kennari gengur heldur ekki þá.
Ég hef nú bara ekki nægt hugmyndaflug til að láta mér detta eitthvað í hug sem hugnast myndi þessum konum sem ekki vilja vera menn.
Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna