10.11.2016
var sagt við Ástrós Mirru um daginn og ég stóð við hliðina á henni. Vildi bara segja ykkur frá þessu.
En ýmislegt hefur nú gerst í henni veröld síðan ég bloggaði síðast og kannski er það bara allt of mikið til að tala um hérna. Kosningar á Íslandi sem fóru aðeins öðru vísi en ég átti von á, eftir öll mótmælin og kröfuna um kosningar strax. Ræðum það ekkert meira fyrr en við vitum hverjir mynda ríkisstjórnina, þá sjáum við þetta skýrar.
Reyndar óvíst að ég ræði það nokkuð því ég ákvað að hætta að vera pólitísk eftir að ég flutti til útlanda en ég ákvað ekki að hætta að hafa samvisku og skoðanir enda vorum við hjónin næstum farin að þvarga um daginn en ég ákvað svo bara að hætta því. Það gerir lífið ekkert skemmtilegra að þvarga um pólitík og ég breyti engu um niðurstöðurnar þó ég þvargi um það svo….
… en þá er það hinn stórmerkilegi atburðurinn sem gerðist í gær og er tilefni alls konar brandara sem ég svo sannarlega tek þátt í að birta og hlægja að.
Orange is the new black er svo sannarlega rétt núna ásamt fleiri frösum. Það sem ekkert er til að þvarga yfir í þessum efnum enda vorum við hjónin sammála að af tveimur slæmum kostum væri Clinton sá skárri því geðveikan forseta vill enginn nema kannski bandaríkjamenn. Síðast þegar geðsjúklingur stjórnaði varð heimsstyrjöld og ég verð að segja að ég er dauðhrædd um framtíðina með þennan mann þarna í hvíta húsinu. En það græðir enginn neitt á því að hafa áhyggjur fyrirfram svo við skulum bara sjá hvað gerist. 11/9 og 9/11 eru dagsetningar þar sem tveir skelfilegir atburðir í henni Ameríku hafa gerst, pínu einkennilegt að þetta séu sömu tölur. Eins var kínamúrinn rifinn (eftir því sem mér var sagt) þann 9 nóv og þá kusu Bandaríkjamenn sem forseta mann sem vill byggja múra svo aðrir en hvítir komist ekki yfir.
Sorglegt.
Og að öðru sorglegu og það er að hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í gær að lítinn 5 ára íslenskur drengur skuli afhentur hinni hræðilegu norsku barnavernd svo hægt sé að setja hann í fóstur í noregi.
Ég trúi því ekki fyrr en það gerist að Íslendingar ætli ekki fara eftir stjórnarskránni sinni og halda drengnum á Íslandi og leyfa honum að alast upp hjá fjölskyldunni sinni. Ég get ekki trúað öðru en að á endanum verði það hugsunin að gera það sem er drengnum fyrir bestu sem verði ofaná. Ég get ekki hugsað þetta til enda öðruvísi og bið bara alla að senda sínar bestu hugsanir til þeirra sem hafa með þetta mál að gera. Hvort sem við viljum biðja til Guðs eða kirja eða bara sitja og senda góðar hugsanir, þá bið ég ykkur öll að gera það núna. Hvernig líður ungri móður sem fór út af sporinu en er komin inn á það aftur að eiga það yfir sér að barnið hennar verði rifið úr fanginu á henni af lögreglu til að setja það í flugvél og senda til ókunnugra úti í Noregi? Ég hreinlega vona að ef þetta gengur svo langt að lögreglumennirnir sem eiga að gera þetta mótmæli þeim gjörningi en helst vona ég að Barnaverndarstofa á Íslandi nái að semja við barnaverndina í Noregi um þetta mál og að drengurinn fái að vera á Íslandi þar sem hann er íslenskur ríkisborgari með íslenskt vegabréf.
Ég græt!
“update” Sá þessa frétt núna á Visi
En ég get ekki sitið að grátið allan daginn, því þá lifi ég ekki af, ég verð að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og undanfarið er búið að vera smá að gera í myndatökum fyrir jólin, ekkert brjálæði en þó eitthvað smá og það gleður mig. Það gerist allt hægt í Noregi og ég hef ákveðið að vera bara róleg. Þetta gengur upp með skúringum annan hvorn dag en það er ekki víst að ég haldi þeim endalaust þar sem ég er bara í afleysingum eins og það heitir á Íslensku. Hér er fólk í afleysinum í allt að 3 ár og eftir það verður fyrirtækið annað hvort að fastráða þig eða segja þér upp. Og það gerist bara oft að það er engin staða laus, því hér í Noregi heldur fólk vinnunni sinni í veikindum allt að 3 ár held ég og á meðan er enginn ráðinn fastur í staðinn. Kannski með samning í 3 – 6 mánuði en sjaldan lengur.
En já að myndatökunum, ég hef líka verið að fá verkefni í gegnum fyrirtæki sem vinkona mín vinnu hjá og heitir Nito og þar er hún að kenna á LinketIn námskeiðum og ég tek portraitmyndir af öllum þátttakendunum og þeir fá myndirnar eftir námskeið til að nota á LinketIn síðunni sinni. Ég er búin að fá 4 svona verkefni í haust og það 5 eftir 2 vikur. Ég veit ekkert hvort ég sé að fá vel borgað en ég er alla vega að fá borgað og mér finnst svo fyndið þegar fólk kommentar vonandi færðu vel borgað fyrir þetta, því jú þetta er nú vinnan mín og ég fæ borgað en hvað er “vel borgað” svo hátt gjald að þeir hafni mér eins og gerðist í Gjovik þeir fengu engan ljósmyndara á staðnum til að taka þetta að sér og réðust í það að fá mig yfir hálfan Noreg, borguðu mér samt 3svar sinnum meira en þeir gera hér í nágrenninu og ég heyrði að ljósmyndarar þarna hjá þeim hefði enginn verið til í að taka að sér klukkutíma verkefni fyrir minna en 20.000 nok. hvað kosta þá brúðarmyndatökurnar hjá þeim, 100.000 nok. ja ég bara spyr? En alla vega ég skellti mér í þetta verkefni því peningurinn sem þeir buðu mér er það mikill að ég týni hann ekki upp af götunni og má hafa nokkrar myndatökur í studio með einhverjum eftirpöntunum til að ná þessu inn og ég hugsaði ég get alveg eins sitið í lest í 8 tíma, lesið, heklað og blundað og svo tekið þessar myndir og sama á leiðinni til baka nema kannski sofið meira þá og sló til.
Svo var þetta ferðalag bara pínu fyndið. Því það endaði að ég var bara í hálftíma að taka myndirnar, lenti nú í vandræðum með veggina á þessu hóteli og pínu erfitt að finna stað sem hægt er að nota í portait myndatökur en það tókst og myndirnar er bara fínar, reyndar ótrúlega mikið af sérkennilegu fólki (útlitslega) sem er í verkfræði en ég er nú búin að taka myndir af yfir 100 manns fyrir Nito þetta árið og orðin ansi vön í því að taka bara venjulegar portrett myndir af venjulegu fólki. Verst að Nito sé ekki stéttarfélag fyrirsæta ha ha ha.
En nú er búið að vera ískalt í eina viku, og við byrjuðum að nota bílskúrinn og þvílík snilld þrátt fyrir að hann sé ekki kyntur þá er 10 gráðum heitara inní honum en út og það þarf ekkert að skafa klukkan hálf sex á morgnanna. Jeiii.
En mér skilst nú að það eigi að fara að hlýna aftur um helgina og fara í plúsgráður ég er ekki viss hvað ég vill veðurfarslega á veturna. Sko ég vil frekar snjóinn og birtuna sem kemur frá honum en ég vil ekki þennan andsk. kulda svo ég veit ekki hvað er best og tek að sjálfsögðu bara því sem kemur enda hef ég ekkert um þetta að segja.
En kannski nóg í dag, gleymdi kannski að segja að allt gott að frétta af öllum, kettlingarnir farnir og hin dýrin orðin mun rólegri aftur og Nala tók þessu með stóiskri ró en eitthvað er mikið veiðieðlið í henni og hún ólm að fara út og veiða litlu sætu fuglana og er svo helv. dugleg að rífa af sér allar ólar. Ekki fundið ólina aftur sem hún reif af sér í gær. Vonandi er hún hérna úti, ég setti nefnilega tvær bjöllur á hana svo litlu greyin fengju smá aðvörun þegar hún kæmi að þeim.
En eigið frábæran seinnipart viku og njótið helgarinnar, við gerum það alltaf og já næsta blogg mun fjalla um Kjempeprekken 2016.
Ykkar Kristín á Nesan.