Blogg frá 1.1.2014-06.04.2015

Blogg frá 1.1.2014-06.04.2015

  • 06.04.2015

    Páskafjör

    Einhvern veginn finnst mér páskarnir svo æðislegir, sérstaklega þar sem nú er til dæmis komið vor og það var alltaf komið vor þá í æskuminningunni en ég held reyndar að ég rugli í minningunni góðum sumardegi og afmælisdeginum mínum sem mig minnir alltaf að hafi verið baðaður sól og góðu veðri.  Kannski var það bara góðar tilfinningar sem orsaka þessar minningar en alla vega bý ég nú á þannig stað að það er komið vor og við erum búin að sitja úti í sólinni og njóta og prjóna og hitta góða vini og þetta nær sko hámarki í dag þegar við fyllum húsið af gestum til að gæða sér á kalkún ala Þráinn og góðum félagsskap.

    Við hjónin vinnum ekkert mikið saman í eldhúsinu þó eldum bæði og það allt, heldur verður þetta einhvern veginn alltaf verkaskipt.  Ég er sem sagt búin að gera fyllinguna í kalkúninn og salatið og klára þetta, þríf og tek til eftir mig og þá kemur hann inn og fer að dedua við kalkúninn og verður í því næstu tímana, svo fæ ég að koma aftur inn og gera kartöflumús og sósu og þá verður maturinn til.  Og málið er að þetta er svo þægilegt, hjálpumst að án þess að þvælast fyrir hvort öðru í eldhúsinu.

    Við erum ekkert mikið páskaleg í dag, veit ekkert hvar og hvort páskaskrautið okkar sé í einhverjum kassa í geymslunni eða hvort við yfirhöfuð eigum eitthvað páskaskraut í dag, en það eru gul blóm úti og við látum það duga, ég myndi fara í gulan kjól ef ég ætti en ég get nú farið í gula sokka til að redda málunum.  Við erum búin að hafa það dásamlegt síðustu daga eins og ég sagði áðan, sitja úti og njóta og hitta góða vini, fara í bíltúr og göngutúra.  Við fórum að skoða strönd í gær sem heitir Langaströnd og er svolítið íslensk með skeljum og þara og þangað á ég eftir að rölta með Erro einhvern daginn og dóla okkur og njóta.  En við vorum nú að skoða þessa strönd því ég er að fara mynda brúðhjón þar í mai og var að skoða aðstæður.  Yndislegur staður og ég rétt að uppgötva hann eftir tæpa þriggja ára búsetu í Mandal.

    Eiginmaðurinn og starfsmaður á plani hjá Mirra Photography kom að sjálfsögðu með í gær svo ég gæti prófað að mynda manneskju á þessari strönd, en ég var nú ekkert með allar græjur því þetta var bara fyrsta skoðun, ég er að hugsa um að dobbla Julie vinkonu mína að koma þangað með mér í fyrirsætustörf svo ég verði með þennan stað alveg á hreinu.

    Við erum nú að hugsa um að fara aftur þangað á morgun og hjóla og þá ætla ég að hafa macrolinsu með mér og mynda fjöruna.

    Lífið er eitthvað svo dásamlegt þegar sólin skín og maður getur farið úr úlpunni.  Ég er sko enginn sólardýrkandi en ég dýrka hlýindi og góð veður, það þarf sko ekkert að vera glampandi sól og oft bara betra án hennar.

    En ég ætlaði líka að segja ykkur frá einkennilegum draumamorgni hjá mér, en sem sagt kötturinn vakti okkur kl. 7 eins og hann gerir svo oft og klórar í svefnherbergishurðina því hann vill fara út eða fá að borða eða bara fá smá klapp, honum finnst nóttin hafa verið nógu löng á þessum tíma.  En við erum auðvitað smávegis að snúa sólarhringnum við og ekki tilbúin að fara á fætur kl. 7 og látum sem við heyrum ekki í honum og viti menn ég sofna aftur í morgun sem er ekki algent og mig fer að dreyma og auðvitað bara tóma vitleysu en einhvern veginn voru þetta 3 draumar en allir svona stórslysadraumar eða þannig.

    Fyrst var það þannig að ég var greinilega unglingur í skóla og tók strætó í skólann og náði að týna nýja dýra símanum mínum og draumurinn er um það að ég fer fram og til baka að leita símans og finn ekki.

    Næst er ég fullorðin með Konný í ljósmyndatúr og næ að missa myndavélina mína og skemma hana smá en þó ekki þannig að ég geti ekki tekið myndir á hana, ég fer svo eitthvað frá Konný að leita að einhverju sem hafði dottið og týnst þegar ég missti myndavélina og þá sé ég svifflugvél koma og hrapa í sjóinn (þá er það allt í einu Kársnesið eða hvað sá fjörður er kallaður en ég er Nauthólsmegin) og ég er að hugsa hvort ég eigi að henda mér útí til að sækja flugmanninn þegar hann kemur syndandi og ég hjálpa honum á land og svo kemur einhver þar að sem þekkir hann og tekur hann að sér, svo ég held áfram til Konnýjar og við förum svo í bílinn hennar og erum að keyra þarna í sveitinni eiginlega bara úti í móa og keyrum að öðrum jeppa sem er að leggja af stað með opið skottið og svaka stór og flott myndavél með risalinsu stendur uppí skottinu á þrífæti og þegar bíllinn þeysist af stað skutlast þetta auðvitað út og smallast þarna í sveitinni.  Þetta voru þá ljósmyndarar sem voru þarna á ferð og vélin gjörsamlega ónýt.  Þeir tóku það ekki eins nærri sér og ég en við fórum að hjálpa þeim að týna allt brakið úr vélinni og safna saman  og svo vakna ég.

    Skrítnir draumar og hvað ætli það þýði að dreyma svona alls konar stórslys á tækjum og tólum en sem betur fer ekki manneskjum?

    Jæja kæru vinir, eigiði yndislega páska og njótið samveru við vini og fjölskyldur og endilega njótið þess að fá fullt af málsháttum því við fáum enga eða alla vega verða þeir þá heimatilbúnir.

    Ykkar Kristín Jóna

    08.04.2015

    Blog of the day

    texti og svo mynd

    08.04.2015

    Teenager…

    Jeg elsker a ta bilder av teenager.  Det er ikke så ofte som jeg har gutter men jentene som kommer er så vakker.

    Så pruver jeg mere.

    08.04.2015

    Ammalis….

    Jæja maður verður líklega að segja frá síðari hluta páskanna og ekki síst afmælinu mínu sem var í gær, já í gær á þriðjudegi eftir páska.

     

    04.04.2015

    Páskafjör…

    Einhvern veginn finnst mér páskarnir svo æðislegir, sérstaklega þar sem nú er til dæmis komið vor og það var alltaf komið vor þá í æskuminningunni en ég held reyndar að ég rugli í minningunni góðum sumardegi og afmælisdeginum mínum sem mig minnir alltaf að hafi verið baðaður sól og góðu veðri.  Kannski var það bara góðar tilfinningar sem orsaka þessar minningar en alla vega bý ég nú á þannig stað að það er komið vor og við erum búin að sitja úti í sólinni og njóta og prjóna og hitta góða vini og þetta nær sko hámarki í dag þegar við fyllum húsið af gestum til að gæða sér á kalkún ala Þráinn og góðum félagsskap.

    Við hjónin vinnum ekkert mikið saman í eldhúsinu þó eldum bæði og það allt, heldur verður þetta einhvern veginn alltaf verkaskipt.  Ég er sem sagt búin að gera fyllinguna í kalkúninn og salatið og klára þetta, þríf og tek til eftir mig og þá kemur hann inn og fer að dedua við kalkúninn og verður í því næstu tímana, svo fæ ég að koma aftur inn og gera kartöflumús og sósu og þá verður maturinn til.  Og málið er að þetta er svo þægilegt, hjálpumst að án þess að þvælast fyrir hvort öðru í eldhúsinu.

    Við erum ekkert mikið páskaleg í dag, veit ekkert hvar og hvort páskaskrautið okkar sé í einhverjum kassa í geymslunni eða hvort við yfirhöfuð eigum eitthvað páskaskraut í dag, en það eru gul blóm úti og við látum það duga, ég myndi fara í gulan kjól ef ég ætti en ég get nú farið í gula sokka til að redda málunum.  Við erum búin að hafa það dásamlegt síðustu daga eins og ég sagði áðan, sitja úti og njóta og hitta góða vini, fara í bíltúr og göngutúra.  Við fórum að skoða strönd í gær sem heitir Langaströnd og er svolítið íslensk með skeljum og þara og þangað á ég eftir að rölta með Erro einhvern daginn og dóla okkur og njóta.  En við vorum nú að skoða þessa strönd því ég er að fara mynda brúðhjón þar í mai og var að skoða aðstæður.  Yndislegur staður og ég rétt að uppgötva hann eftir tæpa þriggja ára búsetu í Mandal.

    Eiginmaðurinn og starfsmaður á plani hjá Mirra Photography kom að sjálfsögðu með í gær svo ég gæti prófað að mynda manneskju á þessari strönd, en ég var nú ekkert með allar græjur því þetta var bara fyrsta skoðun, ég er að hugsa um að dobbla Julie vinkonu mína að koma þangað með mér í fyrirsætustörf svo ég verði með þennan stað alveg á hreinu.

    Við erum nú að hugsa um að fara aftur þangað á morgun og hjóla og þá ætla ég að hafa macrolinsu með mér og mynda fjöruna.

    Lífið er eitthvað svo dásamlegt þegar sólin skín og maður getur farið úr úlpunni.  Ég er sko enginn sólardýrkandi en ég dýrka hlýindi og góð veður, það þarf sko ekkert að vera glampandi sól og oft bara betra án hennar.

    En ég ætlaði líka að segja ykkur frá einkennilegum draumamorgni hjá mér, en sem sagt kötturinn vakti okkur kl. 7 eins og hann gerir svo oft og klórar í svefnherbergishurðina því hann vill fara út eða fá að borða eða bara fá smá klapp, honum finnst nóttin hafa verið nógu löng á þessum tíma.  En við erum auðvitað smávegis að snúa sólarhringnum við og ekki tilbúin að fara á fætur kl. 7 og látum sem við heyrum ekki í honum og viti menn ég sofna aftur í morgun sem er ekki algent og mig fer að dreyma og auðvitað bara tóma vitleysu en einhvern veginn voru þetta 3 draumar en allir svona stórslysadraumar eða þannig.

    Fyrst var það þannig að ég var greinilega unglingur í skóla og tók strætó í skólann og náði að týna nýja dýra símanum mínum og draumurinn er um það að ég fer fram og til baka að leita símans og finn ekki.

    Næst er ég fullorðin með Konný í ljósmyndatúr og næ að missa myndavélina mína og skemma hana smá en þó ekki þannig að ég geti ekki tekið myndir á hana, ég fer svo eitthvað frá Konný að leita að einhverju sem hafði dottið og týnst þegar ég missti myndavélina og þá sé ég svifflugvél koma og hrapa í sjóinn (þá er það allt í einu Kársnesið eða hvað sá fjörður er kallaður en ég er Nauthólsmegin) og ég er að hugsa hvort ég eigi að henda mér útí til að sækja flugmanninn þegar hann kemur syndandi og ég hjálpa honum á land og svo kemur einhver þar að sem þekkir hann og tekur hann að sér, svo ég held áfram til Konnýjar og við förum svo í bílinn hennar og erum að keyra þarna í sveitinni eiginlega bara úti í móa og keyrum að öðrum jeppa sem er að leggja af stað með opið skottið og svaka stór og flott myndavél með risalinsu stendur uppí skottinu á þrífæti og þegar bíllinn þeysist af stað skutlast þetta auðvitað út og smallast þarna í sveitinni.  Þetta voru þá ljósmyndarar sem voru þarna á ferð og vélin gjörsamlega ónýt.  Þeir tóku það ekki eins nærri sér og ég en við fórum að hjálpa þeim að týna allt brakið úr vélinni og safna saman  og svo vakna ég.

    Skrítnir draumar og hvað ætli það þýði að dreyma svona alls konar stórslys á tækjum og tólum en sem betur fer ekki manneskjum?

    Jæja kæru vinir, eigiði yndislega páska og njótið samveru við vini og fjölskyldur og endilega njótið þess að fá fullt af málsháttum því við fáum enga eða alla vega verða þeir þá heimatilbúnir.

    Ykkar Kristín Jóna

    30.03.2015

    Og meira af brjóstum…

    Já nokkrum sinnum í lífinu fær maður harða áminningu, ég fékk eina svoleiðis fyrir um 2 vikum þegar ég fékk bréf eftir hefðbundna brjóstamyndatöku þar sem kom fram að eitthvað hafi sést athugavert við hægra brjóstið á myndunum og því ekki hægt að útiloka krabbamein og því var ég boðuð í fleiri myndatökur sem enduðu með sónar og sýnatöku.

    Í dag fór ég svo til læknisins til að fá útkomuna úr sýnatökunni og ég verð að viðurkenna að þó ég hafi alla vikuna hugsað jákvætt og verið næstum viss um að þetta væri góðkynja fékk ég nett stresskast í gær og svaf lítið í nótt.  Skrítið hvernig líkaminn bara tekur völdin, ég var alveg jákvæð en samt kom stress, ég var ekkert áhyggjufull en samt kom kvíði.  

    Ekki það að ég var alveg búin að taka ákvörðum hvað ég myndi gera ef þetta væri krabbi, ég var harðákveðin í því að láta taka brjóstið og meinið og þurfa ekki að fara í þessa andstyggilegu geisla sem fóru svo illa með hana mömmu.  Erfið meðferð sem tók mikið á hana, í staðinn fyrir að láta fjarlægja þetta bara allt saman.

    En ég þarf ekki að standa við þessa ákvörðun því þetta er góðkynja æxli sem ég er með sem læknirinn vill samt fjarlægja og setja í ræktun.  

    Svo þetta er bara svona endurtekið 20 ára gamalt efni því ég fékk líka ber í vinstra brjóstið fyrir 20 árum og það var góðkynja en tekið burt til að setja í ræktun.

    Ég veit ekkert hvernær ég fer í þessa aðgerð, ég fæ bréf með tímasetningu svo það er bara besta mál.  En einkennilegt samt hvað það er búið að vera mikið læknavesen á mér þetta árið, byrjaði á úlnliðsbroti sem ég átti í, í 6 vikur og á auðvitað enn í því ég er ekki komin með fulla getu á hægri hendina.  Svo fékk ég svaka flensu sem ég fæ ekki oft og svo þetta.  Held ég sé þá búin með þriggja ára skammt af læknaveseni og óska eftir pásu næstu 3 ár í staðinn.

    Eiginmaðurinn og dóttirin hafa verið dugleg að létta mér lundina undanfarnar vikur eins og sjá má á þessari mynd.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

    27.03.2015

    Brjóst

    Enn og aftur erum við hérna úti í Noregi ekki að ná að fylgjast með því sem gerist heima á gamla ylhýra landinu okkar.

    Í gær tröllriðu brjóstamyndir öllum vefmiðlum og ég leitaði og leitaði og átti hreinlega mjög erfitt með að finna hvað, hvurs og hvers vegna.

    Komst þó að því með aðstoð vina á fésbókinni að þetta tengdist jafnréttismálum, þe. konur vilja fá að ganga um bæinn berbrjósta án þess að það þyki tiltökumál alveg eins og kallar.

    Humm, af hverju?  Ég skil umræðuna um að mega gefa barni brjóst hvar sem er, því það er eitthvað sem þarf en af hverju hafa einhverjar konur þörf á að bera brjóst sín annars staðar en í sólbaði.  Ég er kona og mér þykir ekkert skrítið við að sjá brjóst en ég er greinilega komin yfir miðjan aldur því mig langar ekkert að sjá alls konar júllur hoppandi og skoppandi út um allan bæ eins og sumir eru að halda fram að sé hluti af þessum gjörningi.

    Hvort karlar geti farið úr að ofan þegar þeir eru að vinna á sumrin en konur ekki skiptir mig bara engu máli.  Það að karlar horfi á brjóst sem kynfæri er nú trúlega ekki rétt, ekki réttara en að ég horfi á sixpax á strák og hugsi um maga sem kynfæri.  En ég get alveg viðurkennt það að það hreifir við mér alveg eins og brjóst sjálfsagt hreyfa við mörgum manninum.  Ég veit líka að það er til fólk sem fær fiðring þegar það sér bera öxl.  Er hún þá orðin kynfæri?  Þetta er svo mikið kjaftæði að tala svona.  Kynfæri eru kynfæri og aðrir líkamspartar geta orðið hluti af hrifnæminu sem ýtir undir kynlöngun þess sem horfir.  Það breytist ekkert þó það verði hoppandi brjóst út um allan bæ frekar en að við séum að fara að heimta að allar konur gangi í síðerma bolum til að hylja axlir.

    En baráttan fyrir því að fá að gefa barni brjóst er eitthvað sem má alltaf vera í gangi en þetta var að mínu mati kolröng leið til að ná því fram. Reyndar skil ég samt ekki þá baráttu heima á Íslandi því ég hef aldrei orðið vör við að það megi ekki gefa brjóst hvar sem er.  Ég hef reyndar orðið vitni að því að kona gaf barninu sínu brjóst á veitingarstað og fór bara úr að ofan, mér fannst það mjög óþægilegt.  Af hverju gat hún ekki bara gert þetta á fallegan hátt eins og flestar konur gera, jú að mínu mati vegna mótþróa eða sýniþarfar.

    En þarna erum við enn og aftur komin að því að ég er tepra og ég myndi til dæmis aldrei fara á nektarnýlendu því mér finnst almennt venjulegt fólk fallegra í fötum, mér finnst ekkert fallegt við ókunnuga gamla slappa kalla með ístru en þegar þeir klæða sig þá sést þetta ekki lengur og þeir jafnvel afar sjarmerandi.  Mér finnst heldur ekkert fallegt við konur með stór lafandi brjóst (sorrý en ég er alin upp í brjóstalítilli fjölskyldu og finnst stór brjóst ljót), en þegar þær eru komnar í brjóstahaldara og jafnvel fallega skó þá breytist allt og þær verða kannski ofursjarmerandi.

    OK, kannski eru það einmitt þessir fordómar sem þessi unga stúlka sem stóð að þessu var að berjast á móti en af hverju?  Og ef það eru nokkrar konur sem langar svo að vera berbrjósta niðrí bæ á Íslandi, af hverju gera þær það þá bara ekki.  Ekki myndi ég gera neitt í því þó ég sæi berbrjósta konu niðrí bæ, annað en að finnast það asnalegt.

    Jafnrétti hefur ekkert með brjóst að gera, eða ég skal hundur heita ef það er málið en það er kannski þess vegna sem ég hef verið í sama starfinu í öll þess ár því brjóstin eru kannski ekki nógu stór.  Nei það getur ekki verið því ég er þá líkari karlmanni en konan með stóru brjóstin svo….. nei þetta er svo mikil vitleysa.

    Ef það á að berjast fyrir réttindum á einhvern hátt þá verður að vanda sig svo baráttan kafni ekki í bullinu.

    Kannski hefði þessi barátta frekar átt að beinast að ungum stúlkum sem endalaust eru að taka myndir af sér ber- og ekki berbrjósta og senda áfram og virðast ekki skilja að einu sinni komið á veraldarvefinn þá fer það aldrei þaðan aftur.  Heyrði  af ungum stelpum sem í gær tóku myndir af sér berbrjósta og settu stút á munninn sem er eitthvað kyntákn ungra stúlkna í dag, þarna voru þær alls ekki að skilja tilganginn með þessum mótmælum og nýttu sér daginn til að strippa og fá athygli.  Þessu þarf að breyta og við getum aldrei sagt það of oft við dætur okkur að vera ekki að taka myndir af sér berum og setja á netið eða þó það sé sent á snapchat, það eru alltaf einhverjir sem kunna að vista þannig myndir líka, svo það er ekkert öruggt ef það er farið út.

    Og aldrei of oft sagt við þær að virða sjálfar sig framar því að vilja þóknast einhverjum strákum sem á endanum bera enga virðingu fyrir þeim stelpum og myndu líklega ekki giftast þeim heldur stelpunni sem ekki gerði þetta.

    Þangað til næst,

    Ykkar Kristín

    13.03.2015

    Allskonar….

    Jæja fyrst þarf ég nú aðeins að monta mig, því við Mirra vorum á fundi í skólanum hennar og ég þurfti að lesa texta í bók og aldrei slíku vant hnippti dóttirin í mig og hrósaði því hvað ég læsi norskuna vel.  Jeiiiii hún sem hefur alltaf verið að gera grín að því hvernig ég tala norskuna var bara ánægð með mömmu sína í gær og það var ansi notarleg tilfinning.  Ég nefnilega les meira en ég tala og þegar ég tala þá er ég svo mikið að hugsa hvernig ég eigi að segja þetta og hitt og hvernig það sé borið fram osfrv.  Alla vega alltaf gott að fá smá hvatningu og hrós, það er víst ekki mikið um það í hinu daglega lífi.

    En svo ætla ég að hrósa stúlkunni minni en það var sem sagt ekki skóli í gær en krakkarnir voru með matreiðsluverkefni til að vinna heima, þau áttu að gera morgunmat, baka gerbakstur og svo kvöldmat með eftirrétt og að sjálfsögðu að lesa uppskriftir, gera innkaupalista, fara út í búð og kaupa í þetta, elda og ganga frá.

    Snilldarverkefni sem heppnaðist svona ótrúlega vel hjá Mirrunni minni sem er svo góður kokkur að í gær fékk ég að borða besta lax ever.  Ég hef nefnilega aldrei verið hrifin af laxi, líkleg vegna þess að ég hef ekki fengið hann góðan en nú verður breyting á og í framtíðinni verður þessi laxaréttur eldaður (og af Mirrunni) í hverjum mánuði.

    Ég myndi nú mæla með svona verkefnum í alla skóla, því krakkarnir okkar hafa svo gott af því að kynnast lífinu frá öllum hliðum og það að sjá um matinn, innkaupin, fráganginn og allt sýnir þeim að þetta er vinna, vinna sem við foreldrarnir erum að gera á hverjum degi.

    Já og svo var lyktin svona góð að hann Tommi nágrannaköttur bankaði á svaladyrnar hjá okkur, já hann bankaði eða klóraði í hurðina þangað til við opnuðum fyrir honum og hann fór í smá skoðunarferð um íbúðina og endaði að fá sér að borða með Erro, ekki Nóa mat, vildi ekki sjá hann.  Krúttkisa hann Tommi.

    Fleiri montverkefni voru í vikunni því Mirra Photography (ég sem sagt) fékk það verkefni að mynda nýja stjórn hjá Nito í Aust-Agder á þriðjudagskvöldið  og svo aftur að mynda nýja stjórn hjá Nito í Vest-Agder á miðvikudagskvöldið.  Þetta gekk ótrúlega vel og gott var að Hadda vinkona vinnur hjá Nito er minn tengiliður og reflectormeistari því það er erfitt að vinna svona verkefni aleinn.  Og Nito er að tala um fleiri verkefni á árinu sem er ótrúlega spennandi og gott að vita af þegar ég á bara mánuð eftir í vinnu hjá Wise en þá skrepp ég í sumarfrí og svo verð ég bara hætt.  Það er skrítið að hugsa til þess að geta bara vaknað á morgnanna og stjórnað eigin degi sjálfur og þurfa ekki skrá niður hvað ég gerði hverja mínútu dagsins og ákveða hvort það skuli rukkast eða vera innan þjónustusamnings.  Þetta er líka það leiðinlegasta við starfið mitt.  Mikið verður gaman að mæta bara í vinnuna sína og vinna hana vel og samviskusamlega án þess að þurfa að hugsa um þetta.

    Svo á næstunni verður sett ennþá meira púður í að reyna að kynna mig sem ljósmyndara og koma mér á framfæri hérna úti.  Ég þarf bara að passa uppá sjálfstraustið og muna að ég er æðisleg eins og ég er, get allt sem ég vil og svo skelli ég mér bara í föt í fallegum litum og brosi framan í heiminn.

    Eigum við aðeins að ræða föt í fallegum litum, eins og allir vita sem þekkja mig þá er ég ekki mikið fyrir að þekkja einhver merki og þau skipta mig engu máli, finnst alltaf best ef fötin hafa verið ódýr en samt falleg og þægileg en ég rak augun í auglýsingu frá henni Gudrun Sjoden sem ég held að sé reyndar sænsk en ekki norsk en hún er alla vega með sölusíðu á norsku og hún er að hanna kjóla og annnan fatnað sem ég gjörsamlega féll fyrir.  Ég get setið og skoðað og dáðst að þessum fötum daglega.  Svo ákvað ég að kaupa mér bara sokkabuxur og sokka frá henni og byrja þannig að blanda saman litum við kjólana sem ég á en þá dettur inn um lúguna tilboð bara í 2 daga sem ég gat ekki sleppt svo ég keypti mér einn kjól af henni áður en ég hætti í föstu vinnunni með föstu tekjurnar og ég er svo að elska’nn en ég er ekkert viss um að allir aðrir séu sammála mér en það er bara allt í lagi, því ég er að verða 52 ára og ætla að klæða mig eins og mér þykir flott en ekki eins og þér þykir flott.  Svo langar mig pínu að vera þessi sérkennilegi ljósmyndari sem er frá íslandi og klæðist bara kjólum og helst í fallegum litum.

    Gudrun Sjoden  endilega kíkið á hana og segið mér hvað ykkur finnst.

    Svo verð ég nú fyrst ég er að tala um föt og merki að segja frá því að vinkona mín sat um daginn ásamt vinnufélaga í verslunarmiðstöð á Starbucks og var að horfa í kringum sig þegar hún sá verslun með risastóru merki yfir dyrunum og um leið og hún les merkið fer hún að skellihlægja og vinnufélaginn kom ofan af fjöllum og spurði hvað hefði fengið hana til að hlægja svona mikið og þá benti hún á merkið og hló ennþá meira.  Ekki skyldi maðurinn mikið í þessu hátterni en þegar hún bauð honum að koma með sér í búðina til að skoða þessi föt og sagði honum söguna af mér og þessu merki sem hann var held ég ekki alveg að skilja almennilega fyrr en hann kom inn í búðina og sá eintóm náttföt sem honum fannst heldur ekkert sérstaklega falleg.  Þið sem þekkið mig þekkið þetta merki og ég var gerð að sérfræðingi í því mér óspurðri en það sem mest er um vert að það er fólk út um allan heim að hlægja að þessu og hafa gaman af.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

     

    05.03.2015

    Gestalaust hús….

    Jæja þá er húsið orðið gestalaust aftur og eins og það var nú gaman að hafa tengdamömmu hjá okkur þá er alltaf ósköp indælt að vera bara aftur við 3 eða 5 í kotinu.  En það kom nú smá babb í bátinn með flugið hennar Steinu í gær, Norwegian flugmenn eru í verkfalli og aflýst fluginu hennar frá Kristiansand til Oslo en ekki aflýst fluginu frá Oslo til Reykjavíkur sem þýddi að hún þurfti að kaupa sér nýtt flug með SAS á uppsprengdu verði hérna innanlands.  Úps eins og þetta átti að vera auðvelt fyrir hana, ekkert að þurfa að sækja töskuna, ekkert að bóka sig inn aftur í Osló þar sem hægt væri að ganga frá öllu alla leið frá KRS.  En það er ekki hægt ef maður flýgur með mörgum flugfélögum.  Og svo til að kóróna þetta allt fengum við SMS í morgun um að Jetx myndu fljúga til Íslands.

    Ég reyndi að segja Steinu að vera bara róleg og finna bara einhvern til að hjálpa sér sem hún og gerði og ég heyrði í henni áðan og þá var hún komin með staðgengil minn hana Kristínu sem einnig er gift smið.  Svo þrátt fyrir rugl með flugfélög, seinkun á flugi og alls konar vesen er hún á réttum stað núna og með góðri konu sem ætlar að borða með henni áður en þær fara í vélina.  Vona svo bara að veðrið verði ekki leiðinlegt við hana á Íslandi svo hún komist alla leið heim í kvöld.

    Sakna hennar strax og hlakka til að eiga skypesamtöl við hana um lífið og tilveruna og Mandal sem hún fór að elska á fyrsta degi.

    En nú er ég tvisvar í þessari viku búin að þurfa að vakna kl. 5 til að fá bílinn hjá Þráni og ég get ekki annað sagt en að ég er bara hundþreytt og nenni engu.  Ætla samt að vera dugleg um helgina og fara að setja niður lauka og kaupa blóm og fá vorið í garðinn okkar.  Þeir sögðu nefnilega á Radio Norge í dag að vorið kæmi í öllum Noregi um helgina.  Jeiiiiiiiiii

    Og ef þið íslendingar góðir sem ekki þolið að ég hafi betra veður en þið, komið bara í heimsókn og njótið vorsins með okkur.

    Þangað til næst,
    Ykkar Kristín Jóna

     

    01.03.2015

    Að djamma með ….

    tengdamömmu og eiginmanni getur verið ljómandi skemmtun.  Við fórum á föstudaginn út að fá okkur pizzu og hvínvín með og enduðum bara á pöbbarölti með tilheyrandi karaoki og allt.  Svo gaman og sérstaklega þegar eiginmaðurinn tekur hið stórkostlega lag Feel fyrir sína konu.  Þarna voru nokkrir vanir karaokisöngvarar misgóðir að sjálfsögðu en hann Finn stóð uppúr.  Hann er countrysöngvari og er með þokkalegt sjálfstraust gengur um fjaðurmagnaður og brosir út að eyrum þegar við klöppum fyrir honum.  Bara gaman þar til hann var að vonast til að við gætum greitt götu hans til frægðar á Íslandi í karaoki söng. Við gátum ómöuglega sagt honum að við hefðum því miður engin tengsl í þann heim.  Held ég hafi einu sinni farið á karaoki í Glæsibæ fyrir hundrað árum en annars bara í útlöndum eða heima hjá okkur.  En alltaf finnst mér gaman að fylgjast með og hlusta á fólkið af götunni standa upp og syngja.

    En þetta er sko ekki eini tónlistarviðburðurðurinn okkar þessa vikuna því á miðvikudaginn fórum við Buen á Jazz og ég held nú bara ekki vatni yfir því tónlistafólki sem þar var að flytja.  Torun Eriksen heitir söngkonan sem jazzaði upp Coldplay, Pink Floyd og fleiri.  Söng af svo mikilli tilfinningu að hún var í fingurgómunum hvað þá meira.  Aðrir tónlistarmenn með henni voru sko ekki síðri og ég er ekkert brjálæðislega mikið fyrir jazz en þetta var sko svo frábært að ég færi nú aftur.

    Ætla að láta fylgja með hérna link á youtube lag með henni Torunn.

    Annars er vikan búin að vera rigningarsöm og við ekki farið eins mikið út og skyldi, reyndar í bæinn í Kristiansands á föstudaginn að sýna Steinu þann miðbæ.  En dagurinn í dag er síðasti rigningardagurinn í bili svo nú förum við að brosa út að eyrum og njóta vorsins, því laukarnir eru að koma upp hérna í næsta garði svo þetta lítur vel út hjá okkur.

    Ein risastór frétt má líka opinbera núna og hún er sú að ég er búin að segja upp hjá Wise ehf og ætla að fara að vinna hjá Mirra Photography í fullu starfi, hætta að reyna að byggja upp fyrirtæki og vera ávallt svo þreytt eftir fullan vinnudag, geta bara einbeitt mér að því og ég hlakka svo til og verð að segja að þrátt fyrir 19 ár sem ráðgjafi hjá AKS/TM Software/Maritech/Wise (ég fylgdi með í öllum þessum sameiningum) þá er ekki vottur af kvíða í mér.  Held að núna sé bara rétti tíminn til að hætta.

    Sumir hafa áhyggjur af þvi að þegar maður fari að vinna hjá sjálfum sér að þá missir maður af öllu félagslífinu úr vinnunni en ég er löngu búin að missa það, ég er líka búin að missa af svo mörgu öðru í vinnunni því “out of side, out of mind” hefur átt við mig síðustu mánuði þar sem farið er að gleyma að boða mig á fundi, gleyma að afboða mig sé þeim frestað og alls konar sem tengist því að ég er ekki á staðnum.  Eftir þessa 3ja ára reynslu mína í fjarvinnu þá er ég mjög hlynnt henni en það þarf að vinna öðruvísi í fyrirtækjunum gagnvart því starfsfólki og fyrirtækið þarf að hafa áhugann á því að hafa starfsfólk í fjarvinnu ef hann vantar þá er viðbúið að þetta gangi ekki upp.

    Ég upplifði bara frelsi og tilhlökkun þegar ég var búin að gera upp hug minn á því að hætta að gera það sem ég er búin að gera vel í 19 ár.  Það segir bara svolítið mikið um það hvað ég hef breyst og hvað þessi flutningur til Noregs hefur þroskað mig og gert mig betri, sjálfstæðari og ánæðari með lífið.

    Í dag verður borgarferð aftur þar sem okkur er boðið í mat til góðra vina í Kristiansand og hlakka ég til því það er allt of langt síðan við sáum þau síðast.

    Þangað til næst,
    Ykkar Kristín Jóna

     

    Ps. er búin að krútta yfir mig af myndum af yndislegum börnum sem ég fékk að mynda á íslandi um daginn og hér er smá sýnishorn.

    24.02.2015

    Að færast meira til hægri….

    Það er eitthvað sem er að gerast með mig þessa dagana.  Þetta gerist ekkert svakalega hratt og þó.  Það er nánast ekkert eftir að vinstrimanneskju í mér lengur og ég get sko alveg sagt ykkur það að eiginmaðurinn er alsæll með þetta.

    Ég er til dæmis farin að geta tannburstað mig með hægri aftur og það bara eðlilega.  Greitt á mér hárið og þvegið í sturtunni með báðum höndum.  Klósettferðirnar eru sittá hvað til hægri eða vinstri og ég er ekki viss hvort það sé sveigjan á bakinu sem stýrir því eða eitthvað annað en já elsku fólk þetta er allt að koma og ég þarf bara að vera dugleg að æfa hendina.  Þegar ég fór til Íslands þá gat ég snúið hægri hendinni í tæplega 45° en þeirri vinstri í 90°.  Núna get ég líka snúið þeirri hægri í 90° (vona að ég sé að fara með gráðurnar, þetta þýðir bara að ég geti snúið lófanum alveg uppí loft).

    Hvað fleira af því sem okkur þykir eðlilegt að gera, get ég aftur?  Jú smurt brauð, skorið matinn á disknum mínum og ekki síst undið tusku og þurrkað af.  Já gott fólk undið tusku og þurrkað af, held að það sé eitt að því sem var svo yndislegt að fá að gera aftur og já gott fólk ég er dóttir móður minnar og af þessu tilefni ætla ég ekki að setja inn mynd heldur lag.

    Njótið dagsins og syngið hástöfum, það geri ég.

    Vindur

    ps. fann ekki lagið allt á netinu en set hér sýnishorn af því.

    Ykkar Kristín Jóna

     

    23.02.2015

    Að faðma púða…

    Já það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að maður faðmar púða.  Spurning er það eðlilegt eða ekki.  Hverjir faðma púða og hverjir ekki.  Ég er mikið að faðma púða þessar næturnar og þetta er ekki púði með fallegri mynd (eins og púðinn með myndinni af Nóa) og þetta er ekki af því að maðurinn minn eitthvað langt frá mér, hann sefur hinum megin við púðann.  Þetta er ósköp venjulegur púði úr Ikea og reyndar er hann ekki alveg orðinn púði ennþá því þetta er hreinlega púðafylling í munstruðu efni en það lætur ekki mikið yfir þessum púða en ég faðma hann samt alla morgna þegar ég vakna.  Ég veit ekkert hvort ég sé að faðma þennan púða alla nóttina eða bara svona rétt undir morgun.  Ég veit hins vegar að þegar ég fer að sofa kemur þessi púði með og á að vera stuðningur undir úlnliðinn á hægri hendinni, svona ekstra hvíldarstuðningur en alla morgna þegar ég vakna er ég bara að faðma hann.

    Heppinn púði.

     

    22.02.2015

    Ísland og heimkoman

    Jæja gott fólk, ég get trúað því að allir hafi beðið eftir bloggi frá Íslandsferðinni minni en því miður þá faðmaði ég og kyssti of marga ættingja sem líklega hafa verið búnir að vera með flensu því ég fékk þá svæsnustu flensu ég hef fengið í mörg ár.  Alla vega ekki fengið neitt í líkingu við þetta eftir að ég flutti til Noregs en það er ekki af því að Norðmenn fái ekki flensur, heldur af því að ég vinn heima og er því ekki að umgangast svo margt fólk.  Og þó að Þráinn vinni úti þá fær hann aldrei flensur eða verður veikur.  Hann hefur verið veikur í 2 daga síðan hann flutti til Noregs fyrir rúmum 3 árum.  Ég tók saman veikindadagana mína hjá Wise/Maritech/TM/AKS og hef að meðaltali verið veik í 3 daga á ári sem telst ekki mikið þó það sé talsvert meira en Þráinn er.  Þannig að þegar ég brotnaði og varð frá í 5 vikur þá er í rauninni hægt að segja að það sé í fyrsta skipti í 19 ár sem ég verð eitthvað veik að ráði.  Og já svo skelli ég mér heim til Íslands og fæ flensu þegar ég kem til baka, pínulítið fyndið bara.

    En já þá að Íslandsferðinni.  Í fyrsta lagi þá er ekki allt í lagi þessi veðrátta þarna eða ég bara svona fljót að gleyma, alla vega brá mér þegar vélin lenti með þvílíkum rússíbanalátum og þegar ég leit út um gluggana á flugstöðinni þá var bara blindbylur.  Og ég hugsaði með mér:  “Hvað er ég að gera að vera að koma í heimsókn til Íslands á þessum árstíma”?  Ég verð líklega bara innikróuð í Grafarvoginum allan tímann þar sem það verður ekki fært á milli húsa.  En viti menn þegar við Siggi löbbum útí bíl er ennþá blindbylur en um leið og við komum út á Reykjanesbrautina þá birtir til og sólin fer að skína.  Typical Iceland.

    Svo við fórum uppí Grafarvog þar sem ég fékk að knúsa mömmu mína eftir allt of langan tíma.  Fór svo í heimsókn til Klöru og yndisdrengjanna hennar um kvöldið og RD Hænkuson man sko alveg eftir frænku sinni núna og veit meira að segja hvar hún á heima.

    Daginn eftir var Siggi svo vænn að skutla mér í Kópavoginn þar sem ég var með eitt lítið barnaverndarnámskeið og þaðan tók ég svo strætó til Óla Bogga í klippingu og ég er orðin þvílík dekurdrottning hjá honum að hann bókaði engan annan á meðan ég var svo við gætum setið og kjaftað og það gerðum við og plönuðum næstu ferð hans hingað og það með mömmu sinni og verður sú ferð líklega 12. mai til 18. maí þannig að þau ætla að fá að upplifa mestu skemmtun sem hægt er að upplifa og það er þjóðhátíðardagur Norðmanna og öll gleðin og allir litirnir og dásamlegheitin sem eru þá.  Ég hlakka mikið til að vera með þeim að upplifa þennan dag.  Já og auðvitað ætlar Óli að klippa og lita nokkrar konur en það verður þó í lágmarki í þetta sinn þar sem hann ætlar að njóta lífsins með okkur og mömmu sinni.  Og já það er orðið uppselt hjá honum 2 dögum eftir að ég sagði frá því að hann væri að koma.

    Fimmtudagurinn er mættur og þá kom Konný með flugi í bæinn og morgunkaffi til okkar og síðan fórum við að ljosmyndast eftir hádegi í Stúdioinu hennar Heidu.  Mikið gaman að fá að mynda nokkra yndiskrakka á Íslandi.

    Aðalfundur Slysavarnarfélagsins um kvöldið þar sem ég fékk að smakka á íslenskum mat og njóta samveru með frábærum konum og vera hluti af kosningu nýrrar stjórnar sem mér líst mjög vel á.  Óska þeim velfarnaðar á árinu og hlakka til að vinna með þeim í fjarvinnu.

    Föstudagurinn byrjaði vel, Klara systir hringdi og spurði hvort við Konný vildum ekki fá bílinn hennar til að stússast í Reykjavík sem við þáðum með þökkum og byrjuðum á myndlistabúð þar sem Konný var að kaupa fyrir myndlistaklúbbinn.  Svo kaffi hjá mömmu.  Kíktum svo til Heidu til að skila lyklunum af Stúdioinu og kjafta og sátum þar alveg í næstum 2 tíma.  Enduðum svo hjá ömmu þar sem ég sat svo alveg þar til Klara var búin að vinna.  Mikið var nú gott að fá að faðma hana og vera hjá henni að spjalla og njóta.    Endaði svo föstudagskvöldið á því að fara í mat til Konna og Drífu og sat þar til kl. 2 um nóttina þegar Andri keyrði mér heim.

    Laugardagurinn var svo dagurinn hans afa því þá héldum við ættingjarnir uppá 100 ára afmælið hans. Það var svo gaman að hitta alla og njóta samvista og minnast afa sem var mikill karakter og skemmtilegur kall.

    Laugardagskvöldið var svo hjá Klöru og co og planið að ég svæfi þar bara um nóttina því við ætluðum að fá okkur hvítvín með undakeppni eurovision.  Ég var nú reyndar á taugum yfir því að Friðrik Dór myndi vinna þetta því ég get ómögulega sagt að drengurinn hafi fallega rödd og ég svo sem veit ekkert fyrir hvað hann varð frægur, alla vega eru það ekki sönghæfileikarnir það er á hreinu.  Ábyggilega besti strákur en ætti bara að mínu mati að gera eitthvað annað en syngja.  En litla sæta stúlkan úr versló sem ég vildi að væri í öðru sæti vann á endanum og þar með var það ákveðið að ég myndi eftir sem áður styðja landið mitt í Eurovision en ég var búin að hóta því að gera það ekki ef Friðrik færi út.  Hjúkk fyrir Ísland, því mitt atkvæði hlýtur að hafa eitthvað að segja ha ha ha.

    Kósí kvöld hjá systrunum og svo var kósí morgun á sunnudeginum þar sem við RD kúrðum saman meðan Klara fór í ræktina og svo fórum við öll út þar sem veðrið var svo gott og ég ætlaði að taka nokkar útimyndir en það varð heldur betur svaðilför.  Við sem sagt pökkuðum strák og hundi í aftursætið og ferðinni var heitið út á Álftarnes að kíkja á forsetann.  En bara eftir 3 mín. í bílnum breyttist veðrið úr blíðskaparveðri í snjókomu sem síðan breyttist í slyddu og rok og ég veit ekki hvað.  En út á nes fórum við og kíktum aðeins út og niður í fjöru þar sem piltur áttaði sig ekki á því að þarinn lá stundum ofan á polli og steig ofan á einn og fór á með löppina uppá hné og okkur brá svo og kölluðum til hans að fara beint uppúr að hann næstum datt kylliflatur svo Klara henti hundi í mig og hljóp að drengnum og beint með hann út í bíl þar sem hann var klæddur úr sokkunum og settur í vettlinga á tærnar.  Þessi svaðilför með þessi 3-4 veður tók okkur korter eða þar um bil. Svo við héldum bara út í búð og keyptum það sem vantaði uppá að gera bollur þar sem Konný og Silja og Kastíel ætluðu að koma í bollukaffi til okkar.  Svo komu þau og við áttum yndislegan dag saman og ég fór síðan með Silju og Kastíel að skutla Konný út á flugvöll og kveðja hana og svo fór ég til mömmu sem beið alveg undrandi á hvar ég hefði verið, því annað hvort hef ég gleymt að segja henni að ég ætlaði að gista hjá Klöru eða hún verið búin að gleyma því.  Alla vega þegar hún vaknaði á sunnudagsmorgninum þá var ég ekki komin heim……. hóst hóst hóst

    Jæja næsta heimsókn beið handan við hornið en það var uppí Mosó til Hugrúnar og Baldurs þar sem ég var í góðu yfirlæti og yndisfélagskap allt kvöldið þar til Hugrún keyrði mér heim uppúr miðnætti.

    Og þá rann mánudagurinn upp, kósítími með mömmu og Sigga um morguninn þar sem Siggi hjálpaði mér að græja málverkið hans Þráins í umbúðir og svo fórum við mamma með það uppá pósthús og þaðan til ömmu en elsku amma var búin að hringja nokkrum sinnum til að athuga hvort ég ætlaði nú ekki að koma og kveðja hana.  Hún gaf eitt það dýrmætasta sem hún á en það er myndin af afa sem hún hefur haft á borðinu hjá sér alltaf en nú er sú mynd á borðinu hjá mér við hliðina á myndinni af afa og mömmu sem mér þykir líka svo vænt um.  Dýrmæt gjöf sem ég met mikils frá bestu ömmu í heimi.

    Mánudagskvöldið kom svo Snorri og sótti mig og ég borðaði með þeim og Adda fjölskyldu sem reyndar stoppuðu allt of stutt en svona er þetta bara.  Spjallaði við Sunnevu meira en ég gert lengi og bíð spennt eftir að hún stofni síðu fyrir utanlandsferðina sína sem hún er að fara í, í næstu viku.  Hlakka til að fylgjast með þeim vinkonum á heimsflakkinu.

    Jæja þá er kominn þriðjudagur og Siggi skutlaði mér eftir knús og góðar kveðjur frá mömmu (hún sagði að við skyldum ekkert gráta núna, svo ég harkaði bara af mér) niður á umferðarmiðstöð þar sem ég ætlaði að hitta Steinu tengdó sem ætlaði að koma með mér hingað út til Mandal.

    Við vorum búnar (eða bara ég) að ákveða að taka ekki rútuna allt of snemma, og eyða frekar litlum tíma á flugstöðinni í Keflavík þar sem við áttum von á að vera 4,5 tíma á Oslóarflugvelli.  En viti menn, rútunni seinkaði, ég held að Steina hafi ekkert tekið eftir að ég varð pínulítið stressuð yfir því en allt í lagi við vorum komnar 1,5 tíma fyrir brottför svo það myndi verða allt í lagi.  Humm, engir sjálfsafgreiðslukassar fyrir Norwegian í Keflavík svo við urðum að fara í allt of langa röð sem gekk allt of hægt, við Steina vorum farnar að plana hvernig við kæmumst sem hraðast yfir það sem við urðum að gera í fríhöfninni því við vorum sko ekkert búnar að borða, áttum að kaupa harðfisk fyrir Íslendingafélagið, smá íslenskt nammi og ilmvatn handa Steinu.  Þetta ?gekk upp og við keyptum okkur samlokur sem við ætluðum að borða í flugvélinni sem við vorum alveg að fara út í …… eða hvað?  Nei nei það endaði með klukkutíma seinkun og þá þökkuðum við fyrir að hafa keypt flugið til KRS þetta mörgum klukkutímum seinna.  Svo varð einhver meiri seinkun á að vélin færi í loftið og svo endaði þetta þannig að við rétt náðum að fá okkur kvöldmat á Oslóarflugvelli áður en við þurftum að fara í vélina til KRS.  Mikið var nú svo yndislegt að hitta aftur kallinn minn og fallegu dótturina sem ég var ekki búin að sjá í viku og gott að koma heim til sín eftir langt ferðalag sem tók í rauninni meira en hálfan sólarhring.

    Daginn eftir var ég byrjuð að vera smá slöpp og á fimmtudaginn var orðin ansi slöpp og föstudaginn lá ég nánast meðvitundarlaus í rúminu og missti svo af þorrablótinu í gær.  En Þráinn fór í gær í apotekið og keypti eitthvað undrameðal með engifer, sitron, timian og c vítamíni og í dag er ég hress, ekki kannski 100% en allavega 85% og er búin að klæða mig vel svo ég geti farið í bíltúr með fólkinu mínu í þessu yndislega veðri sem nú er.

    Þangað til næst.
    ykkar Kristín Jóna

     

    04.02.2015

    Hætt með einari

    Já gott fólk nú er ég hætt með einari og laus við gipsið sem ég ef búin að hafa í rúmar 5 vikur. Hjúkk.  En skrítið var það að losna við gipsið og ég kannast ekkert við þessa hendi, hún er alveg flöt, nánast hreyfingarlaus, og allt öðruvísi í langinu en hin.  Spurning hvort læknarnir hafi skipt um hendi þegar ég sá ekki til.  Þegar gipsið var farið þá þurfti ég að halda undir handlegginn því það reyndi svo á úlnliðinn bara að halda henni uppi, einkennilegt!  En sem sagt ég er laus og á að gera æfingar oft á dag, hann marg sagði að ég þyrfti að gera þær sko oft á dag til að fá aftur fulla hreyfigetu í úlnliðinn og það er langt í land, það er eins og ég sé með spítuhendi en fingurnir eru aðeins að koma til og ég gat þvegið mér um hendurnar í gær alla vega 8 sinnum, hjúkk hvað það var gott.

    Ég sé það núna hvað það var gott að ég skyldi hlífa hendinni svona vel, meðan brotin voru að gróa, því þetta hefur gengið langtum betur en á horfðist í fyrstu.  Maður sem sagt græðir á því að hugsa vel um sig í svona aðstæðum.

    Fyrsta sem ég hugsa um eftir að hafa verið einhent í 5 vikur er virðing fyrir öllum þeim sem eru fatlaðir eða hafa misst útlimi og aðdáun á því ærðuleysi sem fólk virðist vera gefið.  Ég var svaka dugleg til að byrja með og reyndi að gera allt sem ég gat með annarri hendinni en þegar fór að líða á fór óþolinmæðin að kræla á sér og ég meira að pirrast og hætta við því ég hreinlega nennti ekki að eyða 10 mín í að gera eitthvað sem tæki annað fólk 2 mín.  Þráinn hefur örugglega fundið fyrir því.  Ég hefði aldrei trúað því hvað það er erfitt að missa hægri hendina sína.  Hvað allt sem við gerum í lífinu snýst um það að hafa tvær hendur og hvað allur skrokkurinn og hreyfinar verða öðruvísi því balansinn er ekki réttur þar sem þú getur ekki notað hægri hendina og og að standa uppúr rúminu og þurfa að nota olnbogann til að lyfta þér upp eða velta sér á magann og renna sér fram úr.  Ég finn það alveg að ég gæti auðveldlega náð meiri hæfileika með vinstri hendi en mér datt í hug áður en ég þarf alltaf að hafa þá hægri með til að balasera þetta allt.  Eins og að smyrja brauð, ég get alveg haldið með góðu móti á hnífnum núna með smjörinu í vinstri en mikið munar nú um það að hafa þá hægri til að styðja við brauðið og vera ekki lengur að nota áhöld til að skorða brauðið á milli svo það hlaupi ekki bara undan hnífnum.  Alls konar svona hlutir hafa opnað augun á mér fyrir því hvað okkur þykir sjálfsagt að hafa alla útlimi heila og hvað allt gengur út á það.

    En ég má ekki gera hvað sem er strax og alls ekki halda á neinu þungu, einungis byrja á því að fara með fingurna í fimleika og aðrar æfingar sem læknirinn sýndi mér í gær.  Ég þekki fólk sem hefur úlnliðsbrotnað og er eftir mörg ennþá stíft í úlnliðnum og ég ætla ekki að láta það koma fyrir mig, ég nota fingurna svo mikið og vil hafa hendurnar í góðu lagi.  Ég meina ég var farin að mastera í hekluðum borðtuskum og nú þarf ég alveg að byrja uppá nýtt að æfa mig að halda á heklunálinni.

    En nú er einnig sá léttir að gera farið í sturtu og þvegið hægri hendina, hún var nú hreinlega farin að lykta og dauða skinnið sem datt af henni í gær, hefði alveg eins getað komið af tánum á einhverjum sveittum kalli.

    Um næstu helgi er afmælispartý hjá Þráni, Grím og Höddu en þau eiga öll stórafmæli þessa dagana og þetta verður Legendary sýnist mér.  Hlakka mikið til og við verðum með góða gesti úr Sandefjord sem gerir þetta enn skemmtilegra og svo á þriðjudaginn er ég bara að fara til Íslands í frí sem var planað síðasta sumar og er í tilefni þess að hann elsku Konni afi minn hefði orðið 100 ára hefði hann lifað.  Sakna hans alla daga og hugsa oft til hans enda einn skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst.

     

    Hlakka til að sjá fólkið mitt og knúsa.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín sem er að reynda að pikka með báðum höndum í fyrsta sinn í langan tíma og það gengur ágætlega en ég er samt strax orðið þreytt eftir þennan litla pistil svo það er eins gott að fara varlega svona fyrst um sinn.

    11.01.2015

    Vinstrihandarskyttan í Mandal…

    ….um erfiðleikana við að vera með hægri hendina í gipsi og alveg óvirka.

    Ég varð fyrir því óláni að nota ekki vitið sem Guð gaf mér milli jóla- og nýárs þegar við skruppum með vinum okkar á tónleika hér í Buen.  Ég fór nefnilega í spariskóm í hálku og þegar ég var á leiðinni heim þá var búið að snjóa yfir svellið sem var.

    Það er ekki að spyrja að því að ég rann og datt framfyrir mig, notaði hægri hendina til að taka af mér fallið og úpsadeizý, einhver sá svakalegasti sársauki sem ég hef upplifað hríslaðist um kroppinn en upp stóð ég með hjálp eiginmannsins og komst heim og í bólið því ég trúði því að þetta myndi lagast yfir nóttina sem það gerði svo sannarlega ekki og sársaukinn í hendinni um morguninn var svo mikill að það tók mig 4-5 klukkutíma og 4 verkjatöflur að komast fram úr rúminu.  Ef Þráinn rak sig í tána á mér fann ég til í úlnliðnum.  En mér tókst að komast á fætur og við skruppum uppá læknavakt og þar sátu tvær aðrar konur og héldu um handlegginn á sér.

    Læknirinn rétt þreyfaði á hendinni og sendi okkur svo inn til Kristiansand á sjúkrahúsið þar í röntgen.  Þar hittumst við aftur allar 3 konurnar úr Mandal og allar fórum við út í gipsi.

    Niðurstaðan hjá mér var, tvíbrotin um úlnliðinn og einnig gekk kúlan úr slíðrinu og var ég sett í smá meðferð til að reyna að koma henni aftur á sinn stað.

    Það hófst með risastórri sprautu þar sem læknirinn minn sprautaði inní brotið og já bara útum allt skv. röntgenmyndinni til að deyfa mig.  Já kæru vinir sem sáu myndbandið hans Þráins, ég var deyfð en samt…..

    Jæja næsta skref var að setja króka á fingurna á mér og hengja hendina upp, strappi var settur utan um upphandlegginn til að toga á móti og svo sneri læknirinn hjólinu sem togaði hendina upp, þetta var svona eins og talía.  Svona var ég látin vera í 30 mí. til að reyna að rétta úlnliðinn við en þar sem það dugði ekki, tóku 3 læknar til við að rétta hendina við með handafli og ef þið hafið ekki séð hið fræga myndband af því það er það hérna með.

    Ég hef alltaf heyrt það á læknum að ég væri með háan sársaukaþröskuld en hann dugði ekki til þarna, því ég öskraði af kvölum og fæ ennþá svona illt í magann tilfinningu þegar ég hugsa um hvað þetta var sárt.

    Jæja svo var mér skellt í gips og aftur teknar myndir og eftir að læknirinn minn var búinn að ráðfæra sig við annan lækni var ákveðið að prófa að hafa mig í þessu gipsi í eina viku, taka þá aftur myndir og sjá hvernig þetta komi út og að vonandi myndu þau ekki þurfa að gera aðgerð á mér.  Jæja, ég er búin að fara aftur í myndatöku og það var ákveðið að sjá til í eina viku í viðbót, svo ég er á reynslulausn ennþá.

    Ég fékk ekki eina einustu verkjatöflu hjá læknunum en ég er búin að talsvert kvalin í hendinni og sérstaklega á nóttunni, vakna jafnvel upp með svo mikla taugaverki að verkjatöflukokteilinn minn sem er 1 voltarine og 1 paratabs eða 1 ibufen er rúman klukkatíma að virka og þetta endar stundum með 3-4 tíma vöku yfir nóttina en ég lifi það af.

    Ég er búin að heyra af fullt af fólki sem hafa aldrei náð sér eftir úlnliðsbrot og sumir jafnvel öryrkjar á eftir og það er gott að frétta af svona tilfellum, því þá hef ég minni móral yfir því að hlífa hendinni svona mikið.  Enda finn ég það að um leið og ég ætla eitthvað smá að beita henni þá bara aukast verkirnir og þá er komið að því að segja ykkur hvernig lífið er með eina, og það bara vinstri hendina virka.

    *Að skeina sig með vinstri er talsvert flókið og ég tala ekki um að slíta klósettpappírinn með einni hendi er eiginlega ekki hægt, svo þá er gott að hafa munn til að bíta í pappírinn til að geta slitið með hendinni.

    *Að klæða sig tekur talsverðan tíma og útsjónarsemi.  Að krækja brjóstahaldara með einni hendi getur tekið talsverðan tíma og reynir alveg svakalega á þolinmæðina.  Að klæða sig í sokkabuxur er annað eins, að hífa þær upp með einni hendi er svo mikil þolinmæðisvinna að mér finnst ég eigi skilið verðlaun þegar ég stend á baðherbergisgólfinu á brjóstahaldaranum og sokkabuxunum.  Að fara í bol eða kjól er sko ekkert mál en að fara úr því og hafa bara eina hendi krefst svo mikillar lagni og enn og aftur þolinmæði.  Annað er auðveldara þó ekkert sé kannski auðvelt.  Ég er mjög glöð að ganga alltaf í kjólum því ég prófaði um daginn að fara í buxur og það var allt í lagi alveg þangað til ég þurfti að hneppa tölunni, ég endaði með að vera í óhnepptum buxum þann daginn og ekki farið í þær aftur.

    *Prófið að smyrja brauð með einni hendi, það er bara ekki hægt. Það eru bara smjörklessur hér og þar og alls ekki hægt að dreifa úr því, því það verður að styðja við brauðið á móti svo það fari ekki af stað með hnífnum.

    *Að borða mat með einni er ekki hægt nema fá þann við hliðina á þér til að skera fyrir þig.  Það er ekki hægt að skera með bara hníf í vinstri, það vantar alltaf gaffalinn á móti.

    *Að taka eldfast mót út úr ofni er heldur ekki hægt með einni.

    *Að mála sig og greiða er mjög flókið og ég hef tekið ákvörðun að hafa hárið bara greitt slétt og vera ómáluð.  Það var reyndar ekkert erfið ákvörðun.

    *Það tekur allt tvöfalt lengri tíma td. að fá sér eitthvað að borða og drekka.  Það er nefnilega mjög erfitt að opna flöskur með einni hendi. Og ekki hægt að halda bæði á disk og glasi yfir að borðinu, svo það þarf alltaf tvær ferðir.

    *Hengja upp þvott og brjóta saman er bara ekki hægt, en ég get stungið í þvottavél.

    *ð lesa bók uppí rúmi krefst lagni, því það er ekki hægt að styðja við bókina eða halda á henni og fletta með sömu hendi, en ég er komin með ákveðna tækni þarna, nota sængina til að styðja við. 

    *Ég get ekki keyrt bíl og er algjörlega uppá vini komin með það að komast til Kristiansand til læknis svo dæmi séu tekin, annað bíður bara í nokkrar vikur.

    *Það að hitta lykilinn í skráargatið tekur á þolonmæðina.

    *Það að nota mús með vinstri er erfitt og seinlegt og að pikka á lyklaborð með einni hendi er bara ótrúlega seinlegt og til dæmis er ég búin að vera í 1,5 tíma að skrifa þennan pistil, sem þýðir að stundum er ég búin að missa þráðinn á því sem ég er að skrifa því ég er svo lengi að því. Venjulega hefði ég kannski verið hálftíma að skrifa þetta. Ég mun seint skilja afhverju fólk lærir ekki fingrasetningu á lyklaborð og sparar sér allavega 50% af tímanum sem fer í að leita af stöfunum á lyklaborðinu í staðinn fyrir að láta fingurna bara leika um borðið blindandi.

    *Ég get ekki hrist sængina mína.

    *Ég get ekki brotið saman teppi.

    *Ég get ekki skorið neitt nema sveppi, mér tókst það áðan en kartöflur skjótast undan hnífnum svo það gengur ekki.

    Jæja elskurnar mínar, þangað til næst.

    Ykkar Kristín Jóna

    25.12.2014

    Jólagleði….

    Já, hér varð heldur betur jólagleði í gær kl. 14.45 þegar það byrjaði að snjóa og ég setti jólatónlist á og fann jólin steyma um æðarnar eins og skot.  Ég var nefnilega eitthvað ekki alveg búin að finna jólaskapið og grunaði að það væri vegna alls þessa svarta myrkurs, rigningar og óhreininda út um allt.  Hundurinn varð skítugur á að labba úti á götu hvað þá meir.  En jú jú þetta var svo bara “magical moment” í gær þegar það fór að kyngja niður og öll tré voru eins og alvöru jólatré.  Elsketta.

    En við erum 4 hérna um jólin þe. Maddý tengdó kom í síðustu viku en hefur verið lasin síðan hún kom og það hefur auðvitað sett smá strik í reikninginn.  En við vonum að hún fari að ná sér svo hún geti farið að gera eitthvað með okkur.

    Mig langar til dæmis í bíltúr í dag og finna stað til að taka myndir í snjónum og kannski líka bara leika okkur, alla vega njóta útiverunnar í birtunni sem nú er til staðar.

    En já aðfangadagur var í gær og vorum við ósköp róleg fram eftir degi, misstum okkur í gleði yfir snjónum eins og ég var búin að segja áðan.  Elduðum svo jólamatinn sem var reyktur lax með heimatilbúinni dillsósu og ristuðu brauði í forrétt.  Í aðalrétt var lambahryggur en hann var pínu skrítinn því það er skorið öll rif af honum hérna svo við settum eitthvað annað kjötstykki með sem ég er ekki viss hvað er en grunar að það sé efri parturinn af hryggnum því ekki vill maður vera með of lítinn mat á aðfangadag (já einmitt eins og það geti einhvern tíma gerst) brúnaðar kartöflur á gamla mátann og það er sko geggjað að brúna kartöflur á span hellum, langt síðan það hefur lukkast svona vel, svo vorum við með rósakál og gular baunir og heimatilbúna sósu með þessu.  Allir borðuðu aðeins of mikið og áttu erfitt með að standa upp eftir matinn, en sko það nefnilega má á þessum degi.  Í eftirrétt var svo ís með ferskum ávöxtum, daimkúlum og súkkulaðisósu.  Allt saman dásamlegur matur, hvítvín og eplasider með, kaffi og konfekt toppaði þetta svo alveg.

    En svo fórum við eftir matinn uppá loft í hina stofuna okkar því þar er jólatréð og pakkarnir og Mirran tók við að skoða pakka og úthluta þeim.  Líklega átti hún sjálf meira en helminginn af þeim en við fullorðna fólkið fengum þó nokkra pakka líka.

    Við fengum öll ullarsokka og fullt af íslensku nammi frá mömmu og Sigga. Reyndar leit út fyrir að ég fengi enga gjöf frá þeim þar sem mamma hefur eitthvað ruglast þegar hún skrifaði á merkimiðana því á einum stóð Til Ástrósar Mirru frá mömmu og Sigga og svo stóð á öðrum Til Ástrósar Mirru frá afa og ömmu svo við lögðum nú saman tvo og tvo og ég eignaði mér brúnu ullarsokkana.  Takk fyrir okkur Mamma og Siggi.

    Svo fékk ég frá eiginmanninum videoljós til að nota í myndatökum bæði inni og úti en það er bara enn á leiðinni með póstinum og veitir mér gleði líklega í janúar.

    Frá Wise fékk ég bókina hans Arnalds og íslenskt konfekt, frá Konný systur fékk ég bókina hennar Yrsu og frá pabba fékk ég húfu svo ég verð í ullarsokkum með húfu að lesa og éta konfekt og til að kóróna þetta allt fengum við baðvikt frá ömmu Maddý svo ég get fylgst með hvort ég sé búin að borða of mikið konfekt eða ekki.  Svo gaf Mirran okkur foreldrunum eggjasjóðara og nú getum við hent þessum tuttuguogeitthvaðáragamlaógeðslegaeggjasjóðara sem ég hef verið að nota.  Svo fengum við  karöflu og glös frá Höddu og Fúsa (ræsk ræsk því við gáfum þeim ekki jólagjöf) og ég meira að segja þekki þetta merki Rosinthal 🙂

    Þráinn fékk líka sömu baðvikt og eggjasjóðarann og ég, sokka og húfu frá tengdaforeldrunum.  Skyrtu fyrir ermahnappa og jakka frá mér.  Óvænt fékk hann svo nýja ermahnappa frá Mirrunni, hárklippusett frá mér og handsnyrtisett frá Erro og Nóa.  Svo var hann búinn að fá útvarp og stóran matarkassa frá Sørlaminering (vinnunni sinni).  Þannig að Þráinn mun sitja í ullarsokkum með húfu í skyrtu og jakka með þessum fallegu ermahnöppum í hlustandi á góða tónlist og maulandi konfekt og borðað góðan norskan jólamat.

    Amma Maddý fékk ferðina hingað til Noregs frá okkur fjölskyldunni og var ekki möguleiki að pakka henni inn en svo fékk hún óvænt Dagbók fyrir árið 2015 frá Erro og Nóa, svo hún getur haldið áfram að skrásetja líf sitt eins og hún hefur gert.

    Svo er það heimasætan sem fékk fullt af pökkum.

    Frá okkur foreldrunum er hún búin að fá tölvuleik (en óvænt) hettupeysu merkta skólanum sem á eftir að koma.  Frá Erro og Nóa fékk hún joggingbuxur.  Frá ömmu Maddý náttföt með stuttbuxum og á bolnum stendur “Come back to bed”.  Frá Auði ömmu og Sigga afa ullarsokka og nammi.  Svo fékk hún frá GlossyBox enn einn óvænta pakkann en þetta eru snilldarpakkar sem hún er áskrifandi að og þetta kemur í fallegum gjafaöskjum sem stundum eru hannaðar af ungum listamönnum og í þessu eru snyrtivörur alls konar og hægt að nálgast video til að læra hvernig á að nota og síðast en ekki síst þá borgum við 175 nkr. á mánuði og erum að fá snyrtivörur fyrir andvirði 300 – 600 nkr. í öskjunum.  Svo fékk hún frá Sunnu vinkonu sinni náttföt og tæki sem hægt er að hlaða og það geymir hleðsluna þannig að ef þú til dæmis ert í útilegu og vantar að hlaða símann þinn þá ertu með aukahleðslu þarna fyrir einn til tvo síma.  Algjör snilld á þessari tækniöld.  Frá Már afa fékk hún pakka með alls konar augnskuggum, kinnalitum ofl.  frá Konný og fjölskyldu fékk hún ilmvatn og body lotion ásamt eyrnalokkum, hárskrauti og 4 glös af naglalakki.  Frá Klöru og fjölskyldu fékk hún marscara og eyeliner (og já ég þarf að finna mér svona eyeliner, því hann er svo góður nema ég bara stelist í makeupið hjá dótturinni) Frá Adda og fjölskyldu fékk hún snyrtiburstasett í afmælisgjöf og kinnalit og kinnalitabursta í jólagjöf.  Frá Snorra og fjölskyldu snyrtiveski með alls konar snytidóti frá BodyShop.  Frá Birtu frænku sinni fékk hún hálsmen með Sporðdrekanum á og skvísuhring.  Frá Dellinu vinkonu sinni fékk hún snyrtidót og svo fékk hún 6 naglalökk í pakka sem ég á eftir að heyra í henni með hver gaf, því ég hef ekki verið með nógu mikla athygli.  Svo Ástrós Mirra getur núna verið á náttfötunum í ullarsokkum og svo vel snyrt að það mun sjást langar leiðir.

    Amma Steina lét mig leita og leita að jólapakkanum frá sér þar sem hún sendi afmælisgjöf um daginn og á sama tíma voru að koma jólapakkar frá ættingjum heima á Íslandi en svo fann ég aldrei jólapakkann frá henni en skýringin kom í gær þegar við opnuðum jólakortin en þar stóð að hún hefði ákveðið að geyma jólagjöfina þangað til hún kemur til okkar í febrúar.  Svo við munum bara fá gjafir frameftir nýju ári. Jeiiiiiii.

    En hún sendi Mirrunni dvd diskinn með leikritinu Unglingurinn sem ég held að við munum nú setjast niður og horfa á í dag.  Snillingar þessir strákar sem sömdu þetta leikrit ásamt því að leika í því.

    Og núna á jóladagsmorgun þegar ég sit hér og skrifa mest fyrir sjálfa mig þennan annál (því ég er svo gleymin og elska það að geta flett upp í blogginu á hinum ýmsu atburðum sem hafa átt sér stað í lífi okkar) þá er sólin að byrja að skína og snjór yfir öllu og ég farin að iða í skinninu að labba út og anda að sér jólunum í orðsins fyllstu merkingu.

     

    17.12.2014

    ég held það séu að koma jól

    alla vega frekar stutt í þau en í þessum skrifuðu orðum er ég að bíða frétta af Maddý tengdamömmu en hún átti flug frá Íslandi kl. 13 í gær og en allt millilandaflug lá niðri vegna óveðurs.  Vonandi allir heilir á húfi sem ég þekki þar.  En alla vega þá var flugvélinni sem hún átti að fljúga með snúið við og lenti aftur í Osló og kom því ekki aftur til Íslands fyrr en í gærkvöldi og mér skilst hún hafi ekki farið í loftið fyrr en 22.30 og þá var gamla konan búin að bíða á flugvellinum síðan kl. 10 um morguninn.  Og hún hefur vonandi fengið hótel á Oslóarflugvelli í nótt og nú bíð ég frétta af því hvaða flug hún fær í dag, því hún er að fljúga með Norwegian og þeir fljúga bara kl. 15 í dag en SAS kl. 10 svo ég vona að Norwegian sendi hana með SAS.  Annars þarf hún að hanga annan dag á flugvelli og það er ekki gaman og alls ekki gott fyrir hana þar sem hún er nú sjúklingur.  Við verðum nú að dekra svolítið við hana þegar hún loksins kemst til okkar.  Ekki spurning.

    En hvað er annars að frétta?  Ég sé að enn ætla trúleysingjar að eyða allri aðventunni í að skrifa greinar um það hvað börnin þeirra muni hafa slæmt af því að þurfa að fara í kirkju fyrir jólin.  Það sem ég skil ekki er að ef þú tekur ákvörðun um að vera í minnihlutahópi af hverju berðu þá bara ekki sjálfur ábyrgð á því og óskar þá eftir því að börnin þín fari ekki með í þessar svokölluðu kirkjuferðir.  Það ert jú þú sjálfur sem ekki vilt það og útskýrir það fyrir þínum börnum.  Alveg eins og ég útskýri það fyrir mínu barni af hverju ég vil að það fari í kirkju, skírist og fermist.

    Ég sá eitt komment áðan frá manni sem einmitt líkti þessu við það að ef foreldrar 2 barna væru grænmetisætur þá mætti skólinn ekki bjóða uppá kjöt og fisk og eingöngu hafa grænmeti á boðstólnum.  Hvaða kjaftæði er þetta.  Það er bara þannig að meirihlutinn ræður.  Minnihlutinn tekur því bara að vera í minnihluta og hegðar lífi sínu eftir því.  Samanber, ég er matvönd og borða ekki ber og ekki sultur.  Er þá ekki best að það sé bannað í öllum boðum sem ég fer í að bjóða uppá það?  Nei, auðvitað ekki, ég tek ábyrgð á því að vera matvönd og borða bara eitthvað annað eða bara ekki neitt fyrr en ég kem heim. (punktur)

    En við erum aðeins búin að vera að taka inn aðventuna, búin að fara á tónleika í Buen “Swinging Christmas” sem mér fannst nú bara gaman á, en Mirrunni og Þráni fannst ekki eins gaman en allt í lagi.  Jóhann Viðar og Anna Sofia og börn komu með okkur og fórum við svo út að borða saman á eftir.  Þetta var mjög kósí og skemmtilegt.  Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk.

    Svo fórum við á jólaboð með vinnunni hans Þráins á laugardaginn og það var bara alveg fínt, reyndar mættu nokkrir fullir kl. 19.30 (já þetta er bara eins og hjá íslendingum, ef vínið er frítt þá drekka þeir mikið) en það var enginn til vandræða, við vorum bara pínu hissa enda orðin svo dönnuð með aldrinum.  Maturinn var…… bara matur og alls ekki einhver jólamatur í okkar huga.  Purusteik, pylsa og kjötbolla.  Kartöflur í skrallinu og einhver sósa með sem gerði lítið fyrir mig.  Þráinn reyndar hélt að kjötbollan væri fiskibolla og þeir sprungu úr hlátri kallarnir að honum skyldi detta í hug að það væri fiskibolla í jólaboði.  Hummm en já kjötbolla er auðvitað miklu flottari.  ha ha ha.  Svo var eftirrétturinn það sætasta sem ég borðað í eftirrétt, einhver dýsætur búðingur með enn sætari sósu yfir og enginn ís til að dempa sætubragðið svo aldrei slíku vant borðaði ég minna en 1/3 af eftirréttinum.  Eeeeeeen það var gaman, mikið fjör í fólki og við að spjalla og segja jólasveinasögur frá Íslandi, dansa og syngja með hljómsveitinni sem minnti okkur á Stebba P.  Svona 2 eldri gaurar sem spila og syngja allt.  Bara gaman.  Við ætluðum ekki að vera lengi en vorum til kl. 2 ooooooog skírn og jólaball daginn eftir sem við rúlluðum upp.

    Fjóla og Róbert voru að skíra fallegu Lenu sína í íslensku kirkjunni okkar og var það mjög falleg athöfn og þetta var í fyrsta sinn sem ég fer í kirkjuna og það er “messa” með presti og alles.  Og alles í þessu samhengi er kórinn sem mætti með og alveg frábær fiðluleikari ásamt organista norsku kirkjunnar sem þetta var í.

    Svo á eftir var jólaball hjá Íslendingafélaginu og þar kom hann Giljagaur og dansaði með krökkunum og gaf þeim íslenskan nammipoka.  Svo endaði dagurinn í skírnarveislu þar sem veitingarnar voru aldeilis ekki að verri endanum.

    Já og svo er núna bara verið að bíða eftir Maddý ömmu, ég þurfti að fara á fætur á sama tíma og Þráinn til að skutla honum í vinnu þar sem ég hef ekki hugmynd um hvenær Maddý kemur og betra að vera með bílinn þegar það kemur í ljós.  En ekki var þetta nú skemmtiferð fyrir mig, hálka, brjálæðisleg þoka og niðamyrkur.  Jebb kjöraðstæður fyrir mig að keyra, ég sem er svo náttblind (og já það eru engin götuljós á leiðinni því þetta er úti í sveit)  og þegar ég mæti bílum með ljósum á, þá held ég nú alltaf að þeir hafi gleymt að taka háu ljósin af en það er víst ekki þannig.  En ég sem sagt blindast alltaf og skil lítið í því af hverju ég næ að halda mér á veginum.  En sem sagt ég keyrði á 50 km alla leiðina og komst heim, heil á höldnu. Og nú sit ég hér og bíð eftir fréttum að Maddý ömmu með kveikt á arninum og myrkur úti.

    Þangað til næst og munið að njóta aðventunnar.
    ykkar Kristín

     

    30.11.2014

    Heimsmet

    Já það er ekki á hverjum degi sem maður fær að verða vitni að heimsmeti en það fékk ég í gær.  Planið var hjá þeim sem stóðu að þessu að skjóta 532.532 flugeldum minnir mig en það endaði svo í 540.000 flugeldum.  Þeim tókst ekki að skjóta þessu öllu upp á þeim tíma sem þeir ætluðu og er um að kenna rigningunni sem var í gær og hafði verið undanfarna daga.  Ekkert sem mannshöndin ræður við.  Sýningin var flott en ég verð nú að segja að þó þetta hafi verið til þess að fella heimsmetið í Dubai þá sýnist mér sú sýning hafa verið mun flottari.  Í mínum huga er það ekki stærðin sem skiptir máli heldur gæðin.  En það er alltaf gaman að geta sagst hafa verið vitni að heimsmeti.  Og þá er ég ekki að meina að taka svo orða eins og oft er gert í minni fjölskyldu þegar eitthvað þykir “alveg heimsmet”.

    En annars eru jólin að detta í hús hérna, jólaskrautið er út um allt eins og hjá sönnum hrúti en því verður fundinn réttur staður á næstunni.  Fyrst er að fá eiginmanninn í lið með mér með jólaljósin, svo get ég farið að rölta um styttur og koma þeim haganlega fyrir út um allt.  Setja jólin í öll horn en langmest niðri í stofu og eldhúsi og nú eru komin tvö ljós á skrifstofuna mína svo mér ætti nú að líða betur á næstunni þar.  Elska jólaljós og væri til í að lýsa upp hvern fermeter ef ég fengi að ráða.  En ég er nú gift manni sem er fæddur í janúar og líkar við myrkrið en ég sem er vorbarn dett alltaf í þunglyndi á þessum árstíma þar til jólaljósin eru komin upp.

    Eins og dagarnir hafa verið hérna undanfarið þá er komið myrkur kl. 15.30 og um kl. 17 vil ég bara uppí sófa og horfa sjónvarp og fara að sofa kl. 20 því þá finnst mér kvöldið hafa verið nógu langt.  Það vantar alveg daginn, meðan enginn snjór er.  Ef ég fengi að ráða þá ætti ég að vinna til hádegis og fara svo að gera eitthvað skemmtilegt í kannski 2 tíma af birtu en ég funkera ekki í myrkri.  Get ekki gert heimilisstörf í myrkri, get ekki tekið myndir í myrkri, get ekki heklað eða prjónað, get ekki ……….. já ég veit ég er vorbarn og þegar búið er að rigna svona mikið og myrkrið búið að vera svona svart þá bara líður mér ekkert nógu vel.  Vonandi fer að snjóa hérna því þá birtir sko yfir öllu.  Eins og var í fyrravetur, snjórinn stytti veturinn til muna og svo var bara allt í einu komið vor.

    Hlakka til jólanna og svo til vorsins.  Finnst janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins og vildi helst leggjast í hýði þá mánuði og vakna bara aftur þegar fer að birta til.

    Heyrðu en við hjónin vorum í samvinnuverkefni í gær, þar sem Þráinn var með eina myndavél og ég aðra til að vera viss um að ná að fanga flugeldasýninguna á mynd og það tókst en ég er ekkert góð í því.  Þráinn segist vera mjög góður í þessu og þarna þessi eina mynd sem hann náði vel sé að sjálfsögðu meistaraverk osfrv. en það er nú bara til að stríða mér.  En ég var að taka eftir því að við tókum 530 myndir þannig að það er ein mynd fyrir hverja 1000 flugelda hjá okkur. Vel gert.  En þeim fækkar nú ef ég hendi út hreyfðum myndum, ekki í fókus myndum og svo framvegis en þetta var skemmtilegt og alltaf gaman hjá okkur hjónum þegar við skjótumst svona út saman og ekki var verra að vera með heitt kaffi á brúsa og kexpakka í bílnum því það tók nú smá tíma að komast út úr bænum enda 25000 manns á staðnum.

     

    Reyndar erum við alltaf jafn undrandi á því hvað norðmenn eru svakalega klárir að stýra svona viðburðum eins og í gær, við vorum ekkert alveg viss hvar þetta ætti að vera og alls ekki viss hvar við ættum að leggja bílnum. En þegar við keyrum inní bæinn þá eru bara menn strax við gatnamótin inní bæinn og á öllum gatnamótum eru menn að stýra umferðinni og beina okkur þangað sem búið er að útbúa bílastæði fyrir mannfjöldann.  Við fórum bara eftir bendingunum og ekkert vesen.  Elsketta.  Elska skipulag.  Nú svo höfðum við það bara kósí á leiðinni út úr bænum aftur með kaffi og kex því þá tók umferðin mun lengri tíma.

    Í dag verður kellingaferð í ullarverksmiðjuna okkar hérna í Mandal en það er alltaf opið hús fyrstu helgina í aðventu og fullt af fólki að selja handunnar vörur, hægt að sjá hvernig ullin verður til og hvernig þeir vinna hana hérna í Mandal en það þykir sko ekkert slor að vera með Mandalsteppi hjá sér og þau endast í 50 ár eða þannig, ég alla vega hef skoðað hús hérna með 35 ára gömlum Mandalteppum og þau voru eins og ný.  Svo er hægt að búa til sín eigin listaverk úr þæfðri ull þarna og ýmislegt annað skemmtilegt til dundurs.

    Ætla að njóta dagsins með Margréti og mæðgunum Heiðu og Ingu úr Kristianssand.  Koma svo heim klára að skreyta og elda svo góðan mat og eiga góða stund með kertaljós og fjölskyldunni.

    þangað til næst,
    ykkar Kristín

    23.11.2014

    Rjómagúllash ala Kristín og þráinn

    Rjómagúllas ala Kristín

    Uppskrift

    • Svína eða lambagúllas
    • laukur
    • paprika
    • sveppir
    • rjómi

    Steikir lauk í smjöri, bætir í papriku og síðan sveppunum.  Setur til hliðar þegar nóg steikt eða svissað eins og mamma myndi kalla það.

    Steikir þá kjötið og kryddar með salti, kjöt og grillkryddi og Sítrónupipar (algjört möst)

    Bætir svo aftur grænmetinu á pönnuna og hellir rjóma yfir.  Tilbúið

     

    Kartöflur í ofni

    Skornar niður venjulegar kartöflur og settar í eldfast mót, sætar kartöflur skrældar og skornar í heldur stærri bita þar sem þær bakast fyrr.

    Kryddað með salti og hvítlaukspipar og olíu hellt yfir – fær að bakast í ofni í ca. 50 mín eða þar til það er tilbúið.

     

     

     

    22.11.2014

    Jæja

    Þá er litla stúlkan mín orðin 14 ára og það er ekkert annað en það að nú er kærastinn kominn í heimsókn frá Dovre sem er fær mitt á milli Osló og Trondheim.  8 tíma lestarferðalag sem hann Pål og vinur hans Per lögðu á sig til að hitta kærusturnar Ástrós Mirru og Sunnu Karen.  Á þessum bæ hefur verið mikil spenna í gangi og fyrir þessa helgi.  Okkur foreldrunum líður pínu skringilega, vitum ekki alveg hvernig.  Ég byrjaði ekki að eiga kærasta fyrr en 16 ára en Þráinn var nú svosem kominn með kærustu um 14 ára aldur svo líkur sækir líkan heim eða þannig.

    Alla vega þá birtust hér seinni partinn í gær stúlkurnar okkar með þessa drengi sem voru að koma í heimsókn en þegar ég sé strákana þá eru þetta engir litlir drengir, báðir yfir 180 og Pål líklega nálægt 190 cm svo hann og Mirra eru ansi ólík en ótrúlega krúttleg að sjá saman.  Ég held ég dobbli þau bara í smá myndatöku í dag, ég verð að eiga fysta deitið á filmu eins og sagt er.

    Svo já þetta eru engir smástrákar að sjá en við nánari kynni eru þeir samt bara guttar og það er gott.  Gelgjurnar okkar eru hyper kátar (á íslensku) og þau eru voða glöð að horfa á tv, kúra (ég þori ekki að segja kela því hún er enn litla stelpan mín) og svo á nú að taka einn tölvuleik í dag.  Ég er reyndar búin að óska eftir að þau fari út með hundinn og fái sér göngutúr.  Þau hafa bara gott af því.

    Ég er ekki frá því að ég sé pínu feimin, held það sé ekki við strákana heldur meira við aðstæðurnar og það að litla stúlkan er að vera stór.

    Pål reyndar heldur því að Þráinn sé hobbiti (hann hefur nú ekki sagt það við hann en sagði það við Ástrós Mirru) og það sé ástæðan fyrir því að Ástrós Mirra sé svona lágvaxin.

    Þráinn var að stríða Per og sýna honum myndir af Fúsa pabba hennar Sunnu sem hann mun hitta í kvöld og ég held að drengurinn sé talsvert nervus, ha ha ha.  Ef ekki væri svona leiðindaveður í dag, þá myndi ég segja Fúsa að koma á hjólinu svo hann lúkki meira yfirþyrmandi.

    En þá að síðustu viku sem var talsvert fjörug hjá okkur.  Við fórum sem sagt til Sandefjord á föstudaginn og nánast beint með Mirru og Söru í keiluhöllina þar á staðnum þar sem þær hittu 3 aðra unglinga sem tóku þátt í afmælisfagnaði Mirrunnar.  Það var víst mikið fjör og mikið gaman hjá þeim öllum þarna og vel lukkað afmæli segir stúlkan.  Svo var ég með 8 myndatökur þarna á laugardeginum en stelpurnar íslensku í Sandefjord voru búna að láta það fréttast út að ég væri að koma og það varð svona vinsælt.  Katla var svo yndisleg að redda mér plássi í leikskólanum sem hún vinnur í og hún og Inga voru allan daginn með mér og ég hefði ekki getað þetta án þeirra en mikið var þetta skemmtilegt og vona ég svo bara að fólkið sé ánægt með myndirnar.

    Ég var að vinna þessar myndir alla vikuna svo ég hef ekkert gert annað en að vinna.  Í dag er svo bara slæpingur á okkur hjónum, kleinukaffi hjá íslendingafélaginu og huggulegheit í KRS.  Svo koma Hadda og Fúsi og borða með okkur og unglingunum í kvöld.  Bara gaman.

     

    jæja þangað til næst,
    ykkar Kristín

    13.11.2014

    14 ár

    Það er alveg ótrúlegt að það séu komin 14 ár síðan við vorum að gera okkur klár á fæðingardeildina að láta sækja hana Ástrós Mirru en svona líður nú tíminn fljótt og samt er nú ansi margt sem hefur gerst á þessum árum.

    Þó það sé gaman að eiga ungling, þá er það líka erfitt og ég hugsa nú oft til litlu stúlkunnar með gleraugun og tíkaspenanna sem sagði:  “pabbi, ertu hátt uppi, pabbi passaðu að detta ekki” og við erum endalaust að horfa á, ég sakna hennar stundum.  Hér er linkur á videó af þessari litlu skottu.

    En Ástrós Mirra er flottur unglingur, gengur vel í skóla og það hefur ekkert verið auðvelt mál.  Það er mun erfiðara en ég gerði mér grein fyrir fyrir 12 ára stúlku að flytja milli landa, þó svo hún vilji það og allt.  Hún hefur td. ekki ennþá eignast norska vinkonu, og ég heyri það á öðrum íslendingum að það virðist alls ekki vera auðvelt fyrir útlendinga að eignast norska vini á þessum aldri.  Það er auðvitað þessi regla að þú ferð ekki heim til einhvers nema þér sé boðið sem gerir það að verkum að krakkar fara ekki og spyrja eftir næsta krakka nema þau séu þá það lítil.  Og ég er alveg að heyra dæmi þar sem íslenska stelpan er eini útlendingurinn í bekknum og henni einni var ekki boðið í afmæli.  Það er auðvitað ekki gott. En eftir 2,5 ár í Noregi er lífið farið að vera auðveldara, því hlæ ég bara þegar fólk ætlar að prófa að búa í útlöndum í nokkra mánuði, þú veist ekkert hvernig er að búa í öðru landi fyrr en í fyrsta lagi eftir 1,5 ár.  Annars er þetta bara eins og sumarfrí.  Mér fannst fyrsta árið að ég væri í fríi þó ég væri að vinna, því allt er svo framandi svo lengi.

    En aftur að fallegu stúlkunni minni sem er 14 ára í dag.  Hún er auðvitað talsvert þroskuð og ég tel það geti stafað af því að hún er einbirni eða þá að þetta sé í fjölskyldunni því hún er búin að tilkynna alheiminum (fésbókinni) að hún sé í sambandi við strák sem heitir Páll (Pål) og er norskur en býr allt of langt frá okkur eða 8 tíma í lest held ég.  Dove heitir staðurinn og er fyrir ofan Lillehammer.  Pabbi hennar Ástrósar Mirru var líka kominn á fast á þessum aldri svo ég er ekkert undrandi en ég ……..  nei nei ég var alveg að verða 16 þegar ég byrjaði en líka löngum verið óþroskuð og barnaleg sem mér finnst líka bara allt í lagi.  Það er nefnilega nægur tími.

    Afmælisdagur heimasætunnar verður pínu skrítinn því hún fer í skólann á eftir og svo beint að hjálpa mér að klára að pakka niður og bera út í bíl um leið og Þráinn kemur heim, því við erum að fara í Sandefjord á eftir og formleg afmælisveisla með 5 unglingum í Sandefjord verður þar í keiluhöllinni kl. 19 svo það er eins gott að stoppa ekkert á leiðinni og eins gott að strjúka kallinum sem fær ekki einu sinni að koma inn og pissa áður en við leggjum af stað.  Jú jú annars þetta er íkt en jú við erum að fara í Sandefjord og halda uppá afmælið hennar Mirru Skottu og Mirra Photograpy (ég) ætla að vera með hvorki meira né minna en 8 myndatökur á staðnum sem stelpurnar í Sandefjord hafa reddað mér.  Eða þær auglýstu í mömmugrúbbum að ég væri að koma að mynda og þetta er afraksturinn.  Ég þyrfti að vera umboðsmann þá gengi þetta allt betur.  En þetta er samt allt að koma, góðir hlutir gerast hægt sagði einhver.

     

    Svo elskurnar mínar elskiði lífið og sendið Mirrunni góða strauma á þessum merkisdegi, ég ætla að knúsa hana í tætlur.

    Ykkar Kristín Jóna

    09.11.2014

    Myndatökur, kirkja, óvissuferð og Ikea

    Ég varð að hafa Ikea líka í fyrirsögninni því mér finnst það bara ákveðin athöfn að skreppa í Ikea eða þannig, en við skruppum sem sagt í kirkjuna okkar í gær og áttum góða stund með nokkrum íslenskum fjölskyldum og börnunum þeirra og þeim yndishjónum Margréti djákna og hennar manni Grétari.  Ég var nú búin að ákveða að fara í kirkju þennan laugardag aðallega til að syngja með henni Margréti og svo sendir hún mér skilaboð á fimmtudaginn og var að tékka á því hvort ég ætlaði ekki örugglega að koma því hana vantar svo alltaf einhvern til að syngja með sér.  Ég og Þráin erum nefnilega ekkert feimin við að láta heyra í okkur í kirkjunni og syngjum bara hástöfum og það finnst Margréti að sjálfsögðu gott, það er svo leiðinlegt að heyra alltaf bara í sjálfum sér.  Ég veit ekki hvað þetta er við kirkjuna sem veldur því að fólki finnist það þurfa að hvísla og alls ekki syngja hátt.  En það er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti að fara með Mirruna í barnamessu í Hafnarfjarðarkirkju því það söng enginn með og því myndaðist ekki þessi skemmtilega stemning.  Mér finnst nefnilega kirkjan og söngur vera með samansem merki á milli.  En já svo skruppum við Ikea á eftir og það var dálítið skondið að við vorum búin að ákveða það, því við kynntumst þarna nýfluttum íslendingum í gær, hann er kennari og ég og hann ætlum að koma á laggirnar hérna úti íslenskukennslu fyrir börnin okkar og hún vinnur í Ikea svo hún fékk bara bílferð með okkur í vinnuna og við höfðum þá hitt hana einu sinni áður í Ikea þegar ég keypti skrifborðsstólinn minn.  En já þetta með íslensku kennsluna þá er það svo mikill misskilningur hérna í fólki að kvarta yfir því að skólarnir hafi ekki efni á að bjóða upp á hana en Sigurþór er búinn að kynna sér þetta og sú kennsla sem skólarnir hafa boðið uppá þegar þeir höfðu fjármagn er ekki að kenna íslenska málfræði og þess háttar, heldur einungis að aðstoða íslensk börn að læra samfélagsfræði, stærðfræði oþh.  Þannig að það að kenna börnunum okkar íslensku og íslenskan orðaforða og íslenska málfræði verður alltaf að koma frá okkur og nú er ég komin í málið og þá verður þetta gert.  Sigurþór sagði nefnilega að hann nennti ekki að byrja á að undirbúa þetta ef það yrði svo ekkert úr þessu.  Ég sagði honum að hann gæti treyst því að þetta mál myndi klárast því ég væri “Dooer”.  Veit ekki alveg hvernig á að skrifa Doer með einu o eða tveimur en ég vona að þið skiljið mig.  Þannig að nú erum við meira að segja komin með húsnæði fyrir börnin okkar einu sinni í mánuði en vantar að fá það einu sinni í viðbót þannig að kennslan verði á tveggja vikna fresti og svo auðvitað heimanám líka.  Vitiði ég hlakka bara til, því þarna kem ég sterk inn að hjálpa Mirrunni með heimanám.  Svo þetta er næsta verkefni, þar er að koma þessu á koppinn og svo sjá aðrir um framkvæmdina.

    En ég var í vikunni með mína fyrstu algjörlega sjálfstæða norsku myndatöku, þe. móðir barnsins sá myndir eftir mig á fésbókarsíðu kunningjakonu sinnar og hún hafði samband við mig og óskaði eftir myndatöku á 4 ára gamalli dóttur sinni og vildi síðan að ég útbyggi jólakort og pantaði fyrir sig.   Ég var pínu kvíðin sérstaklega þar sem veðrið var búið að vera svo leiðinlegt og við ætluðum að skjótast bara í hádeginu saman út á strönd (þannig að ég varð tímabundin) en vá þetta var svo skemmtileg myndataka og stelpan svo skemmtileg og gæti nú hæglega verið dóttir mín þegar hún söng fyrir mig Línu Langasokk og Soffíu frænku.  Skemmtileg myndataka, eftirvinnslan auðveld og skemmtileg og kortagerðin gekk þvílíkt vel og allt komið í pöntun og bara beðið eftir kortunum.  Svo verður brjálað að gera um næstu helgi því þá erum við að fara til Sandefjord og þar verð ég með jafnvel 8 myndatökur á tveimur dögum, sem sagt vinnuferð hjá mér en skemmtiferð hjá Mirrunni og Þráni og búið að plana út að borða unglingaferð á föstudeginum sem er afmælisdagurinn hennar Ástrósar Mirru.  Inga er að skipuleggja það svo þetta verður nú eitthvað, eins og amma myndi segja.

    Já og nú á sunnudagsmorgni er ég að plana óvissuferð fyrir hana Margréti Annie vinkonu mína sem er búin að eiga erfiða viku í vinnunni og ég ætla að létta henni lífið í dag.  Segi frá því seinna hvað ég geri með henni.

    En það eru líka aðrir vinir hérna hjá okkur sem eru búin að eiga erfiða viku en það gerðist skelfilegur atburður um síðustu helgi þegar fyrrverandi eiginmaður og barnsfaðir hennar Hege vinkonu okkar og nágranna, skaut og stakk tvær konur sem eru lífshættulega slasaðar eða alla vega önnur þeirra og allt bendir til að hún verði lömuð það sem eftir er, en hin er að ná sér.  Þetta fólk er í eiturlyfjum og var undir áhrifum þegar þetta gerðist.  Það sem snýr að okkur er að horfa uppá elsku börnin þurfa að takast á við það að eiga föður sem gerir svona, það tekur á og þetta hefur verið mjög erfið vika og þau fá engar fréttir þar sem þau eru aðstandendur geranda en ekki þolanda og maður skilur það alveg en það gerir þetta ekkert auðveldara fyrir börnin sem eru reyndar engin smábörn en samt bara 16 ára til tvítugs.  Svo við fórum í gær og færðum þeim jólastjörnu ljós til að lýsa aðeins upp myrkrið og sálina.  Og Hege bara klökknaði sem sýnir okkur líka hvað þetta hefur tekið mikið á þau.  En gott að geta glatt aðra og gert eitthvað, mér er einmitt búið að finnast svo erfitt að finna út hvað ég geti gert til að sýna þeim hvernig okkur líður og að við séum tilbúin til hjálpar ef þau þurfa á því að halda.

    En í dag sýnist mér ekki eiga að rigna allan daginn svo ég vona að við Margrét náum að hleypa smá leiðindum út úr kroppnum í óvissuferðinni.

    Elska ykkur öll og munið að njóta lífsins.
    ykkar Kristín Jóna

    01.11.2014

    Halloween og vitar

    Halloween var í gær og við erum komin með hefð hérna úti að hittast 4 fjölskyldur með börnin okkar heima hjá Margréti og Jóni og allir eiga að klæða sig í búning.  Krökkunum finnst þetta æði og mér finnst þetta eiga að vera hátíð fyrir börnin sem við fullorðna fólkið tökum þátt í.  Okkar krakkar fóru ekkert að “trick or treat” voru bara heima að leika sér í búningunum og við fullorðna fólkið tókum þetta alvarlega líka.  Það er einkennilegt hvað það er auðvelt að gera mann ótrúlega ljótann og hvað það er miklu auðveldara að leika í þá áttina en í hina.

    Ég ákvað að fara í svartan kjól og svarta skikkju sem kom uppúr kössunum frá Íslandi, því ég hef sett mér það markmið að kaupa engin svört föt eftir að ég flutti hingað út en ég sem sagt átti þau í kassa heima á Íslandi, mér þykir reyndar vænt um þessa kjóla því koma bæði frá ömmu og mömmu og svo auðvitað sjálfri mér en allir eru þeir orðnir gamlir og kannski 3 og 4 kynslóð eigi eftir að nota þá líka.  Ég fór sem sagt í kjól af henni ömmu minni í gær og skikkjuna og svo málaði Mirran mig.  Fegurri konu hef ég sjaldan litið, Þráinn var að vinna frameftir í gær en leit eitthvað á fésið og honum dauðbrá þegar hann sá nýju prófæl myndina mína sem fær að vera þarna yfir helgina.  Krökkunum fannst ég flott.

    Í þessu gerfi svæfði ég ungabarn í gær, svo töfrar “mary poppins” hverfa ekkert við lélegt makeup (eða mjög gott).

    Ástrós Mirra og Sunna voru búnar að spá í sínum búningum lengi og vissu sko alveg hvað þær vildu vera.

    Fjóla og fjölskylda voru ekki alveg eins skelfileg og við og það var nú kannski út af henni Lenu litlu, það borgar sig ekki að hræða barnið mikið.

    Lovísa og krakkarnir komu líka í búningum en Gabriel á víst á þeim aldri að þykja þetta ekki smart og fór úr sínum strax.

    En mæðgurnar voru flottar.

    Svo voru gestgjafarnir líka í búningum og Margrét kann þetta, húsið hjá henni er allt skreytt með kóngulóm og kóngulóavef, alls konar nornir öskrandi í hverju horni og ég veit ekki hvað og hvað.

    Svona gat hún litið út en hún var líka voða sæt

    Og Jón tók kúrekann á þetta

    Skrítið hvað krökkum finnst gaman að leika sér með eitthvað svona skelfilegt, þessar vildu endilega fara út í myrkrið og leika með ljós og gerðu það sko bara vel

    En þetta er skemmtileg hefð og auðvelt að hendast í smá búning og mála sig í framan og þá er þetta komið.  Við ákváðum að hafa tortillur í matinn og skiptum á milli okkar hver kæmi með hvað og það er bara mjög sniðugur matur í svona boði.

    Happy Halloween!

    En ég ætlaði líka að tala um vita, því við fórum að heimsækja einn þeirra þegar hann Friðsteinn frændi Þráins var hjá okkur um daginn.  Hann er reyndar stundum kallaður punkturinn eða var kallaður það af afa sínum sem hét Fríðsteinn.  Það rigndi næstum allan tímann sem hann var hjá okkur en þó stytti upp á laugardeginum og við skelltum okkur í bíltúr með kallinn og sýndum honum vítt og breytt um Mandal og nágrenni.

    Og birtan var geggjuð úti á Lindesnes Fyr og himininn svo blár og fallegur.  Skrítið þegar það er búið að rigna í meira viku stanslaust, svo kemur svona dagur og svo hefur rignt í viku stanslaust aftur.

    þangað til næst,
    ykkar Kristín

    16.10.2014

    Hnakkaþykkt….

    Hvað er í gangi þegar fólk er nánast að panika af því að kornung stúlka fær ekki hnakkaþykktarmælingu á fóstrið sitt hérna úti í Noregi.  Af hverju er þetta svona algengt á íslandi og það fyrir ungar stúlkur með enga sögu?

    Þegar ég var ófrísk af Mirrunni þá fékk ég að fara í hnakkaþykktarmælingu því ég var 38 ára og með glasabarn.  Þá var talað um að hnakkaþykktarmælingin væri að koma að sumu leiti í staðinn fyrir legvatnsástungu.

    En af hverju er ungt fólk svona illa að sér í þessum efnum og af hverju heldur það að það séu einhverjar líkur á að eignast fatlað barn.  Er það ekki bara af því að allir eru að gera þetta?  Og þá langar mig að vita af hverju eru allir að gera þetta og hvað ætli það kosti íslenskt samfélag?  Og hvað er að því að eignast barn sem er með downs heilkenni?  Er það eitthvað verra en margt annað?  Þau börn sem ég hef kynnst með downs heilkennið eru bara yndisleg, kát og skemmtileg og geta bara ansi margt ef þeim er kennt það.  Er eitt heilkenni eitthvað verra en annað?  Við getum ekki skimað eftir öllum tegundum fötlunar og hvað ætlum við þá að gera?  Og hvernig væri heimurinn ef við værum öll eins.  Ég veit að þegar ég fór í hnakkaþykktarmælinguna þá vorum við hjónin búin að ákveða hvað við myndum gera ef við fengjum neikvæða niðurstöðu, ég er ekki viss um að þetta unga fólk sem er að fara í þennan sónar geri sér neina grein fyrir því hvernig þau ætli að taka niðurstöðunum.  Við litum á þetta sem tækifæri til að undirbúa okkur undir það sem gæti komið.  Ekki sem tækifæri til að eyða barninu væri eitthvað að því en það er gert í flestum tilvikum enda sagði mér góð kona með reynslu að það fæddust orðið í mesta lagi 1 – 2 börn á ári á Íslandi með downs heilkennið. En það þýðir ekki að það fæðist ekki fötluð börn, enda enginn sónar sem getur skannað það allt.

    En ég heyrði líka sögu fyrir mörgum árum af konu sem fór í legvatnsástungu og fékk niðurstöðuna að barnið hennar væri með litningargalla, hún tók þá ákvörðun að eiga barnið samt og þegar það fæddist var algjörlega fullkomið að öllu leiti nema annað augað var brúnt og hitt blátt.

    Æi, ég varð bara að varpa þessu fram þar sem ég sá í grúbbu fyrir íslendinga í noregi ungan mann nánast paninka af því að þetta er ekki í boði hér í noregi nema þú sért 38 eða með sögu.  Sem er bara eðlilegt.

    Þangað til næst,
    Ykkar Kristín Jóna

    14.10.2014

    Hvað þolir Hrúturinn verst?

    Ég sá á netinu áhugaverða upptalningu á því hvað stjörnumerkin þola verst og þetta var sagt um hrútinn.

    Hrúturinn (21. mars – 19. apríl)

    Bið. Allt sem við kemur þolinmæði er algjör martröð fyrir Hrútinn. Langar biðraðir, það að vera settur á bið í síma, bið eftir einkunnum og fleira getur gert Hrútinn alveg vitlausann.
    ————–
    Svo satt!  Þess vegna líður mér nú betur hérna úti í Noregi en heima á Íslandi þar sem næstum allir eru óstundvísir.  Ég er alltaf tilbúin korter í og hugsa alltaf út í það að ekki vilji ég láta þann sem ég á að hitta sitja og bíða eftir mér. Ég hef reyndar tamið mér óstundvísi gagnvart sumu fólki sem ég þekki og umgengst en þá er það bara þannig að ef það fólk bíður mér eitthvað kl. 16 þá ákveð ég að ég á að leggja af stað í fyrsta lagi kl. 16 heiman frá mér (og nú er ég miða við þegar ég bjó í Hafnarfirðinu og þurfti að hitta fólk í Reykjavík).  Þannig minnkaði ég líkurnar á því að ég þyrfti að bíða.  Enda búin að bíða eftir fólki allt of lengi.  Reyndar hef ég líka lent í því að fá að heyra að stundvísi sé ókurteisi en ég mun aldrei samþykkja það og er óskaplega fegin að vera í fjölskyldu sem er stundvís og þau eru sko ekkert öll í Hrútnum, ég held þetta sé nú eitthvað sem þér er kennt í uppeldinu.

    Og eitt skil ég aldrei.  Fullt af fólki sem kemur alltaf of seint í veislur og þess háttar viðburði, hvernig fer það að því að stunda skóla og vinnu?  Þá þarf maður að mæta á ákveðnum tíma.  Er þetta kannski þannig að þeir sem eru óstundvísir meti það svo að þeir megi það í ákveðnum tilvikum?  Ég hef alla ævi reynt að skilja þetta en tekst ekki.  Ef maður býr í Hafnarfirði og á að mæta niður á Laugarveg kl. 10, þá veistu að það tekur þig minnst 30 mín og leggur þá af stað 45 áður til að vera viðbúinn traffík.  Er þetta ekki einfaldur útreikningur?

    En kommentið um Hrútinn snýst nú ekki bara um óstundvísi og snýst reyndar ekkert um það heldur að Hrúturinn getur ekki beðið og það er einmitt það sem hann þarf að gera þegar einhver annar er óstundvís, en kommentið segir að Hrúturinn hafi enga þolinmæði og það er einmitt svo fyndið því ég hef sko enga þolinmæði.  Get ekki beðið ef ég hef pantað eitthvað á netinu eftir að það komi.  Get ekki beðið með að segja frá einhverju skemmtilegu.  Get ekki beðið með að gefa einhverjum gjöf ef mig langar til þess núna.  Ég vil helst að allt hafi gerst í gær því þá þarf ég ekki að bíða eftir því.  En svo þegar kemur að vinnu, þá á ég til óskaplega mikla þolinmæði sem fjölskyldan mín sér aldrei og það er skrítið, af hverju getum við sýnt ókunnugu fólki þolinmæði en ekki okkar nánustu?  Er það kannski af því að í rauninni hef ekki þennan eiginleika en þarf að temja mér hann í ákveðnum aðstæðum og gagnvart manns nánustu þá þarf maður ekki að fara í sparifötin heldur kemur fram eins og maður er?  Ég hef oft sagt einmitt að maður á ekki að kenna sínum nánustu neitt, láta frekar vin sinn um það alla vega ef það krefst þolinmæði.  Þetta hugsaði ég oft þegar Ástrós Mirra var að biðja um að fá að vera í heimaskóla.  Heimaskóla!  Og á ég að kenna henni?  Jesús Pétur!  Ég væri orðin hárlaus, ekki bara gráhærð og hún væri ekki búin að læra neitt.  Hvernig fer fólk að þessu þarna úti í Ameríku þar sem þetta virðist svo algent og af hverju tekur fólk þá ákvörðun að taka börnin sín úr skóla og félagsskapnum og láta þau sitja alein heima hjá sér að læra allan daginn.  Hvernig eru frímínúturnar þarna og hvernig þroskast félagslega hliðin hjá þessum krökkum?  Ég er ekkert að dæma, heldur meira að velta þessu upp, því ég hef svo óskaplega gaman að því að reyna að skilja það sem ég skil ekki.

    Svo eigiði góðan þriðjudag,
    ykkar Kristín

     

    13.10.2014

    Tónleikar og Omega

    Já helgin hjá okkur byrjaði á, ja sko hjá mér byrjaði hún á myndatöku með Julie vinkonu minni sem var bara æðislegt.  Hún er svo ófeimin og til í allt svo það getur bara verið gaman, en þegar myndatakan var búin þá skelltum við okkur með Arnfinn og Hege á tónleika í Buen með Syvert Høyem. Þvílíkur tónlistamaður og röddin hans ein og sér hefði verið nóg hljóðfæri.  Mæli með því að þið hlustið á hann.  Svo fréttum við að hann hefði verið svo ánægður með mótttökurnar í Mandal að hann ætli að koma aftur.  Jeiiiiiiiiiiiiii.  Gott þegar tónlistamenn eru ánægðir með mótttökurnar.  Svo eftir tónleikana þá löbbuðum við heim og fengum okkur smá hvítvín (og skot) og sátum og spjölluðum langt fram eftir nóttu og þegar ég vaknaði um kl. 11 daginn eftir (ja hérna hér) þá var ég svooooooo ryðguð og ég sem átti von á fólki frá Porsgrunn með kynningu á kaffi og Omega, jæja það þýðir ekkert annað en hrista þetta af sér og svo þegar fólkið mætti þá var ég alveg allt í lagi en ekkert meira en það.  En þessi unga stúlka sem heitir því fallega nafni Kristín var aðallega að kynna Omega eða Balance sheikinn eins og flestir kalla þetta sem Lýsi hf. framleiðir með ZinZino sem er sænskt fyrirtæki.  Alla vega þá var alls sem hún nafna mín sagði eitthvað sem ég hafði áhuga á og ég var ekki lengi að gerast áskrifandi þar sem þetta kostar ekki svo mikið, Þráinn skellti sér líka á pakka og ef ég fæ sömu niðurstöðu og hún nafna mín sem er að taka þetta og hún með gigt og þunglyndi og fleiri sjúkdóma og hefur getað minnkað alla lyfjaskammta svo mikið að læknar eru undrandi þá verð ég sko ánægð, ef ég get farið í göngutúr, sest svo niður og staðið aftur upp eins og venjuleg manneskja þá verð svo hamingjusöm og ef ég sef betur eins og sumir upplifa þá verð ég nú bara kát og ef athyglin bætist líka þá er ég nú farin að dansa um allt.  Svo já ég bíð spennt eftir að byrja á þessari olíu, það er sko hægt að velja á milli þess að fá shake, olíu eða töflur og við ákváðum að taka olíuna og fá gamla lýsisfýlinginn með þessu.

    Feeling hopeful.

    Svo í gær þá vorum við nú mest bara að dúlla okkur heima, fórum svo í göngutúr við hjónin með Erro og héldum nú það væru að koma þrumur og eldingar þegar við vorum næstum komin heim en það varð nú ekkert úr því, kannski af því að gengum svo rösklega og ekkert gaman fyrir veðrið að hafa ekki náð okkur úti. Svo var bara eldað eldsnemma og borðuð purusteik með brúnuðum kartöflur og kósí hjá okkur.

    Núna er svo bara ný vinnuvika hafin og lífið bara skemmtilegt fyrir utan að það var kalt í morgun, bara 6 gráður.  Nenni ekki kulda alveg strax.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristin

    08.10.2014

    Litir blómanna….

    Já þetta segir hún Sigga Kling (sem ég “by the way elska” því hún er svo jákvæð í öllu sem hún gerir) um hvít blóm.

    Hvít blóm hafa hreinsandi áhrif á sál og huga, hreinsa út neikvæða orku og koma á jafnvægi.  Hvít blóm hafa góð áhrif á einbeitinguna og hafa róaandi áhrif.  Hvítt táknar ávalt frið og með friðnum fylgir hamingja.  Mín uppáhalds blóm eru hvítar Kóngaliljur.

    og þá fór ég að hugsa hvort hún Hege vinkona mín í næsta húsi viti þetta því tvívegis hefur hún gefið okkur blóm, í fyrsta sinni sem við buðum þeim saman í mat (held það hafi nú verið í slátur) og svo þegar við fluttum og í bæði skiptin eru það blóm sem blómstra hvítu.  Kannski þess vegna líður okkur svona vel núna, umvafin hvítum og grænum blómum.

    Þetta segir Sigga um græn blóm

    Græni liturinn er tákna auðlegðar og veraldleg gæði og græni liturinn gefur jafnvægi og gerir alltaf allt svo heimilislegt.  Grænt í draumi er alltaf tákn fyrir peninga.  Sumar segja að það að vera með græna pottaplöntu á heimilinu muni auka auðlegð.

    Svo það er kannski þess vegna sem við eigum allt í einu afgang af peningum um hver mánaðarmót.  Kannski voru það mistök að vera ekki með meira af blómum heima á Ísandsi, en samt var ég með blóm svo ekki getur þetta stafað bara af því, æi nú er ég orðin rugluð, en alla vega er ég ánægð með blómin okkar og ánægð með hamingjuna og afganginn.  Ég vona líka að ég sé í jafnvægi, finnst ég alla vega hlæja meira núna en áður og kannski það tengist þessu fallega hvítmálaða húsi sem við búum núna í.

    Fengum fréttir af íslenskum gestum á leiðinni í októbert, tónleikar á föstudaginn svo það er aldrei neitt leiðinlegt í kringum okkur.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna sem finnst gott að bulla á morgnanna.

    Hvít blóm
    Hvít blóm hafa hreinsandi áhrif á sál og huga, hreinsa út neikvæða orku og koma á jafnvægi.  Hvít blóm hafa góð áhrif á einbeitinguna og hafa róaandi áhrif.  Hvítt táknar ávalt frið og með friðnum fylgir hamingja.  Mín uppáhalds blóm eru hvítar Kóngaliljur. – See more at: http://www.tiska.is/tiska/gotutiskan/nanar/13052/sigga-kling-hvad-takna-litir-blomanna#sthash.3MYDxYes.dpuf
    Hvít blóm
    Hvít blóm hafa hreinsandi áhrif á sál og huga, hreinsa út neikvæða orku og koma á jafnvægi.  Hvít blóm hafa góð áhrif á einbeitinguna og hafa róaandi áhrif.  Hvítt táknar ávalt frið og með friðnum fylgir hamingja.  Mín uppáhalds blóm eru hvítar Kóngaliljur. – See more at: http://www.tiska.is/tiska/gotutiskan/nanar/13052/sigga-kling-hvad-takna-litir-blomanna#sthash.3MYDxYes.dpuf

    07.10.2014

    Já nú veit ég

    af hverju ég labbaði svona lítið heima á íslandi, það er rokið.  Ekki spurning.  Hérna labba ég allt og hlakkar bara til að ganga erindanna minna en í morgun lá ég uppí og ætlaði ekki að vilja fara framúr því ég þarf að fara til kiropraktorsins kl. 9 og það er íslenskt veður úti, hávaðarok og rigning og ég er byrjuð að hugsa um alls konar afsakanir fyrir því að fara, en ætla að snúa þessu við og reyna að upplifa þetta sem skemmtiferð.  Hvernig get ég annars ýtt á eftir stelpunni að hjóla í skólann en ég nenni ekki einu sinni að labba þetta.

    Svo já fyrir ykkur sem þolið ekki góða veðrið í Mandal, þá er komið haust núna, það kom eiginlega bara 1. október en samt var alla síðustu viku gott veður þó það væri haustlegt og hitinn fór alveg uppí 17 gráður yfir miðjan daginn en núna er haustið alveg komið með þessu roki, hér fuku hjólin um koll í gær og þurfti að taka þau inn ásamt blómum og kertakrúsum og sem betur fer fórum við eina ferð á sorpu með rusl í gær svo það væri nú ekki fjúkandi líka.  Við fórum líka með 3 kassa af búsáhöldum til að gefa í bruktbutikken og þeim fannst þau bara vera að fá gimsteina í búið. Gott að geta gefið í svona frekar en að henda því og ég veit að flest af þessu á eftir að seljast enda ekkert að því annað en að ég hef ekki pláss.  Og talandi um búsáhöld, þá kom Mirran heim eftir vikufjarveru á sunnudaginn og þegar við förum að borða kvöldmatinn á sparistellinu þá segir hún: “Vá mér finnst eins og það séu komin jól” sem sýnir að sparistellið var ekki notað nógu oft áður fyrr og því á eftir að líða vel sem hversdagsstelli / sparistelli.  Við ætlum nefnilega ekki að eiga eitthvað “spari”  það á að nota þessa hluti því þeir fara ekki vel í kistunni þegar að því kemur.

    Þangað til næst,

    Ykkar Kristin Jóna

    04.10.2014

    Kassarnir

    Já það var skrítið að fá alla 36 kassana, 7 verkfæratöskur, borð, klukku, sagir ofl. hingað út á tveimur brettum.  Það er enn skrítnara að taka uppúr kössunum.  Takk Klara systir fyrir að kenna mér að pakka niður, það kemur allt heilt uppúr kössunum nema eitt glas sem ég man ekki einu sinni af hverju við eigum og skiptir þar af leiðandi engu máli en þá komum við einmitt að þessu skrítna.  Ég tek uppúr einum kassa og sé þá undurfallegu kertastjakana sem pabbi og Tedda gáfu okkur og rek upp hamingjuóp en næsta sem ég tek upp eru tvær bláar plastskálar sem voru alltaf notaðar undir popp og / eða kornflex.  Reyndar búin að eiga þessar skálar síðan ég fór að búa, þetta er eitt af því sem mamma gaf mér úr sínu eldhúsi þegar ég fór að heiman, en það er ekkert við þessar skálar, engin verðmæti og þessi tvö ár sem við höfum verið hérna höfum við ekki í eitt einasta skipti hugsað út í hvenær þessar skálar komi yfir hafið.

    Svo kom fullur kassi af pappírum, kaupsamningar allskonar og söluafsöl og ég veit ekki hvað, verður sjálfsagt áfram í kassa þar til honum verður hent, en við létum þetta vera í geymslu ásamt dýrgripunum okkar í 2,5 ár og borguðum svo undir það hingað út.

    Ég hef sem sagt komist að því eftir að hafa flutt til útlanda með ekkert af dótinu mínu að það er hægt að lifa góðu lífi án þess.  Auðvitað erum við tilfinningatengd fullt af dóti en þá er það nú yfirleitt af því að gefandinn er einhver sem okkur þykir vænt um, eða að hluturinn er gamall og kemur frá afa og ömmu eða álíka og hefur ákveðna sögu í okkar lífi, en bláu plastskálarnar og já grænn plastdiskur fyrir köttinn. What!  Þetta fer líklega beint til einhvers hjálparstarfsins hér í Mandal og verður endurselt en þá verður það einhverjum öðrum til góða og peningurinn sem kemur þar, rennur til góðs málefnis svo ekki var þetta alveg til óþurftar.

    Og annað sem er skrítið að fullt af fallegu dóti sem við eigum og er að koma uppúr kössunum, var ég hreinlega búin að gleyma og þá er eins og jólin séu komin aftur.  Td. lampinn sem Þráinn gaf mér í 30 ára afmælisgjöf og hefur verið kveikt á næstum á hverjum degi síðan vakti upp sterkar minningar og ég setti hann í samband í gærkvöld (Þráinn var að vinna) og kveikti á honum út í glugga og hann sagði að þegar hann kom keyrandi götuna og sá lampann þá fékk hann svona góða tilfinningu og hlakkaði til að koma HEIM.  Því jú auðvitað er mitt heimili þar sem ég set hlutina mína, en hluti er hægt að bæta upp með öðrum hlutum en svo eru sumir hlutir sem minna okkur á ákveðin tímabil, ákveðna atburði osfr.  Og kannski minna margir þessara hluta sem við erum að taka uppúr kössum núna, okkur á lífið sem við lifðum heima á Íslandi og það er gott, því við elskum Ísland, verðum alltaf Íslendingar og munum aldrei dissa landið okkar þó okkur þyki kannski ekkert varið í stjórnmálamennina, þá hlakkar okkur alltaf til að fara heim og hitta fólkið okkar og keyra um þetta undurfallega land.

    Þess vegna er gott að fara ekki alveg allslaus, því hlutirnir minna okkur á.

    Eigiði frábæra helgi elskurnar mínar og munið að knúsa hana Klöru systur ef þið sjáið hana í dag, því hún á afmæli þessi skotta.

    23.09.2014

    Gæti verið

    Að það sé að koma haust í Mandal?  Í morgun vaknaði ég í myrkri og hitinn úti var bara 6 gráður.  En sólin er að koma upp og það þýðir að hitinn fer alveg uppí 20 gráður í dag en ég held mér sé óhætt að merkja myndirnar mínar “sumar” og fara að velja “haust” í staðinn.  En málið er að haustið er svo yndislegur tími líka, fallegir litir í náttúrunni og myrkrið og kertaljósin og kózíheitin sem koma þá.  Það er endalaust hægt að hlakka til einhvers.

    Ég verð að tala meira um þetta hús sem við vorum að flytja í, því ég er svo glöð með hönnunina á því, því hún heldur okkur litlu fjölskyldunni svo saman, eins og í gær, þá er ég enn að vinna og þau feðginin sátu úti, rétt fyrir framan gluggann minn, léku við hundinn oþh. Svo þegar ég hætti að vinna þá kom ég hérna fram og bakaði bananabrauð og þá sátu þau við eyjuna og við vorum öll að spjalla saman.  Mæli með svona opnu húsi þar sem eldhús, stofa og borðstofa renna saman í eitt og hafa svona eyju á miðjunni og hún á ekki að vera með eldavélinni á eða vaskinum, bara borð til að sitja við og njóta samveru.

    Og já Mirran mín var í prófi í samfélagsfræði og hafði átt erfitt með að skilja námsefnið og ég sagði henni að lesa það fyrir mig, ég skyldi nú alls ekki allt og lét hana því þýða það líka og viti menn, þetta virkaði.  Hún fékk 5 á prófinu og geri aðrir betur.  (þið munið að 6 er hæðst hér í Noregi)

    Ég var ekki búin að segja ykkur frá nágrannanum sem kom um daginn og klippti allt hekkið okkar, en það var meðan Óli Boggi var hjá okkur, við skruppum síðasta daginn hans til Kristianssand að sýna honum miðbæinn þar og fengum okkur að borða indverskan mat og notarlegheit og þegar við komum til baka þá er bara búið að klippa allt hekkið.  Við vorum að sjálfsögðu steinhissa og héldum að það hlyti að hafa verið Arnfinn sem gerði það en nei nei, þá vissi Óli alveg af þessu því Hege hafði sagt honum það þegar hann var að klippa hana um morguninn.  Svo lá hún víst bakk um kvöldið út af bakinu, en hún er búin að fara í 3 brjósklosaðgerðir og er víst alltaf slæm.  Klárar sig bara á daginn segir hún og liggur fyrir á kvöldin.  Svo í gær þegar ég bakaði bananabrauðið handa okkur ákvað ég að hafa það tvöfaldan skammt og útbjó bakka undir brauðið og Þráinn skaust með það til nágrannanna þegar þau voru ekki heima og skyldi eftir miða ” með kveðju frá nágrönnunum”.  Vonandi líkar þeim bananabrauð.

    Svo eru nágrannarnir hinum megin hjón eitthvað aðeins yngri en við þó mér finnist þau á svipuðum aldri en ég er víst alltaf miklu yngri innan í mér en árin segja en alla vega þá eru það yndisleg hjón sem nýlega fengu litla stúlku í fóstur en annars eru þau barnlaus og það er svo gaman að fylgjast með þeim hvað lífið er skemmtilegt núna, hlátrasköll lítillar stúlku og pabbaröddin á bakvið.  Yndi.  Og þegar við tókum uppúr kössum fundum við lítið box með einhverju skrítnu dóti sem Mirran fékk einhvern tíma og hentaði kannski betur 4 ára stúlku en 14 ára og svo átti hún (Mirran) fullt af armböndum sem eru of barnaleg fyrir hana og við settum þetta í boxið og fórum með yfir til nágrannana og færðum henni Idu litlu (elska þetta nafn, með hlátrasköllum) og þvílík lukka og þvílíkar gersemar sem henni fannst þetta vera og þvílíkt gaman að geta hlatt þessa litlu stúlku sem hefur líklega ekki haft það allt of gott, fyrst hún er komin í fóstur.  Hún hefur lítill málskilning og lélegan orðaforða og á td. mjög erfitt með að skilja mig (aumingja barnið að hafa útlenskan nágranna) en fósturpabbi hennar hjálpar til svo hún skilji mig.

    Já gott fólk, við erum flutt í svona nágrannahverfi, ekki lengur með hótel og hjólabúð sem næstu nágranna.  Þó það séu ennþá bara 3 mín á milli.  Já og svo erum við líka búin að lenda í föstudagsnágrannapartý.  Það var bara pínu skondið og gerðist óvart en gaman að því samt.  Og í gær hittum við konur sem eiga húsið á bakvið okkur og voru að laga til í garðinum fyrir haustið en það hús er bara notað sem sumarhús.  Og já gleymdi ég nokkuð að segja ykkur að við erum samt ennþá í miðbænum?  Aðeins lengra frá miðbænum en bara 3 mín.  ef það nær því.  Elsketta.

    Jæja gott fólk, eigiði frábæran dag í dag og munið að hlægja svolítið meira, það er svo hollt fyrir sálina.
    Ykkar Kristín Jóna

     

    22.09.2014

    Annar í flutningum gleymdist

    Já eða það hlýtur að vera, því ég hef ekkert skrifað um hann en núna erum við búin að vera hérna í rúma viku og ýmislegt verið að gerast á þeim tíma.  Við erum búin að þrífa á 55 og skila af okkur þar, þau voru voða ánægð með íbúðina og sögðu að það væri nánast eins og enginn hefði búið þar þessi 2 ár.  Mikið var ég fegin því þau voru í fyrsta sinn að leigja fólki með hund og kött og ég var bara skíthrædd um að það sæist verulega á öllu.  En mikið gott að vera búin að skila af sér og geta bara einbeitt sér að einu húsi og hér á Store Elvegate 131 hefur verið gestkvæmt og fjölmennt síðan við fluttum og kemur það aðallega af því að hann Óli Boggi vinur okkar og hársnillingur kom hér í 3 daga og klippti og litaði íslenskar og norskar konur á suðurlandinu.  Ca. 23 konur komu hér á tveimur dögum og var því stanslaust streymi af fólki, sem betur fer höfðum við líka garðinn og sat fólk bara úti og hafði það huggulegt.  Ég yfirbókaði hann enn og aftur og verð að muna að vanda mig betur næst, sem ég reyndar held að verði ekki fyrr en í mars á næsta ári og ég get svarið það að þessar konur sem hafa verið að koma til hans hingað verða nú ekki ánægðar ef þær þurfa að bíða svona lengi.  En svona er þetta bara, hann er yfirbókaður heima líka.  En sem betur fer var kallinn að fara í frí til NY strax á eftir Mandal svo hann getur slappað af og notið lífsins.

    Eitt sem við höfum komist að undanfarið er líklega ástæðan fyrir því hvað fólk er að koma með skemmt hár og illa klippt út af stofum hérna (og borga samt talsvert meira en hjá Óla) og það er að þú þarft ekkert próf til að opna hárgreiðslustofu í Noregi en þú mátt ekki panta lit og þess háttar nema vera með stofu.  En þá þarftu líklega samt ekki að vera með próf.  Alla vega skýrir þetta ýmislegt og við heyrum það á fólki hér að hárgreiðslufólk hérna sem er lært útskrifast bara og fer að opna stofu og klippir og litar og er bara á sínum stað.  Ekki verið að splæsa í ferðir til NY til að fara á námskeið eins og Óli og hans fólk er að gera eða bara til einhverra annarra landa til að sjá hvað er að gerast og læra hvernig á að gera þetta.  Óli var til dæmis að klára litanámskeið heima á Íslandi þegar hann kom hingað og lærði þar nýja tækni við blanda litum saman.  Svo tekur hann námskeið í NY (já ok, ég veit ég sagði að hann hefði verið að fara í frí) og meðeigendur hans á stofunni koma út og hitta hann og fara á sama námskeið með honum og koma heim til Íslands stútfull af nýrri þekkingu.  En alla vega gerir hann mikla lukku hér og ein vinkona okkar hérna fékk tár í augun þegar hann var búinn að meðhöndla hana, því hún hafði aldrei verið svona flott um hárið.  Það er segir meira en nokkur orð.  Og já hann er búinn að koma tvisvar og í bæði skiptin fær hann til sín konur sem búið er að eyðileggja hárið á og ein sem kom núna fór heim með þau skilaboð að ef hún ætlaði ekki að missa allt hárið þá yrði hún að setja í það djúpnæringu, flétta það og sofa með það svoleiðis.  Hann sagði að hann þorði varla að koma við það af ótta við að það dytti hreinlega af henni.

    En já svo meira af húsinu okkar hérna á 131, við höfum verið svo heppin að september er sólríkur og hér vöknum við í 10 stiga hita sem fer yfir 20 um miðjan daginn og við búin að sitja úti og njóta svo mikið að hafa þennan litla garð.  Svo eigum við alveg frábæran nágranna sem kom hér og klippti hekkið þegar við vorum ekki heima svo það er allt voða fínt líka (eða smá fínt, ég ætla að laga til í beðunum næsta vor, nenni því hreinlega ekki núna)

    Samveran hjá fjölskyldunni er mun meiri núna þar sem eldhúsið er miðjan í húsinu og við erum einhvern veginn miklu meira saman þar öll sem er bara æðislegt, og ég ætla að hafa í huga ef ég hann eldhús einhvern daginn að hafa svona eyja á miðjunni.  Hún er algjör snilld.

    Netið kom hérna eftir rúmlega viku og var pantað hjá nýjum aðila þar sem hinn risastóri Telenor hafði engan áhuga á að halda okkur og sagðist ekki geta flutt það á minna en 3 vikum og ástæðan er allir ferðamennirnir og fjöldinn af fólki sem er ennþá hér í landi.  Hummm…… þeir eru alla vega ekki hér í Mandal og þegar ég talaði svo við NextGenTen þá sögðu þeir að nýr notandi fengi netið eftir 2 vikur, ég var ekki alveg nógu ánægð en samt var það viku styttra en hinir sögðu en þá sagði starfsmaðurinn mér að þetta væri í mesta lagi og gæti komið fyrr sem það og gerði.  Og eftir að allt var tengt er það bara stabílt og fínt, hraðara og ódýrara.  Svo ég segi bara takk við Telenor að vera svona óliðlegir ég græddi á því.

    Já þegar við ákváðum að flytja í þetta hús, ákváðum við líka að taka að heiman úr geymslu 2 bretti af dóti sem við eigum, en við eigum reyndar meira en það er í geymslu hjá mömmu og má vera þar eitthvað lengur.  Mamma og Klara systir, eða Davíð og Konni bróðir hjálpuðu við þetta og svo fengum við mann á launum til að koma með brettin, raða á þau og plasta og taka saman hvað þetta var og senda mér svo ég gæti fyllt út tollskýrslu.  36 kassar, 7 verkfæratöskur, 2 sagir, eitt borð, ein klukka….. og hvað er í þessum 36 kössum?  Þarna sést nú vel hvað við höfum mikla þörf fyrir dótið okkar að ég man alls ekki hvað gæti verið í kössunum annað en sparistell, eitthvað af puntdóti og kannski einn kassi með dóti sem ég ætla að geyma frá Mirrunni en 36 kassar………………  þetta verður sko spennandi næsta laugardag, það verða bara jólin og því miður er konan ekki búin að sækja restina af dótinu sínu hingað í geymsluna og við viljum losna við það svo við komum okkar dóti fyrir.  Jæja við finnum út úr því.

    Annars líður okkur bara mjög vel hérna og það sýnir sig að hvítmálað hús og gluggar er svo miklu betra fyrir sálarlífið en viðarliturinn, ég held að ef íbúðin á 55 yrði máluð öll hvít og loftin líka þá yrði það geggjuð íbúð en ég á hana ekki og þarf því ekki að hafa áhyggjur af því.

    Næsta helgi verður skemmtileg þar sem við fáum góða gesta frá Sandefjord og af því tilefni verður skellt í litla fermingarveislu hérna úti, bara 5 fjölskyldum boðið sem tengjast Mirrunni.  Þetta verður bara svona eins og lítil afmælisveisla með öðrum formerkjum.  Það koma þarna tvær vinkonur Mirrunnar úr skólanum og svo verður Sunna vinkona og Sara vinkona svo þetta verður æði.  Og stelpurnar skiptast á gjöfum þar sem þær hafa allar fermst nýlega.

    Í gær fengum við líka góða gesti til okkar í mat og fyrirsætustörf en ég var búin að biðja hana Thelmu Líf vinkonu mína að koma að leika með mér úti í skógi og Alexia vildi koma með líka sem var bara gaman.  Svo borðuðum við öll saman og áttum kózí stund saman.

    Litlu skógarálfarnir mínir myndi ég kalla þessa myndir en þarna var ég að tjallensa mig aðeins að taka myndir í sól og skugga og vera sátt við það.  Lífið er nefnilega með svo mikilli sól stundum en skugga þess á milli og því ekki að leyfa því að vera með á myndum.

    Jæja elskurnar mínar, þangað til næst

    ykkar Kristín Jóna

    04.09.2014

    Fyrsti í flutningum…

    Eða þannig.  Já þá er best að segja ykkur frá síðustu viku sem hefur farið í hreingerningar og flutninga.  Eins og ég var búin að segja ykkur þá tókum við að okkur að þrífa húsið eftir fyrri leigjendur gegn frírri leigu og ó mæ God, eldhús og bað voru hreinlega viðbjóður.  Hvernig getur fólk búið svona og hvar eru barnaverndaryfirvöld í svona málum, þar sem móðirin er drykkjusjúklingur í pillum líka (veit ekki hvort það sé eitthvað meira en nágrannar segja hana dópista) og hreinlætið er svona lélegt að það hlýtur að varða við heilbrigðislög að bjóða börnum uppá að búa í svona.  Rúmin voru svo skítug og undir öllum rúmum og stofusófum hafði aldrei verið þrifið.  Klósettið …. oh ég fæ alveg hroll og sturtan var eiginlega enn verri.  Ég er ekki manna hreinlegust en Guð minn góður ég hefði fengið þá tilfinningu að vatnið væri óhreint í þessari sturtu.  Svo kemur eldhúsið…. 6 klukkutíma var Þráinn að þrífa bakaraofninn og ég er pínulítill sóði með minn en það verður aldrei sagt aftur, því minn bakaraoft er hreinn og tekst að þrífa á hálftíma til klukkutíma.  Hann endaði á að taka alla hurðina í sundur og þrífa allt með gluggasköfu, því öll hin frægu undraefni (sem eru sko undraefni) dugðu ekki á þennan skít.  Ísskápurinn var að sama skapi með myglublettum og alls konar.  Og úti í garði var þessi fíni pottur (eigendurnir hentu honum út) með matarleifum og svo kom í ljós ofnskúffan önnur var með matarleifum í og ormar farnir að skríða þar í.

    Jakk.  En ég heyrði svo í fyrradag að það væri mánuður síðan konan flutti út þannig að hún svo sem bjó ekki með ormum og matarleifum en hún fór bara út og það var skipt um skrá og svo hafa eigendurnir ekki náð í hana til að hún gæti sótt eigur sínar og barnanna.  Það sem eigendum hússins þótti verðmætast af hennar eigum var sett í geymslu og Þráinn er nú búinn að bæta í þann bunka og verður það flutt í sömu geymslu fjótlega en við fylltum líka heilan ruslagám af dóti og þar á meðal 2 sófasett, annað áttu eigendur hússins og var þetta einhvern tíma þessi fíni tungusófi en ég sagðist ekki vilja hafa hann og sem betur fer sáu þau að hann var orðinn ónýtur af kattaklóri og blettum og viðbjóð.  Svo honum var líka hent.  Við fylltum sem sagt einn gám af húsgögnum og dóti og þegar Þráinn var að tæma geymsluna gerði hann þau mistök að fara að kíkja í kassana og vildi fara að týna uppúr þeim hitt og þetta en ég sagði við hann, okkur kemur þetta ekki við.  Eigendur hússins báðu okkur að henda öllu sem var í geymslunni nema ákveðnum hlutum sem var búið að taka frá.  Við getum ekki borið ábyrð á öðru fólki og draslinu þeirra ef þau gera það ekki sjálf, en börnin?  Jú auðvitað er sárt að henda einhverju sem börnin eiga en þetta er jú bara drasl og það bætir ekki upp aðbúnað barnanna svo ég vona að það komi eitthvað til sem hjálpi þessum börnum.  Eitt vorum við nú ánægð með og það var að finna notaðann smokk (og marga ónotaða) undir rúmi sem segir okkur að elsku konan hafði þó vit á því að stunda kynlíf með vörnum.

    En við erum nú búin að ÞRÍFA en það þarf að venjulega þrífa aftur, það sá ég í gær, þrátt fyrir allt sem búið er að gera þá sér maður að fínpússningin er eftir og hún kemur bara þegar við erum flutt.  Og ótrúlegt en satt það náðist að þrífa veggina, þeir voru bara smá farnir að láta sjá á þar sem myndir höfðu hangið og greinilega fínastasta málning á veggjunum því ég gat þrifið þetta allt.  Það er einn staður sem ég náði því ekki og það eru rispur eftir rúm og það fer annað rúm á sama stað svo það sést ekki og við stefnum á að vera þarna í ár, svo það er ekki svo naujið.

    En svo tóku við dagar sem við vorum að pakka í kassa og selflytja á milli húsa, taka uppúr þeim og fylla aftur.  Lovísa kom með mér nokkrar ferðir og hafði á orði að hún hefði aldrei áður séð puntdót komið upp áður en fólkið flytti en það er einmitt það sem ég hef notið svolítið að gera, að byrja að taka puntdótið uppúr kössum og raða í gluggana, ekki endilega á endanlegum stöðum en þau skipti sem við komum þarna þá er þetta mun meira okkar þegar eitthvað af okkar dóti er komið inn.

    Svo í gær flutti ég allt úr eldhúsinu fyrir utan matinn sjálfan og er búin að raða í alla skápa, svo eftirleikurinn verður miklu auðveldari.  Ég naut þess í gær að vera þarna ein með góða tónlist, syngjandi að taka uppúr kössum.  Skyldist á Þráni að það hefði heyrst í mér út og hann hafði á orði (já ég var samt sagt ekkert alveg ein, hann var þarna úti að bardúsa við staur) að konan hans væri að raða í eldhúsið og syngja með og þá sagði nágranninn, það er bara æðislegt.  Svo líklega hefur honum líkað söngurinn (ha ha ha) eða bara líkað það að venjulegt heimilislíf væri á döfinni í næsta húsi.

    Í dag á að flytja formlega og sofa á Store Elvegate 131 í nótt.  Spurning hvernig gengur flutiningurinn á netinu, ég sótti bara um það á netinu og fékk bara staðfestingu en ekkert annað.  Prófa að plögga þessu inn í dag og hef þá morgundaginn til að hringja og kvarta ef ekkert verður komið.  Eins gott að það dragist ekki eitthvað meira þar sem ég þarf að vinna á mánudaginn.

    En já aftur að flutingunum í dag, við fáum góða vini til að hjálpa okkur en Þráinn er ekki nógu duglegur að dobbla fólk að hjálpa sér og hefur aldrei verið en ég vona að það verði nógu margir því ég ræð ekki við flutning á húsgögnum því hendin á mér er alveg kraftlaus, búin að vera með klemmda taug eða vöðva í hnút sem leiðir svona út í handlegg og fór svo til kírópraktors út af henni og öllu öðru sem er að angra mig í mínum gamla skrokk og hann telur sig geta hjálpað mér og losaði greinilega um eitthvað (ég fer svo aftur á eftir) og hendin varð eitthvað frekar máttlaus en hún getur borðið kassa og þess háttar en ekkert þungt.  Svo ég tek ekki þungu rúmin okkar með Þráni eins og þegar við fluttum síðast.  Það er ótrúlegt hvað þessi maður minn sem heitir þrjóskur getur látið mig gera.

    Svo bara taka úr ísskáp og frysti og koma öllu smádóti uppí hús fyrir kl. 5 svo hægt verði að taka stóru hlutina þá.  Hlakka svo til að setjast í minn sófa þarna og leggjast í mitt rúm og hlakka til að eiga heima á Store Elvegate 131 og vitiði ég er svo fegin að þetta er ekki númer 127 sem er hinum megin við Hege og Arnfinn því það er ekki séns að ég gæti sagt hvar ég ætti heima þá.  Því norðmenn segja 20 alveg eins og sjö hju er framburður beggja eða þannig.  Vá það er ekki gott fyrir hljóðvillta konu að átta sig á þessu.  Svo 131 er bara auðvelt og spennandi hús.

    Já og að nágrönnunum, þeir eru sagðir mjög góðir.  Enda er hann Arnfinn vinur okkur öðrum megin við okkur með nýju konunni sinni henni Hege og hinum megin eru hjón sem virka mjög vel á mig, þau eiga engin börn en voru að fá litla stelpu í fóstur (eins konar prufufóstur og þá kemur í ljós hvort hún verði hjá þeim varanlega) svo það verður vonandi lítil stúlka á vappi í kringum okkur þarna líka.  Eina sem er að stelpugreyið fékk víst enga uppörvun þar sem hún bjó og er illa talandi og skilur illa líka svo hún skilur alls ekki útlensku konuna sem er að flytja við hliðina á henni.  Ha ha ha

    Jæja þangað til næst,
    ykkar Kristín á Store Elvegate 55 í síðasta sinn.

     

     

    30.08.2014

    Enginn vanagangur hérna lengi

    því nú er ég bara eins jójó, upp og niður og fram og til baka.  En í gær skoðuðum við hús hérna innar á Store Elvegate sem okkur stóð til boða að leigja, við vorum reyndar búin að gefa það frá okkur, þar sem við heyrðum aldrei neitt í eigandanum en það var víst skýring á því.  Fyrri leigendur fóru út seint og um síðir og skyldu allt dótið sitt eftir, líka skartgripi og leirtau, föt og sængur og já allt.  Líka skít og viðbjóð.  Þarna bjó kona með tvo syni og er það einhver dópisti skv. því sem okkur er sagt og lögreglan var þarna tíður gestur, nágrönnum til mikillar armæðu og ég tala ekki um eigendur hússins sem fengu vægt áfall (eða ekkert vægt neitt) þegar þau opnuðu dyrnar.  En við héldum nú að húsið væri stærra en það er, en kannski villir draslið fyrir okkur, alla vega er þetta einbýlishús á uppáhaldsgötunni okkar, bara innar og lengra frá næturbröltinu í miðbænum, ónæðinu við hótelið og hamarshöggum frá nýbyggingunni í Amfii og það er með pínulitlum garði fyrir borð og stóla og hund og kött.

    Við ákváðum eftir að hafa samið við leigusalann um frían september og hálfan október að taka þessu húsi og við munum þurfa að sjá um að henda út dótinu og þrífa svo það er eins gott að bretta upp ermar á eftir og taka til hendinni.  Ég held reyndar að þetta séu alls ekki svo svakaleg þrif þegar allt draslið er komið í burtu.

    Það voru pínu erfið skref að fara til Terje leigusalans okkar og segja upp íbúðinni sem við erum með en hann skyldi okkur vel og sagðist myndi sjá eftir okkur og hann gæti sko auðveldlega mælt með okkur og sagt að við værum “Ordensfolk”.  En þegar Þráinn var að leita að húsi fyrir okkur áður en við mæðgur fluttum út þá sá auglýsingu og var óskað eftir “Ordensfolki” svo hann gúgglaði það og fékk út að þetta væri trúað fólk sem væri verið að auglýsa eftir og því þýddi ekkert fyrir hann að sækja um það hús.  Arnfinn er mikið búinn að hlægja að þessu og við setjum “Ordensfolk” alltaf í gæsalappir hér eftir.  En við erum það sem sagt.

    Við erum reyndar með tveggja mánaða uppsagnarfrest og munum að sjálfsögðu borga það, gerum ekki eins og sumir flytja bara út og halda að þá séu þeir lausir.  En ef við flytjum út fyrir mánaðarmótin sept. – okt og þau fá inn nýja leigjendur frá 1. okt. þá sleppum við að sjálfsögðu og auðvitað verðum við flutt út þá ég er nú bara að gæla við það að klára þetta á einni viku 🙂  Við ættum alveg að geta það ef við fáum smá hjálp frá vinum, því Þráinn verður að vinna tvær 2×16 tíma vaktir í vikunni og það tekur talsverðan toll af honum en ég og Ástrós Mirra getum nú helling og ef við náum að klára að þrífa um helgina þá er hægt að dunda við að flytja smádót alla vikuna og fara með húsgögnin um næstu helgi.

    jeiiiiiiiiiiiiiiiiiii, eins gott að draga þetta ekki mikið því okkur hlakkar mest til að athuga hvort við sofum kannski eitthvað betur þarna en við höfum ekki “sofið út” hérna á Store Elvegate 55 leeeeeeeeeeengi.

    Herbergin í nýja húsinu eru pínulítil en þau eru 4 og stofurnar tvær, nýuppgert eldhús með eyju með barstólum við á miðjunni og gengur úr stofunni út í garð.  Bara spennó og hlakka ég til að fara að raða inn og koma okkur fyrir.  Og þarna eru nágrannar sem komu strax í gær að spjalla við okkur en litla stúlkan við hliðina skyldi ekki eitt orð sem ég sagði, svo pabbi hennar tók hana í fangið og sagði henni að við kæmum frá lítilli eyju sem væri fyrir utan Noreg.  Krúttlegt.  Við eigum nú örugglega eftir að ná saman einn daginn. 🙂

    En jæja kæru vinir, best að fara að gera eitthvað.
    Þangað til næst, Ykkar Kristín

    23.08.2014

    Og lífið gengur sinn vanagang

    Já, nú er allt að komast í rútínu eftir ferðalagið til Íslands og fermingu aldarinnar, ég byrjaði að vinna eftir frí á miðvikudaginn og er eitthvað voðalega þreytt eftir vikuna, það tekur sko á að byrja að vinna.  Svo er ég reyndar líka að eyða talsverðum tíma í að byggja upp Mirra Photography og skrifa niður punkta, athugasemdir, setja inn myndir og reyna að auglýsta mig og markaðssetja.  Sit hér námskeið í ljósmyndun sem heitir Location Lighting 101 og er einmitt um lýsingu á tökustað ef þú ert útisljósmyndari.  Akkúrat námskeiðið fyrir mig, verst hvað þetta tekur langan tíma (týpisk ég) en mikið er veröldin skemmtileg í dag að ég geti setið heima hjá mér og fylgst með frábærum ljósmyndara utan úr heimi kenna það sem hann kann.  Algjör snilld og ég elska Creative live sem eru svo frábærir að bjóða uppá svona live námskeið.

    Gærdagurinn (kvöldið) var svolítið skemmtilegt á þessu heimili, ég gaf kallinum mínum hvítvín þegar hann kom heim úr vinnu, þreyttur eftir tvær langar vaktir þessa vikuna og viti menn, þetta ódýra danska hvítvín fór svona vel í hann bara reitti af sér brandana og var mjög skemmtilegur, eins og hann er nú oftast.  Svo skelltum við hjónin á bíómynd sem við fundum með John Travolta sem við höfðum ekki séð og asskoti er hann flottur leikari, þetta er sko enginn súkkulaðigæi úr Grease það er á hreinu.  Hann lék þarna mjög skemmtilega týpu og þetta var svona hörkuspennumynd en ………………. æi ég dottaði aðeins og reif mig upp, og hafði komment um byssuna sem hann var með og þóttist alveg hafa verið að horfa en fæ engin svör og lít í hinn sófann og úps………… þar er kallinn bara steinsofnaður líka.  Ha ha ha frábært föstudagskvöld hjá okkur sem endaði aðeins of snemma (ef við værum á íslandi) en kl. 23 er ekkert svo snemmt hérna úti svo þetta var bara allt í lagi.  Vöknuðum hress og kát kl. 8 og allt komið í gang kl. 9.

    En mig langaði að segja ykkur frá honum Erro snillingi sem býr á heimilinu hjá okkur.  Ég veit að hann er hundur en það er ótrúlegt hvað hann hefur lært inná venjurnar á þessu heimili eins og til dæmis ef ég tek upp ljósmyndatöskuna mína, þá verður hann óskaplega spenntur því hann grunar að nú séum við að fara út að labba.  Sem er oftast rétt en stundum verður hann fyrir vonbrigðum því hann fær ekki alltaf að fara með og stundum er ég bara að taka til í töskunni minni.  En oftast hefur hann rétt fyrir sér.

    Annað sem hann er alveg með á hreinu og kemur upp um mig og mínar venjur og/eða galla er að ef ég tek skál úr skápnum og flögupoka úr hinum skápnum og helli í skálina, þá röltir hann inní svefnherbergi og leggst á gólfið fyrir framan rúmið mitt.  Hann veit að ég kem eftir smá stund með skálina, bókina eða spjaldtölvuna (með netflix á) og leggst í rúmið og á svona “ME TIME”.  En svo get ég ekki annað en farið að hlægja þegar ég helli kornflexi í skál þá röltir hann inní svefnó … því þó hann sé snillingur þá þekkir hann ekki mun á kornflexi og kartöfluflögum 🙂

    Þessi helgi verður svona svolítið bland af leik og afslöppun og ég elska svoleíðis helgar.  Endilega munið elskurnar mínar að leika ykkur smá, við megum aldrei gleyma því.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

    22.08.2014

    Ferming aldarinnar

    Já það er óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað fyrir þessa fermingu, strax við komuna til Íslands hófst undirbúningur og eins og allir hafa heyrt þá sá ég um hann ásamt systrum mínum og fjölskyldu þar sem Þráinn fékk ekki að koma með okkur heim til íslands.  Fyrirtækið sem hann vinnur hjá lokar í byrjun júlí og við vissum það ekkert þegar við bókuðum ferminguna og allt þar í kring.  En shit happens og ég tækla þetta bara og nudda svo öllu sem ég geri í hann, svo hann fari nú ekki varhluta af því að sleppa svona vel.  Hann vissi það vel og ég hafði gaman af því að senda honum pisla á kvöldin yfir það sem ég hafði gert.

    En alla vega fór fyrri vikan í að byrja að baka, hitta fólk og fleira þess háttar og svo bara í þessa frábæru ferð á Þingvelli sem var í rauninni það eina sem gerði utan Reykjavíkur þetta fríið mitt.

    En í seinni vikunni fór allt á fullt, hitta prestinn og heyra falleg orð og fara yfir hvað þurfi að gera og hvernig athöfnin verði osfrv. þetta var góður hittingur enda séra Bjarni Karlsson yndislegur maður sem gott er að hlusta á.  Þar sem enginn messa átti að vera þegar við fermdum þá stakk hann uppá að við myndum ráða okkur söngvara (konu) til að leiða sönginn og ég tók vel í það en þegar Día frænka sagðist ekki syngja lengur opinberlega þá langaði mig bara meira til að hafa þetta fjölskylduathöfn og að við myndum sjá um sönginn, ég talaði við Þráin um það og Steinu tengdó og við komum okkur saman um að þau myndu leiða sönginn og gætu fundið erfiðasta sálminn á youtube til að æfa sig.  OK, þá er það frá.  Já svo þurftum við hitta prestinn og æfa í kirkjunni en það var nú ekki fyrr en daginn fyrir fermingu og þá fengum við að máta kirtil og þess háttar.  En vikunni á undan fengum við líka að skoða salinn, við Ástrós Mirra vorum búnar að versla allt til skreytinga og ég hafði látið Prentagram prenta út fullt af myndum af henni til að líma upp um alla veggi og komu þær svakalega flott út.  Fjólublátt var litavalið og er ég ánægð með það, pínu hlutlaust og svo fundum við svo flott villt blóm í þeim lit til að setja í vasana sem voru til skrauts á borðunum.  Algjör snilld að geta verið með svona sumarfermingu.

    Ég tók mér nú smá pásu frá undirbúningi og hitti vinnufélaga mína í Wise þar sem ég var búin að biðja þau að taka þátt í smá ljósmyndaverkefni og það var algjört æði, ég vinn með svo frábæru fólki sem hægt er að snúa uppá hendurnar á með litlu átaki eða þannig.  Nonni og stelpurnar hét verkefnið og mætti Nonni á mótorhjólinu sínu og við hittumst svo öll fyrir utan Höfða til að leika okkur saman.

    Svo skelltum við okkur á Hamborgarafabrikkuna í hádeginu.  Takk elsku þið, þetta var svo gaman og ég á eftir að lifa á þessu talsvert lengi.  Ég má nú ekki gleyma að það var einn aukamaður sem var dobblaður með á síðustu stundu og það er hann Björn Þór sem leikur svo vel róna á bekk þarna fyrir aftan en hann kom með til að taka mynd af Nonna og stelpunum og MÉR.

    Svo fór ég og hitti Caroline til að fara yfir allt sem ég þufti að vita um salinn sem við leigðum af slysavarnardeildinni minni.

    Fimmtudagurinn fór í, já ég bara man það ekki en föstudagurinn var vel uppbókaður og byrjaði hjá okkur mæðgum kl. 9 þegar við sóttum tertur í tertugallerí Myllunnar, frábær þjónusta hjá því fyrirtæki og æðislegar kökur sem kosta ekki svo mikið.  Ég myndi fara að nýta mér þá meira ef ég byggi á Íslandi eftir þessa reynslu.

    Svo skelltum við okkur í, ja ég í klippingu og strípur og Ástrós Mirra í prufugreiðslu hjá Óla Bogga og meðan við vorum þar, komu Silja og Hansi með Þráinn minn, nýsloppinn úr flugi.  Svo kom Konný aðeins við á hárgreiðslustofunni til að sækja lykil hjá mér að stúdeóinu hennar Heidu Björns en hún leigði okkur það fyrir oggolítinn pening svo Konný gæti tekið fermingarmyndirnar af Ástrós Mirru.

    Já ég gleymdi að segja að einhvern tíma þarna fyrir föstudaginn hitti ég Heidu Björns, með Klöru systur en þær voru pennavinkonur í gamla daga og nú erum við Heida “ljósmyndavinkonur” en hún er svo mikill snillingur þessi stelpa í svo mörgu og hún skrautskrifaði á kertið fyrir okkur líka.

    Jæja eftir hárgreiðsluna var farið beint uppí kirkju á æfingu með séra Bjarna og gekk það mjög vel, hann tók vel í það að við ætluðum bara að syngja og stjórna söngnum sjálf og hafa þetta svona innan fjölskyldunnar.  Við Bjarni tókum smá æfingu á sálminum “Drottinn er minn hirðir” og eftir hana spurði Bjarni af hverju ég væri ekki i kórnum líka, þetta var nú fallega sagt af honum og ég tók hann á orðinu þar sem mér fannst Þráinn nú ekkert allt of öruggur á laglínunni í sálminum og ákvað að við yrðum 3ja manna kór þarna uppi.

    Beint eftir kirkju var Mirrunni skutlað suður í Hafnarfjörð í stúdeóið til Konnýjar þar sem hún átti að fara í myndatöku, við létum taka nokkrar háfleygar fjölskyldumyndir af okkur 3 saman en skyldum svo Mirruna eftir hjá Konný þar sem þær ætluðu í útimyndatöku líka.  Þá kom Sara þarna að með Pabba og við tókum kallinn með okkur út á Granda til að fara að raða upp borðum, búa til brauðrétti og klára allan undirbúning fyrir stóra daginn.

    Þetta gekk allt mjög vel en salurinn komst ekki á skrið fyrr en Klara systir var komin til að verkstýra okkur en þá líka skotgekk þetta.  Jæja á þessum tímapunkti ákveð ég að athuga hvort ég megi ekki sækja ístertuna sem ég pantaði beint frá Kjörís (og þurfti að fyrirframgreiða) frekar morguninn eftir í Ísbúðina í Garðabæ, í staðinn fyrir á föstudagskvöldinu eins og ég hafði tekið fram í pöntuninni.  En úps þá kemur nú all deilis babb í bátinn, það finnst engin terta.  Já sæll.  Mér er gefið upp númer hjá eiganda ísbúðarinnar og hann fer niðureftir sjálfur að leita en engin terta finnst.  Ég ákvað að láta þetta stressa mig, þá yrðum við bara ekkert með fermingartertu en kommon, ég pantaði tertur frá fleiri aðilum og þetta var sá eini sem krafðist fyrirframgreiðslu og skilar svo ekkert af sér tertunni.  Ég ákvað nú að setja inn feisbúkkstatus því einn sem er giftur í fjölskylduna vinnur hjá Kjörís en það kom nú ekkert út úr því.  En svo heyrði ég í honum Sofusi hjá Ísbúðinni í Garðabæ daginn eftir og þá sagði hann mér að tertan hefði fundist og væri á leiðinni í bæinn og hvort ég vildi kannski frekar sækja hana í ísbúðina í Háaleiti.  Ég þáði það og þakkaði honum mikið vel fyrir alla þjónustuna sem hann veitti mér með því að senda sms og skilaboð á alla sem hann þekkti hjá Kjörís.  Ekki orð frá þeim í Kjörís og ekki kom tertan sem ég pantaði en hún hafði þó réttan texta en ekki rétt útlit en það skiptir engu máli. Það sem mér finnst skipta máli er að þeir báðu ekki afsökunar á því veseni ég þurfti að standa í, bara af því að þeir geta ekki sinnt vinnunni sinni.  Ég sendi þeim nú póst eftir að ég kom heim, þar sem ég sagði þeim ekki til frádráttar að hafa ekki haft samband og beðið okkur afsökunar og/eða gefið okkur afslátt eftir þessi óþægindi sem þetta skapaði.  Ekkert svar, sem þýðir að þeim er alveg sama og því á ég eftir að segja frá þessu á fésbókinni.  Ég þoli ekki svona hrokafull fyrirtæki.  Og ég sem alla tíð valið sérstaklega ísbúðir sem selja Kjörís, mun hætta því snarlega og það hefur ekkert með gæði íssins að gera heldur leiðinda framkomu hjá fyrirtækinu.

    En svo er fermingardagurinn runninn upp og Mirran fer í greiðslu og svo bara rólegheit eftir það þar til við förum öll að klæða okkur og gera sæt og fín. Og svo hefst athöfnin kl. 14.30 og ég held ég sé ekkert í ljúga þegar ég segi að þetta sé fallegasta ferming sem ég hef verið viðstödd og það sem stúlkan mín stóð sig vel.  Kom gangandi inn kirkjugólfið með prestinum og var uppi að altari í heilar 40 mín.  og las ritningartexta, fór með versið sitt og tók þátt í sálmasöng með okkur hinum.  Kórinn stóð sig frábærlega og presturinn var svo skemmtilegur og hafði meira að segja að orði í ræðunni sinni hvað hún Ástrós Mirra væri í flottum skóm.  Þá var nú hlegið í kirkjunni.

    Svo knúsuðust allir í lok athafnarinnar og einhverjir voru með tár í augum (aðrir en ég) svo líklega hefur athöfnin haft góð áhrif á fólkið.  Það voru hlutir sem presturinn talaði um sem höfðu áhrif á mig og vonandi á fleiri.

    Svo drifum við okkur hjónin og Steina tengdó og Katla Dís út á Granda að opna salinn og taka á móti snillingunum sem buðust til að hjálpa í veislunni hjá okkur en það voru þær mæðgur Kristín og Tinna sem stóðu sig svo vel og ég hefði ekki getað þetta án þeirra, það er ljóst og það vissi Klara systir þegar hún sagði mér að það kæmi ekki til greina að ég hefði ekki stelpur í eldhúsinu og Konný systir æði að geta dobblað mæðgurnar í þetta.  Ástrós Mirra og Konný fóru aftur í smá myndatöku en svo fóru gestirnir að streyma að og þá sá ég að ég hafði nóg með að taka á móti þeim og knúsa og kjafta við.

    Það var æðislegt að Maddý kom með Ásu langömmu Ástrósar Mirru í kirkju og veislu því það er langt síðan við höfum séð hana og hún eldist eins og aðrir.  Oh það voru svo margir gestir þarna sem var svo einstaklega gaman að sjá að það væri of langt að telja alla upp en ég var svo ánægð að hitta ykkur öll og þakka ykkur öllum fyrir að gleðjast með okkur og fyrir hönd dótturinnar þakka ég fyrir allar gjafirnar sem þið gáfuð henni.  Vá hvað þetta var allt stórkostlegt og skemmtilegt.  Svo mætti Galdra-Kall á svæðið og það var nú ekki leiðinlegt, reyndar bara mjög skemmtilegt og opnaði svolítið meira á gestina að tala saman og taka þátt.

    Það var nú ekki mikið um myndatöku í veislunni enda hvorki ég né Konný mikið fyrir það en þó fékk ég Konný til að taka sérstaklega mynd af Ástrós Mirru, Þráni, Maddý og Ásu ömmu og eins af Ástrós Mirru með Hugrúnu og Baldri því mig langaði í mynd af henni með þeim en hún er hérna fyrir ofan í blogginu.

    Frábær dagur að kvöldi kominn og fallega stúlkan okkar stóð sig svo vel og knúsaði alla og þakkaði öllum fyrir sig þegar þeir fóru.

    Við fórum öll ánægð í svefninn þennan daginn og ég fæ nú bara bros í bæði munnvikin þegar ég hugsa til þessa fallega dags.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

    13.08.2014

    Þingvellir og myndataka á Miðfelli….

    Jæja eftir þennan frábæra ljósmyndatúr ætluðum við bara að hafa það kózí í bústaðnum á sunnudeginum, en þegar fór aðeins að líða á daginn fékk ég þá hugmynd að við færum með Ástrós Mirru og Kastíel að Miðfelli og taka myndir af þeim þar.  Það var búið að vera kalt um morguninn en fór aðeins að hlýna eftir hádegið en þegar við svo stígum út úr bílnum á Miðfelli þá göngum við bara á vegg því það var orðið svo hlýtt en sólarlaust að mestu, en það er nú besta veðrið til útimyndatöku að mínu mati.

    Sýnishorn af afrakstrinum er svo hérna.

     

     

     

    Ég elska það að komast svona út og mynda krakka og unglinga í náttúrulegu umhverfi. Þetta var góður dagur sem endaði á því að leiðir okkar systra skildu og hún fór til Eyja en ég til Reykjavíkur.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

    13.08.2014

    Þingvellir – Fossafyllerí…

    Jæja þá er komið að því að segja frá ljósmyndaferðinni okkar systra en við erum eins og margir vita í félagsskap sem heitir Konur og ljósmyndir og þegar fréttist að ég væri að koma til landsins stakk ein góð kona uppá því að farin yrði ljósmyndaferð meðan ég væri á landinu og ferðahópurinn fór á fullt að plana en því miður komst ég ekki í þá ferð, sem ég veit að hefði orði frábær en kannski of löng fyrir dagsferð en ég veit og trúi því að hún Sigrún sem stóð fyrir þeirri ferð hafi skemmt sér vel og tekið fullt af myndum þrátt fyrir fámenni.  En þegar þetta kom upp að ég gæti ekki farið í þá ferð, þá stakk ég uppá því við Konný systur að við færum bara okkar eigin ferð þegar við gætum og niðurstaðan varð að við auglýstum hana og fengum með okkur 3 frábærar konur úr grúbbunni okkar með og úr varð ferðin sem kölluð verður hér eftir fossafylleríið mitt því ég valdi það að heimsækja 3 fossa í þessari ferð.  Ég hef nefnilega ekki fundið neina alvöru fossa hérna á suðurlandi Noregs en þeir hljóta nú að vera hérna einhversstaðar og ég skal finna þá.

    En alla vega á sunnudaginn um þjóðhátíð lögðum við systur snemma af stað og voru Kastíel og Ástrós Mirra með í för.  Við hittum síðan á Selfossi þær Helgu Jörgens, Vigdísi og Sigrúnu Bein sem eru skemmtilegur félagasskapur í svona ferð og var ferðinni fyrst heitið að Seljalandsfossi sem var fallegur eins og alltaf.

    Við týndum börnunum fljótlega þegar við fórum að stilla upp þrífótum og öðrum græjum og kom í ljós að Mirran bara skellti sér með Kastíel á bak við fossinn.  Þeim fannst gaman og það var í lagi með þau svo engin ástæða til að æsa sig yfir því.

    En nú lá leiðin að Gljúfrabúa sem ég hef aldrei séð og aldrei heyrt um, nema ég man eftir þessu nafni úr einhverju barnalagi.  Ása Kolla frænka sagði okkur Konný frá þessum stað og nú skulum við skoða hann.

    Stórkostlegur staður sem ég þarf að fara aftur á seinna.

    Hér er mynd sem Konný tók á mína vél af mér að fagna lífinu.

    Eftir Gljúfrabúann var ferðinni heitið að Skógarfossi.  Það er minn uppáhaldsfoss og var ég ekki svikin í þetta sinn, nema eitthvað var Kastíel ekki ánægður með að mega ekki æða hvert sem er og kasta grjóti í ána eins og honum sýndist og tók æðiskast enda svangur og þreyttur líka drengurinn svo Konný varð að fara með hann í bílinn aftur og reyna að tjónka við drenginn.  Hann jafnaði sig nú en ekki fyrr en allir sem voru að skoða fossinn sáu að við vorum ekki að ná að stjórna þessu litla barni sem var með okkur, ha ha ha.

    Ég lét mig nú hafa það að púla upp allar tröppurnar sem búið er að leggja uppá fjallið sem Skógarfoss rennur framaf og það var flott útsýni frá miðjunni þaðan sem ég tók þessa mynd ef ég mæli ekkert sérstaklega með því að fólk æði alla leið upp, nema það vilji njóta útsýnisins yfir sveitina, því þar sést fossinn ekki mikið.

    Ok, þá er fossafylleríinu lokið og nú stingur Helga uppá því að við skoðum Sólheimajökul.  Ég var nú ekki alveg að skilja það, einhver skítugur snjór í dal.  En jæja svona er ég, mynda mér skoðun á einhverju sem ég hef ekki hundsvit á, sem betur fer, fékk Helga að ráða, því þetta var æðislegt að sjá og viti menn hr. Kastíel kastaði svo mörgum steinum í ána að svæðinu var lokað daginn eftir vegna óróa sem var að myndast þarna.  Já, hann er sko kraftmikill strákur hann Kastíel.

    Litabrigðin voru svo falleg þarna, þetta svarta, gráa, hvíta og svo svona undurfallegur grænn litur á fjallinu.  Dásamlegt.

    Svona taka alvöru ljósmyndara Selfie, Sigrún Bein er bara snillingur.

    Jæja nú er maður orðinn pínu þreyttur en stelpurnar á hinum bílnum vildu endilega halda áfram þrátt fyrir að spáin hefði sagt að það yrði nokkuð vindasamt í Kirkjufjöru og Dyrhólaey, svo við héldum bara áfram og loksins sofnar prinsinn í bílnum og klukkan farin að ganga fimm, þvílíkt úthald sem þessi drengur hefur og hann labbaði um allt með okkur, svakalega duglegur.  En Ástrós Mirra ákvað að vera bara í bílnum með honum svo við gætum aðeins skotist niður í fjöruna og tekið myndir og ég sem er alltaf að taka stillumyndir fór núna bara að reyna að fanga kraftinn í sjónum og vindinum.

    Jæja þegar við vorum búnar að fá nægju okkar þarna var ferðinni heitið til baka þar sem við stoppuðum í Gamla fjósinu til að borða og létum við sækja eigandann eins og við værum eitthvað frægt fólk en það er nú bara hún Heiða Scheving vinkona okkar sem rekur þennan frábæra veitingarstað í sveitinni.

    Eftir góða stund með stelpunum og Kastíel að borða kvöddumst við og við Konný, Ástrós Mirra og Kastíel héldum ferðinni á Gjábakka í Þingvallasveit og voru allir þreyttir en sælir eftir ferðina.  Eða sko ég veit nú ekki alveg hversu mikið Ástrós Mirra fékk út úr henni en við Konný vorum henni mjög þakklátar að nenna með okkur svo hún gæti litið eftir Kastíel þegar við vorum að mynda.

    Frábær ferðadagur og ég mun vera heillengi að fara í gegnum þessar myndir og lúra á þeim mér til gleði og ánægju.

    Ísland er auðvitað fallegasta land í heimi.  Já ég er ekkert búin að gleyma því þó mér þyki Noregur óskaplega fallegur líka.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

    13.08.2014

    Þingvellir – veiðiferð

    Mikið var nú dásamlegt að koma í litla kotið okkar á Þingvöllum.  Ég fékk einhverja undarlega dásamlega tilfinningu í sálina og trúi því að maður endurnýjist þarna, alla vega fannst mér ég alltaf gera það þegar ég átti heima í Hafnarfirðinum og við skruppum um helgar í bústaðinn.  Við Mirra áttum yndislegt kvöld á Þingvöllum á föstudaginn um verslunarmannahelgina og svo um hádegi daginn eftir mættu Klara og Ríkharður og Konný og Kastíel og svo komu Kolla frænka og Gunni góði frændi í heimsókn líka og það var nú eins gott því Gunni reddaði öllu sem redda þurfti, veiðistöngum og beitum og föstum flotholtum í Þingvallavatni og mikið voru tveir litlir drengir ánægðir með frændann og daginn.  Ríkharður Davíð veiddi sína fyrstu fiska en hann vildi nú ekki snerta þá og fannst pínu leiðinlegt að hafa meitt þá smá og var bara glaður þegar þeir fengu frelsið aftur.

    Klara systir þarf nú að fara oftar að veiða með syninum því hún var sko að standa sig vel og gerði þetta af lífi og sál.  Flugan var aðeins að trufla okkur en ekki mikið eða hvað?

    Frábær dagur með frábæru fólki endaði á grilluðum humri og svínahnakka. Nammi namm það gerist ekki betra.  Smá hvítvín og góður félagsskapur.

    Þangað til næst,

    Ykkar Kristín

    13.08.2014

    Íslandsferð….

    já það bíða ábyggilega allir spenntir að heyra af íslandsferð okkar mæðgna sem hófst á þriðjudegi fyrir hálfum mánuði og eins og ég hafði lofað var sól og blíða þegar ég kom og eiginlega hægt að segja allan tímann.  Ég veit það fóru einhver tjöld af stað í Eyjum á sunnudeginum um þjóðhátíð en eyjamenn klikkuðu á að kaupa mig til Eyja til að hafa góða veðrið svo ég gat lítið gert í því.  En gott veður var alls staðar sem ég var og allan tímann og ég skyldi það meira að segja eftir líka og ætla að leyfa ykkur að njóta í 1 – 2 daga í viðbót svo munið að fara út og njóta.  Ekki drekkja ykkur í vinnu.

    En við semsagt komum í blíðskaparveðri og ég byrjaði á að eiga góðar stundir með mömmu og Sigga og njóta þess að vera komin í móðurfaðminn aftur.  En daginn eftir var sko tekið á því og hér kemur útklippa úr pósti sem ég sendi mínum ektamanni svo það færi ekkert framhjá honum hvað ég væri dugleg í hans fjarveru:

    Við mæðgur byrjuðum á að fara í lit og plokk kl 9 í morgun, fórum svo í garðheima og keyptum kerti, borðskraut oþh. F. Ferminguna, fallegan kross kertastjaka handa pabba til minningar um teddu, afmælisgjöf handa Önnu Dögg.
    Skruppum svo til þeirra óvænt kl 10 í morgun þar sem við vorum búnar að bóka okkur annað seinnipartinn þegar afmælið átti að vera.

    Svo fórum við á kentucky og svo til klöru í garðabæinn til að leyfa mirrunni og kristofer að vera saman í dag. Þá svaraði eg skilaboðum frá Siggu út af afsalinu, skilaboðum frá séra Bjarna, munum hitta hann á þriðjudaginn, hringdum í háteigskirkju til að bóka tíma f. Æfingu á föstudaginn 8 skv. Beiðni fra séranum. Bókaði mig og klöru að skrifa undir afsalið á morgun kl 13 og fattaði svo seinna að ég er að fara í jarðaför þá, svo klara ætlar bara ein að ganga frá þessu.

    Svo fór ég vestur í bæ til ömmu steinu, svo til konna bróður, svo út í Gróubúð að hitta slysóvinkonur mínar, smurði nokkrar flatkökur f. Erfisdrykkjuna á morgun. Sótti þá ömmu steinu til snúllu sem by the whey er orðinn mikill sjúklingur og mamma þín heldur að hún eigi ekki mikið eftir, skrapp svo til klöru, knúsaði Dís, horfði á ríkharð ljónshjarta spila mincraft, borði grillaðar lambakótilettur og kjaftaði frá mér allt vit hjá Klöru, skrapp íHagkaup sem er opið allan sólarhringinn og keypi í 3 oreo ostakökur sem ég ætla að búa til í fyrramálið áður en ég fer í jarðaförina.
     
    Auðvitað tókst mér að láta hann hafa þetta æðislega samviskubit í smá tíma en það var nú ekki af leti sem hann var fjarverandi því hann gat ekki fengið frí í vinnunni sinni.
    já og á fimmtudeginum fór ég að búa til þessar Oreo ostakökur og í jarðaför daginn eftir hjá henni Hrafnhildi Scheving formanni slysavarnarfélags reykjavíkur, blessuð sé minning hennar.  En á föstudeginum var planið að fara í bústaðinn en þurfti ég að arrisera nokkrum hlutum áður.  Náði að kíkja á húsið hjá Snorra og Önnu og sýnist mér að þetta verði æðislegt hjá þeim þegar þau verða flutt inn.  Flott hús á flottum stað og Árbærinn er bara nokkuð miðsvæðis í dag svo þetta er bara snilld.  Til lukku með þetta kæra fjölskylda.
    já alveg rétt ég skellti mömmu og sigga í myndatöku með mirrunni því ég á engar myndir af þeim og svo tók mirran myndir af mér og mömmu og síðan fórum við í Hafnarfjörðinn og buðum ömmu í ísbíltúr og svo niður á bryggju og þar voru teknar nokkrar myndir líka.  Og 95 ára táningurinn sagði bara að hún hefði nú ekki haldið að hún ætti eftir að vera í fyrirsætustörfum á þessum aldri.  Algjör snillingur hún amma mín.
     
    Ég verð að fá að segja ykkur brandara af henni ömmu sem gerðist um daginn en þannig var að ég og mamma vorum hjá henni og hún að sjálfsögðu að finna til kaffi og meðþví og sem hún er að taka uppúr boxi kökur þá lyftir hún einni muffins og segir:  viltu kannski svona Kristín mín?  Þá heyrist í mömmu úti í horni, þetta heita muffins!  og þá lítur amma upp, tekur eina kleinu úr boxinu og réttir að mömmu og segir:  Já og þetta eru kleinur!  ha ha ha snillingur, við mamma hlógum svo mikið að þessu, því amma stakk alveg uppí mömmu sem hélt að amma þekkti ekki muffinskökur.  Elska þær báðar svo mikið og gott að geta hlegið með þeim.
     
    þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna
     

    13.08.2014

    Góð tilfinning að ….

    vera búin að greiða upp öll lán í Íslenskum bönkum, því ég verð að viðurkenna að ég treysti þeim ekki nógu vel ennþá, finnst þeir nú ekki hafa sýnt það að þeim sé treystandi.  En við sem sagt erum búin að selja íbúðina okkar á Melroses og eigum þá bara bústaðinn á Þingvöllum og það skuldlaust og engin lán í bönkum, hvorki íslenskum né norskum og það er geðveikt góð tilfinning.

    Planið hjá þessari fjölskyldu er að leggja það litla sem við fengum út úr íbúðinni okkar í banka hér í Noregi og ávaxta það og bæta við í hverjum mánuði svo við eigum kannski fyrir útborgun í húsi eftir 1 – 2 ár.

    Draumurinn er hvítt hús, með rauðri hlöðu aðeins út fyrir bæinn en samt bara svona kortersfjarlægð.  Svo er bara að sjá hvort hann rætist eða hvort við verðum búin að skipta um skoðun þegar að þessu kemur, það hefur nú komið fyrir áður að ég skipti um skoðun og engin ástæða að ætla annað núna.

    Þetta hús gengi til dæmis ekki því það er engin rauð hlaða með því 🙂

    22.07.2014

    Það er allt of heitt

    Já elskurnar mínar heima á Íslandi ég væri svo til í að senda ykkur smá sól, því ég er næstum búin að fá nóg, væri alveg til í að halda hitanum og sleppa sólinni í svona 2 daga.  Það var svo heitt í gær og fyrradag að maður var bara ekki einu sinni með sjálfum sér.  Og það er ekkert auðvelt að vera að vinna á þessum árstíma hérna, núna veit ég af hverju Norðmenn fara allir í frí í júlí því þá er geggjað veður hér og aumingja þeir sem keyptu sér ferðir til Kanarí þetta sumarið, það er nefnilega búið að vera heitara í Noregi en Kanarí en það er auðvitað ekkert alveg normalt við hitann og blíðuna hérna núna, frekar en það sé eitthvað normalt við veðrið sunnanlands á Íslandi.  Ég get alveg skilið þá sem eru pirraðir á sólar- og næsveðurstatusum hjá okkur, ég væri sjálf orðin geðveik að vera í þessu veðri og fá aldrei sumarið, samt er ég ekkert sólarfan, finnst oft skýjað betra en það verður að vera hlýtt og milt veður alla vega og þurrt.

    En við tókum skyndiákvörðun á föstudaginn sl. og keyrðum til Sandefjord á laugardagsmorguninn og eyddum 2 dögum með vinum okkar þar.  En sko þau eru búin að vera með gesti í allt sumar og ekkert lát á en svo fréttum við af þessari helgi sem var laus og okkur datt ekki í hug að leyfa þeim að hafa eina helgi út af fyrir sig, ekki að ræða það svo við bara drifum okkur.  Það var auðvitað bara til að ýta undir það hjá okkur að okkur vantar garð, okkur vantar svoooooooooooooo garð, það er ekkert smá næs að geta bara sitið úti og haft hundinn þar í staðinn fyrir að vera alltaf að fara í sérstakar ferðir til að njóta veðursins og nú erum við að gæla við að fá leigt hús sem er hérna innar í götunni með pínulitlum garði, en þá getum við nefnilega bara verið þar í eitt ár í viðbót og safnað og safnað pening áður en við förum að kaupa okkur hús, því þá höfum við meira val.  En ástæðan fyrir því að okkur langar að kaupa hús er auðvitað að okkur langar svo í garð.  Með þessu húsi sem við Þráinn löbbuðum í kringum í gær er bara svona 2 metrar frá húsi út að götu fyrir framan og aðeins stærra á hliðinni en það er alveg nóg, þarna er hægt að setjast út með morgunkaffið sitt og grilla á kvöldin.  Sjáum til hvað kemur út úr þessu, það er verið að hafa uppá eigandanum til að spyrja hann hvort hann vilji yfir höfuð leigja okkur, og það með hund og kött.  Kemur í ljós eins og allt annað.

    En á sunnudaginn í Sandefjord varð hitinn 34 gráður og ég var alveg að steikjast og losnaði ekki við hausverkinn sem ég fékk og held að það hafi kannski verið sólin, ég hefði líklega átt að fara inn og reyna að ná honum úr mér en það tókst þó á endanum.  Ég var með systkinamyndatöku þarna og það var eiginlega næstum vonlaust því sólin var svo sterk en Inga stakk upp á að við yrðum á stað sem heitir Prestásen og það var fínt þar, ég fann alveg bletti sem voru með minni sól en það voru líka teknar myndir sem eru ómögulegar vegna allt of mikillar sólar.   Hálfskýjað er besta veðrið til útmyndatöku eins og var þegar ég myndaði hana Ödu hérna á mánudaginn þar síðasta.

    Virkilega vel heppnuð myndataka enda allar aðstæður svo góðar.  En þessi myndataka frá Sandefjord var líka vel heppnuð enda svo flottir krakkar sem ég var að mynda og fótogenisk.

    En við fórum svo heim á sunnudagskvöldið, lögðum af stað að verða níu um kvöldið og þá var bærilegt að keyra.  Svo í gær þá var svo heitt að við gengum á veggi þegar við fórum út og við ákváðum að þetta væri innidagur, við sem sagt gátum ekki verið úti í þessari brakandi blíðu því við vorum að stikna og sólin svo sterk.

    Í dag langar mig að fara eitthvað út eftir vinnu en þetta er svo síðasta vinnuvikan mín áður en ég fer til Íslands…………………………. og ég ætla að taka með sól í poka handa ykkur.  Ef ég kem ekki með hana þá er það af því að tollurinn hefur ekki hleypt mér í gegn með hana en það væri nú eftir þeim.  Ha ha ha.

    Þau voru nú eins og litlir álfar stundum í skóginum þessi systkin í Sandefjord.

    En þangað til næst, og munið elskurnar mínar að ég meina auðvitað ekkert með þessu kvarti því ég vil auðvitað ekkert skipta um veður, bara draga örlítið úr sólinni

    Ykkar Kristín Jóna

     

    13.07.2014

    Sumar í Mandal

    Já það er sko aldrei nein lognmolla á sumrin í Mandal það er nokkuð ljóst.  Við lifum svo miklu boheim lífi hérna í miðbænum og gerum bara það sem okkur langar til og dettur í hug þegar okkur dettur það í hug.  Út að borða, tónleika, ströndin, baða sig í fersku vatni og bara you name it.

    Síðan síðast hef ég nú sofið heldur betur en áður, fór að taka tvöfaldan skammt af omega 3 lýsistöflum og líður bara betur í skrokknum.  Nýr stóll gæti líka verð að hjálpa til.

    En síðustu dagar hafa verið alveg frábærir, við fórum að fylgjast með þríþrautinni í Marnadal eins og við höfum gert undanfarin 2 ár og það er alltaf gaman, við þekkjum núna 4 þátttakendur í þrautinni og það sem sagt bætist alltaf í hópinn sem ég mynda á þessum degi.  Júlía vinkona okkar bætti sig helling í þrautinni frá í fyrra enda búin að missa 15 kg. og í betra formi en áður.

    Svo fórum við um kvöldið heim til Julie í Kristianssand og borðuðum með henni og félögum góðan mat og áttum góða kvöldstund saman.

    Ástrós Mirra og Þráinn skelltu sér í útilegu á þriðjudaginn með hundinn og hlakkaði ég þvílíkt til að vera alein heima bara með kettinum og naut ég þess alveg í botn.  Gerði það sem mér datt í hug þegar mér datt það í hug ekki bundin neinum eða neinu.  Þau fundu sér þetta fína tjaldstæði en því miður var ekkert um að vera þar og svo ringdi þeim niður morguninn eftir þannig að þetta var stutt útilega hjá þeim en skemmtileg samt.  Ég horfði á TV og skellti mér svo hjólandi niður á Sjøsanden kl. 20 um kvöldið með þá hugmynd að taka myndir af sjónum og ströndinn með filter og þrífót.  Elska það að hjóla um kvöld í gegnum bæinn minn og það er alls staðar fólk, alls staðar tónlist og líf og gleði.  Þegar ég kom niður á strönd kl. 20 var ennþá fullt af fólki í sólbaði og sjóbaði, þannig að það truflaði aðeins myndatökuna mína þar sem fólk getur ekki verið kjurrt í 20 sec en stundum tekur maður mynd á tíma og er myndavélin í 20 sec að taka myndina en það er gert til að fá sjóinn alveg sléttan.

    Tónlistin frá Bryggjukantinum ómaði alla leið út á strönd og var þetta dásamleg stund í kyrrðinni þarna en samt tónlist í fjarska og það Bítlarnir sem ómuðu.

    Svo á miðvikudaginn ætluðum við aldeilis að hafa það huggulegt og fara snemma út á Smoi og fá okkur pizzu að borða og sitja í góða veðrinu þar til Onsdagsbandet myndi byrja að spila en það var nú ekki að ganga upp hjá okkur, því klukkan fimm var setið við eða búið að taka frá öll borð úti og fullt af fólki sem sat kannski bara tvö og tóku frá fyrir fjóra í viðbót og voru ekki einu sinni að borða og svo komum við sem ætluðum að kaupa okkur mat og fengum hvergi sæti og þjónustufólkið sagðist ekkert geta gert í þessu.  Svo Kristín Jóna fór í fýlu.  Langaði alls ekki að sitja inni í 30 stiga hita og langaði ekki að borða á næsta veitingarstað við hliðina til að geta setið úti þar, mig langaði bara að borða pizzu á Smoi og hlusta á onsdagsbandet.  En nei, það var ekki að ganga upp og eftir smá fýlukast þá fengum við okkur pizzu á pizzabakaren og átum hana úti og fórum svo heim.  Ætluðum nú að labba svo út kl. 19.30 en þá áttu tónleikarnir að hefjast og gerðum það, fengum okkur einn drykk, biðum í 40 mín og fórum svo heim en þá voru tónleikarnir ekki enn byrjaðir.  Fréttum svo seinna að það hefði byrjað 5 mín. eftir að við fórum og þetta hefði verið út af því að hinum megin er tjald með uppistandi og það heyrist ekkert þar inni ef rokkið er farið að hljóma hinum megin, skil það mætavel en hefði viljað vita þetta áður.  Svo miðvikudagurinn var algjört feil.  En á leiðinni heim pöntuðum við borð á Marna á föstudaginn og það fyrir 4, bara svona ef einhver vildi koma með okkur.

    Svo kom fimmtudagurinn og við skruppum á ströndina eftir vinnu og köfnuðum úr hita þar, hitinn var farinn að vera nánast óbærilegur eða 32 gráður í skugga.  En ég er sko ekki að kvarta, ég díla vel við þetta og betur en við kuldann svo ekki misskilja mig.

    Svo kom föstudagurinn og við ákváðum að fara í picknic hjólatúr með hundinn, vorum fyrst búin að ákveða að hjóla yfir brúna hjá Lillebanken en þar værum við að hjóla inní dal og líklega óbærilegur hitinn þar svo við breyttum plönunum og fórum meðfram ánni.  Ég hjólaði lengra en ég hef nokkru sinni gert og viðurkenni að ég gleymdi að setja hjálm á hausinn á mér eins og ég var búin að lofa, en ég skal reyna að muna að setja hann á næst.  Erro fékk tvo hjólatúrann þennan daginn og við nánast gerðum út af við hann, að láta hann hlaupa svona í hitanum og svo meiddi hann sig í þokkabót og er eitthvað haltur síðan, en þá getur hann bara hvílt sig hérna heima og við verið róleg í einn, tvo daga þó hann fái ekki brjálæðislega hreyfingu.

    Svo í miðjum hjólatúr heyrum við frá Margréti og Jóni og eru þau þá búin að kaupa sér hús hérna í Marnadal, sem sagt tilboðinu þeirra var tekið.  Frábærar fréttir.  Svo þegar við erum að fara að huga að því að skella okkur út að borða á Marna ákveðum við að hringja í þau og athuga hvort þau vilji ekki koma með og fagna þessum áfanga og þá voru þau á leiðinni þangað en áttu ekki pantað borð svo þetta var bara algjör snilld og skemmtum við okkur vel saman um kvöldið við lifandi tónlist og frábæran mat.

    Við Þráinn vorum aðeins lengur frameftir en Margrét og Jón og skruppum aðeins heim því Þráni langaði í wiskey sem hann átti heima og þá fórum við að leika okkur við dótturina sem var að sýna okkur tónlistarmyndbönd sem eru gerð í svona í keppnisstíl og er til dæmis Freddie Mercury að keppa við Frank Sinatra ofl. í þeim dúrnum svo ákvað Þráinn að skella sér aftur út en ég skreið í rúmið enda langur dagur þetta.

    Vakna svo snemma á laugardaginn eins og alltaf og er svo þreytt allan daginn (en það er mín ákvörðun þegar ég drekk áfengi að ég sef svo illa) en ekkert þunn og það var bara næs, ákvað að taka maraþon tv á viaplay og leggja mig af og til inná milli.  Kl. 2 kom svo Arnfinn til að fara með Þráin að sýna honum Bergevatn sem við fundum ekki þegar við ætluðum þangað.  Á meðan skellti ég mér á fætur og gerði mig klára að fara þangað svo seinna um daginn með Þráni og Mirru.  En svo hringir síminn og er þá Hadda í sjálfheldu hér í miðbænum með bilað mótorhjól en þau hjónin voru í brúðkaupi í Mandal kirkju hjá fólki sem er með þeim í mótorhjólaklúbbi og voru þau svona fylgdarlið á hjólunum en það voru um 30 hjól sem fylgdu brúðhjónunum eftir eða kannski bara 29 á bakaleiðinni þar sem Hadda komst ekki með.  Hana vantaði aðstoð Þráins til að koma hjólinu heim til okkar og prófa að setja það í hleðslu og sjá hvort það dygði.  Það dugði nú ekki og svo kom Fúsi og þau voru að bauka við hjólin hérna úti þegar við drifum okkur bara að Bergevatni til að prófa að baða okkur.  Þetta er flottur staður með ferskvatni sem er volgt á þessum tíma og já Kristín Jóna fór að synda (og þá meina ég synda ekki bara vaða) í vatni úti í guðsgrænni náttúrunni.

    Erro var pínu skrítinn því hann hefur aldrei synt með okkur áður, alltaf við uppá bakka að henda spítum úti til hans.  Þetta var skemmtileg upplifun og gaman.

    Svo var farið heim að leggja sig aftur áður en ferðinni var heitið út í sumarhúsið hennar Hege í krabbaveislu og huggulegheit.   Geggjaður staður sem þau eiga sumarhús á, húsið æðislegt og engan veginn hægt að sjá að það sé byggt 1945.  Frábært kvöld með góðu fólki og já eitt enn undrið, ég horfði á fótboltaleik með þeim og get ekki orða bundist yfir því hvað þessir menn eru klaufskir.  Dettandi hver um annann og missandi boltann endalaust.  Held þeir þurfi eitthvað að æfa þetta betur.  ha ha ha

     

    Og upp er risinn sunnudagur og það ringdi smá í morgun og spáir meiri rigningu seinna í dag svo ég held að það verði opinberlega letidagur.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

    08.07.2014

    Nýtt rúm, nýr stóll, gömul kona

    Já það var bara verið að eyða peningum í gær, fórum í Ikea og keyptum nýjan skrifborðsstól fyrir mig og nýjar rúmdýnur fyrir okkur bæði, þar sem við höfum bara aldrei verið nógu ánægð með þær sem við keyptum fyrir tveimur árum og voru sérgerðar fyrir okkur eftir legugreiningu.  En það var fyndið í Ikea í gær, þegar við erum að skoða stólinn, hann var ekki að virka eins og við vildum og ég fer að leita að starfsmanni til að fá aðstoð og finn þarna konu sem bauðst til að aðstoða okkur. AFG: kan jeg hjelpe deg?  EG: Ja, jeg trenger hjelp med arbeidstol.  AFG:ok.  Svo förum við að stólnum og EG: er det eneste i mellom denne stol armer og ikke armer?  Er det som koster 200 kr.?  AFG: Já eruði íslensk?  EG: já og fáum við íslenska þjónustu hérna núna, sko ég er með fullt af spurningum…. osfrv.

    Ótrúlega fyndið þegar þetta gerist hérna úti.  Þarna var þessi yndæla stúlka nýflutt til Kristianssand frá Stavanger þar sem hún hafði búið í eitt ár, en dýrt að búa þar svo hún flutti sig hingað suðureftir. Með mastersgráðu í stjórnmálafræði og vinnur í Ikea og hefur það betra þannig en hún hefur haft áður.  Auðvitað langar hana að fá aðra vinnu og er að leita en á meðan þá er þetta fínt, sagði hún.

    Jæja svo kom að því að skoða rúmdýnur og þar hafði okkar kona enga þekkingu svo það varð að vera alveg á norsku sem er nú ekki svo erfitt.  Godt eða ekki godt.  Nei án djóks þá keyptum við okkur nýjar dýnur eftir að Þráinn fór hingað út að vinna og kostuðu þær alveg góðan íslenskan pening og voru valdar eftir legugreiningu en því miður þá gáfumst við upp eftir 2 ár og ég hef eiginlega aldrei verið nógu ánægð með mína.  Við keyptum ekki eins dýnur, Þráinn vildi stífari en ég og svo má skila þeim innan 90 daga ef okkur líkar ekki þannig að þetta er bara allt í lagi.  Ástrós Mirra hins vegar elskar að sofa á okkar gömlu dýnum svo hún var alsæl því þær fóru auðvitað beint upp í hennar herbergi.  En ég ákvað að fara bara snemma uppí (já ég veit, ég geri það næstum alltaf) og prófa dýnuna vel, brölti auðvitað helling í nótt eins og ég geri alltaf en í fyrsta sinn í langan tíma átti ég auðvelt með að stíga framúr í morgun og skrokkurinn var ekki dauðþreyttur.  Mikill munur að vakna ekki þreyttur á skrokkinn, vonandi verður þetta bara svo betra og betra svo ég þurfi ekki að brölta svona mikið á nóttunni því ég vakna orðið við það hjá sjálfri mér þannig að það er ekki gott.

    Einnig var keyptur útilegubúnaður í gær, kælibox, box undir mat og áhöld, svefnpokar, primus og nýbúið að kaupa tjald og vindsæng í láni, feðginin ætla í útilega á næstu dögum en ekki alveg hvenær eða hvert.  Þau eru nefnilega í fríi núna en ekki ég, svo fer ég í frí um 25. júlí þegar Þráinn byrjar aftur að vinna og þá beint heim til Íslands að undirbúa fermingarveislu.  Hlakka orðið mikið til að koma heim og hitta alla.

    Boðskortin eru farin út og ekki margir búnir að afboða sig, eiginlega bara gamalt fólk og þeir sem búa í útlöndum, aðrir hafa ekki sagt orð svo ég reikna með að þeir mæti allir.

    Fjölskyldan mín ætlar nánast öll að hjálpa til við að baka og amma Steina kemur sterk inn þarna líka og ætlar að vera með í að skreyta og undirbúa salinn.  Við Ástrós Mirra munum leggja eldhúsið hennar mömmu undir okkur við bakstur en við ætlum líka að leika okkur svolítið, fara í einn ljósmyndatúr og uppí bústað eitthvað.  Konný og Markús eru þar núna og ég dauðöfunda þau.  Sé í hyllingum vatnið og fegurðina og kyrrðina og krúttlega bústaðinn okkar.  Mikið er gott að eiga góða að eins og þau og mömmu og Sigga sem sjá alveg um bústaðinn fyrir okkur.

    Já svo er Klara systir búin að fara fram og til baka að skrifa undir pappíra fyrir okkur vegna sölunnar á íbúðinni og verður svo klárað afsalið þegar ég kem til Íslands.  Ég ætla nú ekkert að fara yfir vesenið sem er búið að vera þarna vegna ótímabundinna ráðlegginga til kaupandans okkar, sem voru svo ekki notaðar.  En það er milli fasteignasölunnar og hennar.  Og tek það fram að það var ekki Sigga frænka sem stóð í því, heldur starfsmaður fasteignasölunnar.

    En alla vega erum við búin að selja, fáum restina af nánast engu í ágúst og þá getum við farið að halda áfram að safna pening til að kaupa hérna úti.  Verðum að eiga 15% útb. og ca. 50.000 nkr. í viðbót fyrir alls konar kostaði sem hlýst af því að kaupa hús.

    Annars er lífið bara gott við okkur, búið að rigna smá undanfarna daga en það var sko alveg kominn tími á það, og það er ekkert slæmt að standa úti í 19 stiga hita og smá rigningu, á stuttbuxum og með regnhlíf.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

    29.06.2014

    Það er svo gaman að vera með mér

    og sérstaklega í ferðalögum og útilegum.  Litlir hlutir verða að ævintýrum og ég fæ að njóta þeirra allra.

    Já, gott fólk við fórum í útilegu í gær sem er ekki í frásögur færandi og þó.  Það eru nú til nokkrar sögurnar af okkur Þráni og útlegunum okkar og aldrei hafa þær verið leiðinlegar og því hefði þessi útlega átt að verða það frekar.  Við rifjuðum nú upp þegar við vorum á leiðinni, útileguna sem við fórum á Laugarvatn um árið og mamma ætlaði að lána okkur tjald en týmdi ekki að lána himininn með og sagði okkur ekkert þurfa hann í tvær nætur og við auðvitað samsinntum því bara. En þegar til kom og við ætluðum að tjalda vorum við bara með himininn en ekkert tjald.  Og svo hlógum við því við fengum útilegubúnað lánaðann hjá vinum og hann beið bara fyrir utan bílskúrinn þeirra þegar við komum að sækja og við skelltum því í bílinn og skoðuðum ekkert áður en lagt var af stað í útileguna.  Ha, ha ha það væri nú fyndið ef eitthvað álíka kæmi fyrir núna segjum við og hlægjum bara.  En ekki þótti okkur líklegt að hún Hadda myndi klikka á svona hlutum og þess vegna var þetta bara fyndið.

    En við vorum á leiðinni í Flekkefjørd sem er talið að hún Flekka sem nam bú í Flekkuvík þaðan sem hann Konni afi var frá, hafi komið frá.  Skemmtileg saga sem Sigrún Ellen frænka mín sagði mér núna á fésbókinni en þetta hafði ég ekki heyrt.

    En sem sagt ferðinni var heitið í Flekkefjørd þar sem við ætluðum að skoða Brufjell, Sandvik, þorpið Rólegheitin og skoða svo gamla brú sem heitir Bakkabro og er í Sira.  Við vorum ekkert búin að ákveða hvað fyrst osfrv. en byrjuðum á að fara í miðbæinn í Flekkefjørd og þar var sko líf og gleði allan laugardaginn, með einhverju mótorhjólamóti og sól og allir veitingarstaðir við höfnina þéttsetnir og mikið fjör og mikið líf.

    Svo ákváðum við að fara uppá Brufjell og skoða Sandvikina líka, finna svo tjaldstæði og grilla steik og hafa huggulegt um kvöldið og kíkja svo á Bakkabro á sunnudeginum áður en við færum heim.

    Við keyrum sem leið liggur að Brufjell og leggjum bílnum á þar til merktu bílastæði og byrjum á að hitta mannýga hunda sem gjörsamlega lögðu Erro í einelti, og löbbuðum svo í gegnum rólegheitabæinn.  Dásamlegt að búa í bæ sem heitir Rólegheitin.

    Photo: Laufey Konný þessi hundur var sko ekki hrifinn af Erro og lét vel í sér heyra.

    Photo: Og sambýliskonan var ekki heldur hrifin af Erro.

    Ef eftir þessa villinga sem eru nú reyndar óskaplega fallegir en þeim líkar ekki við aðra hunda, löbbuðum við í gegnum þorp sem heitir Roligheten og er alveg yndislegt þorp en uppfrá því fer maður á Brufjell.

    Gangan upp er 1,5 km eða 1 – 1,5 tíma ganga.  Sem er pínu skrítið þar sem gangan uppá Esju er 8 km og tekur 1 – 3 tíma.  Spurning hvort ég gæti ekki bara gengið á Esjuna núna, þó mér hafi alltaf þótt það fjarri lagi.  Humm, kannski maður ætti að prófa í sumar.

    En þegar komið var uppá Brufjell er útsýnið magnað.

    Og í hina áttina er útsýnið svona

    En þegar niður er komið aftur, þá tekur við Sandvikin og ég skil ekki alveg af hverju hún heitir sandvík því þarna er enginn sandur en bara dásamlegir steinar og þvílíkur fjársjóður, ég hefði viljað vera þar lengi, lengi, lengi.

    Jæja svo lá leiðin á tjaldstæðið og þá allt í einu………… fatta ég að við gleymdum sængunum okkar.  Já ég er að segja ykkur það að við vorum með allan útilegubúnað sem við þurftum frá Höddu lánaðann en ætluðum að taka með sængurnar okkar og kaupa svo kannski svefnpoka seinna þar sem allt okkar útilegudót er ennþá heima á Íslandi.  En nei nei, engar sængur í bílnum bara eitt teppi sem átti að vera undir okkur en jú jú, lopapeysan var með og ullarbuxur til að sofa í.  Ja hérna, nú voru góð ráð dýr en við ákváðum bara að það hlyti að vera svo hlýtt á nóttunni að þetta yrði bara allt í lagi.  En svo lánaði fólkið sem rekur tjaldstæðið okkur eitt vattteppi, sem betur fer því það var skítakuldi í nótt og við sváfum ekki mikið og langt síðan við höfum legið svona þétt saman og með lappirnar vafðar utan um hvort annað til að halda á okkur hita.  En svo vöknuðum við, við það að við vorum að stikna enda sólin farin að skína.

    En já tjaldstæðið heitir Egenes og er svona hjólhýsastaður og við ætluðum nú aldrei að finna staðinn sem okkur var bent á að tjalda á en fundum hann á endanum og mikið var það fallegur staður en allt gras þar er löngu horfið og bara sandur, möl og grjót.  Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii eins gott að Hadda lánaði okkur stóra vindsæng svo við fundum ekkert fyrir því, hefðum líklega bara legið á grjótinu ef ég hefði átt að muna eftir vindsænginni líka.

    Við kynntumst finnskri fjölskyldu þarna á tjaldstæðinu, við sem sagt vorum einum tjöldin þarna, allt hitt var hjólhýsi með viðbyggingnum og sumar viðbyggingarnar eru orðnar svo stórar að maður þarf að leita að hjólhýsinu sjálfu. Af hverju ekki bara að byggja sér sumarbústað.  Ég skil þetta að eiga hjólhýsi til að rúnta með um landið og allt í lagi að skella því niður einhvers staðar sumar og sumar en ef þú ert alltaf á sama staðnum af hverju ekki þá bara að byggja sumarbústað frekar og vera ekki með nágrannann alveg ofaní þér.

    Dæmi um hversu hljóðbært verður að svona stöðum er að við heyrum þann sem hrýtur í næsta tjaldi og alveg eins í næsta hjólhýsi þar sem bilið á milli er oftast ekki neitt.  Hadda ég vona að þú sért að fá þér stað þar sem þú getur komið út án þess að standa á tröppunum hjá næsta manni 🙂

    En já sem sagt kynntumst finnskri fjölskyldu og sátum með þeim smá stund í gærkvöldi og sögðum skemmtisögur á ensku, virkilega skemmtilegt fólk sem knúsaði okkur þegar við kvöddumst í morgun.  Man ekkert hvað þau heita og vissi aldrei hvar í Finnlandi þau búa en skemmtileg voru þau þrátt fyrir að kallinn hafi hrotið í alla nótt og ég meina í alla nótt, það kom aldrei pása, hummm konan hlýtur að hafa verið með eyrnatappa í eyrunum og fyndið því Þráinn spurði hvort ég ætlaði ekki að taka þá með mér en mér fannst það nú óþarfi, næst koma þeir með, þeir taka nú ekki svo mikið pláss að það sé ekki bara betra.

    Jæja svo vöknuðum við og tókum morgunpissið með finnunum vinum okkar, og morgunspjallið og morgunmatinn.  Nei djók en jú auðvitað smá morgunspjall og við gáfum þeim kortið okkar frá í gær og ráðlögðum þeim að fara á Brufjell sem þau ætluðu að gera.

    Við dóluðum okkur í morgunsólinni og fengum okkur morgunmat og skelltum okkur svo að skoða gamla brú sem við vorum búin að heyra af, virkilega falleg brú svona hengibrú og ég get svarið það að hún dúaði þegar bíll keyrði yfir hana, meðan ég stóð þar og tók myndir.  En brúin er falleg og staðurinn allt í kring einnig fyrir utan eitthvað hundljótt íþróttahús með grænu neti allt um kring, sýnist að það hefði verið nóg pláss ofar og lengra frá brúnni fyrir svoleiðis óskapnað.  Reyndar sagði Þráinn að það ætti bara að byggja kastala þarna til að matsa við brúna og ég er svo hjartanlega sammála honum.  Íþróttahús á svona stað eru bara mistök.

    Jæja svo hittum við nokkrar kusur þarna líka og spjölluðum við þær áður en við keyrðum heim á leið.

    Frábærri helgi að ljúka með øl og góðri bíómynd en þó er einn skuggi á helginni og það er að hún Tedda vinkona hans Pabba míns dó í dag eftir baráttu við krabbamein, blessuð sé minning hennar og við vottum aðstandendum hennar samúð okkar og biðjum Guð að vera með pabba á þessum erfiða tíma.  Slæmt að geta ekki knúsað hann en ég sá hann á skype í dag og gat gefið honum smá online knús.  Svo eru heyrnartækin hans bæði biluð svo hann getur ekki talað í síma eða neitt og fær ekki tíma fyrr en eftir 8 vikur frá því hann pantaði tíma, hvaða þjónusta er það við heyrnarlausan manninn.  Það er eins gott að hann hefur fólk í kringum sig sem getur hringt fyrir hann það sem þarf að hringja og hlustað það sem þarf að hlusta og öskrar það svo til hans.

    Njótiði lífsins elskurnar mínar, því lífið er svo stutt.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

    27.06.2014

    Villidýrið

    Ég veit ekki hvort það sé eitthvað dulið villdýr í mér en mikið heillast ég af þeim í Dyreparken og þessir 3 voru mínir uppáhalds síðast, ég var bara pínu svekkt hvað þessi hitabeltisdýr voru lítið að láta sjá sig í hitanum í Noregi.

    Ég rétt fékk að sjá Blettatígurinn (en komst að því í fyrradag að þeir eru víst 4 svo eitthvað voru þeir duglegir að fela sig)

    Svo er það hann Aslan, einn fallegasti strákur sem ég hef séð.

    Og að lokum uppáhaldsdýrin mín Tígrisdýrin og þessi var svo kósí og flottur.

    Allt virðast þessi dýr ósköp meinlaus svona að sjá og reyndar segja Tígrishirðarnir að það sé alla vega eitt kvendýr hjá þeim sem þau myndu alveg treysta að labba um meðal fólksins en lögum samkvæmt má það ekki.

    En þau geta svo orðið aðeins villtari eins og þessar myndir sýna okkur.

    En svo breytast þau aftur í litlar kisur sem bara njóta þess að leika sér.

    Oh, hvað ég elska þessi dýr og Dyreparken þó ég mæli ekki með því að fara á “High season” þegar það er svona heitt, því þá eru þau ekki sjáanleg eins mikið eins og þegar aðeins er kaldara.

    En ég heyrði að fjölskyldur hér í Noregi eru að mæta á hótelið í Dyreparken og kaupa sér 3ja daga kort inn í garðinn, eru á hóteli og kaupa sér mat, fara í Baðlandið, Dýragarðinn, Kardemommubæinn, sjá fullt af showum sem eru og sigla um með Kaptein Sabatan ofl.  Og bara 3ja daga passi í garðana kostar fyrir 4 manna fjölskyldu 15.000 nkr. sem er ………………………… haldið ykkur fast 280.000 isk. og þá á eftir að kaupa matinn.  Enda skilst mér að bílastæðið sé fullt af einhverju öðru en toyota.

    En þetta er og verður flottasti dýragarður sem ég hef farið í og ég ætla að halda mig við mai og lok ágúst – sept.  til að heimsækja hann.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

    27.06.2014

    Unaðslegar kartöflur

    Boil Potatoes for about 15 minutes, while that’s going mix Olive Oil and Garlic together. Smash the Potatoes, spoon a little of the “Garlic Oil”, then load em with cheese, chives, bacon, etc… and Broil until cheese is melted and the Potatoes are crispy (bout 7 min.)

    En mín uppskrift á íslensku er svona:

    Ég byrjaði á að sjóða kartöflurnar, tók og setti í eldfast mót, kramdi með kartöflustöpputækinu mínu, og tók efsta hýðið af. Bjó til hvítlauksolíu og hellti ofaní kartöflurnar, skar niður skinku, papriku og púrrulauk og stráði yfir og svo mikið af osti ofaná allt og bakaði smá stund í ofni. Tekur fyrir utan suðuna á kartöflunum ca. 15 mín með öllu – einfalt og geggjað gott

     

    26.06.2014

    Miðvikudags

    Jæja þá eru fyrstu miðvikudagstónleikarnir búnir á Hesteroa torginu okkar í Mandal og það var brjálað stuð eins og venjulega.  Við Lovísa skelltum okkur tvær í gærkvöldi og áttum bara gott stelpukvöld saman.  Hún var í langþráðu tveggja daga fríi og langaði í smá tilbreytingu.

    Nú er ég búin að búa hér í 2 ár og fara nokkrum sinnum á Onsdagstónleika og ég get svo svarið fyrir það að ég er farin að kannast við fólk.  Hef séð þennan áður og þessi stelpa var líka svo drukkin í fyrra og alls konar svona.  Það þýðir að maður er að samlagast samfélaginu, alla vega miðvikudagssamfélaginu 🙂

    En ég gleymdi alveg að segja ykkur frá einkennilegri upplifun á mánudaginn þegar ég fór til læknisins en alltaf þegar ég hef farið til læknis hérna í Noregi þá hefur verið kallað á okkur á nánast réttum tíma, ég er ekki að segja að það hafi ekki farið 5 mín yfir en það er það mesta.  Þannig að læknar hér ná að tímasetja sig betur en heima á íslandi.  Og annað, ég þurfti að fara í blóðprufu og var beðin að bíða frammi eftir meinatækninum sem ég og gerði.  Bara kósí því þar er sjónvarp með alls konar læknistengdu efni og auglýsingum sem hægt er að glápa á.  Svo þegar liðnar eru 10 mín er kallað í mig og ég beðin afsökunar á að það sé svona löng bið og hvort ég vilji ekki nýta tímann í að borga og ganga frá því.  Jú að sjálfsögðu og svo þegar ég kem inn til meinatæknisins þá er aftur beðið afsökunar á því hvað ég þurfti að bíða lengi.  Lengi?  Ég beið í 15 mín í allt og ég var beðin afsökunar á því að mínum tíma væri eytt svona að óþörfu.  Þetta mætti nú gera á fleiri stöðum þar sem tímabókanir fara fram úr tímanum.  Ég er ekki að segja að það sé ekki eðlilegt að það gerist en það er þá líka allt í lagi að biðjast afsökunar á því.  Ekki man ég eftir því að það sé almennt gert á Íslandi.  Því miður.  Einhvern veginn hafði ég oft á tilfinningunni að minn tími skipti minna máli en þess sem ég átti pantaðan tíma hjá.  Kannski er þetta bara ég sem mæti alltaf 5 til 10 mín áður en tíminn minn á að hefjast svo sá sem ég á tíma hjá þurfi ekki að bíða eftir mér.

    Smá pæling á fimmtudagsmorgni.
    ykkar Kristín Jóna

    25.06.2014

    Morgunstund gefur gull í mund

    Það er víst alveg satt að það að vakna snemma og fara út og njóta kyrrðarinnar er alveg stórkostlegt og ég geri allt of lítið af því miðað við að ég er alltaf vöknuð kl. 7 og gæti auðveldlega gert þetta oftar, kannski það verði bragarbót þar á í framtíðinni en ég alla vega fór snemma út í gærmorgun og ætlunin var að taka macromyndir af blómum í kirkjugarðinum.

    Ég fór út rétt rúmlega 7 og rölti í kyrrðinni uppí kirkjugarð, og viti menn.  Þetta er svo fallegur kirkjugarður og kyrrðin þar svo stórkostleg og blómin svo falleg á hverju einasta leiði næstum því.  Enda voru starfsmenn kirkjugarðsins mættir þarna kl. 7 og byrjaðir að vökva, því ekki veitir af því í þessum þurrkum sem eru hérna núna.  Það er búið að vera sól allan júní uppá hvern einasta dag, kannski einn dagur með skýjað og samt ekki.

    Ég fór að horfa yfir og velja mér leiði og bograði svo yfir þeim sem voru með áhugaverðum blómum, settist niður, lagðist niður og á ská og reyna að komast undir þau og bara var þarna á alla kanta.  Tók svo eftir að annar starfsmaðurinn var farinn að vökva alveg rétt hjá mér og stóð svo hinum megin við og fylgdist með mér en sko núna er ég hætt að halda að allir myndu skamma mig fyrir að vera að mynda einhvers staðar því fólk gerir það ekki og hann hefur ábyggilega séð að ég var bara að taka myndir, ég reyndar úðaði vatni á nokkur blóm en það er bara gott fyrir blómin svo ekki fæ ég skammir fyrir það.

    Náði fínum myndum en gallinn var að ég fór út í þetta verkefni þegar ég var að drepast í bakinu og það er svo skrítið með það að ég fór til læknis á mánudaginn til að láta athuga þennan stirðleika sem aldrei lagast hjá mér og eftir því sem ég labba meira verður meiri en ekki minni eins og ég hefði haldið að ætti að gerast en sem sagt frá því að ég viðurkenndi að það væri sjálfsagt eitthvað að mér og ég þyrfti að fara til læknis þá versnaði ég um helming.  En er betri í dag svo það er besta mál því ég ætla í útilegu með sæta kallinum mínum um helgina. Mirran fer til Sunnu og við ætlum að taka Erro með í einnar nætur útilegu í Noregi.  Ég er sko svo spennt fyrir því að prófa að sofa í tjaldi í hita.  Og vitiði að ég planaði þessa útilegu, fann staðinn til að fara á, búin að redda útilegubúnaði því okkar er enn heima á Íslandi áður en ég kíkti á veðurspá en ég hefði alveg getað sleppt veðurspánni því það spáir bara sól næstu 10 daga líka.

    Svo er ég spennt að fara aftur ef þetta gengur vel og þá með tjaldið sem Þráinn var að panta fyrir okkur og er bara fyrir tvo og ekki með neinum súlum heldur virkar eins og reflector sem smellur upp þegar tekið úr pokanum.  Ótrúlega flott.

    Hér getiði séð hvernig það virkar.

    En jæja gott fólk, best að fara að koma sér á fætur og vinna á þessum yndislega degi.

    Fariði vel með ykkur og munið að lifa lífinu lifandi því það er allt of stutt.

    Ykkar Kristín Jóna

     

    22.06.2014

    Sumarrevian

    Jæja þá er fyrstu árshátíð (eða ég kalla það árshátíð) lokið og við hjónin fórum sæt og spennt af stað niður í Buen.  Þráinn er búinn að vinna í Sørlemeneringen (úff ég mun aldrei læra þetta nafn) í 6 mánuði en ekki eignast neinn félaga þar ennþá þó hann sitji og spjalli við kallana í kaffi- og matartímunum. En hann er aldrei feiminn svo ég lét þetta bara í hendurnar á honum.  Við komum greinilega með þeim síðustu (hvað er að gerast með okkur) og setjum við eina borðið sem eftir er með meira en tvo sæti laus.  Þá kemur í ljós að þar (14 manna hringborð) situr aðeins einn strákur sem Þráinn þekkir eitthvað smá.  Og það verður að viðurkennast að fyrsta hálftímann þá spjölluðum við Þráinn bara saman.  Enginn talaði við okkur og við auðvitað nýja fólkið og höfðum okkur mikið í frammi.  En þarna við borðið og beint á móti okkur sátu hjón með athyglisýki, þau töluðu mikið og hátt og ekki við hvert annað heldur meira yfir hvort annað.  Veit ekki hvort þau séu óörugg með sig og því komi þetta svona út en alla vega bar mest á þeim við borðið.  Svo fer ungi strákurinn sem Þráinn kannast aðeins við að spjalla við okkur og það er við manninn mælt að athyglisjúki maðurinn þarf að koma með yfirlýsingu yfir allt borðið. Og þetta gerðist í tví- þrígang þegar einhver ætlaði að spjalla við okkur.  Ég held þetta sé ekkert leiðinilegur maður eða neitt þannig en hvort það hafi bara hittst svona á, veit ég ekki en einkennilega kom þetta út.  Jæja svo rétt áður en matnum líkur þá fara þarna stúlkurnar tvær sem vinna á skrifstofunni aðeins að spjalla við okkur og til okkar á borðið komu nokkrir menn sem Þráinn þekkir betur.  Þannig að það var aðeins farið að losna um hjá okkur.  Svo er farið niður þar sem sjoið er og þá lendum við á borði með yfirmanni Þráins og konu hans og öðrum sem hann þekkir ágætlega.  Showið var mjög skemmtilegt, ég skyldi helling, sérstaklega það sem var grín á Mandal en þetta er þannig revia, ætluð fyrir sumargesti í Mandal og þar gert grín að hlutum sem Mandalbúum þykir vænt um og kannski ákveðnum seremónínum líka.  Virkilega flott show, með söng og glensi.  Svo þegar showið er búið þá fer yfirmaður Þráins (man ekkert hver er hvað eftir þetta kvöld) og kona hans Annette (jeiiii man eitt nafn) að spjalla og segir að allir ætli á Marna og hvort við komum ekki með, sem við og gerum og við spjöllum heilmikið, Annette og Þráinn dansa og það er bara gaman. Svo þurftu þau að fara, búa í Søgne og vildu ekki vera of lengi frameftir, og þá setjumst við út hjá öðrum vinnufélögum og þetta endar á að vera bara normalt kvöld, við að spjalla við fólk og bara gaman.  En það var lengi í gang, en verður auðveldara næst, ekki spurning.  Held að þetta fólk sem nennti að tala við okkur hafi komist að því að við erum hið ágætasta fólk, pínulítið skemmtileg líka og drekkum ekki í óhófi eins og serbinn sem vinnur með þeim og drakk og drakk meðan vínið var frítt.  🙂  Hann er samt fínasti strákur en þetta er svo algengt líka heima á Íslandi, það verða allir svo drukknir ef vínið er frítt.

    Niðurstaðan er að þetta var gott kvöld, sem byrjaði einkennilega en endaði vel.

    Smá þynnka í gær en fórum samt í hjólatúr í góða veðrinu sem var svo bara hávaðarok og ískuldi niðri við strönd í rokinu.  Stoppuðum stutt og hjóluðum til bara heim og héldum áfram að glápa á tv. án samviskubits yfir að fara ekki út í góða veðrið.

    Svo í dag sunnudag, er Þráinn að vinna þar sem hann átti seinnivakt á föstudag en frestaði henni til dagsins í dag í samráði við yfirmann.  En það er svo mikið að gera í þessari verksmiðju að mennirnir eru allir að taka 3 – 6 aukavaktir yfir mánuðinn sem þýðir þá að 4 daga í mánuði vinnur Þráinn frá 6 að morgni til 22 að kvöldi.  Skelfilega langur vinnudagur og sem betur fer ekki fleiri en 4 svona vaktir hjá mínum manni.

    Ég hins vegar ætla að vera húsmóðir í dag, hef ekki nennt því oft undanfarið því veðrið er alltaf svo gott en ég kannski græja það bara fyrir hádegi í dag og fer að leika mér eftir hádegi.

    Eigiði góðan sunnudag elsku vinir

    Ykkar Kristín Jóna

    19.06.2014

    Að panta flug

    Ég held þetta sé orðinn einn mesti frumskógur sem hægt er að hugsa sér, þe. að panta sér flug, það eru til síður eins og Dohop, momondo, solfaktor ofl. sem eiga að auðvelda þér að panta flugið, svo á hvert flugfélag sína eigin síðu og svo skoðar maður þetta allt og enginn sýnir sama verðið, þrátt fyrir að sýna sama flugið.  Ég hreinlega skil þetta ekki.  Hvernig getur solfaktor boðið mér ódýrara flug með Icelandair en þeir sjálfir?  Og af hverju koma ekki sömu flugin upp hjá þessum leitarvélum.  Þvílíkur frumskógur sem þetta er.  Ég held ég sé búin að eyða um 12 klukkustundum í að reyna að finna hagstætt flug fyrir okkur 3 heim í sumar, en málið er að við getum ekki farið öll á sama tíma og því verður þetta enn flóknara og ofan á allt.  “Verified by VISA” það er ekki séns að ég geti munað hvað passwordið var sem ég notaði fyrir næstum ári síðan og auðvitað er ég búin að reyna þrisvar og ógilda það hjá mér.  En þeir eru liðlegir hjá Vísa og eru búnir að opna aftur en úps, nei enn ramba ég ekki á rétt password.  Vá hvað ég varð pirruð í morgun, næstum komin með þetta allt á 8 lotum á skjánum mínum en þá virkar ekki kortið svo ég verð að byrja uppá nýtt á morgun líklega eða kannski í kvöld, sjáum til.  Alla vega langar mig helst að millifæra pening á norska kortið mitt því þar er ekki þetta vesen. Bara nota auðkennislykilinn minn og málin er dautt.  En ég skil þetta alveg, þetta kemur í veg fyrir misnotkun en málið er bara að maður er alltaf að reyna að vera frumlegur með password og hvað kemur út úr því?  Maður man það bara alls ekki sjálfur.  Kannski maður ætti bara að fara að vera einfaldur í þessu og hafa passwordið sitt bara kristin74, nei djók, ætli ég myndi nokkuð muna það heldur, færi alltaf að hugsa eitthvað flóknara.

    En alla vega erum að reyna að panta ferð heim ca. 27. júlí fyrir okkur mæðgur og 7. ágúst fyrir Þráin sem fær ekki að taka frí eins og við því verksmiðjan er lokuð í júlí og því verður brjálað að gera í ágúst en þetta vissum við ekki þegar við bókuðum prest, kirkju, sal og allt vegna fermingarinnar.  Svo aumingja Þráinn sleppur við allan undirbúning.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

    19.06.2014

    Konný í heimsókn dagur 7

    Bæjarrölt og bíltúr með Margréti var það sem við gerðum á degi 7.

    Gaman fyrir mig að eiga vinkonu sem hefur gaman af að keyra, þá getum við farið saman í bíltúra, hún keyrir og ég tek myndir.

    Fundum ótrúlega fallegan stað sem ég á eftir að fara aftur á með grill og kall.  Kannski krakka og hund líka.

    Verð að viðurkenna að það má víst ekki líða svona langt frá dögunum mínum til að ég muni nákvæmlega hvað ég gerði en alla vega var þessi vika sem Konný og co voru hjá mér frábær, ég fékk loksins að sjá hana Alenu Ýr og Kastíel þekkir frænku sína betur en áður.

    Silja og Sara áttu vonandi frábæra daga líka, þrátt fyrir svefnlitlar nætur en Alena Ýr svaf frekar illa hérna.  Sé þær alveg fyrir mér komandi aftur og ekki eftir allt of langan tíma.

    Elska að fá fólkið mitt í heimsókn og er svo þakklát systrum mínum að vera svona duglegar að heimsækja mig.  Já já nú er ég að verða of væmin en svona er ég nú stundum.

    Svo á föstudagsmorgninum var haldið af stað á tveimur bílum að skutla þeim á lestarstöðina í Marnadal og langur ferðadagur framundan hjá ferðalöngunum.  Það endaði svo á því að Konný fór meira að segja til Landeyjahafnar og beint til Eyja eftir 3 tíma lestarferð, 3 tíma flugferð og rútuferð á milli.  Ótrúlegur dugnaður það.

    Elska ykkur öll,
    þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

    Konný í heimsókn  dagur 6

    Dyreparken dagurinn er í dag á degi 6, það átti að vera skýjað en var glampandi sól og eftirá að hyggja allt of heitt.  Sara var að drepast í maganum svo við Konný og Silja fórum með krakkana af stað í rútuna í dýragarðinn.  Hún átti að koma kl. 9 og ég var búin að áætla þetta klukkutíma ferð í rútu fyrir okkur.  Reyndar þurftum við að taka tvær rútur og þetta tók á endanum 1,5 tíma því seinni rútan rúntaði um allan Kristianssand áður en henni tókst að koma okkur á áfangastað.

    Þarna strax erum við að kafna.  Og allur garðurinn eftir.

    Þetta varð svona allt öðruvísi dýragarðsferð en ég hélt að því leyti að það var allt of heitt og fullt af dýrum sem létu bara ekki sjá sig.  Það var verið að reyna að dobbla apana fram með poppi og kók, nei ok ekki kóki en það var dreift poppi um allt til að dobbla þá en þeir ætluðu ekki að nenna.  Já nenna er nefnilega málið, dýrin eru líka að kafna úr hita og ekki að nenna að sýna okkur sig.

    Kastiel hefði dugað að fara í lítinn dýragarð með nokkrum geitum og kiðlingum því honum fannst skemmtilegast að fá að gefa kiðlingunum að borða.  En ekki misskilja mig, þetta var góður dagur og frábært að sjá öll dýrin sem við sáum og við vorum líklega mjög heppin að ná að sjá blettatígurinn því hann var í felum það sem eftir lifði dags.

    Ljónin og Tígrisdýrin voru í stuði en aparnir ekki.

    Þegar við vorum á leiðinni heim áttaði ég mig á því að ég næði aldrei að fara heim í tíma til að vera samferða Ástrós Mirru og Þráni í leikhúsið að sjá Unglinginn þeirra Óla Gunnars og Arnórs í leikstjórn Bjarkar í boði íslensku kirkjunnar í Noregi svo ég hoppaði úr rútunni á leiðinni og hitti þau þar og sendi Konný og Silju heim með krakkana.

    Frábær leiksýning sem ég er svo glöð að hafa fengið að sjá og kvöldið þess vegna frábært.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

    Konný í heimsókn  dagur 5

    Dagur 5 er risinn og nú á bara að vera að þvælast í bænum.  Stelpurnar ætla að skoða Amfii og Cubus og miðbæinn í Mandal.  Fengum okkur ís og kósí.

    Svo bauð Margrét Annie okkur í vöfflur og við enduðum á að fara með Silju og Söru í bíltúr um Mandal og Konný passaði grislingana á meðan.  Það er nefnilega einn galli á því að fá svona marga gesti í einu því það er ekki pláss í bílnum fyrir alla svo við urðum að skipta okkur upp.

    En það verður nú æðislegt fyrir stelpurnar að koma eftir miðjan nóvember í heimsókn þegar HM verður komið í Amfii hjá okkur.

    þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

    Konný í heimsókn  dagur 4

    Þá er fjórði dagurinn kominn og nú er svo brakandi blíða að það verður bara aftur ströndin.  Og nú fórum við á Sjøsanden þar sem er rólegra en ekki leiktæki fyrir börn en við komumst að því að það eina sem börn þurfa á ströndinni er fata og skófla, svo er þar nægur sandur og nægur sjór og hægt að framkalla alls konar gjörninga og listaverk.

    Eftir góðan dag á ströndinni dobbluðum við Konný Þráin með okkur í bíltúr og fengum við geggjað veður og frábæran ljósmyndatúr, fórum gamla veginn frá Hartmark til Søgne og enduðum þar á ströndinni til að taka myndir. 

    Bátar, sjór, strönd, fólk, fallegt landslag og já sko þarna fékk ég að prófa víðlinsuna hennar Konnýjar og OK það er næsta mál á dagskrá hjá mér að fá mér víðlinsu í landslagsmyndirnar.   Ég hafði aldrei prófað að taka mynd með víðlinsu fyrr svo þetta var talsverð reynsla.

    Við enduðum svo uppá FJALLI eða Kletti eða hvað ég á að kalla þetta en það er alla vega hæðsti punkturinn í miðbæ Mandal og þar tókum við nokkrar yfirlitsmyndir af fallega bænum mínum.

     

    þangað til næst,

    ykkar Kristín

     

    Konný í heimsókn  dagur 3

    Þá er kominn sunnudagur og nú á sko að taka ströndina með trompi.  En fyrst skruppum við Konný og tókum óléttu- og fjölskyldumyndir af Fjólu.

    Svo fórum við á ströndina og vorum á Lillebanken sem er meira fyrir lítil börn.  Bara notarlegt að sitja / liggja þar og njóta lífsins.  Það var ekkert rosalega heitt þennan dag en spáin var betri fyrir morgundaginn.  Við tókum að sjálfsögðu með okkur nesti því ég verð alltaf svo svöng þegar ég ligg á ströndinni.

    Á degi 2 fékk ég þann heiður að gefa hr. Kastíel tásunudd, en það var til að svæfa hann svo Þráinn gæti tekið saumana úr augabrúninni á honum, en hann hljóp á innkaupakerru í búðarferð nokkrum dögum fyrir Noregsferð.

    Ekki gekk þetta nú alveg nógu vel hjá Þráni en það var líklega vegna lélegra skæra en Kastíel komst uppá lagið og á kvöldi 3 spurði ég hvort hann vildi tásunudd og þá kom hann hlaupandi í fangið á mér og sofnaði næstum á mínútunni.  Þá vorum við búin að fá lánuð önnur skæri frá Fjólu og náðist að taka sauminn úr stráknum þá.

    Gott að kunna smá trikk á börnin.

    þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

    Konný í heimsókn  dagur 1 og 2

    Jæja þá er ég loksins að gefa mér tíma til að segja frá heimsókn Konnýjar, Silju Ýrar, Söru Rúnar, Kastíels og Alenu Ýrar í síðustu viku.

    Þær mættu á svæðið á föstudaginn 6. júní og komu brunandi með lest frá Stavanger til Marnadals.  Fjóla var svo sæt í sér að koma með mér að sækja þær svo Kastíel gæti setið í bílstólnum hennar.  Svo fékk ég sama stól lánaðan þegar Margrét var svo sæt í sér að skutla þeim til baka með mér.  Fékk reyndar lánuð rúm og stóla frá þeim báðum líka.  Það er gott að eiga góða að.

    En alla vega liðið mætti allt á föstudeginum kl. 19 svo það var bara rólegt kvöld þá og bara tekið til við að kynnast börnunum og allir að koma sér fyrir.

    Á laugardeginum skruppum við stelpurnar til Kristianssand og fórum í HM og röltum aðeins um í miðbænum en það var nú frekar lítið um rölt.  Stelpurnar keyptu sér allar slatta af fötum og eins og viðbúið er hjá mér og Konný, þá fengum við alveg nóg og vildum bara fara sem fyrst heim aftur.  Losa okkur við pokana og gera eitthvað skemmtilegra en versla í búðum.  Alena Ýr var líka alveg búin að fá nóg af því að sitja í kerrunni sinni og vildi komast á hreyfingu.

    Svo við drifum okkur heim, fengum okkur að borða og skruppum svo á ströndina, það var kannski ekki beint sólbaðsveður þá er samt gaman fyrir stelpurnar að sjá þetta.

    Góður matur um kvöldið og kózí hjá okkur, setið við spjall og þess háttar.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

  • Já kæru vinir við höfum aðeins meira fyrir því að fara í klippingu og strípur hérna úti en heima á klakanum.  Hér kostar það yfirleitt 1600 – 1800 og hér skilur fólk ekki hvað strípur með mörgum litum þýðir og styttur eru hæðir eða stallar, það hreinlega heitir etasje sem þýðir hæð og það er klippt eins og fyrstu stytturnar sem ég fékk árið 1976.  Svo nú voru góð ráð dýr og konan var farin að líta illa út hreint út sagt.

    Svo þurfti ég að heyra í Óla Bogga okkar hárgreiðslumanni heima vegna greiðslu og klippingar fyrir ferminguna hennar Ástrósar Mirru og nefndi það að hann þyrfti nú bara að koma og klippa okkur stelpurnar hérna á suðurlandinu og hann tók bara vel í það. Svo heyrðumst við seinna þegar ég var búin að kanna hvort stelpurnar hérna á suðurlandinu vildu fá íslenskan hárgreiðslumann og viðtökurnar voru mjög góðar svo við Óli fundum tíma og settum á plan.  Ég bjó til auglýsingu og auglýsti hann grimmt.  Ég bjó til tímaplan fyrir hann og hann gaf mér háa einkun með mitt excelskjal og tímaplan, verð og útreikning miðað við gengi og hvað hann á endanum hefði uppúr þessu.

     

    Svo fór að líða að því að hann kæmi, ég var komin rótina langt niður á haus og við mig töluðu stelpur sem voru að kleperast á því að bíða eftir honum, þannig að tilhlökkunin hérna megin var orðin ansi mikil og svo kom hann.  Við breyttum eldhúsinu mínu í hárgreiðslustofu, Þráinn setti upp spegil og hliðarborð fyrir allt sem hann þyrfti að nota og ég setti upp stúdeó í stofunni því við gerðum svona pakka klipping og strípur og myndataka á eftir.

    Og upp rann föstudagurinn, Óli byrjaði að lita mig kl. 7.20 og hann var stanslaust að til kl. 20.30 um kvöldið, gleymdi næstum að borða, ég var við það að fara að mata hann á tímabili.  En frábær dagur, skemmtilegar konur sem voru að koma til okkar og eins og þegar svona viðburðir eru, þá myndast stemning ein að bíða með strípurnar, önnur að klárast og fer í myndatöku á meðan þriðja þarf bara að bíða eftir þessu öllu saman því sú fjórða var í stólnum.  Allar höfðu konurnar sömu sögu að segja að það væri nánast ógerlegt að fara í klippingu og strípur hérna í Noregi þar sem ljóshærðar fá bara aflitunarstrípur og styttur eru óþekkt fyrirbrigði nánast.

    Svo fengum við okkur rækjur og egg í matinn og Óli var sko ánægður með þá máltíð, og það var algjör snilld að hafa þetta þegar lítill tími var til að elda.  Borðuðum rækjur smá bjór og kjaftað frameftir kvöldi, farið allt of seint að sofa miðað við hvað það átti að vakna snemma aftur.

     

    Á laugardaginn átti að vera heldur rólegra, alla vega mátti sofa til 7 og mér fannst ég hafa bókað með meira bili á milli en við sáum á föstudagskvöldinu að hún Harpa í Arendal var alveg sjúk að koma hún og Óli þekkjast frá Hvanneyri svo við sögðum henni bara að mæta og við myndum troða henni inná milli, sem hún og gerði en hún Julie vinkona mín ruglaðist á dögum og kom ekki þannig að þetta gekk allt saman vel upp.

    Við enduðum daginn á norsku vinum okkar sem komu og klippingu og strípur og Arnfinn endaði sem eini karlmaðurinn sem fékk sér klippingu.

    Og hér má afraksturinn í myndum.

    Svo á laugardagskvöldið var farið á bryggjukantinn út að borða á MarnaKaffi en því miður kláraðist bláskelin því það var óvenjumikið að gera þann daginn hjá þeim svo við fengum okkur bara borgara eða sko við Óli, Þráinn fékk sér svona smáréttadisk.

     

    Svo fórum við á pöbbarölt og enduðum að sitja úti á veitingarstað til kl. 1 og drekka mojito og gúrkudrykk sem ég man ekki lengur hvað heitir en var góður.

    Sunnudaginn vaknaði ég að sjálfsögðu kl. 7 en Óli svaf til kl. 11 þegar ég fór og vakti hann því við ætluðum á ströndina og þar lágum við í nokkra tíma og svo var farið í bíltúr og honum sýnt meira af fallega Mandal.  Kjúklingaréttur í matinn og allir ánægðir.  Farið bara snemma að sofa og Óli svaf í hálfan sólarhring og líður greinilega svona vel hjá okkur.  Það er sem sagt gott að sofa í gestaherberginu okkar.  Við Óli fórum á búðarráp, og lunc og øl og kósíheit í 23 stiga hita og næs.  Og já Óli náði að fá lit og fór alsæll heim um kvöldið.

    Takk Óli fyrir frábæra helgi og frábært framtak og við hlökkum til að sjá þig aftur eftir ekki svo langan tíma.

    Ég er í sumarfríi og var bara að dóla mér í gær, vann pínu en svo bara dól og í dag ætla ég aðeins að taka til hendinni og undirbúa komu næstu gesta en í kvöld verður farið á tónleika með Aerosmith og Alice Cooper………………………………..

    þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     
     

    Alltaf eitthvað um að vera…..

    jæja stundum blogga ég ekki svo dögum skiptir og er það þá frekar af því að það er svo mikið að gerast og lífið svo skemmtilegt að ég gef mér ekki tíma í bloggið, því eins og þeir sem þekkja mig þá þarf ég stundum að tala svo mikið og get ekki sagt frá í einföldum setningum en almáttugur minn að ég sé ekki enn búin að segja ykkur frá 17. maí sem er svo sannarlega minn uppáhaldshátíðisdagur.  Ég elska allt við 17. maí hérna í Noregi eða alla vega í Mandal, hef svo sem ekki upplifað hann annars staðar.

    Við vöknuðum kl. 7 við fallbyssuskot og það breiddist bros yfir okkur bæði hjónin þar sem við lágum í rúminu og hlustuðum á þetta.  Heyrðum reyndar ekki í lúðrasveit núna eins og í fyrra en hún hljómaði í höfðinu á mér það er ekki spurning.  Dásamlegt að vakna við svona áminningu um góðan dag.

    Svo var farið á fætur kl. 8 því Mirran átti að vera mætt út í skóla kl. 9 og barnaskrúðgangan  að byrja kl. 9.15.  Hún dreif sig af stað og við fórum að taka okkur til en einhvern veginn verður það stundum þannig að ég sit á tröppunum og bíð eftir að karlmaðurinn á heimilinu verði tilbúinn, ekki veit ég hvað tekur svona langan tíma hjá honum eða hvað veldur þessum valkvíða hans með fötin sem hann ætlar í en alla vega var hann sætur og fínn þegar hann kom út á tröppur til okkar.

    Við löbbuðum í gegnum bæinn og það var fólk alls staðar að koma sér fyrir á gangstéttunum til að fagna börnunum okkar.  Við hálf hlupum uppá Vestnes þar sem foreldrar Arnfinns búa og ætluðum að hitta þau og Arnfinn og fjölskyldur en viti menn þar voru bara Yngve og Adriana og Sondre en enginn Arnfinn og ekki foreldrar hans og ég sem hélt að þau ættu þennan part af stéttinni og eins hélt ég líka að norðmenn breyttu ekki svona til en allt getur gerst og við uppgötvum að við erum að koma of seint og skólinn hennar Ástrósar Mirru farinn framhjá svo þegar gangan öll er farin framhjá færir þetta fólk sig til og fer á annan stað og tekur aftur á móti börnunum og þá náði ég að sjá Ástrós Mirru og hrópa húrra húrra og þið getið nú ímyndað ykkur hvað henni þótti það æðislegt.  En hún sagði eftirá að hún var mjög feigin að ég hrópaði ekki húrra Mirra.

     

    Svo var labbað á eftir skrúðgöngunni í gegnum miðbæinn og endað niður götuna hjá okkur og allir saman uppí kirkju og þar hittast aftur foreldrar og börn.  Að sjá þessi fallegu börn í fallegum sparifötum og ansi mörg í þjóðbúningum var æðislegt.  Mér finnst alveg frábært hérna í Noregi að þú getir keypt einfaldan þjóðbúning úti í Europris handa barninu þínu en þurfir ekki að gefa úr þér annað nýrað til að eiga fyrir honum.  Ég skil alveg að þeir séu dýrir þessir handsaumuðu búningar en það þarf að vera hægt að kaupa fjöldasaumaðan búning fyrir þá sem hafa ekki efni á hinum.  Ég til dæmis væri alveg til í að eiga fallegan þjóðbúning en ég borga ekki hálfa til eina milljón fyrir hann isk.  Sama er með fánana þeir fást hér bara í öllum búðum en ekki sérsaumaðir af einni saumastofu úti á landi eins og heima, svo allir geta keypt fána og borið hann eða flaggað heima hjá sér.  Og allt fánadótið sem er selt hérna en nánast ekkert blöðrudrasl sem þó finnst og það eru bara dökkir menn að selja það og ekki mörg börn sem kaupa enda kostar ein uppblásin blaðra 2000 isk. sem er bara bull og vitleysa og á ekki venja börnin á.  Höldum stolt á fallega fánanum okkar þennan dag.  Ég man þegar Mirran var lítil og við fórum í 17. júní skrúðgöngu, hún í kerrunni með fallega íslenska fánann sinn og svo ánægð með lífið og allt saman.  Svo fór hún að eldast og svo kom að því að hún tók eftir að hún var næstum eina barnið sem var með fána, önnur börn voru með alls konar fígúrur í bandi og auðvitað þótti mínu barni það spennandi, það hlýtur að vera spennandi fyrst allir eru með svona.  Og ég endaði á að gefast upp en held mér hafi tekist að hafa hana með fánann fyrstu 4 árin, svo endaði með því að maður hætti að fara í skrúðgöngu því það er svo mikið af sölufólki að selja alls konar varning sem kostar allt of mikið.  Svo eru skemmtiatriði heima á Íslandi á 17. júní með hoppukastala og alls konar ótrúlega skemmtilega hluti og viti menn, það kostar í skemmtiatriðin á 17. júní svo maður reyndi að stoppa sem styðst og koma sér í burtu áður en þessir peningaplokkarar næðu of miklu af manni án þess að barnið manns væri hágrátandi.  Hér kostar ekki neitt að taka þátt í hátíðarhöldunum en þó kostar ísinn í ísbúðunum og það er alveg eðlilegt en ekki að rukka í skemmtiatriðin.  Hér er siður að það megi ekki nei á 17. mai ef barn biður um ís og þau njóta þess í botn og fá sum hver kannski nokkra ísa yfir daginn.  Það er skemmtilegur siður og ekki svo óhollur.

    En jæja eftir barnatogið eins og það er kallað hérna fórum við heim í hvíld á milli atriða.  En ég held að þá hittast norðmenn heima hjá kannski afa og ömmu og öll fjölskyldan er saman þennan dag.  Svo fara allir út aftur uppúr kl. 15 og gera sig klára að sjá Borgartogið sem er önnur skrúðganga með íþróttafélögunum, tómstundafélögum og unglingunum okkar sem eru að dimmitera og kallast Buss. Þetta er mín uppáhaldsskrúðganga og ég færi þangað skríðandi til að fylgjast með frekar en að sitja heima.

    Og nú læt ég myndirnar tala sínu máli.

     

    Já ég gat ekki verið með stakar myndir því mér fannst / finnst allt svo æðislegt þarna.  Ég elskaði sérstaklega núna tempoklúbbinn og Russana eins og ég elska alltaf, litrík og falleg börn á leið út í lífið og djamma svolítið þessa helgi og fullorðna fólkið á götunni fagnar þeim.  Það elska ég.

    En jæja áfram að þessum skemmtilega degi því við fengum sko líka heimsókn frá Kristianssand en Jóhann Viðar og fjölskylda kíktu yfir til okkar og komu með okkur í Borgartogið. Það var æðislegt að fá þau yfir. Svo kom Margrét líka og við horfðum saman á togið og skelltum okkur svo á Marna Café og fengum okkur øl, kaffi og kók.  Og unglingurinn fékk sér að borða líka. Sátum þarna í rjómablíðu og skelltum okkur svo heim að borða saman kjúklingasúpu og eiga góða stund saman. Gestirnir fóru um kl. 21 um kvöldið og við sátum eftir alsæl með daginn.

    Eitt sem mér finnst svo æðislegt við 17. maí er hvað allir eru prúðbúnir og hér kemur smá sýnishorf af fólki í fallegum fötum.

    Svo heyrði ég tvo gutta hittast og báðir sögðu Til hamingju með daginn!  Aldrei heyrði maður þetta heima hjá börnum, en það er auðvitað af því að við fullorðna fólkið segjum þetta ekki.  En þetta minnir mig á 17. júní eins og hann var þegar ég var lítil og þessi mynd er dæmigerður 17. júní árið 1974.

    Ég elska þessa mynd, held að ég hljóti að hafa tekið hana, ég er í gulum kjól með bláum borða og í kremuðum skóm með brúnu munstri sem voru keyptir í London.  Ég elska þennan jakka sem mamma er í og hatturinn.  Hún myndi sóma sér vel í Noregi á 17. maí í þessum fötum, nema kannski henni yrði allt of heitt.

    Svo er öll vikan búin að vera æðisleg, alls konar veður búið að vera hérna en á þriðjudaginn var ótrúlega heitt og við Erro fórum uppá fjall í hádeginu og þar gengum við bara á hitavegg, svo fórum við með Ástrós Mirru eftir vinnu út að á og leyfðum Erro að sækja spítu og við að njóta sólarinnar í klukkutíma eða svo. Erro var að elska þetta en meiddi sig svo á fætinum og við þorðum ekki annað en fara með hann heim, það var alveg blóðslóðin á eftir honum á leiðinni heim en svo greri það bara og hann var og er eldhress sem aldrei fyrr.

    Svo meðan Erro var að leika sér fór ég að láta mig dreyma um bátinn sem við ætlum að kaupa okkur einhvern daginn, bara ekki þetta sumarið en fljótlega samt.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

    sem elskar vorið í Mandal og sumarið sem er að koma og lífið sem er bara svo yndislegt.

     

    13.05.2014 07:23

    Systur og júróvisjón…

    Jæja þá er frábærri helgi lokið með heimsókn Klöru Hrannar systur og Júróvisjón keppninni sömu helgi. Og já fermingarfræðsluhelgin hennar Ástrósar Mirru var líka um síðustu helgi svo við höfðum nóg að gera að sækja og skutla á flug.

    En sem sagt þá fór Ástrós Mirra á föstudagsmorguninn með flugi kl. 10.30 sem þýddi að við þurftum að leggja af stað fyrir kl. 9 því fyrst að keyra í 50 mín og svo að vera mætt klukkutíma fyrir brottfor eða nánast það. Svo við vorum komnar út á völl á góðum tíma og það er nú verið að flísalegga flughöfnina þannig að það eru varla sæti fyrir fólk núna en þó jú jú það var hægt að setjast.  Pínu stress í mér að senda stelpuna eina með flugi en hún hafði gert þetta áður svo ég var rólegri núna en síðast enda vissi ég að það væri fylgst með henni og passað upp á hana.  Hún var smá stressuð núna, sem ég fann ekki fyrir hjá henni í fyrra skiptið en svona er þetta stundum.  Málið er að hér innanlands er alveg eins og utanlands, þú þarft að fara í gegnum í tollhlið og skanna með töskuna þína og allt, þannig að það er enginn munur á innanlandsflugi og utanlands nema að því leiti hvar þú lendir.  En sem sagt ég fylgist þarna af hliðarlínunni með henni og sé að taskan hennar er tekin og eitthvað skoðuð……….bíddu nú við, ég lét hana ekki einu sinni taka með sér tannkrem svo það væri örugg að hún væri ekki með neitt hættulegt í flugvélinni, hvorki tannkrem né neinar aðrar snyrtivörur.  Hún fékk bara þau skilaboð að fá lánað tannkrem hjá vinkonu sinni sem ferðast þetta bara í rútunni og ekki flugi en nei samt er stelpan stoppuð……….. hvað gætu þeir hafa fundið í töskunni sem var ekki í lagi?  Ég sendi henni sms en hún var strax búin að slökkva á símanum sínum svo ég varð að bíða talsvert lengi eftir að fá að vita þetta.

    En jæja svo kom biðtíminn því næst átti ég að sækja Klöru systur sem var að koma af tónleikum með Justin Timberlake í Osló en hún átti ekki að lenda fyrr en kl. 13.20 en ég var búin að arrisera því að hitta Jóhann skólabróður í hádeginu niðrí Kristianssand.  Svo ég tók mér smá tíma að fara á ströndina þarna rétt hjá Flugvellinum og taka myndir.

    Fór svo niðrí bæ og sem ég er á leiðinni þá fatta ég að ég hef ekki hugmynd um hvernig á að komast í miðbæinn frá þessari átt.  Ég kann það ef ég kem frá Mandal en ekki þarna megin en ég setti bara kúlið á þetta og ákvað að stressa mig ekkert upp og gera þetta bara í rólegheitum og sem ég er að keyra þarna ein göngin þá sé ég skilti Sentrum og ég fór bara þar útaf og lenti sem sagt í bænum í KRS en ég rata ekkert þar og er vön að keyra bara beint niður á bílastæði hjá Colorline, keyrði þarna aðeins um og fannst ég bara að vera rúnta utanum miðbæinn og sé svo stórt skilti LEDIG og ákvað að leggja bílnum þar, og labba þá bara rest og um leið og ég keyri inn í bílastæðahúsið þá sé ég að ég er að leggja bílnum í verslunarmiðstöðina sem HM er í, sem ég sem sagt þekki best.  Þvílík tilviljun svo hringir Jóhann um leið og ég er að leggja og hann ákvað að koma og hitta mig í kaffihúsinu þarna í húsinu, þannig að ég þurfti ekkert að vera að labba um og leita að einhverju.

    En við Jóhann áttum gott og skemmtilegt spjall á kaffihúsinu og sáum að það var sko allt of langt síðan við höfðum hittst og ákváðum að bæta úr því og ég bauð þeim fjölskyldunni að koma til okkar á 17. mai og fara og sjá skrúðgöngurnar hérna.

    Jæja ég þurfti svo að rjúka kl. 13 og rambaði beint út úr miðbænum út á þjóðveg svo ég held það hafi alveg sannast um síðustu helgi hjá mér að KRS er lítill bær eða alla vega virkar það þegar þú þarft að keyra frá miðbænum.

    Jæja nú magnast spennan því það er næstum ár síðan ég sá hana systur mína síðast og það urðu miklir fagnaðarfundir og knús og kram.  Og við aftur í miðbæinn í Krs því auðvitað vildi Klara kíkja aðeins í búðir, maður fer ekki til útlanda og gerir ekkert af því.  Og þó að margt sé dýrt í Noregi þá er HM ódýrt og þá er um að gera að njóta þess.

    Svo við tókum smá verslanafjör á þetta og ákváðum svo að setjast á veitingarstað/kaffihús og fá okkur eitthvað sem svo endaði bara með að við deildum einni pizzu saman frekar en að fá okkur eitthvað sætt.  Og sem við erum að velja okkur veitingarstað byrjar lúðrasveit að spila þarna á torginu og Klara sagði að við yrðum nú að sitja inni þó það væri fjör á planinu enda ekki alveg orðið nógu hlýtt að sitja úti.  Svo frétti ég seinna að lúðrasveitin var þarna út af tveimur prinsessum.  Já ég veit að við Klara erum sko prinsessur en það var ekki út af okkur heldur voru þær þarna saman norska prinsessan hún Mette Marit sem er fædd og uppalin í Kristianssand og svo dönsk prinsessa með henni held ég hafi verið sagt.  Og við systur kjöftuðum svo mikið að við tókum ekkert eftir því.

    En við sem sagt röltum um miðbæinn aðeins og drifum okkur svo heim þar sem Þráinn var tilbúinn að elda handa okkur.  Hvítvíni var skellt í glösin og við höfðum það huggulegt um kvöldið.

    Svo á laugardaginn sem var fagur með smá sól og blíðu fórum við systur bara í göngutúr hérna í Mandal um miðbæinn og út á strönd en að öðru leiti var bara kósíast og undirbúningur fyrir Júróvísjón kvöld en þá kemur í ljós að kraninn sem er alltaf að trufla sjónvarpið hjá okkur var enn að því og ég get sko sagt ykkur það að Þráinn fór út á byggingarsvæði og reyndi að fá þá til að ræsa kranamanninn út og snúa krananum en það gekk ekki.  Svo við þurftum að nota plan B og horfa á í tölvunni sem er alls ekki það sama, því myndin þar á til að frjósa og pixlast og þess háttar en við gerum samt gott úr þessu.

    Svo skelltum við okkur út að borða á MarnaKaffi en í þetta sinn var ekki hægt að sitja úti því það er of kalt ennþá.

    Og nú fæ ég loksins svarið frá Ástrós Mirru, og ástæðan fyrir því að þeir stoppuðu hana og skoðuðu í töskuna var að hún tók með sér pennaveskið sitt og í því er  “trommusóló” ……………sirkill.  Of course, það er stórhættulegt morðvopn sem enginn ætti að fá að ferðast með.  En þeir voru nú samt alveg næs og leyfðu henni að taka hann með, en sem sagt þurftu bara að sjá hvað þetta væri sem var svona oddhvasst.

    Jæja eftir frábæran mat á Marna drifum við okkur heim að græja osta og hvítvín fyrir Júróvisjónkvöld.  Ég hringdi í Margréti sem var ein að þvælast og hún kom og var með okkur um kvöldið.

    Við vorum að gefa stig og svona taka þátt í keppninni sem gerir þetta allt meira spennandi en ella.  Vorum ekkert alltaf sátt við stigagjöfina en samt bara nokkuð sátt við úrslitin, Þráinn var búinn að segja frá því að hann heyrði fyrst Austuríska lagið að það myndi vinna, því það væri með svona Júróvisjon… JamesBond stíganda og þema og hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér.  Ég var hrifnust að lögunum frá Belarus og Hollandi, það var búið að segja mér af miklum júróvisiongúru að Noregur og Belarus ættu ekki séns en …. Noregur varð nú í 8 sæti og Belarus í 16 sem er nú okkar sæti (okkar íslands) og Ísland í 15 sæti sem er alveg vel ásættanlegt.

    Sem sagt hvítvín, ostar, júróvision og kósí hjá okkur á laugardagskvöldinu.

    Sunnudagurinn og vá nú er helgin bara alveg að verða búin, þetta er allt of stutt stopp en við Klara fórum í göngu upp á fjallið mitt sem er ekki í frásögur færandi því við tókum Erro með okkur og hann labbar eitthvað fyrir mig á leiðinni þarna uppeftir og ég stíg á löppina á honum og hann veinar og hleypur til að togar mig þannig að ég dett framfyrir mig og hef greinilega notað hægri hendina til að taka af mér mesta fallið og þegar fór á líða á kvöld á sunnudeginum fer ég sko að finna fyrir bólgu og verkjum og var bara með hendina í fatla í mánudaginn og hvíld.  En við fórum sem sagt í þennan göngutúr uppá fjall og niður aftur og svo bara að pakka niður og þess háttar og tókum við smá bíltúr inni í Marnadal áður en við fórum til Kristianssand, svo Klara gæti alla vega sagt að hún hefði farið aðeins um nágrennið.

    Svo skiluðum við henni sem sagt á flugið og það leit nú ekkert vel út með flugið frá Osló til Íslands út af verkföllum oþh. en hún komst heim með smá seinkun seint um kvöldið.  Allt of langur tími sem fer í þessi milliflug hérna og erfitt að stilla saman stundum flugið frá Krs og Osló til Kef.

    Jæja svo kom annar biðtími, Ástrós Mirra átti ekki að lenda fyrr en 20.20 og þá þurftum við að finna okkur eitthvað að gera á meðan og auðvitað hringdum við bara í Jóhann og Önnu Sofiu og fórum þangað í kaffi og spjall sem var svo gaman og eins og ég sagði áðan þá ætlum við að hittast um næstu helgi líka.

    Nú svo var Mirra Skottan sótt á flugið og hún hafði átt frábæra helgi svo þetta er allt bara gaman og frábær helgi að baki og veikindadagur hjá mér í gær að jafna mig á hendinni sem var stokkbólgin en mér sýnist ég hafa náð þessu á einum degi og þurfi ekki til læknis. Reyni samt að vera ekki með eitthvað þungt að halda á í dag og næstu daga svo þetta jafni sig vel og ég geti haldið á myndavél um næstu helgi en þá er 17. mai sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna og mikil hátíðarhöld í bænum.

    Svo nú get ég farið að hlakka til að Óli Boggi er að koma og það er uppselt í klippingu og strípur hjá honum og þá verður mikið stuð hér á heimilinu þegar við breytum því í hárgreiðslustofu/ljósmyndastofu.

    Svo eru tónleikarnir með Aerosmith og Alice Cooper 4. júní og svo koma Konný, Silja Ýr, Sara Rún, Kastíel og Alena Ýr þann 6. júní svo við höfum sko mikið að hlakka til að gleðjast þessa dagana.  Klara systir opnaði gleðitímann okkar með sinni komu og svo heldur þetta bara stanslaust áfram þangað til við komum heim í ágúst að ferma hana Ástrós Mirru.

    Svo elsku vinir vonandi eigið þig jafn spennandi sumar framundan og ég,

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

    06.05.2014 09:49

    Skondinn draumur maður…..

    sem mig dreymdi í morgun.  En málið er að ég vaknaði þegar Þráinn fór að hafa sig til í vinnu kl. 5 og hélt ég myndi nú ekki ná að sofna aftur en ég hlýt að hafa sofnað því svona hugsa ég ekki í vöku.

    Við vorum með fullt af gestum hjá okkur og tvær íbúðir á leigu.  Í annarri sem greinilega var aðal íbúðin (ekki sú sem við búum í núna) vorum við, Klara systir sem er að koma á föstudaginn til okkar og Óli Boggi (já hann er að líka koma í heimsókn í lok mánaðarins), Frank og Lovísa og krakkarnir þeirra, Konný og dætur og barnabörn sem einnig eru líklega að koma í heimsókn í sumar og svo voru mamma og Siggi sem eru ekkert á leiðinni en voru sem sagt þarna.  Óli Boggi hafði komið með sína eigin kaffikönnu með sér í heimsóknina og það er nú spurning hvað er hægt að ráða í það. Annars var sem sagt mikið að gera og talsverð vinna að halda utan um allt þetta fólk og sinna því en við ætluðum öll að borða saman þarna um kvöldið og ég átti að fara að sækja mömmu og Sigga sem voru í hinni íbúðinni og ég geri það, sinni mínu hlutverki vel eins og mér er von og vísa en eitthvað hef ég verið í ruglinu þarna því ég tók reiðhjólið hennar Ástrósar Mirru og hjólaði þangað sem ferðinni var heitið og þegar mamma og Siggi koma labbandi niður tröppurnar og mamma átti erfitt með það út af hnénu á sér þá fatta ég………………….. ég hefði kannski frekar átt að koma á bílnum að sækja þau en á hjólinu og þá vakna ég.

    Ha ha ha ha

    Það sem getur gengið á í hausnum á manni á nóttunni, ekkert skrítið að mér finnist ég aldrei úthvíld þegar ég vakna.  Er einhver þarna úti sem kann trikk til að slökkva á heilanum þegar maður fer að sofa því mig vantar svo að læra það.

    En þetta var greinilega skemmtileg heimsókn og mikið gaman og mikið af fólki.  En spurning að hugsa áður en maður leggur af stað.

     

    Þangað til næst,
    eigið góðan fyrsta í Júróvision í dag.

    Ykkar Kristín

    05.05.2014 09:27

    Hestöfl

    Já, þá er hún Ástrós Mirra búin að kynnast því hvernig það er að vera með alvöru hestöfl undir rasssinum á sér og sýnist mér brosið ekki ætla af henni eftir helgina og mótorhjólatúrinn í gær.  En við fórum til Höddu og Fúsa en Fúsi var að kaupa sér nýtt Harley Davidson hjól og þau buðu Þráni að koma og prófa gamla hjólið hennar Höddu.  Ég fékk síðan það verkefni að mynda herlegheitin og það var svo gaman.

    Ástrós Mirra sat aftaná hjá Höddu á laugardaginn en Sunna hjá Fúsa og auðvitað hafði Þráinn engan aftaná enda ekki með próf á þetta og var bara að æfa sig.  Hann þarf að fá sér gult endurskinsvesti og þá getur hann hjólað um hérna sem æfingarakstur og hann er held ég mikið að spá í að taka prófið heima eftir nokkra mánuði.

    En hún dóttir mín minnir mig svo á mig núna, því þegar ég var á þessum aldri þá elskaði ég kraftmikla bíla og var pínu áhættufíkill en það hefur nú aldeilis breyst með aldrinum en ég ákvað að horfa bara á blómin frekar en hana aftaná hjólinu því ég ætla ekki að skemma þetta fyrir henni og sérstaklega ekki þar sem Sunna vinkona hennar er iðulega aftaná hjá mömmu sinni eða pabba.

    Svo þegar Ástrós Mirra var að koma frá þeim í gær fékk ég sms þar sem sagði: “Mér var skutlað á Harleyinum niður á strætóstöð og vá krafturinn í honum”.  Svo þá vissi ég þetta.

    Ég var þannig á þessum aldri að ég heyrði á vélarhljóði bíls hvað stór vélin var í honum og vissi orðið ansi mikið um þetta.  En það er auðvitað allt farið en ég verð að viðurkenna það að ég elska svona hljóð eins og heyrist í þessum mótorhjólum eða kraftmiklum bílum en ég vil bara ekkert vera á þeim eða í bílnum á mikilli ferð.

    En sól og dásemdarveður var á laugardaginn og mótorhjólagengið var að kafna úr hita þegar þau stoppuðu hjólin, því þau voru svo vel klædd og mér fannst æðislegt að sjá að þar sem Ástrós og Þráinn eiga ekki mótorhjólagalla þá voru þau sett í krossarabrynju undir jökkunum sínum og að sjálfsögðu allir með góða hjálma.

    Þar sem við stoppuðum til að taka myndirnar voru hestar og æfingabrautir fyrir hestamenn og það var svo fyndið að sjá hegðun hestanna gagnvart mótorhjólunum.  Ég veit ekki hvort þetta var leikur í þeim eða hræðsla eða hreinlega að þeir vildu fara í Fúsa á sínum hestöflum en við vorum helst á því að þetta væri afbrýðisemi.

    En sem sagt laugardagurinn fór í þetta og svo varð Ástrós Mirra eftir hjá þeim heiðurshjónum Höddu og Fúsa og við hjónin fórum heim og höfðum það kósí.  Ég gerðist reyndar svo dugleg um helgina að fara og kaupa gestasængur, ver og rúmteppi til að geta gert gestaherbergið huggulegt því Klara systir er að koma á föstudaginn og ég hlakka svo til, hefði samt alveg viljað sjá strákana hennar líka en það er bara æði að fá hana í heimsókn og akkúrat í Eurovision stuðið sem er að hefjast á morgun og ég er búin að vera í upphitun hjá henni Hafrúnu og hlusta á lögin og gefa þeim dóma oþh. til að koma okkur í gírinn.  Þannig að næsta vika verður bar Eurovisionvika með öllu því sem tilheyrir því.

    Ástrós Mirra er að fara í seinni ferðina sína til Svíþjóðar í fermingarundirbúning og ég skutla henni á föstudaginn og sækji Klöru sys í leiðinni.  Þráinn verður svo hérna að dekra við okkur systurnar og ég hugsa að hann muni alveg njóta þess. Veit ekki alveg hvort hún muni knúsa mig svona en ég veit að hún mun knúsa mig.

     

     

     

    Ég var búin að lofa góðu veðri og eitthvað var nú tvísýnt með það en þetta er ekki slæmt.

     

    Hið fallegasta vorveður sem hentar vel á föstudeginum í miðbænum í Kristianssand þar sem við ætlum að spóka okkur og svo út að borða á laugardaginn en við sitjum þá bara inni ef það er of kalt úti.

    Svo Eurovision vikan er framundan og það eru ennþá bara tvö lög sem eru uppáhalds hjá mér og aðallega er það Svíþjóð sem á vinninginn.

    Svo eigið frábæra viku kæru vinir því það ætla ég að gera og munið að gleðjast með þeim sem vinnur Eurovision því hann á það ábyggilega alveg skilið þó það sé ekki uppáhaldslagið ykkar.

    Ykkar Kristín

     

    25.04.2014 10:46

    Að gleðjast með öðrum

    Eftir að ég flutti hérna út til Noregs sem “by the way” var ekki beint val í mínum huga þar sem Þráinn hafði misst vinnuna og í okkar leiðarvísi er ekkert til sem heitir að fara á atvinnuleysisbætur heldur bjargar maður sér bara einhvern veginn og í þetta sinn var það ekki sjómennskan,  heldur vinna í öðru landi og það að ég hafi í kjölfarið tekið þá ákvörðun að rífa mig og stelpuna upp og flytja til hans þar sem okkur líkar ekki fjarbúð og ég féll fyrir þessum fallega bæ sem hann “lenti í” hef ég tekið eftir ákveðnum hópi fólks sem virðist líta á það að okkur líði vel hér eftir þessa miklu og stóru ákvörðun að við séum að dissa Ísland og íslendinga ef við hrósum Noregi og Norðmönnum en auðvitað er það ekki svo en máltækið “fjarlægðin gerir fjöllin blá” á ekki við hér, því eftir því sem maður fer lengra frá landinu sínu og fólkinu held ég að maður sjái það í öðru ljósi og ekki bara rósrauðu í mínu tilviki alla vega.  En það þýðir samt ekki að ég elski ekki Ísland og fólkið mitt því það geri ég svo sannarlega og ef þetta fólk sem þolir ekki að manni líði vel þó maður sé fluttur frá Íslandi, vissi hvernig hjartað í manni grætur af söknuði við að sjá ekki fólkið sitt og geta ekki knúsað og fylgst með litlum frændsystkinum dafna og þroskast.  Setjast með kaffibolla hjá mömmu sinni og kannski taka utan um hana þegar maður fer eða hitta hana ömmu sína sem maður dáir og elskar út af lífinu, eða sitja með systrum sínum heilan dag og tala um ekki neitt.  Já ef þetta fólk vissi þetta þá kannski myndi það fatta að þó mér líði vel þýðir það ekki að mig langi til að þeim líði illa.  Það að ég flutti hingað út þýðir ekki að ég hafi ákveðið að gefa skít í Ísland og ætli að láta þau um að koma því aftur upp á þann stall sem það á að vera.  Við höfðum ekkert val.  Ísland hafði ekki vinnu og ég hugsa stundum um það hvort þessu fólki hefði þótt betra að við hefðum verið heima, Þráinn atvinnulaus, íbúðin farin á uppboð og við að leita að leiguíbúð einhvers staðar því líklega væri það svoleiðis. Nema hann hefði verið hérna úti og við heima og hitt hann bara nokkrum sinnum á ári, kannski en það er ekki leiðin sem við völdum og sem betur fer eru flestir sem vita þetta ef ekki allir sem þekkja okkur og því er alltaf skrítið hvernig ákveðið fólk fer alltaf í vörn.

    En ég þekki þetta fólk og veit að í rauninni vill það alveg að okkur líði vel en það er kannski sjálft ekki svo sátt við stöðuna heima á Íslandi eða sitt líf og því kemur þetta svona út.  Það hefur lengi loðað við íslendinga (afsakið alhæfinguna) að eiga erfitt með samgleðjast, þeir vilja frekar fara í samkeppni eins og ef einn nágranninn kaupir ný garðhúsgögn þá þarf ég að kaupa eitthvað eins eða flottara.  Vá eins og mér sé ekki sama.
    Ég man vel eftir atviki þegar vinir okkar keyptu sér flottan bíl fyrir mörgum árum og til þeirra komu önnur vinahjón sem skoðuðu bílinn og sögðu svo ” hvernig hafið þið efni á svona bíl?” en svo komum við Þráinn í heimsókn og skoðuðum bílinn og dásömuðum hann og óskuðum þeim til hamingju með þennan æðislega bíl og þá urðu bíleigendurnir bara hálf hissa því við vorum fyrst til að gleðjast með þeim.

    Vitiði ég elska það að eiga bara húsgögn sem kostuðu nánast ekki neitt og eru keypt á loppumarkaði sérstaklega þar sem ég er með hund og kött og þegar kötturinn klórar í settið þá er mér bara alveg sama.  Og að kaupa eitt fallegt glas í Brugtbutikk er svo mikil gleði í staðinn fyrir að kaupa 6 í setti sem kosta allt of mikið og líka af því að ég átti ábyggilega fullt af glösum fyrir.

    Að reyna að laga, bæta og breyta er svo gefandi þó við séum misgóð í því.

    Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að mikið af Íslendingum sem búa hér í Noregi alla vega, hafa það gott er að það er allt annar tíðarandi og ekki alltaf verið að kaupa og kaupa eða sko jú jú ég er alltaf að kaupa en ég kaupi ekki eftir merkjum og ekki það nýjasta heldur meira eitthvað gamalt og notað og bíð kannski lengi eftir því að fá kommóðu því það hafa ekki verið kommóður á loppumörkuðunum í staðinn fyrir að rjúka bara í næstu búð og kaupa nýja.  Þess vegna er kannski meiri afgangur af laununum hér þó allt sé miklu dýrara og launin sem sagt líka hærri, það er ekki verið að kaupa skyndibita hér eins og heima á Íslandi því hann er svo dýr, sælgæti er dýrt og ekki keypt eins mikið og það er bara fínt.  Margir íslendingar eins og við seldu alla búslóðina sína heima á Íslandi og eru smá saman að koma sér upp nýrri en notaðri búslóð hérna úti og þess vegna er kannski afgangur um hver mánaðarmót.

    Ég er orðin fimmtug og það er í fyrsta sinn á ævinni (fyrir utan þegar Þráinn var á sjó) að við eigum afgang um hver mánaðarmót og getum lagt fyrir.  Söfnuðum pening og keyptum okkur bíl, ætlum að safna núna fyrir fermingarveislu og heimferð til Íslands í lok júlí.  Ætlum svo að safna okkur fyrir bát en það er draumurinn og þvílíkt frelsi að gera skattaskýrsluna hérna úti með engin lán nema þau íslensku sem hvíla á íbúðinni okkar sem er reyndar til sölu og vonandi selst hún fljótlega því annars fer lítið fyrir því að geta lagt til hliðar, þar sem leigjendurnir eru farnir út úr henni og því engar tekjur á móti gjöldum en reyndar dugðu tekjurnar engan veginn fyrir því þar sem gjöldin vegna íbúðarinnar voru hærri en það var okkar val og því í lagi en eins og ég segi það verður erfitt ef hún ekki selst fljótlega.

    Að lokum vil ég segja ykkur að ég elska veðrið hérna úti í Noregi og elska að það sé sól dag eftir dag sem þýðir að ég finn ekki þessa pressu eins og heima á Íslandi að “þurfa” að fara út í sólina, ég fer bara ef mig langar og stoppa eins lengi og mig langar því ég veit hún verður þarna á morgun líka en heima á Íslandi bjó ég til þessa pressu það gerði það enginn annar að ef ég fer ekki út í sólina í dag þá er ég kannski bara búin að missa af henni þennan mánuðinn og því verð ég að drífa mig.

    Ég elska það líka hvað allir brosa til þín hérna úti á götu (þið sem enn búið heima og getið ekki þolað að ég hrósi Noregi megið bara vita það að þetta er ekki gert á Íslandi þó nokkrir nágrannar hjá ykkur gera það, ég er ekki að tala um nágranna ég er að tala um bláókunnugt fólk niðrí í miðbæ) Ég reyndar þekki eina konu heima á Íslandi sem er ábyggilega pínu norsk því hún talar við ókunnguga og sérstaklega ókunnug börn og það er oft misskilið ég veit það en er ekki viss um að hún átti sig á því, því í rauninni er hún bara áhugasöm um fólkið og börnin og kannski bara sæt stelpa í fallegri peysu og þá segir hún það, mikið ertu í fallegri peysu og ……….. humm hvað getur þetta þýtt hugsar íslendingurinn en norðmaðurinn segir bara, já takk, finnst þér ekki?.

    Jæja elsku þið, í dag skín sólin og ég ætla að njóta þess, hún á líka að skína á morgun og þá ætla ég með henni Margréti í bíltúr eitthvað út í buskann bara við tvær kellingarnar að leika okkur, skoða eitthvað fallegt, gera kannski eitthvað barnalegt og gott ef ég væri ekki til í að velta mér í grasinu sem er alveg að verða fallega grænt.  Kannski finna blóm og þefa af því og muna bara að ég er lifandi og á að njóta þess.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

    23.04.2014 08:14

    páskar og gleði

    jæja þá eru páskarnir liðnir og ég átti frábæra páska þetta árið með engu páskaeggi og hananú.  Reyndar fengum við eitt egg frá Íslandi sem mamma hennar Lovísu var svo elskuleg að flytja yfir hafið fyrir okkur en feðginin borðuðu það án mín, en það er sko bara allt í lagi.

    En páskarnir byrjuðu með ferðalagi á miðvikudaginn eftir vinnu en við mæðgur skelltum reiðhjólinu gamla hennar Ástrósar Mirru í bílinn ásamt öllu stúdeódótinu mínu og héldum af stað til Sandefjord.  Hjólið var ætlað M&M sem var mikið glaður að fá hjól og ég mikið glöð að losna við það úr ganginum hjá mér þar sem enginn gat notað það hérna, allir vaxnir uppúr því.  Stúdeódótið var vegna þess að ég ætlaði að vera með myndatöku af henni Emmu litlu og bræðrum hennar í stofunni hjá Ingu og svo auðvitað fermingarmyndir af Söru skvísu.

    Aksturinn gekk vel og var beðið með dásemdarmat þegar við komum á Baldersvei, svo það var byrjað að borða góðan mat og svo sátum við Inga frameftir að kjafta og kjafta.  Veðurspáin sagði rigning á fimmtudaginn svo skipulagsfríkin var auðvitað búin að ákveða að þá yrði stúdeomyndataka inni og það var auðvitað snilld því alla hina dagana var glampandi sól og blíða.  Myndatakan gekk mjög vel enda Emma algjört rassgat og bræðurnir flottir.  En eitthvað þoldu ljósin mín þetta ekki og þegar ég er alveg að verða búin með systkinin fór að rjúka úr öðru þeirra.  Þá átti ég eftir að mynda Söru sem var búin að eyða 2 klukkutímum í að laga sig til, slétta hárið, krulla hárið, flétta hárið og ég veit ekki hvað og hvað.  En við reyndum að mynda hana með ljósi sem blikkaði þegar því sýndist og vældi eins og sírena, Inga var með suð fyrir eyranu í marga daga á eftir.  Ég náði samt alveg 50 fínum myndum af henni og svo var nefnilega búið að ákveða að aðalmyndatakan ætti að vera úti á föstudaginn langa.  Um að gera að nota svona langa daga í svona skemmtilega hluti.

    Svo kom föstudagurinn og það var glampandi sól en örlítill vindur, en það heitir rok á norsku og við dóluðum okkur aðeins og Sara gerði sig sætari og klára fyrir útimyndatöku.  Ég var svo heppin að geta skipað Ingu yfirbílstjóra svo ég gæti bara hugsað um myndatökuna og horft út um gluggann og fundið góða staði.  Ég var með eitt ákveðið í huga og það var að mynda hana á járnbrautateinum.  Og við fundum þá………………………   ásamt fullt af öðrum flottum stöðum.  Ég tók líka útimyndir af krökkunum hjá Ómari og Kötlu og þetta var bara virkilega góður dagur sem endaði með steik og hvítvíni um kvöldið.

    En á laugardaginn vöknuðum við og þá var sko aftur glampandi sól en nú var alveg logn og þvílík dásemd.  Þá var ferðinni hjá okkur Ingu heitið með lest til Tønsberg og þar ætluðum við að skoða okkur um og taka myndir og hitta Sivvu ljósmyndafélaga minn sem býr í Osló.  Við erum búnar að vera að tala um það í heilt ár að hittast og loksins var tækifærið.

    Ég uppgötvaði dásemd lestarferða þennan dag og er mikið að hugsa um að taka frekar lest til Oslo í 6 tíma en innanlandsflug í 45 mín sem er reyndar aldrei 45 mín því það þarf að koma sér á staðinn löngu fyrir flug, tékka sig inn, fara í gegnum leitardótið, passa að töskurnar séu ekki of þungar, passa að það sé ekkert í handfarangri sem ekki má vera þar og það er nánast ekkert sem þú þyrftir einmitt helst að hafa þar, snyrtivörur, drykkir í fluginu og bók.  Jú ég má hafa bókina. Enda eru handtöskurnar okkar yfirleitt tómar því það má ekkert vera í þeim.  Hef lítið að geta við nærbuxur í handfarangri.  Má ekki einu sinni vera með gloss þar svo ég er að hugsa um lestina þar sem ég má bara hafa allt mitt dót hjá mér og þetta er eitthvað svo notarlegt, svífur áfram og getur horft á landslagið og já þetta verður skoðað nánar.

    Svo aftur að Tønsbergferðinni, við Inga löbbuðum niður á lestarstöð sem var í 15 mín. til Tønsberg og fórum þar út og þá blasti við kastalinn sem við ætluðum að skoða og hitta Sivvu á.  Við hittum Sivvu fljótlega og röltum þarna saman um og tókum myndir og kjöftuðum og kjöftuðum.  Röltum svo niður í bæ og skoðuðum miðbæinn og enduðum niðrá bryggju og þar fengum við Inga okkur øl en Sivva kaffi því hún var á bíl en við ekki.  Glampandi sól, iðandi mannlíf og mér fannst ég svo lifandi og var svo glöð.

    Vorum saman í Tønsberg til 17 en þá keyrði Sivva heim og við Inga hoppuðum uppí lestina og keyptum svo kínamat á leiðinni heim og færðum krökkunum sem voru búin að vera svo dugleg ein heima allan daginn.

    Bara dásamlegur dagur og svo á sunnudaginn vöknum við enn og aftur í glampandi sól og svo var ferðinni heitið heim til strákanna okkar sem voru búnir að vera einir alla páskana en nutu þess alveg en hlakkaði líka til að fá okkur heim og þó við höfum átt frábæran tíma þá er alltaf gott að koma heim, nema Ástrós Mirra komst ekki alla leið því hún lét mig skutla sér til Sunnu en kom svo daginn eftir.

    Frábærir páskar og enn heldur sólin áfram að skína og mikið ofboðslega hefur þetta góð áhrif á sálina, ekkert skrítið að Íslendingar séu þunglyndir í þessum vondu veðrum.

    Elska sólina og lífið þó ég sé ekki mikið fyrir að liggja í sólbaði þá er það eitthvað bara sem gerist fyrir sálina og ég hlakka til vorsins og sumarsins hérna úti.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

    15.04.2014 08:27

    Hundahald og skrítnar skoðanir

    Ég verð víst að nota bloggið mitt til að fá að vera í friði að tjá mig um þessi mál.  Ég var að lesa þráð hjá einhverju Hundasamfélagi á Íslandi á feisbúkk og skil bara ekki umræðuna.

    Það er verið að tala illa um það að hundar séu látnir sitja fyrir utan búðir í bandi meðan eigandinn fer inn að versla.  Af hverju ætti það ekki að vera í lagi ef hundurinn er vel upp alinn þá situr hann bara kjurr og bíður þar til eigandinn kemur út.  Ef þú aftur á móti átt hund sem vælir ef hann er skilinn eftir, þá að sjálfsögðu skilur þú ekki eftir, en það er eitthvað að þeim hundi sem getur ekki beðið eftir eigandanum í 10 – 15 mín.

    Hér í Noregi eru hundar bundnir fyrir utan nánast allar búðir, það eru líka margir sem eru ekki bundnir en sitja fyrir utan búðina og bíða eigandans.  Hundahald er leyft í Noregi og mér sýnist að það sé mikið meira um vel upp alda hunda hér en ég heyri um frá Íslandi (tek það fram að ég þekki bara 2 hunda á íslandi svo ég er bara að segja það sem ég les á þessum þræði hundasamfélagsins)

    Hundar eru hér sýnilegir um allt, fólk sýnir þeim þá virðingu að vera ekki að atast í þeim.  Ef þú mætir manneskju með hund (og þú ert sjálf með hund) þá hægir hún á sér og ég líka meðan við erum að sjá hvernig hundanir munu bregðast hvor við öðrum.  Stundum verða þeir tjúllaðir og vilja í hvorn annann en stundum er bara þefað og svo haldið áfram.  Ef allir sýna hvor öðrum þá virðingu að bíða og sjá hvernig viðbrögðin verða þá verður minna um árekstra.

    En aftur að því að hundar megi ekki vera bundnir fyrir utan verslanir á Íslandi, eru í alvörunni lög til um það?  Spyr sú sem ekki veit.  Hér eru hundar aldrei (jæja ég sá einn um daginn og það var sá fyrsti) bundnir úti í garði einir, ef hundar eru bundnir úti í garði þá er fólkið oftast þar líka, situr á pallinum kósí.  Svo mega hundar vera lausir hér í skóginum (ekki öllum skógum samt, en þá eru þeir merktir) frá 1. okt. til 1. apríl held ég og er það bannað á þeim tíma vegna varps og þess háttar.  Við höfum komið á nokkra staði hérna sem við höfum vilja leyfa Erro að vera lausum en þá er kannski fyrir fólk þar og við höfum í nokkrum tilvikum ætlað að stoppa og því bara spurt fólkið hvort þeim sé sama þó hann sé laus og allir, já allir hafa sagt auðvitað, ekki vera að hafa greyið bundið, við áttum hund eða við eigum hund osfrv.  og svo er þetta ókunnuga fólk bara að leika við hann eins og við.  Ótrúlega mikið umburðarlyndi gagnvart hundum og það er það ábyggilega bara af því að þeir eru margir hér, minna af reglum vegna þeirra og því allir sem hafa alist upp með hundi eða nálægt hundi.  Ég hef lítið sem ekkert umgengist hunda um ævina og er jæja eða var hálfhrædd við ókunnuga hunda, ég er að fatta það hér og nú þegar ég skrifa þetta að ég er það alls ekki lengur.  Hitti hér alls konar hunda af öllum stærðum og klappa þeim öllum, tala við eigendurna og já þetta er hluti af samfélaginu.

    En enn og aftur að því, af hverju mega hundar ekki vera bundnir fyrir utan búð?

    Stundum verð ég svo bit að ég verð bara að tönnglast á hlutunum.  Er ókunnugt fólk í alvörunni að hamast í hundinum sem situr kjurr og bíður eiganda síns?  Og hvað er það þá bara ekki í lagi, af hverju er hundurinn bara ekki ánægður að einhver nenni að klappa honum?  Er það kannski af því að það er alltaf verið að fara með hundana á einhver sérstök hundasvæði og þeir kunna ekki að vera innan um ókunnugt fólk.  Hvernig væri að fara bara daglega með hann út í búð og láta hann sitja fyrir utan búðina, hann myndi læra að vera stilltur á nokkrum dögum og fólk yrði vant því að sjá þennan hund þarna fyrir utan og léti hann í friði.

    Jæja nóg um hundamálin, ég er reyndar voða fegin að hafa eignast minn fyrsta hund hér í Noregi.

    Nú eru að koma páskar og við Ástrós Mirra ætlum í stelpuferð til Sandefjord á morgun og vera fram á páskadag.  Þráinn og hinir strákarnir á heimilinu verða skildir eftir heima og ætla þeir bara að hafa það rólegt og lakka kommóður og þess háttar.

    Við eða ég ætla hinsvegar að taka myndir og taka myndir í Sandefjord.  Ég ætla að taka fermingarmyndir af Söru og ég ætla að taka myndir af Lottu litlu og breyta stofunni hennar Ingu í stúdeó og svo verða systkinamyndir af Lottu og bræðrum hennar.  Kannski ein ungbarnamyndataka en líklega ekki fyrst ekki er búið að staðfesta hana núna.

    Svo ætlum við Inga að keyra til Tönsberg og þar ætlar hún Sivva ljósmyndavinkona mín sem bjó í Hafnarfirði og býr rétt hjá Osló núna að koma og hitta okkur, þarna ætlum við að skoða kastala og fallega höfn og kíkja á kaffihús og kannski hitta Julie þar, því hún verður í Tönsberg um páskana líka.

    Þetta verður geggjað gaman með dassi af góðum mat, góðum félagsskap og smá hvítvíni.

    Hlakka til

    En í dag eigum við skötuhjúin brúðkaupsafmæli og það eru orðin 19 ár síðan við giftum okkur, ósköp er tíminn eitthvað fljótur að líða, hvernig má það vera að það séu 19 síðan þetta var og þá vorum við búin að vera saman í 13 ár og ef maður leggur þetta saman þá kemur út að við hljótum að vera gamalt fólk en ekki krakkakjánar úr Eyjum.

    Ég er oft að hugsa miðað við hvað mér finnst ég mikil stelpa þó ég sé orðin fimmtug hvort aðrir séu líka að upplifa þannig.  Fannst ömmu hún til dæmis vera stelpa þegar hún var fimmtug eða er tilveran að breytast eða er þetta bara ég, litli hrúturinn sem alltaf verður litla barnið í stjörnumerkjahringnum?

    Það er spurning.

    Alla vega til hamingju með daginn okkar Þráinn minn, ég elska þig alveg jafn mikið núna og fyrir 32 árum þegar ég hitti þig fyrst, mér finnst þú ennþá flottasti strákurinn og er svo fegin að hafa kynnst þér.

    Gleðilega páska elsku vinir og njótið lífsins og íslendingar “étið” páskaegg eins og ykkur sé borgað fyrir það.  Við fáum smá sendingu frá Íslandi líka, því mamma hennar Lovísu ætlar að vera svo góð að kaupa páskaegg fyrir okkur.

    Þangað til næst;

    Ykkar Kristín Jóna

    07.04.2014 09:48

    Afmæli aftur og nýbúin

    Já maður á víst afmæli orðið tvisvar á ári held ég, alla vega er örstutt síðan síðast en þetta afmæli er talsvert rólegra og enginn pirringur í mér eins og í fyrra.  En hvað er ég búin að vera að gera síðan ég talaði um hreiðurgerðina?  Jú það er talsvert.

    Vinna, og nú munar tveimur tímur á mér og Íslandi þannig að það er stundum smá flókið, sérstaklega þegar veðrið er gott og ég vil hætta snemma að vinna að þá er bara hádegi á Íslandi ennþá en sem betur fer er verkefnastaðan hjá mér stundum þannig að ég get leyft mér það.  Svo vinn ég bara meira þegar rignir.  Suma daga í vinnunni sleppi ég mat, þar sem það hentar illa vegna símavaktar sem er þá hjá mér 10-14 en svo koma dagar sem ég er ekki á símavakt og þá tek ég kannski aðeins lengri matartíma og fer út að labba með Erro og við erum að upplifa vorið saman.

    En ég fór á sunnudaginn síðasta með Adriönu og Marinu 7 ára skvísu að mynda Marinu og það var fyrsta myndatakan mín á norsku og það gekk ótrúlega vel og var svo gaman.  Frábær stelpa sem fannst gaman að sitja fyrir þar til henni fannst komið nóg.  Elska svona krakka sem láta bara vita að þetta sé nú orðið gott (eftir 1,5 tíma) hún gaf mér 8 í einkunn í norskunni eða sko hún átti að gefa mér einkunn í hvernig henni gekk að skilja mig og það var sem sagt fín einkunn, reyndar þurftu ég og mamma hennar stundum að ræða betur hvað ég meinti eins og til dæmis þegar ég spurði hvort hún hefði ekki tekið með sér kjol (borið fram af mér eins og það er skrifað) en þær skildu ekki hvað ég meinti og ég endaði á að þurfa að benda á minn kjól og þá föttuðu þær að ég meinti hjúle, svo mig vantar aðeins uppá framburðinn en held ég hafi orðið slatta af orðaforða.

    Góður sunnudagur með skemmtilegum mæðgum.  Nú svo kom mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur og þá var bara vinna og dúlla sér, svo sem ekkert sérstakt gert þá daga en á föstudaginn fórum við og keyptum okkur blóm á tröppurnar og í gluggann minn svo ég fengi smá vor hérna inn.  Og það er að heppnast, bara yndislegt að labba fram hjá blómum á leiðinni út og inn og eins er yndislegt hvað hornið mitt hérna með hvíta bekknum og blóm í glugganum er orðið  kósí.

    Svo á laugardagsmorguninn tók Þráinn sig til og klippti mig, ég get ómögulega beðið þar til í lok mai þegar Óli Boggi kemur til að klippa íslenskar konur í Mandal og Kristianssand og þetta var sko bara vel heppnað hjá mínum.

    Svo fór ég með Júlíu út í Grimstad (já tvo laugardaga í röð) en þar var Antik og retromessa eins og þeir kalla það.  Við gengum inní íþróttasal og það var allt fullt af borðum með antikmunum en úps allt var heldur dýrara en á loppumörkuðum og of dýrt fyrir mig í þetta sinn þó það væri ótrúlega margt sem mig langaði í, sérstaklega dúkkuvagnarnir, jesús hvað þeir voru geggjaðir.  Júlía hafði ætlað að kaupa sér spegla og það var einn spegill á allri messunni og allt of dýr svo við keyptum lítið sem ekkert.  En ég hafði séð Genbruktbutikk í Lillesand um síðustu helgi og við ákváðum að fara þangað að skoða og já þarna vorum við að tala saman og allt fullt af speglum handa Júlíu.  Ég stóðst ekki mátið og keypti mér gólfvasa (og já hann er grænn) og tvo retro vegglampa og svo þegar við komum heim til Júlíu þá klippti hún greinar af trjánum til að gefa mér svo ég gæti sett í vasann og fengið enn meira af vori inn til mín.  Þetta voru svo margar greinar að ég setti þær í 3 vasa hérna hjá okkur, einn í holið mitt, einn í eldhúsið og einn í stofuna.  Svo þarf bara að muna að vökva allt þetta vor.

    Jæja svo þegar ég kom heim frá heimsókninni til Júlíu þá var bara smá kósí og svo fórum við hjónin út að borða saman og eftir matinn tókum við góðan göngutúr og keyptum okkur ís, komum svo heim og fengum okkur hvítvít og horfðum á Idolið.  Yndislegur dagur og kvöld.

    Sunnudagur og hvað skal gera í dag?  Ekkert segir Þráinn og Ástrós Mirra og Sunna þarna uppi á lofti vilja bara hanga saman og leika sér í tölvunni svo ég ákveð að fara á bílnum og athuga hvort ég finni stilluna og vorið í þokunni og úðanum, sem ég og gerði.  Leyfði Erro að koma með og hann var ótrúlega duglegur því ég leyfði honum að vera lausum en þarna sem ég var er bara gatan og ég er alltaf svo hrædd um hann við götuna því hann kann ekki að vara sig á bílunum.  En hann var alveg kjurr öðrum megin meðan ég labbaði yfir og kallaði svo á hann svo hann hljóp beint yfir til mín.  Ég tók nokkrar stillumyndir þarna og átti bara dásamlega stund ein með sjálfri mér (og Erro) í þoku og stillu og svo mikilli kyrrð og ró að ég kom endurnærð til baka.

    Þá skruppum við í Søgne og hittum Olgu og Frikka og ég var búin að panta að fá að mynda stelpurnar þeirra en það var þoka og smá súld og ekki víst að það væri gott að mynda úti en samt, mér fannst ég sjá að það væri spennandi birta fyrir útiportrait og Olga var með einhverja staði í huga en ég þekki Søgne lítið og hélt hún væri alveg úti að aka með þetta en svo komum við niðrá bryggju þar og jeiiiiiiiiiiiiii geggjaður staður fullur af smábátum og strönd og eyjar fyrir utan og þokan og súldin gerðu svo mikla mystík að þetta var bara geggjað.  Svo eftir þetta komum við aftur heim til þeirra og fengum vöfflur með ís og svo komu Hadda og Fúsi, svo þetta var bara mjög yndislegur sunnudagur.

    Komum svo heim um kl. 19 og þá var Sunna farin með rútunni og kósí sunnudagskvöld hjá okkur og í dag er mánudagurinn 7. apríl og litla stelpan sem lék sér í Flekkuvíkinni í denn er víst orðin 51 árs hvernig sem staðið getur á því.

    Og talandi um 51 árs stelpur þá fór mamma með ömmu til læknis um daginn og hann átti ekki til orð að hún amma væri fædd 1919, hann hafði aldrei fengið sjúkling sem hafði náð þessum aldri áður, og hver ert þú spurði hann svo mömmu og hún sagðist vera dóttir hennar og þá varð hann enn meira hissa, ég veit ekki hvort það var að amma ætti svona gamla dóttur eða hvað en þá datt mér í hug að hann hefði nú orðið enn meira hissa ef þær hefðu tekið barnið með sér og barnið það er ég.

    Elska lífið og ykkur öll og ætla að drekka góðan kaffibolla og njóta þess að horfa á blómin mín á þessum dásemdar degi.

    Addi mágur á líka afmæli í dag og sendi ég honum mínar bestu kveðjur ásamt kveðjum til þeirra allra og sérstaklega fermingarbarnsins sem fermdist í gær.  Það var leiðinilegt að geta ekki verið með þeim á þessum degi.  Vonandi hefur Addi það svona kósí á afmælisdaginn sinn.

    Ykkar Kristín

    30.03.2014 08:38

    Hreiðurgerð….

    Við mannfólkið erum ekkert öðruvísi en fuglarnir því á vorin förum við í hreiðurgerð aftur og aftur, við þurfum ekki að gera nýtt hreiður en við fáum þessa sterku löngun að þrífa hjá okkur, kaupa eitthvað nýtt til að punta uppá hjá okkur og gera allt sem við getum til að hreiðrið okkar verði sem fallegast og notarlegast yfir vorið og sumarið.

    Ég kalla þetta hreiðurgerð því hún byrjar á sama tíma og fuglarnir fara í sína hreiðurgerð, en kannski er þetta bara tengt birtunni og hlýjunni og því að það sé að koma vor.

    Alla vega fæ ég þessa sterku tilfinningu að þurfa að breyta hjá mér og kaupa eitthvað nýtt til að punta upp og gerði það í gær þegar við hjónin skruppum til Grimstad á loppumarkað.  Við vorum mætt rúmlega 10 þangað en það opnaði kl. 10 og vá það var sko fullt af fólki komið og húsið nánast fullt, varla hægt að labba um að skoða en fullt að spennandi hlutum sem fólk var að kaupa og auðvitað keyptum við eitthvað líka.  Ég fór til að finna eitthverja trékassa til að nota bæði fyrir blóm og stúdeomyndatökur en ég fann enga svoleiðis. Enga blómapotta sem væri hægt að nota úti en ég fann kommóðu handa Mirrunni sem þarf bara að lakka hvíta núna og þá verður hún rosalega fín.  Ég fann þessa æðislegu kertastjaka úr leir, ég fann svo fallegar flöskur til að geyma eitthvað í, í eldhúsinu, hjá mér var fyrir valinu uppþvottalögur og matarolía.  Þráinn fann svo snilldarklemmur til að nota á bakgrunninn minn þegar ég hengi hann upp og svo keyptum við á leiðinni heim gólflista til að festa á bakgrunninn og blómapott á stéttina, ég ætla að bíða í viku með að kaupa blómin, fannst svo lítið úrval í gær enda kannski í fyrra fallinu að vera að koma þeim út strax.  Það er nefnilega pínu kalt ennþá á nóttunni ég fann það þegar ég fór út með Erro áðan, reyndar bara pínu ískalt þar til sólin fer að skína og hún er byrjuð.  🙂

    Ég rak augun í þessa geggjuð stóla þarna og ætlaði nú bara að kaupa einn, en þeir vildu selja þá saman því þeir voru bara tveir og fyrst þeir kostuðu ekki nema 50 krónur samtals þá létum við vaða, þurfti bara að þrífa þá og ekkert annað.  Næs, kannski einhvern daginn set ég nýtt áklæði en það þarf ekkert núna, finnst alveg fínt að hafa hlutina smá slitna.  Elska hönnunina á þessum stól og stálfæturnir eru alveg að gera sig.  Eitt sem ég reyni að hugsa núna þegar ég kaupi eitthvað til að nota við myndatökur er að hluturinn þarf að passa líka inná heimilið (nema hann sé því minni) þannig að allt sem er keypt fyrir studeomyndatökur er einnig notað af okkur fjölskyldunni þess á milli.

    Dagurinn í dag verður æðislegur.  Ég er að fá Norsk-Braselíska stelpu í myndatöku þannig að þetta er fyrsta myndatakan mín þar sem norska er eina tungumálið sem verður talað.  Hún heitir Marina og er um 7 ára, algjör skvísa og ég hlakka svo til að mynda hana.  Við ætlum að fara út á strönd og leika okkur.  Stefnan hjá mér núna er að reyna að fá eina myndatöku á viku til að halda mér við efnið, finn alveg hvað maður dettur úr formi þegar lítið er að gera í þessum efnum.

    En hér er smá sýnishorn af því sem var keypt í gær til að gera hreiðrið okkar huggulegra þetta vorið.

    sýni ykkur myndir af kommóðunni þegar búið er að skvera hana.  Annars bara bjart framundan hjá okkur, vonandi tekst okkur að selja fljótlega svo það sé ekki sem einhver baggi á herðum okkar lengi, það kostar að eiga ónotað húsnæði á Íslandi í dag.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

    24.03.2014 08:27

    Þessir litlu hlutir í kringum okkur

    sem við viljum gleyma svo oft geta verið svo fallegir. Ég elska það á vorin og sumrin að setjast niður einhvers staðar úti í náttúrunni með macro linsuna mína og bara finna þessi smáatriði sem við sjáum oft ekki þar sem við löbbum bara framhjá þeim og erum allt of mikið að flýta okkur.

    Þó þið séuð ekki ljósmyndarar prófið að setjast niður í fíflabreiðu og horfið á fíflana.  Sjáið hversu mismunandi þeir eru og hvað mikil fjölbreytni getur verið í einni svona breiðu.

    Leggist á magann á grasið og horfið niður fyrir ykkur þegar þið labbið, þið eigið eftir að uppgötva alveg nýjan heim.

     

     

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

    Sett á hold

    Íbúðakaup í Noregi hafa verið sett á hold í smá tíma.  Bæði ætlum við að bíða eftir að salan gangi í gegn og við fáum peninginn (þann litla sem við eigum eftir) fluttan hingað út.  Við fórum í lauslegt greiðslumat í bankann hér í gær og það er sko mikill munur á greiðslumati heima á Íslandi og hér.  Hérna eru fleiri liðir teknir inní og vel rúmlega áætlaðir og sem dæmi þá er áætlað að við 3 eyðum 80.000,- nkr. (1.440.000 isk) í mat á ári, 27.000 nkr (513.000 isk) í föt og skó á ári, ferðakostnaður 19.000,- nkr. (360.000 isk) á ári og svo mætti lengi telja.  Margt af þessu passar ekki við okkur en passar ábyggilega við marga aðra svo þetta er bara frábært það er einnig spurt hvort við séum með líftryggingar og aðra lífeyrissjóði uppá ef við myndum verða óvinnufær og þá vill bankinn vita að við höfum einhverjar tekjur í staðinn.  Ég held að það væru færri heima á Íslandi sem myndu missa húsnæðin sín ef greiðslumatið væri nær raunveruleikanum þó það sé sárt að fá það framan í sig að þú varla hefur efni á að kaupa meðalhúsnæði og þú sem hélst að þú hefðir það helv. gott.  En ekki það að við flugum alveg í gegnum greiðslumatið en raunveruleikinn er sá að við leigjum mun ódýrara en við þyrftum að borga á mánuði ef við keyptum svo eins og er ætlum við að bíða. Og láta okkur dreyma um hús með garði en það er það sem okkur langar mest í núna.  Nú erum við búin að vera í eitt og hálft ár með engan garð en allt annað svo frábært hérna svo við höldum bara áfram að gera eitthvað skemmtilegt á góðviðrisdögum og fara með grillið út að ganga (tökum hundinn kannski líka með þá).  Nú svo kannski dettur inn ódýrt draumahús og þá getum við bara stokkið á það.

    Þeir eru alla vega að byggja út um allan Mandal svo líklega verður eitthvað af húsnæði fljótlega til sölu, þe. eldra fólkið sem selur húsin sín og kaupir sér íbúðir í miðbænum í nýju húsunum.

    En vorið er að koma í Mandal og ég elska vorið.  Ég held að það sé aldrei vor á Íslandi eða kannski bara í tvær vikur eða svo.  Hér er langt vor og það smá hitnar og laukarnir koma upp og allt fer að grænka (nei bíddu túnin eru ennþá græn).

    Núna strax erum við farin að geta farið út á peysunni og kannski í anorakk utanyfir ef við förum inní skóg eða út á strönd.  Það er kaldara í skóginum þar sem sólin nær ekki í skína og á ströndinni getur verið vindur.  En þetta er allt að koma og ég hlakka til.  Hlakka til vorsins, sumarsins og ekki síst fermingar heimasætunnar sem verður í ágúst og við erum á fullu að undirbúa þessa dagana.  Við ætlum að vera snemma í því að það senda út boðskort svo fólk geti tekið daginn frá með góðum fyrirvara.  Við vitum af einni fermingu núna í fjölskyldunni sem er 6. apríl og við erum ekki enn búin að fá boðskort í þá fermingu sem (ef við ætluðum okkur að koma heim) gefur okkur ekki góðan tíma til að undirbúa og plana.  Meira að segja ef við byggjum á Íslandi þá eru 3 vikur frekar stuttur fyrirvari því ég er oft búin að plana okkur margar helgar fram í tímann.  En það er best að fólk geri þetta eins og það vill og ég vil gefa fólki tækifæri á að taka daginn frá þó það sé í sumarfríi enda ætlum við að hafa þetta míni ættarmót líka.  Þetta verður geggjað gaman og hlakka ég mikið til.

    En annars bara eigiði góða vinnuviku, ég ætla biðja ykkur vinir mínir sem eigið það til að biðja fyrir fólki að biðja fyrir honum pabba hennar Ingu vinkonu en hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í gær og ekki vitað um framhaldið.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

    12.03.2014 08:00

    kínverskir málhættir

    Við borðuðum á kínverskum veitingarstað í London um daginn og fengum “fortune cookies” í restina og þetta voru svona 3 í skál og við tökum af handahófi til okkar og svona eru málshættirnir:

    Kristín – You have an active mind & a keen imagination.

    Ástrós – Keep cool and keep smiling

    Þráinn – You will make many changes before settling down

    og okkur fannst þetta passa svo flott þe. hvernig þeir deildust á milli okkar þessir þrír málshættir því ég er nýbúin að vera að tala um það að ég geti bara ekki slökkt á heilanum á mér og hvílist því ekki nógu vel og auðvitað er Mirran bara cool kid og Þráinn alltaf að gera eitthvað sem skiptir máli, björgunarsveitarmaður, formaður leikfélagsins og leikari og að sjálfsögðu þá er hann smiður og alltaf að skapa eitthvað og búa til.

    Skemmtileg tilviljun (eða kannski engin tilviljun)?

    En vorið er komið í Mandal og við Mirra og Erro fórum í göngu eftir vinnu í gær og svona leit bærinn og áin okkar út.

    Erro elskar svona göngutúra og eitthvað löbbuðum við öðruvísi þarna en í London því við mæðgur vorum báðar með harðsperrur í mjöðmunum en það er kannski bara það að labba á missléttu og smá uppí móti stundum og niður í móti stundum ég veit ekki.  En eitt finnst mér svo undarlegt að það er alveg sama þó ég hafi labbað og labbað í London, svo kem ég heim og labba ekki í tvo, þrjá daga og labba svo í gær og það er eins og ég hafi aldrei labbað neitt, ég er svo stirð og fæ svo mikla þreytuverki eftirá.  Hvernig stendur á því að lappirnar á mér þjálfast ekkert, ég er alltaf eins sama hvað ég geri mikið.  Verð alltaf jafn þreytt.  Einhver með ráð við þessu?  Og sko þegar ég segi labba ekkert þá meina ég auðvitað ekki “ekkert” heldur bara svona normalt út í búð og upp og niður stigana hér allan daginn. En við búum á þremur hæðum svo það er nóg af stigum að þramma um.  En alltaf eru lappirnar eins og á eldgamalli konu og breytast ekki neitt.

    Ætti ég kannski að hjóla?  Ætli það sé málið?

    AnyOne?

    Það er komið tilboð í íbúðina okkar á Völlunum en með fyrirvara um samþykki banka og greiðslumat.  Einkennilegur andskoti á Íslandi að fólk sé ekki búið að fara í greiðslumat áður en það gerir tilboð.  Nú þurfum við að bíða í allt að mánuð til að vera viss um að þetta fólk geti staðið við það sem það bauð okkur.  Og á meðan getum við ekki tekið öðrum tilboðum í staðinn fyrir ef þau hefðu verið búin að fara í greiðslumat þá bara gildir þetta tilboð og þau kaupa íbúðina.  Þarna er verið að gefa kaupendum að taka frá fyrir íbúð ef ske kynni að þau gætu keypt hana.  Frekar ósanngjarnt gagnvart seljendum.

    Þegar við keyptum þessa íbúð á Burknó þá fórum við í bankann og báðum um greiðslumat og þjónustufulltrúinn okkar byrjaði á að spyrja um tilboðið sem við værum að gera en við sögðum að við værum ekki búin að gera tilboð heldur vildum við fá greiðslumat til að vita hvað við gætum ráðið við.  Hún vissi ekkert hvernig hún átti að snúa sér í þessari undarlegu beiðni.  Sem er auðvitað ekkert undarleg, heldur ætti að skikka alla að fara fyrst í greiðslumat og svo að fara að skoða og gera tilboð.

    En við vonum bara að okkar fólk fari fljótt og vel í gegnum þetta því þau vildu fá afhendingu eftir mánuð svo þá er eins gott að allt sé klárt að minnsta kosti tveimur vikum fyrr því leigjendurnir eru með samning út apríl en vilja gjarnan sleppa fyrr þar sem þau eru búin að kaupa.

    Ég er komin með augastað á húsi hérna úti en er að reyna að hemja mig því ég vil ekki rjúka í eitthvað fyrr en allt er á hreinu með söluna heima og helst að Þráinn verði kominn með fastráðningu í nýja djobbinu oþh. Annars líður okkur voða vel í þessari íbúð en ég er ekki frá því að nú langi okkur í garð og jafnvel að fara aðeins út í sveit en þetta kemur allt í ljós.

    Svo þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

    08.03.2014 14:49

    London

    Kvöldið áður en við fórum til London fann ég fyrir hálsbólgu og hósta, já einmitt og ég sem var búin að hlakka svo til að fara út og í frí.  En ég ákvað að það fengi ekki að taka yfirhöndina og ýtti því bara frá mér og ég var hress alla Lundúnarferðina nema heimferðardaginn þar sem ég var greinilega orðin lasin og stokkbólgin í augum og síhnerrandi og snýtandi mér.  Við Þráinn ætluðum að taka þessu létt og hann tók mynd af mér á flugvellinum og við ætluðum að senda hana á facebook en þegar við sáum myndina ákváðum við að það væri ekki hægt ykkar vegna gott fólk, því svo illa leit ég út og var alla leiðina heim sárlasin og er enn en þó á betri í dag en í gær.

    En London var bara geggjuð eins og ávallt og hótelið sem ég pantaði fyrir okkur var bara fínt, pínulítið og meira eins og gistiheimili en hótel en alveg í miðju Covent Garden hverfinu svo við spöruðum talsvert á því að geta labbað allt sem við vildum fara.

    Við keyptum okkur miða með hraðlestinni frá Heathrow til Central London og það var mjög gaman að fara með lest.  Miðinn gilti fram og til baka svo við vorum nú alveg seif á því hvernig við færum til baka.   Ástrós Mirra hafði aldrei komið í lest svo þetta var allt nýtt fyrir henni.  Svo var auðvitað gaman að koma á Paddington lestarstöðina.  Flott bygging og mikið um að vera þó ekki væri svo mikið af fólkinu þarna þegar við lentum en kannski voru allir bara horfnir yfir í sama heim og Harry Potter en hann fór víst alltaf yfir í galdraheiminn af þessari lestarstöð ef ég hef skilið það rétt.

    Það ringdi fyrsta daginn svo við ákváðum að það væri verslunardagurinn og viti menn Primark var í 3 mín göngufæri frá hótelinu og við misstum okkur alveg þar inni.  Mirran keypti fermingarkjólinn og hann kostaði ekki nema 13 pund, hún er sem sagt ekki meiri merkjamanneskja en mamma sín og velur bara það sem henni líkar sama hvaða merki er á því og alltaf bónus ef það er ódýrt því þá er hægt að kaupa meira.  Kjóllinn er beislitaður með smá svörtu og óskaplega látlaus.

    Svo við versluðum og þess háttar fyrsta daginn, röltum svo út um kvöldmatarleitið til að borða eða réttara sagt klukkan var bara 17 en um kl. 19 vorum við algjörlega búin á því enda fórum við á fætur kl. 4 um morguninn.  Svo það var bara legið í rúminu og horft á TV eftir matinn sem “By the Way” kostaði allt of mikið.  Ein máltíð fyrir okkur 3, á kínverskum veitingarstað kostaði sama og leðurstígvélin sem ég keypti mér seinna eða 60 pund sem er 600 nkr eða 12.000 isk.  ég var hreinlega í sjokki yfir því hvað allt kostaði þarna úti nema fatnaðurinn, hann kostaði nánast ekki neitt, hlírabolir á 20 nkr. kjólar á 130 nkr. og þar fram eftir götunum en þú fékkst kannski tvo kaffibolla, kakóbolla og eitt rúnstykki fyrir sama og kjóllinn kostaði sem er náttúrulega rugl og ef ég sem bý í Noregi og er sagt dýrasta land í heimi ofbýður þá hlýtur þetta að vera dýrt.  Klara systir nefndi nú verð á flugvellinum í Osló og já það verð á ekkert sameiginlegt með verði hérna úti í búð og mér ofbýður það líka.  2 pylsur og kók kostuðu þar 170 nkr. sem er auðvitað rugl.  En jæja nóg um hvað maturinn kostaði við tókum bara ákvörðum að finna okkur ódýra veitingastaði og vera ekki að hafa áhyggjur af því hvað það kostaði enda, endar þessi matur alltaf í klósettinu og því óþarfi að eyða of miklu í hann.

    Hérna eru fleiri myndir frá degi 1 ( já ég tók engar myndir inní búðunum)

    En við vorum vöknuð eldsnemma á degi 2 enda fórum við snemma að sofa kvöldinu áður og mætt í morgunmat kl. 7.30 og út að labba kl. 9.  Já og það var enginn á ferli eða þannig.  Við ætluðum að labba niður að ánni og skoða London Eye og fleira og byrjuðum á að villast.  HAaaaaaaaaaaaa við að villast það getur ekki verið en jú jú, villtumst þannig að við álpuðumst inní Covent Garden áður en það opnaði.  Röltum svo bara eitthvað út í buskann og sáum allt í einu London Eye.  Greinilega best fyrir okkur að labba bara út í buskann en ekki reyna að þykjast vita hvert við erum að fara því það endar með veseni.

    Ég verð að segja það að ég fæ ekki nóg af London Eye, hvorki að vera þar uppi eða bara niðri og taka myndir af því.  Skil vel að það hafi verið látið halda sér uppi eftir heimssýninguna 2000 (held ég sé með rétt ártal) en það átti víst bara að vera uppi þá rétt á meðan en varð svo vinsælt að þeir ákváðu að hafa það áfram.  Ég get ímyndað mér að það séu talsverðar tekjur sem skapast þarna enda kl. 10 á þriðjudagsmorgni er allt orðið fullt af fólki strax.

    Útsýnið er auðvitað stórkostlegt úr London Eye en mikill galli að glerið sé ekki laust við glampa því það eyðileggur allar myndir að hafa spegilmynd af fólkinu sem er inni í vagninum á myndunum, þessi er ein sú skásta hjá mér og með minnstum glampa en þó aðeins.

    Sjáið þarna orange, grænu og gulu byggingarnar aðeins uppfrá, þar var hótelið okkar, og þetta var okkar kennileiti svo við rötuðum heim.  Já eða þannig því við rötuðum ekkert alltaf heim en það eru bara við.  Ég er slæm en ég held að Þráinn sé verri, ég get þó lagt á minnið og kemst þetta næst.  Þegar við vorum búin að fara uppí Lundúnaraugað löbbuðum við framhjá Big Ben og svo í átt til drottningar.  Hún var heima og með gesti.  Ég veit ekki hvort þeir voru eitthvað frægir þessir gestir en tók mynd af þeim til öryggis en eitthvað fannst mér eins og þeir væru frá einhverjum hjálparsamtökum þar sem bæði komu þarna kona með blindrahund, önnur í hjólastól en einnig flottar skvísur og fínar frúr.  Já já og einhverjir kallar líka 🙂

    Jæja frá húsi drottningar fórum við sem leið lá uppá hótel en það var heldur lengri göngutúr en við héldum og voru því þreyttar stelpur sem komu uppá hótel þann eftirmiðdaginn.  Þráinn verður aldrei þreyttur það er nokkuð ljóst.  Enda vinnur hann á löppunum en við mægður sitjum á rassinum allan daginn.  Eftir smá hvíld var farið út að borða og síðan kíkt niður á Piccadilly Circus til að sjá ljósin og mannfólkið.

    Gláptum svo á bíómynd um kvöldið og kósí.

    Dagur 3 og ennþá vaknað snemma og farið í morgunmat en nú erum við farin að ganga framaf heimasætunni því hún vill bara fá að sofa áfram og ekki borða neitt enda ekki mikið í þessum morgunmat sem henni líkar.

    En við náðum henni svo á fætur enda stefnan tekin á Notting Hill og svo Maddam Tussaude safnið.  Við ákváðum að þennan daginn ætluðum við að nota lestarnar í London og leyfa Mirrunni að kynnast því.  Svo fyrsta lestin var tekin í Notting Hill og labbað þar eftir Portobello markaðnum en við vorum komin svo snemma að vagnarnir voru ekki einu sinni komnir út svo við fengum okkur kaffi og Mirran fékk morgunmatinn sinn og þetta kostaði meira en fermingarkjóllinn hennar svo einhver samanburður sé gerður.  En jú gott kaffi, því verður ekki neitað.

    Við röltum svo þarna um göturnar og auðvitað gæti maður keypt heilan helling en við létum það vera fyrir utan einn kjól sem ég sá á tilboði eða 5 pund og kallinn spurði hvort ég ætlaði að kaupa hann og ég sagðist vera að hugsa málið og hann spurði bara hvað ég þyrfti að hugsa, því hann kostaði nánast ekki neitt.  Svo ég skellti mér í hraðbanka og tók út pening og keypti kjólinn.  Þetta var einhvern veginn svona kjóll sem nafnið mitt stóð á.  Svo keypti Mirran sé hálsmen hjá manni sem ætlar að lesa sér betur til um víkingana sem sigldu frá Noregi til Íslands því hann vissi ekki að íslendingar hefðu komið frá Noregi upphaflega og honum fannst þetta mjög merkilegt.  Mjög kúltíveraður Breti þarna á ferðinni sem kunni að flörta við bæði 13 ára stelpu og 50 kellingu.  Já við keyptum af honum hálsmen og fengum líka aukastein með svo Mirran getur skipt um stein eftir því hvort hún vilji gulan eða bláan.  Næs.

    Jæja svo var lestin tekin á næstu stoppustöð sem er vaxmyndasafnið en eitthvað ruglaðist ég og við fórum út á vitlausri stoppustöð og þurftum að labba allt of mikið miðað við að við ætluðum ekki að labba mikið þennan daginn.  En við fundum safnið á endanum og þurftum nú ekkert að bíða í röð enda alltaf svo snemma í því.  Jeiiiiiiiiii það borgar sig stundum greinilega.  Safnið er alltaf jafn frábært og Mirrunni þótti gaman að skoða fræga fólkið og okkur fannst líka gaman að keyra í gegnum sögu lundúna.

    Heimsókn á vaxmyndasafnið – ég sendi Presley fingurkoss frá mömmu, ég veit ekki af hverju Robin Williams vildi fá veskið hans Þráns en hann marg ítrekaði það, Ástrós og ET urðu góðir vinir, Þráinn hitti bróður sinn Bruce Willis. Díana prinsessa var hálf feimin við þessa íslendinga og Jim Carry gerði bara grín að Þráni. Ástrós og Britney urðu góðar vinkonur og deildu verðlaunagripunum og Þráinn og Freddie Mercury sungu saman. Svo kom Michael Jackson og dansaði við Mirruna og Gandi lofaði að passa uppá okkur.

    Ekki amarlegur félagsskapur þetta.  Svo eftir vaxmyndasafnið var ætlunin að fara í Hyde Park en þar sem Regent Park er þarna á bak við ákváðum við labba frekar þar í gegn og fá okkur kaffi og kökur og njóta blíðunnar úti.

    Við röltum svo þarna um garðinn og það sem er svo gaman þarna úti í London það er fuglalífið í þessum görðum og þarna eru svo akfeitar dúfur að það er bara fyndið þær geta varla gengið sumar en aðrar skárri, kannski það sé með þær eins og mannfólkið að sumir kunna sér hóf en aðrir ekki.

    Jæja svo þegar við vorum búin að njóta garðsins þá skelltum við okkur í túpuna til að fara heim á hótel en svo þar sem við stöndum í túpunni þá sýnist mér allt í einu Þráinn ekki lengur vera með pokann með kjólnum sem ég keypti mér á markaðnum um morguninn og ég spyr hann og þá fattar hann að hann hefur gleymt pokanum á bekk þar sem við settumst niður.  Ertu að djóka í mér?  Ég verð nú að viðurkenna það að ég varð nú ansi fúl og það var ekki af því að kjóllinn kostaði svo mikið því það gerði hann alls ekki heldur vegna þess að þetta var kjóllinn sem var merktur mér og ég var alveg viss um að yrði minn uppáhaldskjóll hér eftir eða ekki, því hann var núna líklega kominn í hendurnar á einhverjum öðrum.  Kommon þetta er London og alls konar fólk.  Og ég var fúl og ekki tilbúin að fyrirgefa kallinum mínum þetta svona strax.  Hann var alveg miður sín og friðlaus eftir að við komum heim á hótel og ætlaði að fara að æða þangað aftur en ég vildi nú ekki að hann færi því hann myndi örugglega villast og ég sagði honum að biðja bara konuna í lobbíinu að hringja á kaffihúsið rétt hjá bekknum og athuga hvort einhver heiðarlegur hefði komið með poka með kjól þangað en auðvitað var það ekki og konan lobbíinu sagði að það væri örugglega búið að stela honum eða réttara sagt taka hann.  En Þráinn var áfram friðlaus og ég orðin skárri í löppunum svo við ákváðum að fá okkur rúnt aftur uppí garð (enda áttum við dagsmiða í túpuna) og við gætum alla vega litið á það sem kósí göngutúr okkar hjónanna en Mirrann ætlaði að leggja sig enda gamla settið alveg búið að ganga frá henni.

    Já svo við drífum okkur uppí garð og bara frá því að við löbbuðum út og komum út úr túpunni var komið svartamyrkur svo við löbbuðum ansi hratt eða sko Þráinn því hann var svo æstur í að fara og finna pokann.  Já einmitt eins og það væri ekki fyrirfram vitað að þetta væri bara kósí göngutúr okkar hjónanna og pokinn horfinn, ég meina það við erum í London!  En svo komum við í garðinn og finnum fljótlega gosbrunninn sem ég mundi að hafði verið nálægt þegar við sátum á bekknum og ég kíki fyrir hornið og “ERTU EKKI AÐ DJÓKA” pokinn lá við hliðina á bekknum og kjóllinn í honum……………….  ja hérna hér.  Nú hefur það líklega verið okkar heppni að kjóllinn hafði verið settur í svartan poka og Þráinn hafði lagt pokann við hliðina á bekknum en ekki ofaná hann þannig að allir hafa haldið að þetta væri ruslapoki.  Ja hérna hér.  Þvílík lukka svo við ætlum bara að drífa okkur aftur heim á hótel en úps….. eitthvað hefur radarinn (já ég veit hann er mikið bilaður) ruglast því við áttum sko að labba bara niður eftir einni götu í garðinum og koma þá beint niður að túpu en það er bara allt eitthvað svo framandi þar sem við vorum og auðvitað vorum við villt og komumst að því seinna að við fórum sko alveg hinum megin út úr garðinum og þurftum að labba næstum 45 mín áður en við fundum túpuna.  Og þá vorum við orðin ansi þreytt og Mirran sofandi heima á hóteli svo við komum bara við á Mc Donalds og keyptum okkur mat þar og tókum með heim á hótel.

    Við vorum auðvitað voða glöð að hafa fundið kjólinn en sko þegar við vorum komin heim með hann þá fór ég að hugsa að hann væri líklega of lítill á mig þar sem hann var bara númer 14 og einhver kjóllinn sem ég hafði keypt fyrr í vikunni var nú númer 16 þannig að líkurnar á að hann passi voru litlar og ég var svo viss um að þetta yrði uppáhaldskjóllinn minn.  Jæja svo ég skelli mér í hann og …………………………hef varla farið úr honum síðan því ekki bara passaði hann heldur er þetta sko uppáhaldskjóllinn minn og verður lengi.  Hann er svo mikið ég.

    Jæja svo situm við heima á hóteli síðasta kvöldið og ég fer að fara yfir flugmiða, tímasetningar ofl. fyrir morgundaginn og uppgötva þá að ég er ekki lengur með lestarmiðann sem við keyptum fram og til baka.  Ertu ekki að grínast í mér.  Hvernig get ég verið svona stjúpid.  What the fxxxx.  Og ég byrja að berja sjálfa mig svoleiðis andlega fyrir heimskuna að hafa tekið alla búðarmiða og hent þeim og þessum með því þetta var bara svona venjulegur strimill.   Damn og þetta var sko ekkert ódýrt.  Svo þegar ég er alveg að sofna um kvöldið þá allt í einu rýk ég upp og finn veski sem ég hafði keypt og ætlaði að nota en fannst svo ekki nógu hentugt þarna úti, kíki í það og viti menn þar var miðinn……. jeeeeeeeeeeeeeeessssssssssssssssss.  Mikið gott að ég var ekki svona stúpid eins og ég hafði haldið og mikið gott að finna þetta aftur en hvað var þetta með þennan dag og okkur hjónin að týna hlutunum?  Það er eitthvað mjög óskiljanlegt.

    Jæja síðasti dagurinn runninn upp og við …………  nei ég gleymi að segja frá því að við lentum nú á Oxford stræti á leiðinni heim einhvern daginn og keyptum okkur við mæðgur.  Ástrós Mirra fermingarskóna og þeir eru svo flottir með háum hæl og henni finnst hún svo hávaxin og flott í þeim og ég keypti mér leðurstígvél sem kostuðu sama og ein kínversk máltíð fyrir 3.  Mjög flottir báðir skórnir hjá okkur mæðgum.  En já síðasta daginn átti að nota til að fara aftur í búðir og nú ákvað ég að Mirran mætti kaupa sér skó með smá hæl sem ættu ekki að vera fermingarskór því það er ekki fyrr en í ágúst og hana langaði bara helst að fá að ganga á þeim strax og við fundum æðislega skó með smá hæl sem passa flott við pils og gallabuxur og Þráinn keypti sér skó og belti og ég nærbuxur en það var planið.  Málið er að ég keypti mér nærbuxur í Primax fyrir 6 árum sem urðu uppáhalds þá og eru enn og ennþá eins og nýjar svo ég ætlaði auðvitað að kaupa fleiri, gerði það fyrsta daginn og prófaði og fór svo og keypti fleiri svo nú er alldeildis búið að endurnýja nærbuxnaskúffuna sína.  Já og svo keyptum við mæðgur okkur bikiní fyrir sumarið og við hjónin fengum okkur sólgleraugu þannig að við erum bara tilbúin fyrir sumarið og uppdressuð.

    Svo var rölt niður á Covent Garden og hittum á farandskemmtikraft sem kallar sig “The man with big balls” og túlki það hver eins og hann vill.  Virkilega skemmtilegur skemmtikraftur með örlítið neðanbeltishúmor eða kannski bara talsvert mikinn en mikið hlegið að honum.

     

    Jæja svo drifum við okkur bara í leigubíl niður á Paddington stöðina og þaðan uppá flugvöll enda kellingin orðin lasin.  Ég vaknaði með bólgin augu og nefrennsli og hnerra.  Já mitt vorkvef er komið og ég veit að hún Sigrún sem vinnur með mér var búin að vara mig við en það endar alltaf þannig að ég fæ kvef á fyrstu sólardögum vorsins og núna bara ansi slæmt og meira að segja Þráinn ætlaði að taka mynd af mér (hann reyndar tók mynd af mér) og setja á fésið en við vorum bæði sammála að ég væri svo ófrýnileg að það væri ekki hægt að gera fólki það að þurfa að horfa uppá þetta.  Svo ferðin heim gekk vel, ég varð ekki mikið stressuð á flugvöllunum og er farin að halda að það sé helst á íslandi þar sem tollverðir setja sig í svona lögregluríkisstellingar því það eru allir svo almennilegir bæði í Osló og Heathrow.  Fólk mikið að leiðbeina manni áður en kemur að því að maður þarf að spyrja en við vorum líka á æðislegum tíma að ferðast og lítil traffík.  Svo áttum við flug frá Osló til Kristianssand klukkutíma eftir lendingu frá Heathrow og ég var pínu stressuð að það yrði tæpt því við þurftum að sækja töskurnar og tékka okkur aftur inn til Kristianssand en það var bara ekkert að gera á flugvellinum þannig að við enduðum á að hafa nægan tíma og allt gekk þetta vel og við komin heim um miðnætti, mikið þreytt og ég orðin sárlasin en allir mikið ánægðir með frábæra ferð.

    Svo skellti Mirran sér til Sunnu vinkonu sinnar um helgina þannig að við erum bara tvö heima hjónin núna að dóla okkur.  Hundur og köttur voru mikið ánægð að fá okkur heim þó vel hafi verið hugsað um þau.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

    ps. ég set inn fleiri myndir seinna 🙂

     

    02.03.2014 10:55

    Ferðastress

    Jæja þá eru fiðrildin farin að flögra um í maganum á mér. Ég er nú búin að vera ágæt alla vikuna en þó hafa komið móment þar sem ég stekk upp til að athuga með vegabréfin og ég er örugglega búin að skoða 3svar hvert vegabréf til að vera viss um að þau séu í gildi.  Ég hrökk líka upp og í miðri síðustu viku og prentaði út farseðlana og las yfir tvisvar til að vera viss um að ég hafi örugglega pantað sama flugið fyrir okkur öll 3 og að lokum er ég búin að marglesa hótelpöntunina sem ég gerði til að vera viss um að hún sé gild því ég er ekki búin að borga hótelið.  Auðvitað er þetta allt í lagi, allt saman en ég er bara svona.  Ég fæ ótrúlegan ferðakvíða og stress. Ég er samt orðin miklu betri eftir að ég flutti hingað út og fór að fara ein með flugi td. milli landa en ég hugsa að ég losni aldrei við þetta alveg.  Ég er samt ekki farin að pakka niður í töskur því það skiptir mig svo litlu máli hvort ég gleymi einum varalit eða einum sokkabuxum, ég verð bara í því sem tók með mér.  En mamma (já við erum ósköp líkar) hún er með ferðatöskuna opna í heila viku áður en hún fer til útlanda en ég sem sagt sleppi því.

    Annars er ég búin að fatta það að þessi ferðakvíði er ekki “ferðakvíði” heldur flugstöðvakvíði því ef ég ferðast með bíl eða skipi þá bólar ekki á þessu.  Ekki þegar við förum með colorline til danmerkur og ekki þegar við fórum með Smyrilline til Íslands.  Og þá er stóra spurningin afhverju?  Ég hef aldrei verið stoppuð í tollinum nema bara til að taka snyrtidótið hennar Ástrósar Mirru úr handtöskunni hennar.  Svo fáráðanlegt að lítið barn megi ekki fara með ilmvötn í flug.  En kannski er það þetta “Lögregluríki” sem þú gengur inní þegar þú ferð í gegnum tollinn og þarft nánast að fara úr fötunum eða alla vega skónum og taka af þér beltið og taka tölvuna uppúr töskunni (af hverju er það? Er verið að smygla svona miklu í tölvum?) sem ég hræðist svona mikið.  Kannski það að fólk er almennt ekki vinalegt sem vinnur í tolli, það setur upp ákveðinn svip sem segir þér að passa þig, þú sért nú að labba í gegnum tollhlið og þar með ertu komin í eitthvað lögregluríki þar sem þú hefur ekki neina stjórn á hlutunum.  Og eitt sem ég hef alltaf á tilfinningunni þegar ég í flugstöð og það er að ef ég skyldi óvart labba í gegnum rangt hlið þá komist ég ekki til baka rétta leið.  Þess vegna er ég við það að panika þar til ég finn hliðin sem ég á að fara í gegnum.

    Ég hef samt alveg lent í því að það var tekið uppúr töskunni minni hangikjöt og harðfiskur og ég var sallaróleg þá og jú jú sú kona var alveg vinaleg (enda norsk) og við ræddum gæði íslenska harðfisksins og hún þefaði og þefaði af honum.  Ég hefði auðvitað átt að gefa konugreyinu einn pakka en þetta átti að vera notað í skólanum hjá Mirrunni til að kynna Íslenskan mat svo ég týmdi því ekki. Konan á íslandi sem tók allar snyrtivörurnar af Mirrunni þegar við vorum að fara til Spánar var líka vinaleg og benti okkur á að setja töskuna frekar með farangrinum heldur en að þurfa að henda þessu þarna, sem reyndar kostaði okkur nokkur þúsund í yfirvigt svo líklega hefði borgað sig að henda þessu þar sem stúlkan mín notaði ekkert af þessum snyrtivörum á Spáni en hélt auðvitað að hún þyrfti þess.  En þessar tvær konur voru mjög vinalegar svo ekki er það að einhver hafi verið svona illúðugur við mig en samt byrja ég svitna um leið og ég nálgast röðina þar sem ég fer í gegnum tollinn.  Ég hef aldrei eða nánast aldrei smyglað neinu nema sko þegar við vinkonurnar fórum til spánar þegar ég var 18 ára og tókum með okkur sitthvorn bjórinn heim, reyndar óvart en samt, bjór var ólöglegur á íslandi þá svo þetta var líklega alvarlegt smygl.  Og í handfarangur set ég bara það sem ég nauðsynlega þarf því mér leiðist svo að vera mikið af töskum í flugvélunum þar sem það er nú ekki fyrir venjulegt fólk að koma þeim fyrir eða ná í aftur.

    En svo þegar ég er sest í flugvélina þá anda ég léttar svo ég er alls ekki flughrædd og ekki er ég sjóhrædd en ég er sem sagt skíthrædd við flugstöðvar.  Ætli það sé hægt að fá námskeið í því?  Ég veit að það er hægt að fara á námskeið í flughræðslu sem er samt kannski svona meira lífhræðsla en hvernig flokkar maður hræðslu við flugstöðvar?

    Alla vega við erum á leið til London í vetrarfríinu okkar og við hjónin ætlum að njóta þess að kynna dóttur okkar fyrir London.  Ég elska London og finnst það vera nánast lítið þorp þó það sé stórborg.  Ástrós Mirra elskar allt breskt og því á hún eftir að hafa mjög gaman af að koma þarna. Planið er Eye of London, London Dungeonse, Madame Tussauds, Rauður tveggja hæða strætó, hopp on – hopp off, konungshöllin, Tower of London og jú jú við ætlum einn rúnt upp Oxford stræti en það verður bara einn dagur tekinn í að versla og svo er það búið.  Jú og svo ætlum við að taka neðarjarðarlestina því Mirran hefur aldrei farið í lest.  Og helst að skoða Notting Hill líka og labba í gegnum Hyde Park.  Svo þarf ég að sýna henni ljónin og torgið Regent’s Park sem ég á myndir af mér síðan ég var 11 ára og fór í ferð til London með mömmu og fleirum.

     

    Ég stoppaði aðeins núna í að blogga og fór að skoða kort af London og viti menn, hótelið sem við verðum á núna er svo í miðri London að það er rugl.  Ég lærði það á Barcelone ferðinni okkar að maður á frekar að velja lélegt hótel í miðborginni en flott hótel langt uppí bæ ef þú ætlar að njóta og sjá hvað við fengum góðan díl á hóteli fyrir okkur alveg í miðri London.

     

    Vá hvað ég er farin að hlakka til, í dag ætla ég að skoða Google map og skrifa niður það sem á að kaupa svo það verði gert skipulega til að eyða ekki allt of miklum tíma í búðum því London er svo miklu meira en það.

    Lofa ykkur því að ég tek nokkrar myndir á ferðalaginu.  Vildi bara að ég ætti víðlinsu núna en það er ekki hægt að eiga allt svo elsku vinir njótið lífsins það er ekki svo langt. Elska ykkur öll, London here I come.

    Þangað til næst,
    Ykkar Kristín Jóna

     

    ps. sjáið hvernig veðrið á að vera hjá okkur 🙂

     

    Söfn og búðir á mánudaginn, garðarnir á miðvikudaginn, hopp on hopp off á þriðjudaginn eða einhvern veginn þannig……………………………………

     

    24.02.2014 08:03

    Gestir og dýragarður

    Jæja ég hef bloggað svo lítið undanfarið, enda bara verið svo mikið að gera í vinnunni að ég byrja að vinna um leið og ég fæ mér fyrsta kaffibollann en nú er það búið og því ætla ég að prófa að setja niður það sem gerst hefur síðan síðast.  Já síðast var Danmörk og í millitíðinni fram að þessari helgi var bara unnið og undirbúið að fá gestina okkar frá Sandefjord sem komu á fimmtudaginn.  En það var nú ansi tæpt á því að þau kæmust því prinsinn var búinn að vera með gubbupest en þó orðinn skárri daginn fyrir ferðalagið svo það var ákveðið að ferðaplanið skyldi standa.  En þegar verið er að pakka í bílinn og reyna að koma sér af stað tekur unglingsstúlkan uppá því að fá þessa pest út um allt, svo móðirin var virkilega að hugsa um að hætta við allt saman, það yrði bara nóg að gera um helgina að þrífa bað og þvo þvotta en ég hefði nú ekki tekið það í mál og þau reyndar ekkert til í að sleppa ferðalaginu heldur svo unglingnum var bara sagt að klára þetta á stuttum tíma og svo yrði bara drifið í ferðinni.

    Þau stoppuðu held ég bara einu sinni á leiðinni til að heiðra þessa pest en lentu svo í umferðarteppu dauðans á leiðinni inní Kristianssand og voru 2,5 tíma að komast í gegnum Kristianssand og til okkar, leið sem ætti að taka klukkutíma.  Ég var nú farin að halda að eitthvað mikið hefði komið fyrir en það var bara þessi venjulega teppa og svo fór að snjóa og hefill hér og þar og alls staðar.  En þau komust til okkar heil á húfi en þreytt beint í kvöldmatinn á fimmtudaginn og þá hafði ferðalagið tekið 6,5 tíma í heildina.

     

    Á föstudaginn var ég bara að vinna stutt og á meðan höfðu gestirnir það bara kósý og svo var ákveðið að fá sér göngutúr á ströndina og leyfa Erro að hlaupa og Mána að leika við hann.  Þetta var góður göngutúr og gaman og svo bara heim og eldaður góður matur og haft það huggulegt á föstudagskvöldinu.  En á laugardaginn var vaknað snemma og nesti sett í tösku og ásamt því sem á þurfti að halda til að eiga dagsstund í Dyreparken.  Ég hef aldrei komið þangað um vetur (já það er víst ekki alveg komið vor ennþá) og virkaði allt frekar tómt þegar við komum enda grenjandi rigning.  En Þráinn var búinn að segja að það gæti ringt fram að hádegi en svo ekki meira.  En við örkuðum þetta orðin rennvot í lappirnar á fyrstu 20 mín. og ákváðum að byrja á finna tígrisdýrin sem áttu að fá kynningu og smá nammi rétt strax.  Við fundum þau og Ó mæ God þau eru svo falleg og flott og mann langar bara helst að klappa þeim en það er víst alveg bannað, þó svo dýrahirðirinn hefði sagt að ein þarna væri svo gæf að það væri alveg hægt að gera það en það er ekki leyfilegt skv. lögum.

     

    Þessi sleikti nú líka útum þegar hann sá mig eins og mörg fleiri dýr gerðu þarna á laugardaginn.  Veit ekki hvort það sé ilmvatnið mitt eða útlitið sem er svona girnilegt.

    En þegar búið var að heyra allt um tígrisdýrin og sjá þau stökkva uppí tré til að ná í matinn sem verið var að gefa þeim skoðuðum við Orangútana en það er svo erfitt að horfa í gegnum svona gler sem er orðið svo skítugt þannig að maður nýtur þess aldrei.  Ég veit ekki af hverju þeir eru aldrei úti ekki einu sinni á sumrin en kannski þurfa þeir bara svona rosalegan hita til að lifa af og þess vegna getum við ekki heldur verið inni hjá þeim.

    Svo var komið að ljónunum og það var aldeilis sýning sem við fengum þar.  Þau er ljóngáfuð og nota hvert annað til að styðja við sig þegar þau hoppa upp að reyna að ná í matinn sem hangir í bandi þarna.

    Gaman að fylgjast með þeim og Inga átti sérstaka stund með stóra ljóninu með makkann og þó það væri gler á milli þá virkaði hann pínu ógnandi á hana.

    Eftir ljónin var ætlunin að finna Júlíus en við villtumst af leið og fundum sebrahestana og gíraffana sem eru inni núna þar sem veðrið er ekki nógu gott fyrir þá.  Þvílík amoníaklykt sem var þarna inni en vá hvað þeir eru stórir og fallegir.

    Jæja svo kíktum við í eina minjagripaverslunina þarna og þá gerði þvílíka hellidembu að við skoðum bara allt tvisvar og drifum okkur svo út að finna hann Július og félaga hans.  Það er alla vega inni og kósí.

    En eitt af því fyrsta sem við sáum þarna inni myndi flokkast undir animalporn en sem betur fer sáu börnin ekkert annað en slagsmál úr þessu.

    Þráinn segir ekkert skrítið að hann sé svona spenntur þessi gaur þar sem hann fái það bara einu sinni á 400 ára fresti en þá tel ég okkur ansi heppin að hafa fengið að vera með í því dæmi.

    Svo sáum við þennan og bræður hans, alltaf jafn flottir

    Svo var Níels þarna líka og alltaf sama krúttið

    og svo sáum við sjálfan Júlíus, hann virtist nú vera frekar þreyttur fyrst þegar við sáum hann, lá bara úti í horni og hvíldi sig en fór svo í einhvern leik við annan apa sem fólst í því að nota strá til að gera eitthvað í þessum kassa.

    En sonur Júlíusar er algjör töffari og greinilega sonur aðal þarna, sat og tuggði tyggjó og var að toga það og leika sér með það en það var samt líka eitthvað hvernig hann bar sig og var svona eins og ríku synirnir í amerísku bíómyndunum.

    Svo sáum við alls konar slöngur og krókódíla og fleiri apa og enduðum svo á að ganga í gegnum norska villigarðinn og sáum þar hvítan ref, Elg, wolferine en ég náði engri mynd af þeim, þar sem þeir fóru hratt yfir og voru alveg svartir.

    Að lokum sáum við þar sem eitt aðalaðdráttaraflið var að birtast framundan og þessi réði sér ekki fyrir kæti.

    En það var sjálfur Kardemommubærinn sem var svo gaman að labba í gegnum þó það vantaði allt líf í hann.  En þetta var nóg til þess að þeim langar svooooooooooooo að koma aftur að sumri til að eyða heilum degi í góðu veðri og njóta garðsins.

    En Tóbías frændi og aðrir voru bara ekki heima svo við verðum að heimsækja þau næst.

    Frábær dagur í Dyreparken sem ég var að fara í, í 4 eða 5 skiptið og finnst alltaf jafn gaman.  Svo þegar við komum heim, þá beið Þráinn með vöfflur handa okkur og eldaði svo kjúkling og dekraði við okkur alveg í botn.  Ostar og kósí um kvöldið.

    Svo í gærmorgun þá var skellt upp stúdeóljósum þar sem M&M og vildi fá myndatöku, hann nefnilega kann þetta og veit hvernig á að pósa og er með pósurnar hans Justins alveg á hreinu.  Flottur töffari sem var gaman að mynda og hafa svona í 4 daga.

    og svo fékk ég aðeins að taka smá prufufermingarmyndatöku af þessari fallegu stelpu.

    og svo endaði þetta á því að Erro fékk hatt á hausinn til að sýna fram á að hann væri sko líkur Humprey Bogart og gott ef ekki satt.

    Svo fóru þau uppúr kl. 14 til að ná að keyra heim í björtu og við skelltum okkur í kaffi til Margrétar og Jóns og hittum þar fullt af fínu fólki, góður endir á frábærri helgi.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

     

    10.02.2014 07:44

    Ferðalög og skemmtilegt fólk

    Já við skruppum til Danmerkur um helgina, nánar tiltekið til Hanstholm sem er pínulítill bær á Jótlandi þar sem Edda stjúpa mín býr ásamt Önnu Fanney stjúpsystur og Nonna bróður og hans konu og hennar dóttur, svo búa þarna einnig Jón Hákon bróðir Eddu og hans fjölskylda.

    Þetta er sko hörkuferðalag, lögðum af stað að heiman kl. 14.30 og vorum komin til þeirra kl. 22.  Skipið fer frá KRS kl. 16.30 en það þarf að vera mætt klukkutíma fyrr svo skipsferð sem sögð er 3 tímar er í raun fjórir og hálfur því það tekur síðan tíma að afferma skipið.  En þegar við komum þarna á föstudagskvöldið geyspandi og þreytt þá bíður Edda með súpu og brauð handa okkur.  Ekkert smá næs og svo skelltum við okkur yfir til Önnu Fanneyjar sem býr í þar næsta húsi en þar áttum við að gista.  Ég hafði keypt eina hvítvín svo við gætum fengið okkur smá hvítvínsglas fyrir svefninn en það varð nú eitthvað meira en það, kláruðum hvítvínið og fengum okkur líka bjór og vöktum til klukkan 5 um nóttina eða alla vega ég og Anna.  Enda höfum við ekki sésts almennilega í 7 ár svo það var mikið að spjalla og rifja upp.

    Svo var auðvitað vaknað fyrir kl. 9 daginn eftir.  Eina planið okkar var að versla smá af kjöti og þess háttar því ekki skreppur maður til Danmerkur án þess að fylla frystikistuna en Þráinn vildi fá að þrífa bílinn og hafði samband við Nonna og fékk að koma þangað að smúla Audda.  Við stelpurnar fórum hins vegar í smá bíltúr um svæðið og skoðuðum turnlausar kirkjur og vita og ströndina.  Þetta er ekki stórt svæði og ólíkt Noregi að það er ekki mikið að skoða í landslagi þarna.  En það var gaman að fá að sjá sig aðeins um og það er eins í Danmörku og á Íslandi að kirkjugarðarnir eru óskaplega fallegir.

    Svo komum við aftur heim og vorum eitthvað að velta fyrir okkur hvert við ættum að fara að versla og enduðum á að fara bara í þeirra búð og kaupa eitthvað þar sem væri ódýrt en kaupa svo bara kjötið hjá slátraranum í Hirsthals á sunnudagsmorgninum áður en við færum í skipið aftur.  Þá færi minnstur tími í að kaupa inn.  Það er allt mikið ódýrara í danmörku, þú þarft bara að fara til kaupmannsins á horninu liggur við til að fá margt mjög ódýrt.  Ástrós Mirra sá til dæmis grænan Pringles þarna en hann er yfirleitt ekki til í Noregi, bara rauður, og spurði hvort hún mætti kannski kaupa tvo, ég spurði hvað þeir kostuðu og þegar ég heyrði verðið þá sagði ég henni að kaupa 5 því þeir kosta sama og tveir hjá okkur.  Eins fengum við súkkulaðikex á 8 krónur en hér kostar pakkinn 28 krónur.  Svo við versluðum helling þarna í búðinni á staðnum og bættum svo hellings kjöti við hjá Slátranum í gær svo nú er frystikistann full.  Næs.

    En eftir innkaupin á laugardaginn fórum við aftur heim til Önnu og þá var hún á fullu að elda steikina sem yrði borðum um miðjan dag þar sem Gyða konan hans Nonna var að fara að vinna kl. 17 og þar sem við höfum aldrei hittst þá varð að gera þetta svona.

    Þannig að kl. 16 var þetta dýrindis veisluborð og þá komu líka Nonni bróðir, Gyða konan hans og Árdís dóttir hennar.  Við höfðum ekki séð Nonna í nokkur ár og aldrei hitt Gyðu svo þetta var virkilega skemmtilegt.

    Svo var setið og kjaftað fram eftir kvöldi sem varð auðvitað mjög langt þegar borðað var kl. 16 en mjög fínt.  Jón Hákon og Begga komu líka í heimsókn. Við vorum að grínast með það að Anna Fanney og Edda væru svo alvörugefnar manneskjur og vöruðum Ástrós Mirru við því að það væri aldrei hlegið hjá þeim og hún skyldi nú taka tillit til þess en nei,  þarna leiðist manni aldrei og svo mikið gaman að kjafta við þau og hlægja að ég held ég sé með harðsperrur í kjálkanum eftir allan hláturinn.  Mikið spjallað og mikið gaman.  Farið að sofa kl. 11 því við ætluðum að vakna kl. 6.30 daginn eftir og borða morgunmat saman áður en við færum aftur í skipið.  Lélegt gistiheimilið hennar Önnu, því við þurftum að fara á fætur til að borða morgunmatinn.  🙂   Nei, þetta var æðislegt hjá þeim og notarleg stutt helgi en mikið gaman að sjá fólk sem maður hefur ekki hitt lengi.  Og nú vonumst við bara til að þær skreppi til okkar í vor eða sumar og við getum þá sýnt þeim okkar bæ.

    Takk fyrir okkur elsku Edda og Anna Fanney

    og þið hin gaman að hitta ykkur öll og sjáumst fljótlega aftur.

    En við komum svo til Kristianssand eftir sjóferð þar sem fólk var sjóveikt og ælandi út um allt skip, en ég fann ekki fyrir neinu svo ég bíð ekki í þetta fólk fari með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja þá fyrst myndi það kynnast sjóveiki.  En svo fórum við beint til Júlíu og sóttum Erro sem var þar í pössun um helgina og hann var nú glaður að sjá okkur og Júlía sagði að hann hefði verið óttarlega órólegur á laugardeginum eins og hann væri ekki að skilja af hverju við kæmum ekki að sækja hann.

    Svo var guttonum skutlað heim og við heim að ganga frá í frystikistuna og eiga kósí stund á sunnudagskvöldi og nú er komin ný vinnuvika og í næstu viku fáum við gesti úr Sandefjord og eftir 3 vikur förum við til London.  Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

    Já og svo spá þeir því að það rigni þessa vikuna en svo komi sól og vorið.  Er ekki lífið dásamlegt?

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

    31.01.2014 07:37

    Snjórinn og dýrin mín

    Ég er alveg að elska þennan snjó hérna núna og fer út að labba stundum tvisvar á dag til að ná stemningunni.  Labbaði í gær um kl. 15 og þá voru allir sem voru að koma heim úr vinnu og skóla að moka og laga til fyrir utan hjá sér.  Á sumrin eru norðmenn að ditta að húsunum sínum og á veturna moka snjó og laga til.  Þeir eru alltaf að.  Vinna stuttan vinnudag og njóta þess að gera eitthvað heima hjá sér.

    Hundurinn elskar snjóinn og hoppar og skoppar eins og kengúra þegar við erum úti að labba.  En það gerðist svolítið hér um daginn sem fékk hann til að verða svo skíthræddan og það aftur og aftur og það eru snjóblásararnir sem eru hérna úti um allt.  Það var allt í lagi þar til þeir hér niðrí í hjólabúðinni blésu öllum snjónum og hann var pínu harður þenna dag, uppá gluggana hjá okkur svo það glumdi í öllu húsinu.  Núna er skíðabrekka fyrir neðan gluggana okkar í portinu og við gætum hæglega rennt okkur niður.  En já eftir þetta verður Erro svo hræddur að hann reynir að skríða uppí fangið á mér hér við skrifborðið og það var ekki auðvelt um daginn þegar ég var í símanum líka og endaði á því að ég var öll klóruð á maganum eftir hann.  En sko þetta er nefnilega svo erfitt því hér í portinu er kveikt á snjóblásurum nokkrum sinnum á dag því þeir selja og gera við svona tæki þannig að hundurinn er bara ekki rólegur fyrr en búið er að loka.  En skrítið að þetta á líklega bara við snjóblásara í portinu hjá okkur því þegar við vorum að labba í gær þá var hann allt í lagi þó við mættum snjóblásurum og enn stærri tækjum sem blésu snjó.  En ég skil greyið alveg því það voru skelfileg læti þegar þeir blésu þessum kögglum hérna uppá rúðurnar.  Ég hélt nú að einhver þeirra myndi gefa sig á endanum en þær héldu sem betur fer.

    Þá er það kötturinn og snjórinn.  Þeir eiga ekki saman eftir síðasta vetur og kötturinn hættir ekki einni loppu út í þetta ógeð sem hann var í týndur í 5 – 6 daga í fyrravetur.  Ég var ekki að átta mig á þessu alveg strax af hverju hann vildi alls ekki út, ekki einu sinni þegar búið var að moka allt í kring og allt orðið þjappað á götunum en svo mundi ég allt í einu, það var snjór og vetur þegar hann týndist og þetta er ábyggilega bara út af slæmum minningum, þannig að hann er búinn að vera inniköttur núna í tvær vikur alveg og vælir og vælir því ég held hann langi út en bara ekki í snjóinn.  Svo dýrin mín eru ekki hrifin af snjónum eða því sem honum fylgir.

    En ég er að elska þennan snjó og ég hélt að það væri ekki síst út af því að ég þyrfti ekkert að fara út í snjóinn á morgnanna til að komast í vinnu en Þráinn er alveg sammála en það er kannski af því að hann keyrir í gegnum winter wonderland til að komast til vinnu.  Magic allt í kring.

    En það er kannski einn galli og hann er sá að við förum ekkert í langferðir oþh. en við Margrét ætluðum í dagsferð til Farsund og Lista á morgun en erum hættar við því það spáir snjókomu svo við ætlum bara að kíkja í Ikea og Sørlandssenterið í staðinn og fá okkur að borða svo einhversstaðar.  Bara kósí kellingaferð.  En mig vantar fleiri ramma í Ikea, ég gef svo mikið af myndum þessa dagana að ég er orðin rammalaus.

    Heyrðu já fleira skemmtilegt með snjóinn og það eru snjóruðningstækin. Norðmenn eru svo duglegir að ryðja að við erum ekki fyrr búin að moka frá tröppunum að ruðningstækið kemur aftur og ryður öllu fyrir dyrnar hjá okkur aftur.  En nún erum við stoltir eigendur að stórri skóflu svo þetta er auðvitað ekkert mál.  Þráinn er að alltaf að undra sig á því af hverju þeir ryðja svona mikið og svona oft en kommon við búum í miðbænum og hér yrði bara algjört kaos ef bílar væru að festa sig.  En sko stundum getur gott orðið of mikið eins og í nótt.  Ég held þeir hafi verið að ryðja frá klukkan 1 – 5 í nótt en það var líka allt svo flott og fínt þegar ég kom á fætur í morgun en sko………  hefill og snjóruðningstæki fyrir neðan gluggann hjá manni alla nóttina er bara of mikið, ég var sem betur fer með eyrnatappa en þeir dugðu skammt þegar hann var að ryðja hér í götunni.  En þetta reddast það er föstudagur og helgin framundan.  Je right eins og ég sofi eitthvað meira þá, ha ha ha ha ha.   En það spáir hlýnandi og rigningu í næstu viku svo það er eins gott að njóta snjóarins sem best meðan hann er.

    Ef einhver er með hugmyndir hvað ég geti myndað hér í snónum í Mandal þessa helgina þá eru þær vel þegnar.  Því ég þarf að nota hann þessa daga meðan hann er og mynda og mynda og svo má koma vor.

    Snjór og rigning hérna núna og á næstunni ætti alla vega að koma í veg fyrir að við fáum svona elda yfir okkur eins og þau hérna á vesturlandinum en þetta er skelfilegt, þrír bæjir sem hafa fengið yfir sig þvílíka elda og skemmdir.  Skelfilegt alveg.

    Annars er bara allt gott að frétta af okkur, vorið verður skemmtilegt.  Danmörk um aðra helgi, London í mars, apríl með vorið og alla þá dásemd, í mai koma systur mína í sitthvoru lagi og júní þá er komið sumar, júlí er svo geggjaður mánuður hér í okkar fallega bæ og í ágúst á að ferma dótturina heima á Íslandi.   Það er ekki hægt annað en að hlakka til.

     

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

     

    20.01.2014 08:52

    Snjór…

    Já loksins kom snjórinn hér í Mandal og ég er alsæl.  Nú bý ég í Winter Wonderland og elska það að fara út í snjóinn.  Erro elskar snjóinn líka og hoppar og skoppar um allt eins og kengúra og gerir mér frekar erfitt fyrir að taka myndir en okkur tekst þetta í sameiningu.

    Ég er búin að fara út í göngutúra og bíltúra tvisvar á dag þessa helgina og í hvert sinn sem ég lít út um gluggann langar mig meira út. En málið er að eins og gær seinni partinn þá var meiri vindur en við urðum vör við hér í okkar verndaða umhverfi í miðbænum svo það var ekki eins gaman úti og ég hélt það myndi verða, ég ætlaði að taka myndir af Mirrunni minni en hún fékk bara tár í augun af köldum vindinum þegar hún reyndi að horfa til mín.

    En helgin byrjaði með trompi þar sem sætasti strákurinn á heimilinu átti afmæli á föstudaginn. Við mæðgur vorum búnar að ákveða kínverskan mat handa okkur í tilefni dagsins og ég eldaði djúpsteiktar rækjur, djúpsteikt svínakjöt og æðislegan núðlurétt og hrísgrjón.  Með þessu var drukkið hvítvín og kók.  Svo var horft á tvær bíómyndir um kvöldið og bara kósí hjá okkur.  Það byrjaði að snjóa á föstudaginn í tilefni dagsins og vonandi þýðir það ekki að þetta verði snjóaveturinn mikli hér því það hafa áður hafist hamfarir á þessum degi því Hekla byrjaði einu sinni að gjósa á afmælisdaginn hans Þráins.

    En svo hélt áfram að snjóa og snjóa og ég iðaði eins og lítill krakki eftir því að komast út. Ég fór reyndar út snemma á föstudagsmorguninn og tók nokkrar myndir og þá voru bílar fastir hingað og þangað um miðbæinn.  Menn labbandi með skóflur að hjálpa náunganum en ég með hund og myndavél horfði bara á og reyndi að fanga stemninguna.

    En það var talsverður vindur og snjófjúk þarna á föstudagsmorguninn og því ekki hægt að taka þessar fallegu snjóamyndir sem ég ætlaði mér eða hvað?  Þessar eru alveg fallegar þó það sé fjúk á þeim.

     


    Svo á laugardagsmorguninn vöknum við hjónin eldsnemma eins og vant er og vorum bara að kúrast á náttfötunum til kl. 9 en þá fórum við bara að gera okkur klár í bíltúr inní Marnadal þar sem Þráinn er að vinna því hann keyrði þá leið heim í snjónum á föstudaginn og sagði hana alveg magnaða í snjónum.

    Svo við af stað og ég er eins og spastískur óþolinmóður krakki því það er bara ah, oh, vá stop osfrv. þegar ég keyri í svona veðri en það var ekki byrjað að fjúka þegar við lögðum af stað en smá snjókoma.  Það spáði meiri vindi þess vegna drifum við okkur svona snemma af stað.

    Þráinn laug engu um það hvað þetta væri falleg og ævintýraleg leið í snjónum.

    En málið er að þemað hjá okkur núna er frelsi og ég var með ákveðna myndatöku í huga og klæddi mig því í pils og fínheit þrátt fyrir snjóinn.  En fyrst ætluðum við Þráinn að prófa það að ég myndi leggjast í snjóinn og gera engil. Það er ákveðið frelsi fólgið í því.

    En snjórinn var svo mikill að ég sökk bara og það var sko ekkert auðvelt fyrir fimmtuga kellingu að standa á fætur uppúr þessum skafli en Þráinn hafði gaman að því og skaut fullt af myndum.  Ég hló líka svo mikið þegar ég var að reyna að standa upp í pilsinu í þessum líka snjóskaflinum að það gerði mér enn erfiðara fyrir að standa upp.  En mikið er nú gott að geta leikið sér, hlegið og haft gaman af lífinu.

    Nú fyrst þetta heppnaðist ekki þá var best að nota mína hugmynd og hún var sú að ég myndi koma hlaupandi á móti Þráni með þetta fallega vetrarlandslag í kringum mig og viti menn, það heppnaðist svona aldeilis fínt og gamlan ekkert þung á sér þarna og útkoman er algjör uppáhaldsmynd sem er þegar komin uppá vegg hjá okkur.

    Nú eru margir sem segja:  “Bíddu á Þráinn þá ekki þessa mynd?” en svarið er nei.  Ég stillti vélina, ég valdi tökustað, ég leikstýrði sjálfri mér og sagði honum bara að smella og smella en auðvitað hefði ég ekki gert þetta svona auðveldlega án hans.  Því ef ég hefði verið þarna ein með myndavélina á þrífæti og fjarstýringu á afsmellarann úti á miðri götu þá hefði ég ekki verið með svona fallegar hreyfingar svo niðurstaðan er ég á myndina en hún er samvinnuverkefni okkar hjóna.  Og ég gæti nú trúað að hann tengdapabbi sé ánægður með þetta samvinnuverkefni.

    En við vorum í 2 tíma í þessum bíltúrnum og ég fók fullt fullt af myndum sem ég mun setja á netið næstu daga.

    En svo fór ég aftur út á laugardaginn seinni partinn með Erro og tók nokkrar myndir þá og tvisvar í gær svo ég hef bæði hreyft mig óvenumikið en samt bara verið að leika mér.  Eins og ég sagði áðan þá er Erro að elska þennan snjó og hann er svo ánægður að fá tvo göngutúra á dag þessa dagana.

    En þangað til næst,
    ykkar Kristin

     

     

    15.01.2014 07:31

    Fórum í sund….

    í Mandal í fyrsta sinn í gær eftir að hafa búið hér í 1,5 ár.  Ok, ein af ástæðunum er sú að ég vissi að það væri dýrt og ég var þannig séð ekkert að sakna þess en hún Júlía vinkona mín var búin að segja mér að hún kæmi í Mandal (hún er sko flutt í Kristianssand) á þriðjudögum og færi með strákana í sund svo ég ákvað að mæta bara og hitta hana.  Reyndar ákváðum við Þráinn að fara bæði (sem betur fer).

    Röltum af stað kl. 16.30 eða þar um bil, já röltum því við förum aldrei á bílnum eitthvað sem er minna en 20 mín. gangur og mætum í Mandalshöllina eins og íþróttahöllin okkar heitir.  Það kostar 85 fyrir manninn í sund, sem er 1700 isk. en úps hann var ekki með posa því hann var bilaður en sjálfsagt að skrifa niður nafnið okkar og við komum bara með pening næst þegar við komum í sund (þetta er svo norskt, þeir treysta fólki vel og það er traustsins vert).  Við skellum okkur inní klefa og svo í sturtu (ekki saman, nei) og þá tekur við eitt einkennilegt.  Skilti upp um alla veggi eins og heima á Íslandi þar sem þú ert beðinn að þvo þér vel og það allt en það er engin sápa í boði.  Þú átt víst að koma með sápuna með þér líka og svo sé ég að það fara allir í sundfötin inní klefa og standa sem sagt ekki berir í sturtunni.  Humm, ég er nú hrædd um að sturtulöggan á Íslandi hefði kallað í kallkerfið sitt eitthvað á þessar konur.  (vísa í atvik sem frænka mín lenti í, í sundi í Kópavogi, þegar hún heyrði í kallkerfinu þegar hún var í sturtu  “Þvoðu þér að neðan”, eins og stóri bróðir væri að fylgjast með sturtunum á skjá og vá þarna er ein sem skrúbbaði sig ekki) en jæja aftur að Mandalssundferðinni.  Ég sem sem viðurkenni hér með að hafa ekki þvegið mér því það var engin sápa en ég fór reyndar í sturtu fyrr um daginn og sat hér í stólnum að vinna allan daginn svo ég reikna nú ekki með mikilli drullu enda skolaði ég mig vel og vandlega.

    Jæja svo er labbað út í sundlaug og “Bling” 30 ár aftur í tímann eða kannski 40 frekar og mér leið eins og ég væri komin í gömlu Sundhöllina í Reykjavík í gamla daga.  Þarna var búið að skipta lauginni í 4 parta, 2 til að synda fram og til baka og voru það frekar þröngar brautir og erfitt að mæta fólki og þarna voru um það bil 8 manns að synda á hvorri braut og þar á meðal fólk sem ég veit ekki hvort það var að synda eða hvað það var að gera en ég sem er nú enginn sundgarpur synti 4 ferðir meðan þær fóru eina og þá þurfti að fara framúr og mæta og þetta er ekki alveg að gera sig.  En fín laug ef ég væri næstum ein í henni.  Heyrði reyndar líka kall kvarta yfir þessu að hann væri nú búinn að mæta þarna í 30 ár og aldrei kynnst öðru eins að fólk kynni ekki umferðareglurnar í sundi, þarna væri fólk að synda á móti honum og alls konar.

    Jæja ég synti nú 6 ferðir og það er gott að synda í þessari laug ekki of mikill klór, en svo ákváðum við hjónin að skella okkur í “Heita pottinn” það er sem sagt einn heitur pottur og hann er ekkert svo heitur.  En hann var með búbblum og alveg kósí að sitja ofan í honum.  En svo hættu búbblurnar og þá stóðu mennirnir upp sem voru þarna með okkur og við bara ánægð með það að hafa pottinn alveg fyrir okkur og fórum að leita að takkanum til að fá meiri búbblur en fundum ekki.  Svo þar sem við sitjum þarna og höfum það huggulegt kemur ein stúlkan sem vinnur þarna og benti okkur á rautt ljós á veggnum og það þýddi að við áttum ekki að vera þarna ofaní því þegar búbblurnar hætta þá fer einhver hreinsun í gang og enginn má vera ofaní.  What!  Við urðum að fara uppúr þessum eina potti og hanga einhvers staðar (ekki pláss að synda núna, því það hafði bæst við fólk) og bíða eftir að rauða ljósið breyttist í grænt.  Þá má aftur fara ofaní og setja búbblurnar í gang.  Ok, við fórum ofaní barnalaugina og héngum þar við bakkann og biðum eftir grænu ljósi. Hoppuðum þá ofaní pottinn og hann fylltist fljótlega af fleira fólki.  10 mín og þá aftur rautt ljós.  Ertu að djóka í mér?  10 mín í gangi og 10 mín hreinsun.  Það er sem sagt ekki hægt að vera í hálftíma í pottinum og láta líða úr sér það sem kannski er að plaga mann eins og ein öxl á dauðþreyttum skíðakappa frá síðustu helgi.  Og aldrei kom Júlía.  En ég komst að því eftirá að þennan þriðjudaginn ákvað hún að breyta til og fór með strákana á skauta.  🙂

    Jæja best að Þráinn skjótist í dag eftir vinnu og greiði skuldir okkar í þessari sundlaug en við förum nú ekki þangað aftur á næstunni.  Held ég geri mér frekar ferð í Sørlandsbaded þó það kosti aðeins meira en þar er þó alla vega allt til alls.  En það er svokallað baðland en ekki sundhöll, þannig að allar sundlaugar á Íslandi eru baðlönd en ekki sundlaugar það er nokkuð ljóst.

    Annars bara ágætt að frétta af okkur, helgin var fín fór að mestu leiti í gönguferðir.  Þráinn fór með Arnfinn í bústað um helgina og þeir fóru á skíði. Úff ég er nú fegin að hafa ekki verið með og þurft að horfa á manninn detta eins og hann gerði síðast en hann sagði þetta hafa verið allt annað þar til síðasta fallið, þá meiddi hann sig í öxlinni sem var búin að fá meiðsli áður og tók hálft ár að jafna sig í.  Að heita Þráinn og vera svon þver það er bara engin hemja.  En þeir skemmtu sér vel strákarnir og höfðu það huggulegt saman.  Við stelpurnar hérna vorum hins vegar bara að dólast þe. ég fór með Erro í göngutúra og skoðaði og vann myndir en Ástrós Mirra var nú mest í tölvuleikjum á meðan.  En við áttum alveg huggulegan tíma líka.  Vídeó og snakk oþh.  Svo fórum við í afmæli hjá Natalie prinsessu á sunnudaginn og þar var eftir að búið var að drekka allt fólkið að horfa á landsleik Íslands og Noregs í handbolta en ég ákvað bara að fara í búðarleik og gerðist líka læknir og setti hendi á eina dúkkuna.  Átti kósítæm með litlu krökkunum og er ekki frá því að það hafi verið skemmtilegra en handboltinn en það er bara ég.  Hef engan áhuga á íþróttum, nema kannski ég þekki einhvern í liðinu en það var enginn sem ég þekki í þessum liðum svo………….

    En nú er kominn miðvikudagur og næsta föstudag á minn heittelskaði afmæli og ætlum við mæðgur að dekra við hann hérna heima.

    Svo þangað til næst og munið að vera vinir.
    Ykkar Kristín Jóna

    10.01.2014 07:24

    Kynlaus snjómokstur….

    Ég sá þessa frétt hjá vinnufélaga mínum á fésinu og er búin að vera að hugsa svolítið um þetta að vera “kvenlegur”, “karlmannalegur” eða hreinlega kynlaus.

    Þessi frétt frá Svíþjóð er auðvitað bara bull, því hvernig getur það verið að aðalgötur bæjarins séu mest fyrir miðaldra karlmenn?  Ég hélt að konur og börn þyrftu líka að komast leiðar sinnar í skóla og vinnu.  Ég hélt reyndar líka að börn á leikskólum ættu pabba eins og þau eiga mömmu og því skil ég ekki að það sé eitthvað meira fyrir konur að moka við leikskólana.  Þessi setning hérna í fréttinni er pínulítið að trufla mig “Í bréfinu kemur fram að leggja verði meiri áherslu á mokstur gangstétta, hjólreiðastíga, svæða við leikskóla og svipaðra svæða þar sem konur, lágtekjufólk og fólk með sérþarfir fer mikið um.”  Enda talað um konur, lágtekjufólk og fólk með sérþarfir og að það séu þau sem noti gangstéttir og hjólreiðastíga.  Hvaða bull er þetta.  Ég vona að þetta sé ekki almennt hugsanagangurinn í Svíþjóð.

    En af því að þessi frétt kom hérna upp þá hef ég hugsað um þetta kyn dæmi og af hverju við erum svona gjörn á að setja allt undir einhverja hatta.  Ég til dæmis hef oft efast um að ég sé kona og stundum efast um að maðurinn minn sé karl bara út af svona staðhæfingum.  Það er nefnilega sagt að karlmenn verði að lækka í útvarpinu þegar þeir keyra í hringtorg því þeir geti ekki hugsað um tvennt í einu.  Hummm ég get almennt ekki verið með útvarp í gangi þegar ég keyri bíl en hef alltaf haldið að það væri af því að ég er ekkert sérstaklega öruggur bílstjóri og vil heyra almennt öll umhverfishljóð í kringum mig og jú ef ég panikka í akstri þá slekk ég sko örugglega á útvarpinu.  En maðurinn hann er mjög góður og öruggur bílstjóri og getur keyrt hvar sem er og hvernær sem er með útvarpið í botni og allir syngjandi í bílnum.

    Ég elska ekki skó.  Það hlýtur að vera annað merki þess að ég sé ekki kona.

    Ég er tækjaóð og vil frekar skoða tilboð frá Elko en Steinari Waage.

    Ég þarf að klára verkefnið sem ég er byrjuð á áður en ég byrja á því næsta, annars fer allt í rugl.

    Ég vil ekki láta koma mér á óvart með einhver ferðalög eða atburði.

    Ég vil helst kjöt og kartöflur á diskinn minn.

    Ég man nú ekki eftir fleiri atriðum í augnablikinu en ég hef samt lent í því oft og sérstaklega hin síðari ár að vera að lesa eitthvað og hugsa… úps ég er ábyggilega ekki kona eða alla vega ekki kvenleg skv. bókinni.  Samt er ég auðvitað kona en fell ekki undir þessar staðalímyndir og þær eru bara frekar leiðinlegar.  Að moka snjó hjá leikskóla er kvenlegt, kjaftæði, það er árið 2014 núna og karlmenn sem ég þekki hugsa jafnt um börnin sín og konurnar og mjög algengt að annað foreldri fari með í leikskólann og hitt sæki.

    En annars hefst þetta ár vel hjá okkur, Ástrós Mirra miklu betri í höfðinu eftir að hún byrjaði hjá kiropraktornum og Þráinn bara ánægður í nýju vinnunni.  Ég á nú alveg eftir að venjast því að hann sé kominn heim fyrir klukkan hálf þrjú á daginn en vá hvað þetta verður frábært í sumar, við á ströndina daglega eftir vinnu ef þannig ber undir.  Komum brún og sæt til Íslands í ágúst þegar við ætlum að ferma stúlkuna okkar.  Og já talandi um það, ég sendi honum Séra Bjarna Karlssyni skilaboð um daginn til að athuga hvort þau hjónin verði komin úr sínu ársleyfi í Ameríku og haldiði að þau komi ekki heim í júlí og hann meira en til í að ferma hana Ástrós Mirru sem hann einnig skírði.  Jibbý.  Ég er svo ánægð að geta fengið prest sem ég þekki til að framkvæma þessa athöfn þar sem við erum ekki að kynnast hverfisprestinum okkar í fermingarfræðslu eins og aðrir foreldrar.  En þetta verður líka frábær athöfn þar sem hún verður bara ein og í aðalhlutverki.

    Svo er stefnan tekin á ferðalög núna þetta vorið, það er Danmörk í febrúar en við ætlum að heimsækja Eddu stjúpu og Önnu Fanney í Hanstholm í DK og svo í vetrarfríinu í mars förum við öll þrjú til London í menningarferð.  Jeiiiiiii það verður svo gaman.  Elska London.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín

     

    03.01.2014 08:02

    Nú árið er liðið…..?

    og við vorum nú bara öll sömul í fríi á milli jóla og nýjárs og ég held svei mér þá að það sé bara í fyrsta sinn sem ég tek mér frí þessa daga án þess að vera að fara í ferðalag um jólin.  Við reyndar skruppum í ferðalag til Sandefjord á sunnudaginn og það var skemmtilegt ferðalag því við fórum af stað eldsnemma um morguninn eða klukkan níu vorum við tilbúin og mættum kl. 12 í Sandefjord á náttfötunum með jólasveinahúfur á hausnum.  Dreptu mig nú ekki sagði frú Ingibjörg þegar hún sá okkur, þetta var mjög skemmtilegur leikþáttur sem svínvirkaði og viti menn það var svo kósí hjá þeim hjónum í efra að Mirran fór ekkert úr náttfötunum allan tímann og fór bara heim á þeim líka.  En hún er nú búin að klæða sig síðan svo þetta er allt í lagi.

    En við áttum góða tvo daga í Sandefjord og má segja að við höfum tekið jólin alvarlega því það eru 3 kirkjur þarna og við fórum og skoðuðum þær allar og alla kirkjugarðana.  En veðrið var svo fallegt að bara yndislegt að labba niður í bæ og koma við á þessum stöðum.  Ég rakst á leiði með nöfnum hjóna sem mér fannst bara skemmtileg tilviljun en þau heita Sigmundur og Klara eins og afi og amma svo ég smellti mynd af því þó ég reyni nú oftast að taka ekki mynd af leiðum þannig að nöfnin sjáist.

    Við röltum svo niður á bryggju og þar tók ég ansi skemmtilegar myndir af Óla og Þráni með sólarlagið í bakgrunninn en þær heppnuðust ekki vel myndirnar sem ég var að reyna að taka af kirkjunni í myrkrinu og með jólaljósin allt um kring, ég hefði þurft að hafa þrífót og eitthvað þarf ég að læra meira á hvernig ég á að stilla myndavélina í svona rökkri eða næstum myrkri.

     

    En svo skildum við strákana eftir niðrá pöbb við höfnina því þeir ætluðu að horfa á leik í sjónvarpinu en á meðan fórum við stelpurnar og krakkarnir heim og ég eldaði kjúklingasúpu sem ég kom með, með mér.  Ég var nefnilega búin að ákveða að Inga fengi smá pásu enda búin að vera með fullt hús af fólki öll jólin.  Ég held þetta hafi alveg virkað vel, reyndar fannst henni kannski pínu skrítið en samt gott.

    Súpan var góð og strákarnir komu ánægðir heim enda hafði Liverpool verið að keppa en ég veit bara ekkert hvernig leikurinn fór.

    Daginn eftir var þetta fínasta veður þegar við vöknuðum og ég dreif mig út að mynda blóm í frosti, því ég hafði séð í kirkjugarðinum að það voru nýleg leiði með rósum á og þetta er afraksturinn af því.

    Svo keyrðum við bara heim seinni partinn í roki, myrkri og rigningu.  Það var líka svona veður síðast þegar við fórum frá Sandefjord.  En svo komum við heim á mánudagskvöldið og gamlársdagur daginn eftir.

    Þá vorum við búin að bjóða í mat Lovísu, Frank og krökkunum í Kalkún og þetta var í fyrsta sinn sem við eldum hann.  Þráinn naut þess að dedúa við hann meðan hann fylgdist með kryddsíldinni og gerði þessu hefðbundnu gamlársverk.

    Svo komu gestirnir og maturinn heppnaðist vel og síðan var bara setið í stofu og farið í landafræðileik og karaókí og Magrét, Jón, Edilon og Rebekka kíktu við og svo löbbuðu allir uppá brú að sjá flugeldana og þetta er bara æði, við þurfum ekkert að kaupa okkur flugelda heldur skoðum bara það sem aðrir eru með.

    Þetta var bara ljúft kvöld og nýr dagur, nýtt ár og nýjir tímar boðnir velkomnir þann 1. janúar.  Þá fengum við góða gesti í heimsókn, Viðar og Tonju en við höfðum ekki hitt hana fyrr.  Notarleg heimsókn og alltaf gott að fá norðmenn í kaffi og æfa sig á norskunni.  Í stofunni voru 3 íslendingar og 1 norðmaður og eingöngu töluð norska.

    Svo var bara pínu gott að byrja í rútínunni í gær og vinna svo í dag og aftur helgi og svo verður þetta allt bara eðlilegt á ný.

    Gleðilegt ár kæru vinir, takk fyrir gamla árið og munið bara að lifa lífinu lifandi og dansa í rigningunni.

    Þangað til næst,
    ykkar Kristín Jóna

     

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.