Mirrublogg árið 2011

Mirrublogg árið 2011

 Kristínu Jónu 2.1.2011 16:44:18 2011 Jæja, þá er árið 2011 gengið í garð og byrjaði bara vel fyrir utan smá veikindi sem eru að hrjá ömmur í þessari fjölskyldu.

Við erum hress og tókum áramótin með stæl hér á Melrosesplace og er þetta talsvert skemmtilegra að kaupa saman almennilegar tertur heldur en hver og einn að pukrast úti í horni með sína litlu rakettur.

Takk allir á Melroses fyrir skemmtileg áramót og gleðilegt nýtt ár til ykkar allra vinir og vandamenn.

 

Kristínu Jónu 16.1.2011 10:14:15 Gassi Já sæll.  Við Konný systir skelltum okkur á námskeið hjá Gassa sem kallast Workshop2 og var mest um stúdeómyndatökur, lýsingu ofl.

Skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á.  Sjálfsagt spilar inní mikill áhugi á námskeiðsefninu og ekki síður góður hópur fólks sem var þarna og að lokum hvað Gassi er frábær náungi.

Við fengum meira að segja vant módel til að sitja fyrir hjá okkur og að leika okkur í stúdeóinu með fullt af ljósum og skemmtilegheitum.

Þið eruð nú sjálfsagt búin að sjá eitthvað af myndunum sem ég tók þarna og hef unnið.  Ég prófaði svo að breyta ljósunum heima og tók myndir af Hrefnu í gær og ætla að fara betur yfir þær og vinna þær svolítið og senda Gassa til að fara yfir og segja mér hvað megi betur fara og hvernig ég geti unnið þær jafnvel öðruvísi.

Það sem ég lærði þarna hjá  honum er að maður á að skoða meira hvað aðrir eru að gera, skoða á bak við tjöldin til að sjá hvernig er verið að stilla ljósunum upp  oþh.

Svo reyndar verður þetta alltaf öðruvísi þar sem ég er auðvitað bara með lítið herbergi með tveimur ljósum í (kaupi mér nú samt kannski 1 ljós í viðbót) og þá þarf ég að nota það sem ég lærði og útfæra fyrir sjálfa mig.

En hér er smá afrakstur þessa skemmtilega námskeiðs og njótið vel.  Ég veit að ég gerði það.

og já eitt að lokum, sagt er að ljósmyndun í dag sé 40% ljósmyndarinn með myndavélina og 60% myndvinnslan í tölvunni eftirá.

Þannig er það bara.

 

Þessa tók ég að sjálfsögðu í mínu stúdeói með bara mín tvö ljós.
Kristínu Jónu 22.1.2011 22:34:19 Rósin mín Ég átti aldeilis góðan dag í dag með rósinni minni.  Hún fékk þá hugmynd að fara út í rigninguna og þokuna og taka myndir.  Er ekki þemað vatn hjá þér mamma?  Jú það er vatn og nóg af því úti núna, en það er líka svo mikil þoka.  Jæja, við ákváðum að fara að Kleifarvatni og í Krísuvíkina til að taka myndir.  Rósin fékk þá hugmynd að taka rósina úr vasanum (þessa sem pabbinn fékk á afmælisdaginn sinn) og taka líka úðabrúsa með til öryggis svo hægt væri að bleyta rósina almennilega.  Það var einnig pakkað niður fleira dóti sem henni fannst að gæti verið sniðugt að mynda.  Sem sagt við fórum í ljósmyndatúr og Ástrós Mirra var stílistinn minn.

Þessi fallega rós tók sig vel út í fjörunni við Kleifarvatnið en skyggnið þar var innan við meter þegar við komum þangað en með flassi og öllum pakkanum tókst okkur nú að taka nokkrar myndir þar.

Fórum svo á hverasvæðið og tókum myndir af Mirrunni í gufu og þoku.  Virkilega góður dagur hjá okkur.

En á leiðinni heim áttuðum við okkur á því að það væri eitthvað meira en lítið í gangi þegar við vorum búnar að telja 14 björgunarsveitabíla.  Hringdum heim í Þráin til að athuga hvað væri í gangi og þá var verið að leita að göngufólki sem hafði týnst í þokunni.  Ég er ekkert hissa á því, því þokan var svo þétt þarna.  Þó var aðeins farið að birta þegar við fórum heim.

Skelltum okkur svo í Tekk hús og keyptum okkur skammel á tilboði og elduðum frábæran mat og horfðum á leikinn og fjölskyldumyndina saman.  Jæja ókey, ég var með tölvuna í fanginu en sjónvarpið í sama herbergi svo það kallast að ég horfi.

Er enn svo frjó og fersk eftir námskeiðið hjá Gassa og hausinn alltaf á fullu að skoða nýja hluti og svo margt sem mig langar að gera og mynda en nú er ég sko farin að bíða eftir vorinu því þetta er útimyndir sem ég er með í huga.

Vonandi man ég þetta allt þegar vorar.
Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

 

Kristínu Jónu Athugasemd: þessi mynd er æðisleg (,lkg) 1.3.2011 19:51:33 Búið að vera mikið að gera Jæja ansi langt síðan síðast.  En svona er það þegar kreppa er, þá hafa þeir sem eru með vinnu allt of mikið að gera eða þannig virkar það á mig.

En það er þó allt að ná jafnvægi held ég núna – við erum að koma með útgáfu af kerfinu okkar og áramóta allt sem gengur á í fyrirtækjum hlýtur að fara að vera búið alls staðar.

Annars erum við ágætlega kát á þessu heimili – Þráinn og Ástrós Mirra eru að æfa með LH Fúsa froskagleypi og Ástrós Mirra er á leiklistarnámskeiði líka svo þau eru að heiman nánast hvert kvöld og verða þennan mánuðinn.

Áætluð frumsýning er 1. apríl og hvet ég alla vini og vandamenn að koma og sjá þetta stykki, það lofar sko góðu.  Frábær leikstjóri sem þau eru með en það Björk Jakobsdóttir leikkona, leikskáld og leikstjóri með meiru.
Svo verður LH 75 ára í aprí og því er enn meira að gera hjá Formanninum en bara að æfa leikrit, smíða leikmynd og halda utan um alla afmælisdagskrána ásamt því að vinna fullan vinnudag og eiga kröfuharða konu sem er bara aldrei heima þessa dagana.

Það hefur nú bara alveg bjargað okkur að fá Maddý af og til í heimsókn svo þvottavélar heimilisins fái að njóta sín og heimasætan að hitta fullorðinn einstakling.   Djók en það hefur samt verið æðislegt að fá hana hingað, því hún hjálpar svo mikið til með allt og er bara svo frábær amma fyrir Ástrós Mirru.  Þær eru svo miklar vinkonur og það er æði.
Verst að hún veit bara ekkert hvernær hún geti farið aftur norður því það er svo margt sem hún þarf að mæta í og vera hjá Ástrós Mirru þegar við förum á árshátíð, út að borða og alls konar vesen.

Ég hef lítið sem ekkert verið að mynda núna – bara alls herjar deyfð eftir jólin en ég er bara farin á stjá að fá börn lánuð í myndatökur svo ég stirðni ekki algjörlega og verði út að aka í fermingarmyndatökunum.

Já eitt í viðbót, enn og aftur voru uppsagnir í Maritech í gær og ég í fríi og ég held að ég hafi líka verið í fríi síðast, spurning að ég hætti að fara í frí ef vinnufélagarnir geta átt von á þessu, en þetta er alltaf erfitt en ég ætla að reyna að taka þetta ekki inná mig núna, þó mér þyki óskaplega sárt að horfa á þessu fólki út úr mínu lífi.  Allt frábærar manneskjur sem eiga alla mína samúð núna.

Jú eitt enn, Litla amma á Völlunum hefur tvisvar verið með Rikka D eftir að pabbinn fór að vinna í útlöndum og á morgun er aftur kominn miðvikudagur en það eru ömmudagar.  Bara tilhlökkun og stemning á okkar heimili.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
Kristínu Jónu 13.3.2011 11:19:47 Hvert fór febrúar? Við hér á Burknó erum bara enn að leita að febrúar og áttum okkur ekki á því hvert hann fór eða hvað varð af honum.

Nú er svo komið að það eru æfingar á hverjum degi á Fúsa froskagleypi svo það er dálítið einkennilegt fjölskyldulífið á þessum bæ.  En ég er orðin mjög spennt fyrir þessari sýningu og verð að fara að kíkja á æfingu hjá þeim en ég hef getað hamið mig hingað til.

 

Ég held að Þráinn minn sé aldeilis að uppskera núna því það er víst nánast orðið uppselt á frumsýningu og eitthvað komið af pöntunum á miðum á aðrar sýningar.  Leikfélag Hafnarfjarðar hefur ekki getað sett upp alvöru sýningu með alvöru áhorfendafjölda í mörg mörg ár en nú er komið að því og greinilegt að fólk ætlar að taka vel við sér.
Ekki er verra að feðginin séu bæði að leika í þessu verki og skrifast það á spjöld sögunnar, alla vega fjölskyldusögunnar.

Nú er ég orðin strætókelling og tek vagninn hér úti hjá Haukaheimilinu á hverjum morgni (nema miðvikudaga því þá eru ömmudagar) og fer með honum heim á daginnn þegar ég er búin að vinna og ég er sjálf bara hálf hissa hvað þetta er lítið mál og auðvelt.  Fyrir nú utan hvað við spörum í bensín og þess háttar.  Ég keypti mér 3ja mánaða kort sem kostar 15.000 og ætla ég mér að spara dálítið mikinn pening með þessu.

Dæmi:  Frá 18. janúar til 23. febrúar sem er eitt kortatímabili fór 62.000- í bensín
Frá 24. febrúar til 13. mars hefur farið 19.000 og auðvitað vantar 10 daga þarna inná en þarna sé ég bara strax hverju þetta munar.

Ég hef bara ekki efni á 62.000 í bensín á mánuði, sorrý.  Mér sýnist að ég geti sparað 20.000 – 25.000 á mánuði með þessu og nú sit ég bara í strætó og hugsa hvað ég geti gert við þennan pening.  Auðvitað ýmislegt.

Ég var að skoða dagatalið áðan og sá þá að það er rétt rúmur mánuður í sumardaginn fyrsta, jibbý jey, vona að veðurguðirnir lesi dagatalið líka því mig langar svo í vor og góða lykt og græna liti, þoli ekki veturinn og snjóinn.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
04.04.2011 21:22
Fúsi Froskagleypir
Jæja gott fólk, þá er búið að frumsýna Fúsa Froskagleypi í Gaflaraleikhúsinu og gekk það ofboðslega vel.

Ástrós Mirra stendur sig rosalega vel sem litli feiti hundur bankastjórafrúarinnar.  Þráínn stendur sig rosalega vel sem Sirkusstjórinn, formaður Leikfélagsins, sviðsmyndasmiðurinn, og aðstoðarmaður leikstjórans.

Sýningin er að fá góða dóma og bestu dómarnir eru að það var uppselt á tvær fyrstu sýningarnar og virðist ætla að verða uppselt á næstu tvær líka.  Frábært, Þráinn minn er að uppskera núna eftir þrotlausa vinnu með að hífa leikfélagið uppúr drullunni.

Annars var litli feiti hundurinn að slasa sig í dag, það var stigið svo illa á tána hennar í dag að það var jafnvel talið að hún væri brotin en hún er það nú líklega ekki.  Svo vonandi jafnar hún sig fljótt.

Það er hálfgert spennufall hérna og mjög óvenjulegt fyrir mig að hafa þau bæði feðginin heima og tók ég því feginshendi að láta einhvern elda matinn í kvöld og ganga frá.  Smá pása hjá mér.

Lítill herramaður fæddist í Eyjum þann 29. mars sl. og er hann einn fallegasti drengur sem við höfum séð enda móðir hans Silja Ýr og faðir stórleikarinn mikli Sigurhans en hann var líka að frumsýna á laugardaginn Mamma Mía í Eyjum.  Ekkert smá margt og merkilegt að gerast í kringum okkur þessa dagana.

Framundan eru því leikhelgar, skrepp á Skírdag til Eyja og bara rólegheil þess á milli.

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

10.04.2011 18:06
Því ég trúi á betra líf…
Ég er búin að syngja þetta lag í allan dag og finnst það eiga afskaplega vel við í dag.  Því í dag er dagurinn sem öllum var ljóst að íslenska þjóðin ætlar ekki að láta erlendar þjóðir kúga sig til að greiða skuldið einstakra bankamanna og útrásarvíkinga.

Í dag svíf ég á vonarvængjum…því ég ætla að trúa því að ríkisstjórnin sjái að sér og komi ekki með einhverjar yfirlýsingar sem sem lækka lánshæfnismatið okkar.  …. og ég vona að ríkisstjórnin átti sig á því að hún á að starfa í þágu þjóðarinnar og því ber henni að vinna í þessu máli skv. því sem þjóðin kaus.

Þjóðin kaus að láta ekki kúga sig og þjóðin kaus sjálfstæði.

Ég held að nú sé rétt að horfa til framtíðar fyrir íslendinga.  Við getum alveg unnið okkur upp úr þessu ef við bara gerum það rétt og gerum það með því að hugsa um framtíðina og hugsa um hvað við ætlum að láta börnin okkar erfa.

Því ég flýg, á vonarvængjum svíf, því ég trúi á betra líf.

 

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

11.04.2011 20:03
Mirran mín
Jæja þá er búið að fara með Mirruna í fyrstu skoðun og yfirferð eftir að hún fékk teina og gekk það allt mjög vel.  Ég á ekki von á að hún þurfi að hafa þessa teina meira en þetta árið.
Doddi fór svo líka í dag í sprautun og verður gaman að sjá hann þegar hann kemur til baka, þessi ferð okkar til Eyja á þrettándann er dýrasta ferð sem við höfum farið í – verður ekki undir 300.000-

Annars erum við virkilega farin að hlakka til að fara í bústaðinn um páskana og einnig til Alicante í sumar.  Jeiiiiii það verður svo hrikalega gaman hjá okkur þá.

En nú er tengdamamma farin og ég neyðist víst til að læra upp á nýtt á þvottavélina – það verður nú þræl erfitt, maður er sko fljótur að venjast því að hafa þjónustu heima hjá sér og hún er sko búin að þjónusta okkur undanfarið, alltaf hreint leirtauið og ég var bara farin að setja óhreint í vaskinn því það kom bara einhver og gekk frá því.  Eins beið okkar yfirleitt á kvöldin samanbrotinn þvottur á rúminu (við þurftum sko að ganga frá sjálf í skúffurnar).  Nei þetta heitir dekur og ekkert annað, en Maddý mín við eigum eftir að sakna þín helling og Mirran spurði í kvöld hvort amma gæti ekki fengið herbergi hjá okkur og búið hér, og þá yrði að gera herbergið fínt eins og hún vildi en ekki hafa fyrir stúdeó.  Krútt þessi stelpa og greinilegt hvað henni þykir vænt um ömmu sína.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

24.04.2011 15:35
Gleðilega páska
og gleðilegt sumar kæru vinir.

Gleðilegt sumar, það er nú varla hægt að segja þetta miðað við veðrið hér sunnanlands þessa páskana.

Við litla fjölskyldan fórum á Þingvelli og þar er búið að hrikta í og rugga okkur í svefn af hávaðaroki og látum.  Lítið sem ekkert hægt að horfa á sjónvarp þar sem loftnetið þolir ekki svona veðráttu og því var mest legið undir teppi og etið og lesið og tölvast.

Þó komumst við Mirruskott í smá skógarferð í gær og vá ég er svo glöð að við drfium okkur þar sem nú gengur á með hríðarbyljum og látum hvort heldur sem er á Þingvöllum eða Hafnarfirði.

En páskaeggjaleikurinn gekk vel, eiginlega of vel, stúlkan okkar rúllaði þessu upp með sóma.  Við þurfum greinilega að þyngja þetta eitthvað fyrir næsta ár, ekki samt víst að ég nái andargiftinni yfir mig í erfiðum dæmum. En svona litu vísbendingarnar út þetta árið:

 

Ef prinsessu sérðu, hún að þér hlær, því miðinn er á hliðinni fjær. (mynd af ÁM með prinsessusprota)
Ísland er land þitt, það er landið okkar.(Stóra ljósmyndabókin)
Í sveitinni maginn mikið kallar, þú á mér ýmsa rétti mallar. (eldavélin)
Í fyrra við mikið leyni fundum, þér gott finnst að vera þar löngum stundum. (háaloftið)
Ég sit og stari oft út um gluggann… (undir blómapottinum með orange blóminu)
Eitt sinn geymdi ég gullin fögur, ég gæti nú sagt þér sögur, í gær var aðeins pappír og drasl en núna geymi ég himneskt nasl. (kistan inni á baði, eggið þar)

 
Eins og það er nú voða gott að vera í bústaðnum okkar þá var nú bara smá leiði í okkur núna þessa páskana líklega vegna veðursins, það er bara ömurlegt að geta ekki einu sinni opnað dyrnar vegna veðursins. Kötturinn var líka hálfeinkennilegur, sá flugur í öllum hornum og símjálmandi og rellandi.

Málhættirnir hafa verið frekar einsleitir þetta árið og ég held að það sé fyrirframákveðið hver fái hvaða málshátt og einhver sé að vísa í að við skulum nú passa okkur og borða ekki mjög marga bita því tveir málshættirnir voru nánast eins og hjóðuðu svona:

Enginn fitnar af einum bita

Enginn fitnar af fögrum orðum

og svo var Þráinn búinn að gleyma sínum en hann hlýtur að hafa verið á svipuðum nótum.

En við erum sem sagt komin heim á páskadag og ætlum að liggja í leti í dag en fara svo á morgun í brunch á nítjándu og svo í bíó.  Sem sagt enda páskana með stæl.

 

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

25.04.2011 21:11
Páskahelgin að klárast
jæja, þá einni veðrasömustu páskahelgi sem ég man eftir að ljúka, en á morgun er ný vinnuvika og skóli hefst á ný.

Við enduðum helgina á brunch á Nítjándu í morgun og svo fórum við í bíó og sáum Arthur sem er bráðskemmtileg og falleg mynd.  Kíktum svo á framkvæmdir í Faxatúninu og vá þvílíkur munur á garði og þvottahúsi.  Til hamingju Klara og Davíð, þið eruð dugnaðarforkar.

Enduðum svo daginn á heimsókn til ömmu á Sankti Jósepsspítala en leituðum reyndar að henni um allan Sólvang, fannst endilega að mamma hefði sagt að hún væri á Sólvangi en ekki Sankti Jósepsspítala.  Við byrjuðum að spyrjast fyrir um hana á annarri hæð, en þær könnuðust ekkert við Laufey Karlsdóttur og sögðu okkur að fara á þriðju hæðina, sem við og gerðum en það var sama sagan þar, enginn kannaðist við ömmu og þær á þriðju sögðu að fyrst þær á annarri hefðu sagt að hún væri á þriðju þá væri hún líklega á fjórðu og þangað örkuðum við en þar var sama sagan nema fólkið þar var allt að vilja gert til að aðstoða okkur og datt einni konu í hug að við værum að ruglast á spítölum svo ég hringdi nú í mömmu sem sagði svo vera.

Við sögðum fólkinu á Sólvangi að það hefði verið gaman að kynnast þeim og drfum okkur á Sankti Jósepsspítala þar sem við fundum hana ömmu mína sitjandi frammi í borðstofu að bíða eftir matnum.  Bara skemmtiferð sem áttum um spítalana í Hafnarfirði og gott að sjá ömmu hressa og káta, en hún á von á að fara heim á morgun.

Næsta vika verður stór leikhúsvika hjá mínu fólki, en það verður æfing á miðvikudaginn, sýning á fimmtudaginn, sýning á föstudaginn, tvær sýningar á laugardaginn og lokasýning á sunnudaginn.  Ég ætla að verða fyldarkona Steinu ömmu á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn en þá ætla ég að fylgja Konný systur. Svo ég ætti að fá nóg af leikhúsi í mitt blóð þessa vikuna en þar sem Fúsi froskagleypir er svo skemmtileg sýning þá verður þetta bara skemmtun fyrir mig.

Vonandi náum við Konný að fara og mynda í fjörunni við Flekkuvík en ég fór þangað um daginn og uppgötvaði hvað það er skemmtileg fjara og mikið af kuðungum og dóti þar.
Annars elska ég að fara með macrolinsuna mína á einhvern stað eins og fjöru eða skóg þar sem allt verður eins og í ævintýralandi þegar maður rýnir niður í jörðina og leyfir sér að finna ýmsa hluti eins og sjá má á myndunum frá því í skógarferðinni okkar Ástrósar Mirru í fyrradag í Þrastarskóg.
Þangað til næst,  Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

26.04.2011 20:32
Þráinn spurði mig
…um daginn hvort ég hefði aldrei hugsað út í það að fá mér fyllingu í brjóstin, svo þegar ég kyssti hann bless í gær þá nefndi hann að ég ætti kannski að fá mér fyllingu í varirnar.

En hann minnist ekkert á alla hina líkamspartana sem ég er búin að fá mér fyllingu í.

Lærin, magann og rassinn.

Og ég sem hafði nú talsvert fyrir því að fá mér þessa fyllingu, tók mig 10 ár að safna þessu.

 

Skrifað af Kristínu Jónu
01.05.2011 21:33
Fúsalok í bili
Jæja þá er komið að lokum hjá krökkunum í Fúsa froskagleypi í bili.  Það verður þó líklega tekið upp aftur í haust vegna frábærrar aðsóknar.  Í dag á síðustu sýningunni voru 15 manns á biðlista eftir miðum, það er búið að vera uppselt á nánast allar sýningarnar.  Alveg frábær árangur hjá þeim í LH. Ástrós Mirra bauð tveimur samleikurum sínum heim í smá partý eftir sýningu í dag.   Þetta voru þau Sædís og Óli Gunnar og ákváðu þau að horfa á Titanic myndina – 3 tíma og 3 vasaklútamynd.  Ekkert smá krúttlegir krakkar.  Ég meira að segja ákvað að fara inní svefnó að lesa svo þau gætu haft það kósý án þess að ég væri að glápa. Ég horfði nú á restina á myndinni og nóg til þess að tárin steymdu hjá mér og lagið er ég algjörlega með á heilanum núna. Ein vika í frí og svo lokapartý og svo fer nú bara að detta inn sumarfrí en nota bene það er 1. maí í dag og það snjóaði þvílíkt hér í gær og allt ennþá alhvítt.  Hvað á þetta að þýða.  Okkur er sko farið að hlakka til að fara til Alicante í sumar og vonandi að við fáum sumarveður þar.
Annars allt gott að frétta af öllum, amma komin heim af spítalanum og bara þokkalega hress og við getum farið að tala saman aftur og eiga fjölskyldustundir en þær hafa verið fáar meðan Fúsi stóð yfir.

Þangað til næst; Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu
16.05.2011 19:17
Einsbílafjölskylda
Jæja þá erum við aftur einsbílafjölskylda aftur – Lalli var seldur í dag fyrir lítinn pening enda var ansi margt sem var að byrja að bila í honum og yfirvonandi miklar viðgerðir með miklum kostnaði svo ákvörðun var tekin og bíllin er seldur.

Þannig að nú er Doddi okkar eini bíll

 

 

 

Svo það er eins gott fyrir okkur að byrja að skipuleggja okkur vel og vandlega, það þýðir ekker að uppgötva tannlæknatíma samdægurs og vera ekki á bíl.  Það þýðir ekkert að lofa að gera hitt og þetta á leiðinni heim þegar maður er bara á Strætó.  Það þýðir ekkert að skipuleggja sig ekki vel, það er bara málið.

Ekki það að mér muni þykja þetta vandamál, því ég er nú búin að vera á Strætó í 3 mánuði og líkar það glimrandi vel.  Nota tækifærið til að læra betur á símann minn, lesa bækur eða blöðin eða bara hugsa um lífið um tilveruna.

Jæja þá er litli prinsinn á leið að flytja til stór reykjavíkursvæðisins (eða er ekki Keflavík orðin hluti af því?)  Alla vega á ég von á að fá að sjá hann ekki á morgun heldur hinn og get ekki beðið eftir því.  Ætla að skreppa suðureftir og hjálpa Silju að taka uppúr kössum.

Ég lenti í smá þvargi eða þess háttar í dag út af Tónlistahúsinu okkar Hörpu því fólk var að tala um allt of dýrt og algjör óþarfi, þurfum ekki að eiga tónlistahús ofl. í þeim dúrnum og ég verð alltaf frekar pirruð  þegar fólk talar svona sérstaklega ef það er fólk sem er á kafi í íþróttum og starfar með íþróttafélögum sem fá bæði styrki frá Ríki og sveitarfélögum.  Nú eigum við stelpu sem er ekkert sérstaklega mikið fyrir íþróttir og hefur hún farið í tónlistaskóla sem kostaði okkur 100.000 önnin á meðan önnin í körfubolta í Haukunum kostaði okkur 13.000 svo þið sjáið að það er fáráðanlegt að ríki og sveitarfélög skuli ekki niðurgreiða bæði tónlistar- leiklistar- og dansnám fyrir börn því það eru ekki öll börn í íþróttum.  Listgreinum ætti að vera jafnhátt hampað og íþróttum og reyndar ætti að vera kenndur bæði dans og hljóðfæraleikur í skólunum.  Eða það er mín skoðun en ég virðist nú vera í miklum minnihluta.  Hvað ef við tökum öll íþróttahús landsins og leggjum saman verðmæti þeirra – hvað færi það langt uppí eina Hörpu.  Nei ókey, ég skal hætta heyri að það er einhver farinn öskra á mig en mér finnst þetta samt.

Þangað til næst,  ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

29.05.2011 10:05
Mamma Mía
Maður segir nú bara mamma mía eftir að hafa séð sýningu Leikfélags Vestmannaeyja sem var í Gaflaraleikhúsinu um helgina.

BARA KLIKKUÐ SÝNING og ekkert annað.  Frábær tónlist, frábærir leikarar, frábærir söngvarar og bara öll umgjörð alveg geggjuð.

Ég var bara dauðþreytt eftir sýninguna af að klappa, stappa, hrópa og syngja með.

Til hamingju Leikfélag Vestmannaeyja, þið eruð æðisleg.

Ef þau taka sýninguna upp aftur í haust þá held ég að allir ættu að drífa sig í leikhúsferð til Eyja í haust,

Verð nú að segja það að þegar hans Hansi kom á sviðið með sléttað hárið gargaði ég bara, ekkert smá fyndinn og hommalegur.

Krakkarnir stóðu sig öll svo vel og ef eitthvað er hægt að setja út á sýninguna þá er það að fyrst hún er endurgerð af bíómyndinni þá er smá galli á einum aðalkarlleikaranum, honum Birki Högnasyni – hann söng of vel miðað við Pierce Brosnan.

Við systur fórum í Reykjanesferð í gær og það var nú svona frekar grár himinn en það gerðist þá eins og svo oft áður að ef ég tek myndir af kirkjum þá birtir til og ég fæ bláan himinn.  Ótrúlegt alveg.
Jæja þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

12.06.2011 09:43
Út að leika
Við Ástrós Mirra fórum út að leika með Mikael Mána í gær, vorum að sýna honum nýju sápukúluvélina okkar og fórum út á róló.
Tókum smá syrpu að ramba og fleira.
Skrifað af Kristínu Jónu

13.06.2011 09:18
Hestar og lúpínur
Við mæðgur skruppum í smá túr í gærkvöldi, fundum okkur lúpínubreiðu og hesta til að leika okkur við, Ástrós Mirra gaf þeim brauð og ást en ég tók að sjálfsögðu myndir af því.
Mér finnst voða gaman að mynda hesta þó ég sé ennþá pínu smeik við þá.  Þessi var mjög myndrænn og fallegur þegar búið var að skreyta hann með lúpínunni.
Skrifað af Kristínu Jónu
13.06.2011 19:52
Love
Ástrós Mirra elska hesta og finnst ekki leiðinlegt að fara í smá ljósmyndatúr með mér og hafa brauð með til að gefa þeim að borða og knúsa þá svo örlítið á eftir.

Og mér sýninst að þeim líki ansi vel við hana líka.

 

Skrifað af Kristínu Jónu

14.06.2011 12:52
Alveg að fara í sólina
Jæja, það er sko orðinn spenningur í gangi hér á bæ, konan situr og reynir að halda ró sinni og prófa nýtt forrit sem Aron bró, benti mér á.

Við erum komin með lyklana að íbúðinni svo okkur er nánast ekkert að vanbúnaði.  Enda er þetta ekki á morgun heldur hinn.

 

Skrifað af Kristínu Jónu

14.06.2011 20:17
Þema – Nútíminn
Fyndið hvernig við byggjum nútímalegar byggingar utan um gamla hluti eins og víkingaskip.

Finnst það samt flott.

Mánaðarþemað okkar er Nútíminn.

 

Skrifað af Kristínu Jónu

01.07.2011 22:13
Ferðasaga frá Alicante
Ferðasaga frá Alicante

17. júní 2011

Flugið okkar átti að vera kl. 17 að íslenskum tíma en seinkaði til 18.20 en svo lagði vélin samt ekki af stað fyrr en 19.15 svo áætlaður lendingartími var 23.15 að íslenskum tíma en 01.15 að Spænskum tíma.  Alla vega vorum við kl. 02 við bílaleiguna og það var búið að loka.
Við væfluðum aðeins þarna og sáum þá fólk fyrir innan hlerann sem opnaði þegar við sögðumst halda að við ættum pantaðan bíl hjá þeim.
Það kom svo í ljós að þau voru að loka því að það hafði ekkert flugnúmer verið sent frá okkur (5W813) var eina númerið sem ég hafði séð sem flugnúmer en konan á bílaleigunni sagði þetta ekki flugnúmer.  Þvílík heppni fyrir okkur að þau voru ekki farin og við fengum bílinn afhentan þarna um nóttina.  Við ákváðum að taka allar tryggingar og þurftum einnig að borga eftir lokun tímagjald.  Svo fundum við bílinn og hann er krútt bill en allur rispaður og skaddaður.  Við stilltum honum nú bara upp og mynduðum í bak og fyrir en ég held að þetta komi ekki að sök fyrst við tókum allar tryggingar þá eigum við ekki borga fyrir neinar skemmdir.
Jæja ekið var af stað með Garmin tækið hans Magga The og vá þvílík lukka að hafa fengið það lánað, við villtumst tvisvar þrátt fyrir tækið, vorum líklega orðin svo þreytt að við kunnum ekki að telja út úr hringtorgunum á hvaða exit við ættum að fara.  En oft getur bara verið gaman að villast en ekki um miðja nótt í svarta myrkri og allir dauðþreyttir.
En við fundum þetta.  Jeiiiiiiii.
Stóðum fyrir utan fjölbýlishúsið og föttuðum að við vissum bara ekkert í hvaða íbúð við ættum að vera.  Opnuðum dyrnar að fyrsta stigaganginum og uppá 3hæð við vissum það þó.  Þá stóðum við á stigaganginu og 3 – 4 hurðar sem komu til greina.  Nú voru góð ráð dýr, en ég ákvað að ég yrði bara að prófa lykilinn og fór beint á næstu dyr og þær opnuðust.  Ja hérna þvílík endemis lukka, vissum ekkert hvað við myndum segja ef við værum að fitla við hurðir og einhver kæmi að okkur.
Rosalega fín íbúð sem við erum með, tvö svefnherbergi og eldhús og bað.  Eldavél ofn, örbylgjuofn, þvottavél og allur pakkinn, svalir, sólbaðsaðstaða á þakinu og sundlaug og næs fyrir utan.  Beint á móti er fullt af veitingarstöðum og búðum, allir að selja það sama og það kostar það sama alls staðar.  Fyndið.

Jæja við sváfum nú ekki vel fyrstu nóttina, enda íbúðin vel heit þegar við komum.  En við lágum uppí í 5 tíma og drifum okkur þá á fætur og forum í verslunarferð.  Ákváðum að fara í þá búð sem væri nær en ekki endilega ódýrust til að versla fyrsta daginn.  Á kassanum átti að skrá inn pin númer og afhenda vegabréf.  Úps, ég skildi nú auðvitað vegabréfin eftir heima og Þráinn sem alltaf hefur munað pin númerið sitt á visakortinu stóð alveg frosinn.  Svo fattaði hann að láta hafa debet kortið sit tog mundi nú auðvitað pinnið að því.  En allan tímann stóð ég og mundi ekkert að ég var með fullt af peningum í veskinu.
Týpísk við eitthvað.  Jæja við skelltum okkur heim, forum svo í göngu um nágrennið og keyptum sólgleraugu á Mirruna og Þráinn, ég á fín sólgleraugu.  Komum svo heim, fengum okkur að borða og skelltum okkur í sund.  Svo ætluðum við að kíkja á ströndina en það er ekki sólbaðsströnd hérna beint fyrir neðan svo við ákváðum að eiga þetta inni, löbbuðum aðeins um hverfið og komum okkur svo heim að kæla okkur niður og spila oþh. Því við þorðum hreinlega ekki að vera lengur útí í sólinni svona fyrsta daginn.
Fengum okkur svo að borða pizzur og hvítvín og skelltum í einni dvd sem er á staðnum því eins og ég sagði þá er sko allt til alls í þessari íbúð.  Fylgir held ég meira að segja mótorhjól í bílastæðinu og hjálmar eru í fataskápnum okkar.  Þe. ef við erum þá í réttri íbúð, ha ha ha.

Ætlum að fara í Habanerast mollið á morgun og svo kannski ströndina eða markaði á sunnudaginn.  Tökum þessu aðeins rólega með sólina fyrstu dagana.  Það er ekkert eins ömurlegt og að brenna illa og þjást af því í einhverja daga þegar maður er í fríi.

Jæja þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

18. júní 2011.

Já, sæll – haldiði að liðið hafi ekki sofið til kl. 10 í morgun og ekki komin á fætur fyrr en undir kl. 11 en þá var skellt í sig morgunmat og síðan stefnan tekin á Habaneras mollið.
Og nú ætluðum við ekki að klikka á neinu, tókum með okkur vegabréf og pinnið og allt saman, símann líka þó það væri slökkt á honum, bara ef það væru einhverjar upplýsingar þar sem við þyrftum á að halda.
Við byrjum á að skoða í HM og kaupum fullt af fötum á Mirruna og við galvösk á kassann, þráinn tekur upp kortið og slær inn pinnið – en vúps, ekki rétt pin, hann prófar næsta kort og sama – pinnið ekki í lagi svo hann notaði debet kortið og þurfti þá ekki að slá inn neinu pinni.
En áður en það var, þá ætlaði ég að ná í mitt kort því ég vissi alveg pinnið mitt en hvað haldiði, ég se mundi eftir öllu nema veskinu mínu.  Eruð þið að grínast í mér, við erum ekki með öllum mjalla þessi fjölskylda en vonandi tekst þetta næst, þe. að við getum munað eftir öllu sem þarf að muna eftir.

Jæja við forum svo heim og drifum okkur í bikini og sundskýlu (Mirran skellti sér í nýju fötin sín, bikini og stuttbuxur og bol) og tókum með handklæði og nesti og drifum okkur niður á strönd. Fundum þessa kósí litlu strönd og lausa bekki undir sólhlífum og þurftum ekki einu sinni að borga fyrir það líklega vegna þess að við komum svo seint að það hefur einhver verið búinn að borga fyrir þetta.
Jæja við dóluðum á ströndinni í 2 tíma og Mirran lék sér á bláu vindsænginni sem hún keypti sér fyrr um daginn.  Þetta var mjög ljúft, svo komum við hingað heim, sturtuðumst og elduðum svínasteik og allt.
Núna er verið að vaska upp og ganga frá og svo er stefnan tekin á spil og eina bíómynd í kvöld og síðan á að kíkja á einhvern markað á morgun.  Við sáum nokkra markaði nefnda en finnum bara einn á gpsinu og því förum við bara þangað því það hefur sýnt sig að við rötum ekkert án þess. Takk Maggi The og Ásta þið eruð alveg búin að redda okkur með því að lána okkur tækið ykkar.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

20. júní  2011

Jæja ekkert skrifað í gær svo við tæklum þann daginn núna.  Við ákváðum að fara af stað og leita að Markaði sem væri víst voða gaman að koma á og skoða, við stilltum gps tækið en fannst við keyra óvenjulega langt og stoppuðum, stilltum á annað, enn eitthvað skrítið og þá töluðum við um að gott væri fyrir okkur að vera búin að skoða á korti áður en við forum hvert við værum að fara osfrv.
Við erum villtu íslendingarnir á Alicante.  Jæja við sáum glitta í kastala og ákváðum bara að fara þangað, og áður en við vissum af vorum við fyrir utan einhvern markað með fullt af básum en við höfum ekki hugmynd um hvað hann heitir eða hvar hann er, skelltum honum bara í gps tækið svo við myndum rata þangað aftur næsta sunnudag, því hann var að loka þegar við komum.

Við ákváðum að keyra aðeins um, vorum með stefnuna á San Miguel þorpið og forum þangað, en sorry ekkert að sjá, stoppuðum á þýskum stað og fengum okkur hamborga og samlokur.
Keyrðum aðeins um í viðbót en ákváðum bara að drífa okkur heim, áður en við myndum villast meira.  Það er svo skrítið að allir staðir sem við erum búin að tala um að skoða og fara til eru ekki merktir á kortum eða koma ekki upp á gps tækinu, samt gátum við skoðað þetta allt nánast live á google earth.  Alla vega erum við ákveðin í því að löngu bíltúrarnir verða farnir á staði sem er þegar búið að stimpla inn í gps tækið.

En þegar við komum heim, var bara skellt sér út í sundlaug og sólbað og svo bara borðað heima og spilað.  Ákváðum síðan að fara í góðan göngutúr í gærkvöldi sem var 2ja tima göngutúr á aðra strönd en við höfðum séð og vá, hún er geggjuð svo stefnan er tekin á hana núna á eftir, þorum ekki að fara fyrr en um kl. 14 svo sterkasta sólin sé yfirstaðin.  Vonandi komum við samt ekki snjóhvít heim af því að við erum alltaf að passa okkur.  En málið er nú bara það að ég hef reynsluna af því að brenna og reynsluna af því að vera með manneskju úti í sólarlöndum sem brann svo að hún fékk blöðrur á axlirnar (Kolla frænka á Kanarí) og það er sko ekkert grin.

Eigið góðan dag elskurnar það ætla ég að gera,
Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

22. júní 2011

Jæja þá þarf að dekka tvo daga í einu, á mánudaginn gerðum við frekar lítið, vorum mest allan daginn að bíða eftir Palla sem átti að koma og kíkja á hitakútinn sem hætti bara allt í einu að gefa okkur heitt vatn.  Það var nú svosem í lagi vegna sturtunnar en það er vont að geta ekki vaskað upp úr heitu.  Reyndar erum við líklega að venjast hitanum vel því við erum alveg hætt að kafna og sofum núna með loftkælinguna á í stofunni og það virðist duga okkur.  En jæja þegar Palli og frú voru búin að úrskura að hitakúturinn væri ónýtum ákváðum við að kíkja í garð sem Auður var búin að nefna við mig og Palli sagði okkur hvar væri.  Þetta var voða krúttlegur garður ef við hefðum verið með tvö lítil born eins og Auður og þau voru með en við röltum sem sagt í gegnum hann og kíktum á hanana og hænurnar og flottu tréin en það var svo sem ekkert meira, svo við ákváðum að keyra aðeins lengra til að skoða þennan Aquapolis sem ég var búin að reka augun í.  Við villtumst að sjálfsögðu eða réttara sagt tókum ranga beygju (þráinn vill ekki meina að þetta sé að villast því við finnum rétta leið fljótlega) en keyrðum þá bara í næsta hringtorg og snérum við og fundum þennan garð, ákváðum að fara í hann daginn eftir og skelltum okkur bara aftur í Habaneras og svo á Mc Donald (já sæll, það kostar 20 eur fyrir 3 að borða þar).
Komum svo heim og fengum okkur að borða og lágum bara og horfðum á Monk um kvöldið, við Ástrós Mirra erum alveg að fíla fyrstu seríuna af Monk sem er til hér á staðnum.

Jæja þá er komið að því að vakna snemma, því Aquapolis opnar kl. 11 og við ætlum að vera þar allan daginn.  Vorum mætt korter í og þurftum ekki að bíða lengi, fundum okkur æðislega bekki beint fyrir framan öldulaugina svo Mirran gæti verið á svamli allan daginn og við í sólbaði.  Þetta var mjög góður dagur, Mirran og Þráinn prófuðu næstum allar rennibrautirnar td. Black hole, ZikZak, Boomerang, Pistas Blandas, Kamikace, Rápidos, Tirolina og Þráinn fór í Free fall, mamma fór bara í Pistas Blandas.  Á staðnum var líka boðið uppá það að prófa að vera hamster í 5 mín. Þ.e. þannig að þú borgar 5 eur fyrir að fá að fara í hamstrakúlu.  Við gerðum það ekki í þetta sinn, fannst það of dýrt fyrir litla skemmtun.

Klukkan 4 fórum við heim enda fannst okkur að við værum búin að vera ágætlega lengi í sólinni. Sem við vorum því þegar heim var komið sáum við að ég og Ástrós vorum brunnar á handleggjunum og Þráinn á öxlunum.  Ég er núna kölluð konan með hvítu brjóstin, því þegar ég fór úr brjósthaldaranum var eins og ég væri enn í honum eða alla
vega einum hvítum.  Mjög fyndin útlits.

Áttum rólegt kvöld og erum nývöknuð hér að bíða eftir að Þráinn framreiði hér egg og beikon í morgunmat.  Ætlum svo að keyra til Cartagena á eftir og kíkja við í Golfskalanum hans Magga The.

Eigið góðan dag elskurnar mínar,
Ykkar Kristín Jóna

23. júní 2011

Jæja frábær dagur að kveldi kominn.  En fyrst að gærdeginum en þá keyrðum við niður til Cartagena og var það pínu stress bíltúr, þar sem við lentum inná A7 sem er hraðbraut og okkur finnst nú eiginlega bíllinn ekki komast uppí 90 hvað þá 110 og þegar maður er að keyra svona hratt þá þarf líka að hugsa hraðar.  En þetta gekk á endanum og við lentum niðri á höfn og fundum þar bílageymslu eftir að leita að bílastæði út um allt.
Við vorum varla komin út úr bílageymslunni þegar við sáum svona tveggja hæða strætó og ákváðum bara strax að taka túristann á þetta.  Keyrðum um alla borg (eða neðri partinn af henni) og skoðuðum gamlar byggingar og fleira.  Sáum á þessari ferð okkar lítið fjall eða hól með kastala ofaná og ákváðum að labba þangað eftir strætótúrinn.  Fórum með lyftu uppá fjallið og gengum þar um og skoðuðum en gátum ekki farið inn í kastalann því það átti að loka eftir korter.  En við gengum þarna um og sáum útsýnið yfir bæinn.  Skemmtilegur dagur í skoðanatúr, en það verður að segjast eins og er að ekki er nú neitt í landslaginu hérna á Alicante sem fangar augað.  Ég hef aldrei séð neitt á akstri okkar sem mig langar að stoppa við og taka myndir, það gerist á 15 mín fresti heima á íslandi.

Jæja komum við á heimleiðinni í golfskálann hans Magga The og skoðuðum líka húsið hans.  Flott hús og frábær golfvollur, við fengum okkur hamborgara að borða á þessum fina golfvelli og það kostaði sama og á Mc Donalds, skrítið.  Jæja svo komum við heim og áttum gott kvöld, spiluðum kana úti á svölum og horfðum svo á Die hard með Bruce Willis og svo að sofa.  Þegar við forum að sofa hafði stefnan verið tekið á rólegan dag á ströndinni en þar sem Mirran var brennd á öxlunum og ég aðeins á bringunni þá breyttist planið í morgun og var bara ákveðið að skella sér í Ríó Safari dýragarðinn.  Ekki nema 38 km og garðurinn í gpsinum svo þetta ætti að vera auðvelt, enda tókum við aðeins eina ranga beygju.
Við komum í garðinn um kl. 12.30 og pöntuðum strax að fá að synda með sæljónunum og þá kostaði okkur 90 eur inn í garðinn með þessu.  Það er bara þannig að einn dagur, bíltúr, garður, matur kostar okkur 20.000- kr.   Eins gott að vera bara dogleg þess á milli og borða bara heima til að eiga fyrir svona dögum.
En þessi garður er frekar lítill en okkur fannst hann bara æðislegur og þarna var ótrúlega skemmtilegur giraffi, sebrahestar sem vildu sko ekki leyfa mér að ná almennilegum myndum af sér ásamt alveg fullt af dýrum sem við höfum aldrei séð.  Við sáum reyndar líka mannapa í búri sem stilltu sér upp fyrir okkur, mjög skemmtilegir eins og svo mörg dýranna þarna.
Við sáum Fílasýningu, Sæljónasýningu og svo punkturinn yfir iið, Þráinn og Ástrós Mirra fóru að synda með sæljónunum.  Þeim fannst það æðislegt og brosið hefur verið fast á ÁM í allan dag.
Frábær dagur, fullt af myndum teknar og við alsæl og stefnum á ströndina á morgun og slökun eftir 2 daga í röð í akstri og fjöri.

Með sólarkveðju,
Ykkar Kristín Jóna

P.s. erum að þjálfa Mirruna í kana á kvöldin og það gat verið að hún er farin að vinna okkur strax á fyrsta degi.

24. júní 2011

Okey, vöknuðum í dag og það var skýjað, týpískt því við vorum búin að ákveða ströndina.  En við sendum bara Magga The sms kl. 7.30 að íslenskum tíma og spurðum út í veðrið og hann sagði að það kæmi sól eftir hádegið og yrði sól alla vikuna.
Svo við ákváðum að fara að versla og þá einmitt kom sms frá Palla allt múlíkt manni hér áAlicante sem vantaði að fá lyklana að íbúðinni því hann er að leigja hana í júlí og ágúst einhverjum rússa.  Við sendum til baka að við værum í búðinni að versla og kæmum heim eftir 10 mín.  Hittum þá Palla og létum hafa lyklana og sólgleraugun hans Leo sem skipti um hitakút hérna um daginn og gleymdi gleraugunum sínum.

Jæja frúin tók síestu í fyrsta sinn á spáni og svo drifum við okkur á ströndina á Cabo Roig og var það bara næs, Mirran elskar að vera á dýnu og leika sér í öldunum, við fáum hana bara uppúr til að fá sér snakk og drekka og svo þegar við förum heim.  Svo við erum bara komin heim núna og Þráinn er að elda hakk og spaghetti og ég að sötra lambrusko og Mirran með appelsín en hún segir það sinn bjór.

Ætlun að kíkja á enskan pöpp hér fyrir utan á eftir og kíkja á internetið því bankinn hringdi í gær og vildi minna okkur á 110 % aðlögun lána sem rennur út 1. júlí og benti okkur að það væri hægt að sækja um á netinu.  Ég reyndar hélt ekki að við værum í þessum pakka en það þarf greinilega að skoða það betur fyrst það er hringt í okkur.  Djöfull sem þessi lán hafa hækkað og íbúðaverðið lækkað.  Eins gott að við ætlum bara að búa þarna.

En það er ströndin aftur á morgun og á sunnudaginn ætlum við að vakna snemma og taka markaðinn sem við fundum um daginn og þá má nú eitthvað versla af skarti og glingri og kannski einhverju öðru.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

28. júní 2011

Laugardagur -Innkaupaferð og Ströndin í Cabo Roig
Þetta var stóri strandardagurinn okkar og byrjuðum við á að fara í innkaupaferð og er það síðasta innkaupaferðin okkar fyrir utan það allra nauðsynlegasta, bjór, appelsín og hvítvín.
Skelltum okkur svo á ströndina og áttum æðislegan dag þar.  Ströndin í Cabo Roig er bara æði. Elduðum svo kjúlla og spiluðum kana og höfðum kósí.

Sunnudagur – vaknað snemma, markaðurinn tekinn og svo ströndin.
Vöknðum eldsnemma og fórum á markaðinn sem við fundum fyrir viku, virkilega flottur markaður með fullt af dóti, ég keypti mér geðveikislega græna ferðatösku því mín eyðilagðist í fluginu – nennum ekki að sækja flugfélagið heim með bætur þar sem þetta var ekki nema 5000 kr. Taska og nýja taskan kostaði ekki nema 3.000 kr.  En liturinn á henni er geggjaður, og Þráinn lenti nú í smá situation út af henni.  Hann sem sagt var að skoða einhverja glugga (skrítið) og maðurinn þar sá hann þarna með töskuna og spurði hvort hann ætti hana en líklegra væri að konan hans ætti hana og Þráinn játti því.  Þá sagði maðurinn honum frá því að hann kannaðist nú alveg við þetta, því að konan hans hefði nú keypt einu sinni svona bleika tösku (svo hún sæi hana vel á færibandinu, eins og konan þín var að hugsa) og svo vorum við í ferðalagi og þegar kemur að því að sækja töskurnar á færibandið þurfti konan mín endilega að fara að pissa og ég stóð þarna einn að bíða eftir töskunum og þá var bara ein taska eftir á bandinu – þessi bleika – ég ætlaði nú helst ekki að taka hana en þar sem ég stend þarna einn og bíð við bandið koma að tveir öryggisverðir og ganga til mín og spyrja hvort ég eigi nokkuð þessa tösku, ég horfði á þá og svo á töskuna og skimaði eftir frúnni sem hvergi sást og sagði hálf aumingjalegur – Jú, ég á hana og labbaði í burtu með hana heldur aumingjalegur og öryggisverðirnir brostu í kampinn á eftir mér.

Já skemmtileg saga og flott taska sem ég keypti.  Við keyptum eitthvað smotterí af skrani og uppgötvuðum svo þegar við komum heim að við hefum átt að kaupa meira af því til að gefa ungum stúlkum í gjafir og þess háttar.  Þá þurfti að fara að finna fleiri markaði sem við gerðum á þriðjudaginn.  Segi frá því seinna.

Já og svo keyptu Mirran og Þráinn sér rosalega flotta þyrlu sem er búið að vera erfitt að geta ekki notað hér því það er svo erfitt að fljúga henni hér innandyra því þá er svo mikil hætta að vængirnir fari í veggina.  Það er þó búið að vera að æfa sig örlítið og verð ég að segja það að Mirran mín hefur verið mjög varkár við þetta en sama get ég ekki sagt um pabba hennar sem er tvisvar búinn að fljúga þyrlunni utan í veggina.

Jæja við fórum svo á ströndina í Cabo Roig seinni partinn og áttum þar góða stund, þar var einn lítill skemmtilegur strákur sem vidi ólmur leika við Mirruna og helst fá að sprauta á hana vatni með vatnsbyssunni hennar.  Okkur fannst hann eitthvað afskiptur og vorum að pæla í því hvenig við gætum skellt honum í tösku og tekið með heim, því hann var svo æðislegur.

Mánudagur, Terra Mítica – Benedorm
Já sæll – við lögðum af stað um hádegið og keyrðum eftir gpsinu hans Magga sem er alveg að bjarga lífi okkar hérna úti því við erum áttavillta fjölskyldan.  Ég meina það ég er sú sem rata best. Og þeir sem þekkja mig vita að ég er áttavillt svo hafið það.

Aksturinn gekk mjög vel og gpsinn er greinilega stilltur þannig að hann forðist vegtolla og var það skondið að keyra út af veginum við vegtollinn og á næsta veg til hliðar og horfa yfir á tollhliðin. Við tókum eina ranga beygju út úr hringtorgi bara til að halda okkar standart og var það ekki nema 2 mín.  aukabíltúr fyrir okkur.  Við vorum komin að Terra Mítíca um kl. 13.45 og drifum okkur inní garðinn sem er algjört æði.  Ég hef aldrei komið inn í svona fallegan garð.  Svo snyrtilegt og skemmtileg þemu þarna í gangi.
Eina sem skyggði á daginn var 1 cm, en Mirran er 139 cm á hæð en það er 140 cm lámarkshæð í nokkur tæki sem hún gjarnan hefði viljað fara í.  Ég verð að viðurkenna að ég var bara fegin því sum þessara tækja eru svo rosaleg og eitt sem Þráinn fór í sem Mirrunni var vísað frá var þannig að hann var hálf fölur og skrítinn þegar hann kom út úr því.
En þarna voru fullt af flottum tækjum og ég fór í öll bátatækin en Þráinn í hin.  Mirran fór í öll tæki sem hún mátti fara í.  Eina sem var ekki í lagi á þessum degi var þessi blessaði veitingarstaður sem við fengum okkur að borða á og var svona sjálfsafgreiðslustaður (ég tek það fram að það voru flottar myndir af matnum í auglýsingunni uppá vegg) en það voru fljúgjandi flugur í hamborgaranum og æi þetta var eitthvað hálfömurlegt en kostaði fúlgu fjár.
En svo enduðum við daginn á siglingu um svæðið sem var æðisleg og ég held að þarna hafi ég loksins tekið einhverjar flottar myndir en það er ekkert til að mynda hér á þessu svæði – þori nú ekki að segja á Spáni öllum en hér er ekki margt myndrænt ekki í náttúrunni alla vega.

Frábær dagur samt í alla staði og gleymist seint.

Jæja, þá er komið að deginum í dag.  Hann var nú upphaflega óráðinn en það er búið að vera að trufa mig að við keyptum ekki nóg af ákeðnu glingri á markaðnum á sunnudaginn því hún Sara vinkona á afmæli þegar við komum heim og mér fannst allt í einu að við hefðum átt að kaupa hana henni ákveðinn hlut á markaðnum.  Svo við fórum að velta þessu fyrir okkur og ég var að pæla hvort við gætum ekki fundið einhvern markað hérna nálægt sem væri opinn á þriðjudögum og dreif mig út á internet kaffi hér á móti og fletti upp heimasíðu félags sumarhúsaeigenda á spáni en þar á allt að vera tiltekið.  Ég fann einhverja markaði og skrifaði niður og kíkti svo á fréttir að heiman en þar var ekkert sem skipti máli.  Dreif mig heim og byrjaði að prófa að skrifa inn á gpsinn nöfnin á þessum mörkuðum en það fann ekkert.  Ég var samt svo föst í einum þarna sem stóð að væri opinn seinnipartinn því klukkan var að verða 12 og flestir morgunmarkaðir loka um kl. tvö.  Svo fattaði ég hvað ég gæti slegið inní gps inn og þá fann hann strönd hér rétt hjá sem hét sama nafni, svo við stilltum tækið á hana og drifum okkur af stað.  Reyndar fórum við fyrst í allt múlíkt búðina hérna hinum megin við götuna til að kaupa – brjóstahaldara á mig, nærföt á Mirruna, klippur til að klippa kattarklær og síðast en ekki síst, flösku fyrir olíu handa Þráni en hann er búinn að fara búð úr búð á Íslandi til að finna svona flösku en ekki fundið nema þá svo pínulitlar.  En hér var hún til og kostaði bara 1,25 eur.

Drifum okkur svo á ströndina hinum megin þar sem markaðurinn er og fundum markaðinn, sem opnaði ekki fyrr en eftir kl. fimm og fórum því fyrst í sólbað og svo á markaðinn.  Þar var allt sama skranið til og bættum við í pyngjuna okkar svolitlu að glyngri og meira að segja Þráinn keypti sér tvö hálsmen,  hann er að breytast í kell……. segi ekki meir.
Reyndar sá Mirran á markaðunum allt í einu allt fullt af konum fyrir framan einn básinn og við fórum að skoða hvað væri svona merkilegt og viti menn þarna var skóútsala.  Huh, það var þá ……..

Þetta var krúttmarkaður og almennilegir sölumenn, ég rak augun í eina mussu þarna sem mér leist vel á og það er ekki við manninn mælt að sölumaðurinn klæddi mig bara í hana og úr henni aftur.  Þetta var í fyrsta sinn sem ókunnur maður klæðir mig í og úr úti á götu.  En auðvitað keypti ég mussuna annað var ekki hægt enda sagði gaurinn að ég væri bjútífúl og eins og ég segi svona eiga sölumenn að vera.  Svo er það bara mitt hvort ég standist þá eða ekki.

Jæja svo drifum við okkur heim eftir að hafa keypt bjór og fanta í ískápinn og elduðum hér góða svínasteik en það er síðasta eldaða kvöldmáltíðin okkar hér því á morgun ætlum við út að borða á Puccinis hér á móti.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

30. júní 2011

Heimferðardagurinn er runninn upp og það var skýjað þegar við vöknuðum, við ákváðum að taka því sem kveðju til okkar frá Spáni.

Í gær var bara legið á ströndinni, leigðum okkur hjólabát og ég var eini farþeginn með tvo skipstjóra.  Og þegar ég segi 2 skipstjóra þá meina ég það, feðginin eru stundum svo fyndin og lík og vilja bæði ráða og hvorugt gefa eftir og hvorugt þeirra er tilbúið að hlusta á hitt.  En ég sat bara aftaná og hugsaði um það eitt að þau létu ekki báta reka of langt út á haf.  Minnir að mér hafi nú þótt þetta skemmtilegra þegar ég var 18 ára en var ekki allt einmitt svo skemmtilegt þá.  Held að Mirrunni hafi nú þótt þetta mjög skemmtilegt.  Jæja það var legið meira í sólinni og Mirran kafaði og kafaði, því þarna á ströndinni er hægt að sjá fiskana með eigin augum og nánast veiða þá með höndunum.  Ég fór einmitt að velta því fyrir mér hvort hún myndi kannski fara að læra köfun einhvern daginn en það þarf þó ekki að vera og ekki munum við foreldrarnir ýta henni í það, nóg er áhættan að hafa hana stundum á hestbaki.

Jæja eftir góða strandferð var farið heim og sturtað sig og fengið sér smá hvítvín áður en haldið skyldi út að borða á Puccini´s.  Þetta er veitingarstaður beint á móti okkur og vorum við allan tímann búin að ákveða að fara þangað að borða áður en við færum heim.  Fengum mjög góðan mat öll sömul, hvítvín og ís í eftirrétt, bara ljúf og góð máltíð og virkilega skemmtilegir þjónar þarna.  Alltaf gaman þegar þjónarnir sýna kúnnanum áhuga.  Þráinn spurði einn þjóninn út í þetta ítalska á staðnum og hann svaraði því til að eins og er væri bara ein ítölsk stelpa að vinna hjá þeim en hún væri bara í fríi akkúrat núna, en annars væru þarna starfsmenn frá Ukrainu, Marakkó, Spáni, Englandi, Þýskalandi og ég man ekki hvort það var ekki eitthvað meira en alla vega þá er regnboginn allur að vinna þarna og gefur líklega staðnum þetta yndislega yfirbragð sem hann hefur.

Jæja við röltum einn hring um svæðið og fórum svo heim og horfðum á mynd en Þráinn var svo saddur og sæll og skellti sér á undan okkur stelpunum í rúmið.

Vöknuðum í morgun, ég kát og hress en þau feðgin ekki alveg eins þar sem þau sváfu eitthvað illa en ég mjög vel. Þessi íbúð sem við erum búin að vera í er mjög fín en eftir að vera búin að vera í henni í 2 vikur þá sér maður alveg að það vantar orðið að skipta út rúmunum hérna og stofusófanum, sem sagt öllum húsgögnum sem sofið er í.  En hún er mjög fín að öllu leiti og við lifum þetta vel af.  Sofum bara þegar við erum komin heim.

Í dag er planið að pakka niður, taka einn tennisleik við Mirruna (hún fann tennisspaða og bolta í gær) hérna niðri við sundlaug, þvo af rúmum og handklæði oþh. og hengja út á snúru, þrífa svo allt í kringum okkur og setjast svo niður og bíða eftir að rétti tíminn komi til að fara að drífa okkur út á flugvöll.

Hlökkum til að sjá alla heima
Ykkar Kristin Jóna

Ps. Verð að bæta við smá húmor sem við erum búin að hafa hérna úti gagnvart englendingunum sem búa hér í húsinu en það er sólbaðsaðstaða uppi á þaki og þegar við vorum nýkomin fór Þráinn upp að skoða aðstæður og þá var þar bresk kona sem hann fór að spyrja hvort þetta væri svona almenningsaðstaða eða hvað?
“No this is a private properties and if you want to take a sunbath here you have to bring your own”.  (lesist með ýkt  breskum hreim)

Svo í fyrradag þegar við komum heim á bílnum og erum að leggja honum ofaní bílageymslu þá kemur breskur karlmaður og segir okkur að við megum ekki keyra svona beint í bílastæðið okkar heldur verðum við að keyra eftir pílunum og keyra allan hringinn á bílageymslunni til að leggja í stæðið.    “Because there has been accident’s here”   (aftur ýktur breskur hreimur)

Við bara kinkuðum kolli því við vissum þarna að næst þegar við færum í bílinn væri þegar við færum heim svo við myndum aldrei keyra alla bílaeymsluna til að komast í stæðið okkar sem þá síðasta stæðið í geymslunni ef við förum hans leið en 3 stæðið til vinstri ef við förum okkar leið. “But you have go by the rules”  (lesist með ýkt breskum hreim).

Annað sem okkur finnst fyndið hér er að annar hver pöbb og önnur hver “alt muligt” búð eru breskar.  Er það þá þannig að bretinn getur ekki farið til útlanda nema það sé allt breskt í kringum hann?  Einkennilegt!  Við sem keyptum okkur spænska orðabót svo við gætum nú lært helstu orðin og Mirran er orðin ansi lúnkin við að skilja, þó ég sé eitthvað tregari en hún í þeim efnum, en ég les á öll skilti og er farin að skilja þau vel,  Til sölu, til leigu, múblubúðir út um allt og matvöruverslanir og þess háttar.  Þráinn hefur sig bara allan við aksturinn.  Það er víst nóg fyrir hann.

En það virðist vera rosalega ríkt í fólki að leita í eigin hefðir og uppruna í staðinn fyrir að vilja kynnast einhverju nýju þegar það fer til útlanda.

Annað sem við höfum líka tekið eftir er að hér eru 3 þjóðir að mestu.  Að sjálfsögðu spánverjar, bretar og danir.  Höfum reyndar alveg séð íslendinga (töluðum við eina fjölskyldu sem við hittum í dýragarðinum og svo aftur í Terra Mítica en annars látum við íslendingana alveg vera þó við heyrum okkur ylhýra á ströndinni).

Þá er best að standa upp og fara að gera eitthvað.
Bestu kveðjur heim
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

25.07.2011 20:38
jæja fríið er búið
og raunveruleikinn tekinn við.  Við fórum að vinna á miðvikudaginn í síðstu viku og ég verð nú að viðurkenna að ég hefði alveg getað verið lengur í fríi en það var líka fínt að koma í vinnu, allir farnir að sakna manns (eða ég held ég) og ég að sakna vinnufélaganna.  Þeir eru þó flestir í fríi og mjög rólegt í vinnunni, en það verður nú bara í þessari viku.  Það lifnar allt við í ágúst aftur.

Við erum nú búin að gera ýmislegt eftir að við komum heim frá Alicante.  Við fórum í bústaðinn í tvær vikur, máluðum stofuna og eldhúsið og breyttum alveg helling í íbúðinni.

Svo skruppum við Konný í frábæra ljósmynaferð um Snæfellsnesið og svo kórónuðum við þetta allt emð því að fara í hálendisferð á laugardaginn síðasta með Sigga stjúpa og Konný og Markúsi.

Vöknuðum fyrir kl. 6 og vorum lögð af stað úr Grafarvoginum kl. 7.

Fórum á Landmannalaugar, Eldgjá, Langasjó, Þakgil og Skóga.

Frábær ferð sem verður endurtekin fljótlega en auðvitað farið á aðra staði en nú erum við búin að finna skemmtilegan ferðamáta og hann er sem sagt að finna einhvern sem á jeppa, nennir að keyra á hálendið og vantar vini með sér, þá komum við Þráinn hlaupandi og já ekki má gleyma að þeir sem vilja sofa heima hjá sér en ekki tjalda einhvers staðar í kuldanum.

 

Ferðin okkar tók 15 klukkustundir allt í allt og var alveg frábært að koma þreyttur heim, sofna í sínu rúmi og geta dólað sér heima í heilan dag á eftir.  Okkur fannst við hafa fengið aukadag í helgina með þessu.

Ástrós Mirra varð bara eftir í afmælinu hennar Birtu og fékk að gista þar og Andri skutlaði henni svo til mömmu á laugardeginum þegar hún og Birta voru búnar að fara í bíó og skemmta sér saman þann daginn.

Svo beið hún bara hjá ömmu sinni þegar við komum í bæinn og var tilbúin að koma með okkur heim og lúlla í sínu rúmi líka.  Enda Nói kóngur búinn að vera einn heima allan þennan tíma og var hann ánægður að sjá okkur.

Nú eru nágrannarnir í neðra farin til Noregs (þeim fannst hálf skrítið að vera að fara þangað núna eftir allar hörmungarnar sem þar hafa dunið) en löngu ákveðin ferð auðvitað og við ætlum að sjá um að veita kisunum í neðra félagsskap og hreinsa frá þeim og mata þær.

Ástrós Mirra hefur ekki farið á neitt námskeið í sumar því við byrjuðum auðvitað á að fara í frí og svo ætluðum við að fara að skoða og panta fyrir hana en þá er bara ekki ætlast til að þú sért í vandræðum með barnið þitt í ágúst, bara í júní og júli.  Nánast engin námskeið í ágúst en við fundum þó eitt hjá Haukunum sem hún er að hugsa um að prófa, vonandi gengur það vel því hún hlýtur að verða leið að vera með mér í vinnunni of mikið, samt gengur það voða vel núna og hún situr eins og prinsessa á skrifborðinu hennar Jakobínu með tvo skjái, lyklaborð og mús og er að byggja upp heilan heim í SIMS.

En svo er það verslunarmannahelgin um næstu helgi og þá verður Gjábakki okkar viðverustaður og vonandi fáum við Ingu og Werner í mat – Búið að plana matseðilinn og allt.

En þangað til næst,
gangið hægt um gleðinnar dyr

Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

30.07.2011 17:13
Það rignir og rignir
Verslunarmannahelgin er runnin upp og ó mæ god, það rignir stanslaust.  Ekki vildi ég vera í eyjum núna, og mikið er ég fegin að við fjölskyldan getum öll hangið inni í sitthvorri tölvunni.  Jæja aðeins lítum upp úr þeim til að borða og þess háttar.  En svo er brenna í kvöld og ég er nú ekkert sérstaklega spennt fyrir því að standa úti í rigningunni bara til að sjá brennuna, oftast er þetta nefnilega meira svona að mingla við fólk en það virkar ekki þegar maður sér ekki út um hettuna vegna rigningarinnar.
En nú erum við búin að vera að vinna í tvær vikur eftir sumarfrí og það bara fínt enda ekkert sumar á  Íslandi til að bögga okkur.  Það eru einhverjir erfiðleikar í G&G og var Þráinn beðinn að taka á sig launalækkun og tveimur sagt upp störfum en við vonum að þetta sé bara timabundið.
Ástrós Mirra hefur ekkert farið á neitt námskeið þetta sumarið og mun líklegast ekki fara því hana langar bara alls ekki að fara og ég veit ekki hvort maður eigi nokkuð að vera að pína hana til þess.  Það er ekki nema vika þar til Sara vinkona kemur frá Noregi þá geta þær verið að bardúsa eitthvað saman á daginn en í millitíðinni erum við með þannig prógram að ég fer í vinnu kl. 7.30 og Ástrós Mirra sefur út og kemur svo með strætó seinna um morguninn, þá bæði fær hún smá útiveru í strætó og er ekki að eyða eins löngum tíma hjá mér í vinnunni en hún er sko alls ekki að þvælast fyrir neinum þar, situr bara eins og kóngur við skrifborð með tvo skjái, lyklaborð og mús og er að byggja sína veröld í SIMS. Ég er eiginlega að sjá það að við höfum alltaf verið að ýta henni svo mikið út og að hún eigi að leika meira við aðra krakka oþh. en svo sé ég það núna eftir þetta sumar þar sem hún er nánast bara búin að vera með okkur að hún er miklu rólegri og í meira jafnvægi en oft áður. Svo líklega er hún bara þannig stelpa sem þarf að vera oft ein og jafnvel með okkur og svo bara stundum með öðrum krökkum.
Vonandi verður það þá þannig að hún muni vilja vera með okkur í bústaðnum um helgar þegar hún kemst á unglingsárin.  Það er ekkert endilega neikvætt að vera ekki alltaf á fullu í öllu og með haug af krökkum á eftir sér.
Nú langar mig svo rosalega í nýja linsu sem kölluð er Lensbaby og ég er alveg dolfallin af myndum sem teknar eru með svoleiðis linsu af td. henni Döllu sem er frábær ljosmyndari og ég er að fylgjast svolítið með á google + sem ég er líka algjörlega að fýla í tætlur.  Held að það komi til með að sameina skype, msn, facebook, flickr og twitter.  Svo ef ég ætti hlutabréf í facebook þá myndi ég selja núna.  Ekki spurning.
Jæja þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

18.09.2011 19:07
Haustið er komið
Ok, orðið langt síðan síðast og eftir nánari skoðun þá var það um verslunarmannahelgina.   Það hefur nú ýmislegt á daga okkar drifið síðan þá, spurning hvar eigi að byrja. Skólinn byrjaður hjá Mirrunni Hún fór ríðandi í réttirnar í gær með Magga á Árbakka Hún hætti við að fara í HipHop dans mér til mikilla vonbrigða Ég er alltaf að taka myndir, sá áhugi minnkar ekki Við hjónin erum að föndra við að búa til frumlega myndaramma til að selja því ekki veitir af að fá aukapening í budduna sem skýrist í næsta atriði Gluggar og Garðhús ákváðu að segja besta manninum sínum upp svo Þráinn er að leita að nýrri vinnu ef þið þarna úti vitið um eitthvað spennandi handa honum Við keyptum okkur hlaupabretti og stefnum á að hreyfa okkur talsvert meira en áður þrátt fyrir haushvelli eins og er í dag Við erum búin að ganga frá bústaðnum fyrir veturinn, sem þýðir að það er komið haust Við fórum öll í réttir í gær, frábært í alla staði Við vorum með geggjað matarboð hér um síðustu helgi með Hawaiiþema – allt skreytt og góður matur og skemmtilegt fólk. Addi og Anna Sif náðu því að verða 85 ára og héldu heljarinnar veislu já ætli þetta séu ekki helstu atriðin sem standa uppúr á þessum rúma mánuði sem liðinn er síðan síðast, nei bíddu ég gleymdi Obama er að fetta fingur út í hvalveiðar íslendinga, en mín skoðun er sú að við þurfum að viðhalda hringrásinni og ef við veiðum ekki nokkra hvali þá éta þeir bara allan fiskinn okkar svo…….  Heyrðu jú fleira er á döfinni, Fúsi froskagleypir er að fara aftur á fjalirnar og nú verður bara einn úr þessari fjölskyldu sem tekur þátt en það er Mirran í hlutverki Werners hunds.  Þráinn þorir ekki að taka að sér hlutverk þar sem hann veit ekkert hvar hann verður að vinna og hvort hann geti þá farið frá til að leika svo Lárus ætlar að skella sér í hlutverkið hans.  Það eru fleiri spennandi breytingar á döfinni hjá þeim líka svo ég mun mæla með að þeir sem sáu fyrr sýninguna ættu bara að skella sér aftur á Fúsa froskagleypi. Jæja gott í bili  Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

19.11.2011 19:18
Þráinn í Noregi
jæja, ætli það sé ekki kominn tími á smá skrif.  Ýmislegt hefur nú gerst síðan síðast og helstið er að Þráinn er farinn til Noregs að vinna og við mæðgur sitjum hér og söknum hans helling alla daga. Ástæðan fyrir því að að hann fór út til Noregs að vinna er að honum var sagt upp hjá Gluggum og Garðhúsum af því að hann vildi ekki leyfa eigandum að brjóta á rétti sínum. Það er víst dálítið misjafnt hvað okkur finnst mikilvægt í lífinu og þar sem Eigandanum fannst Þráinn vera vælukjói og bara grenjandi yfir engu (sem þó voru launin hans til að framfleyta fjölskyldunni sinni) þó það væri hann sem svæfi ekki yfir áhyggjum af því hvernig fyrirtækinu mynda reiða af.  Það hefði trúlega reddað því að lækka launin hans Þráins um 500 krónur á tímann.  Líklega bara þröngsýni í okkur að sjá það ekki.  Á sama tíma keypti Eigandinn sér nýjan 8 milljón króna jeppa og er með dætur sínar á launaskrá án þess að .þær mæti í vinnu.  Einnig á hann sjálfur húsnæðið sem leigir Gluggum og Garðhúsum það og þar var víst 10 milljón króna hagnaður á sama tíma og G&G var rekið með 10 milljón króna tapi.  Skiptir greinilega máli hvort peningurinn sé í hægri eða vinstri hendinni.  En allavega þá skiljum við þetta ekki og erum ekki tilbúin að láta fara illa með okkur á vinnustað. Svo þegar við sáum að launin hjá smiðum hér heima eru ekki meiri en 300.000 kr. á mánuði og lítið um vinnu að hafa lika, þá ákvað Þráinn að kíkja yfir hafið og athuga hvort það væri ekki bara hægt að fá vinnu í Noregi og upplifa ævintýri í leiðinni. En auðvitað er þetta ekkert auðvelt og setur smá strik í reikninginn hvað það er dýrt að lifa í Noregi og hvað flugið á milli er ofboðslega dýrt.  En það eru nú góðar fréttir í þeim efnum því Norwegian er að fara að fljúga á milli fyrir 8þús kr. íslenskar en við erum að kaupa flug í dag fram og til baka á 110.000 svo það munar aldeildis. En það er vel hugsað um hann þarna, lifir samt pínu ennþá eins og á verbúð en á von með að flytja í aðra íbúð og þar ætti það að vera heimilislegra. Við erum voða ánægð með Skype og tölum saman jafnvel tvisvar á dag en það gengi ekki ef við þyrftum að borga fyrir það.  Svo er svo gott að sjá kallinn líka ekki bara tala.  Sjá brosið og hvort hann hafi nú rakað sig eða ekki.  🙂 Ástrós Mirra er orðin 11 ára gömul og var haldið uppá afmælið hennar í síðustu viku (án pabbans).  Höfðum við bara kósý afmæli með kjúklingasúpu og pylsum og ís í eftirrétt á laugardaginn sl. og svo var bekkjarafmælið á mánudaginn 14. nóv. og þá skelltum við okkur í keilu og snæddum pizzur hér heima á eftir. Æðisleg 2 afmæli og við slógum botninn úr tunnunni með því að kaupa nýja tölvu hada skvisunni en hún var búin að safna sér 85.000 kr. og við bættum við það jólagjöfinni frá okkur svo hún keypti sér nýja tölvu á 95.000, fékk lánaðan skjá frá Klöru Hrönn og við áttum lyklaborð og mús en þá uppgötvuðum við að það vantaði netið og það kostaði nú alveg 12.900 að fá það í viðbót en þá held ég nú að hún sé farin að keyra leiki á rosalegu tryllitæki. Stelpan er tölvunörd eins og mamma sín. Oddgeir heitinn Kristjánsson hefði orðið 100 ára þann16. nóvember sl. og í tilefni af því voru tónleikar í Hörpunni þar sem lögin hans voru spiluð undir stjórn Þorvaldar Bjarna.  Ég var búin að kaupa miða og stóð allt í einu frammi fyrir því að þurfa að leita mér að vini.  Ég byrjaði nú á að bjóða mömmu með mér en hún var svo lasin að hún treysti sér ekki svo ég bauð Hugrúnu vinkonu og fórum við út af borða á undan og reyndum að tala um allt sem hefur gerst síðan við hittumst síðast sem er allt of langt síðan.  Áttum við vinkonurnar frábæra kvöldstund saman og voru tónleikarnir æðislegir og Harpan er Stórkostlegt hús.  Var reyndar pínu auðvelt að villast þarna en þetta gekk upp á endanum. Nú svo er liklega síðasta sýningarhelgi á Fúsa Froskagleypi núna og eru krakkarnir orðnir ansi þreyttir á þessu enda 25 sýningar búnar og bara núna eftir sumarfrí eru þær orðnar 15 og aldrei frí um helgar sem getur orðið þreytandi þegar maður er kannski bara 11 eða 12 ára.  Eins er leikritið komið út á dvd diski sem er voða gaman. Þetta er búið að vera mikið ævintýraár í leikfélagi Hafnarfjarðar og má Þráinn eiga allan heiðurinn af því, Leikfélagið er á þessum stað í dag vegna þrjósku hans og dugnaðar. Nú eru jólin að nálgast að þá verður allt kreisí í myndatökunum en ég ætla að reyna að sleppa við að mynda um helgar í desember, því við eigum auðvitað að njóta aðventunnar saman fjölskyldan.  Og já Þráinn kemur í frí þann 16. desember og verður til 3. janúar hjá okkur.  Svo líklega förum við í heimsókn til hans 28. feb. í vetrarfríinu hennar Ástrósar og það verður gaman að fá að skoða staðinn sem hann býr á núna. Jæja gott fólk, þangað til næst. Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

09.12.2011 09:41
Óvenjulegur tími
Ég veit ekki hvort það hefur eitthvað með það að gera að Þráinn er í Noregi en ég er búin að vera frá vinnu 2,5 dag í desember, fyrst út af magapínu og svo núna út af bakinu á mér.  Bara aldrei fengið svona slæman mjaðma- læris- hnáverk.  Þó stundum fengið svona verk en ekki þannig að ég hafi þurft að gleypa 800 mg af ibufen til að það slái á verkinn.  En ég er þó skárri og það er gott.  Ætla samt að vera heima í dag og hvíla bakið og fara svo á göngubrettið um helgina til að fara að styrkja það líka.  Þetta gæti verið bakslag frá því að ég labbaði um allt og tók strætó áður en Þráinn fór út en núna sit ég í bíl eða við skrifborð.

Jæja jólin á næsta leiti og ég langt komin með jólagjafirnar og bara búin að njóta þess að kaupa þessar gjafir núna.  Ekki eins mikið stress og oft áður.  Samt er búið að vera kreisí að gera í myndatökunum en nú er ég komin í jólafrí í þeim efnum nema ein stúdentamyndataka fyrir góða vini.

jæja þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

10.12.2011 18:09
Öryggismál
Fann vel fyrir grasekkjunni í mér í dag.

Er að fara að sækja Mirruna niður í Ljósheima og smá snjóbylur kominn í Hafnarfirði þegar ég uppgötva að rúðuþurrkurnar virka ekki.  Ég ákveð að það borgi sig ekki að keyra í bil og engar þurrkur.  Sný við heim en uppgötva þá að veðrið virðist vera að ganga niður svo ég ákveð aftur að fara niður í Ljósheima og þegar ég er komin til móts við N1 í Hafnarfirði þá er aftur kominn éljagangur og engar rúðuþurrkur svo ég ákveð að á N1 hljóti að vera karlmenn sem geti aðstoðað mig við að athuga hvort það sé farið öryggi hjá mér en Nei, starfsmaðurinn þar benti mér að fara á smurstöð en þær eru ekki opnar á laugardögum svo ég aftur út í bíl og andskotinn ég get ekki verið rúðuþurrkulaus í einhvern tíma og hringi bara til Norge í Eiginmanninn sem hafði bara ekki hugmynd um hvað öryggin væru í bílnum.
Já nú voru góð ráð dýr …. eða ekki.

Grasekkjan fór í hanskahólfið og sótt helv. manualinn og fór að lesa sér til.  Fann hvar öryggin eru og fann út hvaða öryggi var farið, ákvað að gera þetta einfalt og rífa út öryggið fyrir útvarpið því það er alveg hægt að keyra í kafaldsbyl með ekkert útvarp og skipti um öryggi og viti menn (og konur) þurrkurnar í gang.  Svo ég keyri niður í Ljósheima, sæki Mirruna og við í Elko að sendast fyrir Konný systur.  Þá allt í einu eru þurrkurnar aftur dottnar úr sambandi og kominn kafaldsbylur aftur.
Nú hvað átti ég þá að rífa úr sambandi?  Humm – airbags þarf ekki að hafa farþegamegin ef enginn er farþeginn nema dóttirin í aftursætinu svo enn var rifið úr öryggi og skipt um.

Við komumst heim og á morgun verð ég að finna út hvar getur maður keypt öryggi svo ég geti sett ný í staðinn fyrir þessu ónýtu og síðan er það seinni tíma vandamál (Þráinn kemur nú heim á föstudaginn) að finna út af hverju rúðupissið drepur öll öryggi hjá okkur.

Þangað til næst
Ykkar Kristín Jóna
Grasekkjan á Völlunum.
Skrifað af Kristínu Jónu

12.12.2011 18:16
Skammdegis…….
þunglyndi eða alla vega leiði.

Já það er einhver leiði í mér þessa dagana, veit ekki hvort það tengist því að nú er komið á sjöttu viku síðan Þráinn fór til Noregs eða hvort það er bara af því að það er ekkert að gera í vinnunni hjá mér og mér bara dauðleiðist þar þessa dagana.  Fékk þó í dag að hjálpa stelpunum í mótttökunni að pakka inn gjöfum fyrir jólamorgunverðarfundinn sem er á GrandHotel á morgun.
Já og það er annað, langar svo sem ekkert sérstaklega á þennan fund, nenni ekki að fara í spariföt og labba um og tjatta og brosa framan í kúnna.  Humm, þarf ég að blása á mér hárið og kannski mála mig líka, nei er ekki að nenna því svo líklega er ég bara pínu þunglynd þessa dagana og vona að það lagist með heimkomu Þráins, veit að hann mun alla vega knúsa mig og reyna að hressa mig við, hann hefur alltaf getað það.

Væri til í að búa einhver staðar þar sem bara væri íslenskt sumar allan ársins hring, þ.e bjart og milt veður.  Þoli ekki þetta myrkur, kemst ekki út að mynda nema um helgar ef ég er ekki að fara að gera eitthvað annað þá.  Ömurlegt myrkur og leiðindi.  En ég ætla að ná þessu úr mér en bara ekki alveg strax því ég nenni því ekki.  Nenni ekki að reyna……
Nenni ekki neinu þessa dagana, nenni ekki einu sinni á fésið því þar er allt svo eitthvað ódýrt og enginn að gera neitt merkilegt.

Jæja ok, eftir því sem ég skrifa meira fatta ég þetta þunglyndi og lofa ykkur að ég næ því úr mér ef ég nenni.

þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

25.12.2011 08:01
Gleðileg jól
Jæja þá er jólahátíðin gengin í garð og ég sit hér ein á jóladagsmorgun og hlusta á KK og Ellen fara svo ljúft með jólalögin, með kaffibolla mér við hlið og hugsa um yndislegt kvöld í gær og allar fallegu gjafirnar sem við fengum
Besta gjöfin mín er þó lítill jólasveinn sem keyptur var í Noregi og er með skegg niður á mitti.  Þráinn minn líka kominn með skegg eins og ég vil hafa hann og ég held hann sé að fatta þetta jólasveinadæmi.

Það voru óvenjumargir pakkar hér í gær og aldrei slíku vant átti heimasætan þá ekki alla.  Ég held það séu mörg ár síðan ég hef fengið svona marga pakka og hvern annan flottari.
Ég fékk til dæmis bæði Arnald og Yrsu og það þýðir að þetta verða yndisleg jól, fékk líka jóladisk og get spilað ljúfa tónlist meðan ég er að lesa spennubækurnar.  Einnig fékk ég jólaskraut, tertubakka og spaða, handklæðasett, kerti og jólaskraut.  Svo fékk sérstaka vinagjöf frá elsku Maddý, uppáhaldsilmvatnið mitt, krem og sápu.  Þráinn fékk bol, Top Gear syrpu og bók fyrir utan það sem við fengum saman.
Svo keyptum við hjónin okkur nýjar dýnur í rúmið okkar sem koma á milli jóla og nýjárs
Ástrós Mirra fékk fullt af æðislegum fötum, eitthvað af skartgripum, 2 bækur, mjög sérstakt tré með hreindýrum til að hengja skartgripi á, snyrtivörur, töff eyrnaskjól með headsetti í og ábyggilega margt fleira sem ég man ekki akkúrat núna.
Við mæðgur fórum einmitt saman uppí rúm í gærkvöldi að lesa, mjög kósí hjá okkur.
Í dag verður slakað á, þangað til við förum seinnipartinn og hittum mína fjölskyldu heima hjá Aron bróður og á morgun verðum við með jólaboðið fyrir Þráins fjölskyldu.  Þetta verða án efa góðir dagar við birtu, ljós og yl jólanna í góðum félagsskap.
Hér er smá sýnishorn af jólunum okkur, já Kristín Jóna tók nokkrar myndir á aðfangadag.  Kannski hún geri bara meira af þessu núna um hátíðarnar, því þá eru allir svo sætir og fínir.
Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna.
Gleðileg jól
Skrifað af Kristínu Jónu

26.12.2011 19:45
Annar í jólum
Jæja sit og hlusta og horfi á Palla og Sinfó, næs endir á jólahelginni.
Fengum hérna fína gesti í dag, fjölskylduna hans Þráins og voru allir eitthvað svo rólegir og skemmtilegir.  Yfirdrifið nægur matur, spurning að vera með næst bara sild, lax, skinku og súpu og sleppa hangikjetinu því það var nærri allt eftir, enda þau hin á leið í annað boð eftir okkar.
Í gær vorum við hjá Aron bróður og var það æðislegt, gott að hitta mitt fólk og góður matur.  Krakkarnir fóru meira að segja út að leika sér, það gerist nú ekki oft.

En ég var ekki með myndavél í gær en við (aðallega þó Þráinn) tókum nokkrar myndir í dag og þessar sýna svolítið hvernig dagurinn var.

 

 

 

 

 

 

 
Skrifað af Kristínu Jónu

1.12.2011 09:32
Áramótin 2011-2012

Jæja, þá eru áramótin að renna upp og þá er góður siður að líta yfir farinn veg, eða árið sem er að líða og einhvern veginn finnst mér ekkert geta sagt sérstakt um þetta ár, þetta var ekki gott ár.  Ég hef fundið fyrir svo mikilli andlegri þreytu vegna alls þessa leiðinda stjórnmála en samt eru margir frábærir hlutir sem gerðust.
Við fórum til útlanda fjölskyldan en það höfðum við ekki gert í mörg ár.  Fín ferð en ekkert sérstakt situr eftir.
Þráinn náði að hífa leikfélagið upp úr lægstu lægðum og nú er það aftur komið á blað með öðrum áhugaleikfélögum og jafnvel meira en það því Fúsi Froskagleypir setti met bæði í aðsókna á sýningum og eins virðist DVD diskurinn vera að rúlla feitt.  Heyri úr öllum hornum að krakkar hafi verið að horfa á hann eða horfi á hann daglega svo það eru auðvitað frábærar fréttir líka.  Þráinn minn formaðurinn lét líka stórt hlutverg í fyrri uppsetningunni á leikritinu og svo lét Ástrós Mirra stórt hlutverk í báðum uppfærslunum og þau eru bæði sem sagt í sýningunni sem var tekin uppá DVD.  En þetta sýningarferli tók á því auðvitað er það erfitt sérstaklega fyrir börn að eiga ekki helgarfrí í nærri hálft ár.  Þannig að þegar síðasta sýning var þá voru svona blendnar tilfinningar sem bærðust um í minni fjölskyldu.
Ég seldi nokkrar myndir til notkunar í markaðs- og kynningarefni og var það mjög ánægjulegt.  Ég var líka fengin til að taka starfsmannamyndir af starfsfólki Maritech eftir að myndirnar frá ljósmyndaranum sem kom að taka þær floppuðu (enda gaf hann hverjum og einum 2 mín í tökur og það dugir bara ekki fyrir flesta)  Hann er samt góður ljósmyndari þessi strákur, ég hef séð frábærar myndir eftir hann en þetta var greinilega ekki hans sérgrein, þe. fólk.
Já og við fórum tvisvar í hálendisferðir með Sigga stjúpa, sem voru æðislegar, við eigum nefnilega ekki bíl sem gengur þangað og frábært að fá ferð með honum, og líklega frábært fyrir hann að fá félagsskap af okkur. Konný og Markús komu með í aðra ferðina og svo fórum við Konný líka saman tvær í hringferð um Snæfellsnesið og það var æðisleg ferð líka.  Ég er sko búin að uppgötva nýjan ferðamáta hér á Íslandi og er það að vakna eldsnemma og fara og stað fyrir kl. 7 á morgnanna og ferðast allan daginn og koma kannski heim um og eftir miðnætti og hafa þar með fengið út úr ferðalaginu tveggja daga túr á einum degi og eiga svo hinn daginn á helginni heima í afslöppun og kósíheitum.  Miklu frekar en að vera að þvælast með tjald og eyða hálfum degi í að finna tjaldstæði, tjalda og allt það vesen.  Ætla að gera meira af þessu í framtíðinni, hver sem hún verður.
Ég fór líka á ljósmyndanámskeið hjá Gassa sem var ofboðslega skemmtilegt og við systur erum að spá í að reyna að fara á námskeið  í lightroom vinnslu hjá öðrum ljósmyndara á næsta ári, vonandi gengur það eftir.  Annars höldum við áfram sjálsnáminu sem er alveg að skila sínu líka.
Aðrir sigrar á árinu eru talsvert minni, en auðvitað eru þeir margir.  Það var oft mjög gaman að fá að leika bestu frænku í heimi með Ríkharði ljónshjarta og sjarmatrölli.  Það er líka búið að vera æðislegt að fylgjast með hinu sjarmatröllinu sem fæddist á árinu og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.  Eins hafa öll systkinabörnin verið að gera frábæra hluti í námi og áhugamálum þó þau lendi ekki á síðum dagblaða og þess háttar.  Allt frábærir krakkar í okkar fjölskyldum og gott fólk.
En það skyggir óneitanlega mikið á að Þráni var sagt upp vinnunni og það varð leiðindamál og hann endaði á að sækja sér vinnu í Noregi.  Sem aftur á móti þýðir að kannski verða stórbreytingar á okkar högum á næsta ári, hver veit.  Ég er alla vega ekki tilbúin í annað ár eins og það síðasta og þá er ég að meina þjóðfélagslega.  Ég er orðin svo þreytt á allri þessari neikvæðni sem ríkir á Íslandi, allri þessari græðgi sem líka virðist vera að tröllríða öllum.  Öllum þessum óheiðarleika sem hefur viðgengist og allt of mörgum finnst allt í lagi af því að það er kannski á gráu svæði, en ekki endilega hreinn glæpur.  Mig langar í bjartsýni, von og gleði.  Ég þurfti að hlusta á lagið hans Rúna Júl í flutningi Palla nánast daglega til að geta verið í góðu skapi og ég þurfti á tímabili að hætta að horfa á fréttir því ég varð bara þunglynd af því.  Ég er nefnilega ein af þeim sem á það til og þarf alltaf að vera vakandi og passa mig á að lenda ekki í aðstæðum sem draga mig niður.
En Þráinn er sem sagt farinn að vinna í Noregi í bæ sem heitir Mandal og er sunnarlega, með baðstrendur, fallegt landslag og skóga.  Honum líkar vel þarna So far, er bara búinn að vera í 5 vikur, sem mér fannst nú alveg vera á við 7.  Saknaði hans mikið og var pínu einmana, þá get ég alveg ímyndað mér hvernig honum hafi liðið.  Samt er hann alltaf kátur og  finnst þetta bara vera tækifæri sem honum hlotnaðist.  Ég get svo sem alveg verið sammála því og ef okkur Ástrós Mirru líst vel á þennan stað þegar við förum að heimsækja hann í lok febrúar, þá tökum við ákvörðun upp frá því um flutning.  En það verður þá gerð prufa til eins árs og framtíðin skoðuð út frá því.  Að mörgu leiti finnst mér þetta mjög spennandi, en að mörgu leiti óskaplega stórt skref og mikið sem þarf að hugsa um áður en hægt sé að taka það.
En einhvern veginn virðist okkur ætlað að breyta til á 15 ára fresti því við kynntumst eins og flestir vita 1982 í Eyjum.  1996 flutti Þráinn á undan mér uppá land, ég kom 4 mánuðum seinna og við hreiðruðum um okkur í Hafnarfirðinum.  Núna 2011 er hann fluttur til Noregs að vinna og þá er þetta spurning hvort við mæðgur förum á eftir honum nokkrum mánuðum seinna.  Það kemur í ljós í mars á næsta ári hvað við gerum.  En ef við flytjum þá gerum við það næsta sumar, notum þá sumarfríið til að koma okkur fyrir og kynnast aðstæðum.  Það verður auðvitað ekki auðvelt fyrir Ástrós Mirru að byrja í skóla í nýju landi en krakkar hafa ótrúlega mikla aðlögunarhæfileika og hún er spennt fyrir þessum breytingum sem hjálpar til.  Það væri verra ef hún væri ósátt, ég er ekki viss um að við værum neitt að skoða þennan möguleika þá.
En allavega gott fólk, árið 2012 rennur upp á morgun og ég vona svo sannarlega að það verði gott ár, fyrir okkur öll.
Ætla að enda þetta með því að deila með ykkur uppáhaldsmáltækjunum mínum sem mér finnst svo ótrúlega oft eiga við.

Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Þetta sannaðist vel hjá mér núna, þegar Þráinn var farinn til Noregs og ég þurfti bókstaflega að sjá um allt, og gera allt sjálf og fattaði bara hvað hann er frábær, sætur og góður eiginmaður.

Enginn veit sýna framtíð fyrr en öll er
Þetta spakmæli á við núna, þegar manni sýnist að það geti orðið breytingar á okkar högum, það veit enginn alla framtíðina fyrr en henni er lokið, það er nokkuð ljóst.

Lífið er bara eitt leikrit, það er bara spurning í hvaða hlutverk við förum í miðað við aðstæður
Þetta er heimatilbúið spakmæli, því einn góður vinnufélagi minn sagði þetta einu sinni við mig og ég hef viljað halda þessari setningu uppi, málið er nefnilega að það fer alveg eftir því við hvern þú talar í hvaða hlutverki þú ert.  Ef ég tala við viðskiptavin sem er uppáklæddur í dragt og háa hæla, þá fer ég í allt ananð hlutverk en ég er í þegar ég tala við konu sem er með mér í ljósmyndaklúbbnum og stendur fyrir framan mig ómáluð klædd í hlý föt og með góða myndavél og tilbúin að framkvæma listaverk á vélina sína.  Ég finn reyndar svo oft fyrir því að ég geti sjaldnar og sjaldnar verið ég sjálf, nema kannski í ljósmynduninni og heima hjá mér.  Það eru gerðar allt of miklar kröfur í okkar þjóðfélagi um að við séum svona og svona og ekki nóg þol hjá okkur að taka fólki eins og það er.  Og nú hljómar Palli aftur í hausnum í mér því hann söng líka annað lag, sem segir Ég er það sem Ég er.  Frábært lag, frábær orð.

Sá sem spyr er bjáni í bili, en sá sem spyr aldrei verður alltaf bjáni
Þetta er bara uppáhalds.  Heyrði það fyrst á Raufarhöfn þegar við Þráinn fórum þangað í brúðkaupsferð að leika í bíómynd.  Hef oft hugsað um það sérstaklega þegar ég er á námskeiðum og virðist oft vera eina manneskjan sem skilur ekki hlutina.  Er allavega eina manneskjan sem spyr oft á tíðum og oft hef ég komist að því eftirá að hinir skyldu ekki neitt en þorðu ekki að spyrja.  Gott spakmæli og skýrir sig algjörlega sjálft.
Lífið er gáta, lausnin er aftaná.
Þetta er líka búið að uppáhaldsspakmæli lengi og segir sig sjálft.

Jæja gott fólk þá fer þessu síðasta bloggi ársins og ljúka og ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og bið ykkur að ganga hægt um gleðinnar dyr og fara varlega með flugeldana.
Notið gleraugun, líka fullorðnir.

Ykkar
Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.