2 farnir og 1 eftir…

22.10.2016

Dagurinn í gær var pínu erfiður þar sem Inga vinkona kom og sótti 2 kettlinga og hún skipti um skoðun og tók strákinn og stelpuna sem sagt endaði með Emil og Lottu eins og var alltaf planið upphaflega.

En kettlingarnir sem hún valdi upphaflega lágu í faðmlögum í bælinu sínu þegar mamma þeirra var að eignast þann 3ja og þá valdi hún að fá þá 2, seinna kom svo í ljós að Emil var stelpa en það var allt í lagi þannig séð.

Svo allan tímann sem þessi krútt eru búin að vera hjá mér er ég búin að vita að stelpurnar 2 fara til Ingu.  En Klóagullið eins og ég kallaði hann yrði eitthvað aðeins lengur hjá mömmu sinni (og mér) og ég tengdist honum en ekki hinum tveimur, ég get alveg sagt ykkur það að ég var alltaf að vona að Þráinn segði einn daginn að ég mætti alveg eiga Klóa líka, þe. Nóa, Nölu og Klóa en hann sagði það aldrei en lengi getur maður vonað.  Ég vissi alveg líka að það er of mikið að eiga 3 ketti, 2 er fínt en sko hann Klói var flottasti kettlingur sem ég hef kynnst og séð og það eitt var sko nóg til að mig langaði mikið í hann en nei ég vissi að hann færi lika einn daginn en ekki strax.

Svo í gær kom Inga keyrandi frá Sandefjord að sækja sína 2 en hún hafði ekki séð Klóa eftir að hann stækkaði og hún eins og ég varð hreinlega ástfangin af honum á staðnum og svo eftir að hafa googlað hvernig er best að hafa kynblönduna af kisum á heimilum og þar stóð 2 fressir í lagi, fress og læða í lagi en helst ekki 2 læður þá þurfti ekki frekari umhugsun og hún sem sagt tók Lottu og Emil (sem hét Klói hjá mér) og eftir varð þessi fegurðardís og er hún ein hér með mömmu sinni núna og á pínu erfitt.

En hún fær að vera hér 2 vikur í viðbót en þá ætti hún að vera tilbúin á annað heimili en eftir sit ég með brostið hjarta en samt svo ótrúlega glöð að kettlingarnir sem farnir eru fóru til vina svo ég get hitt þá og fylgst með þeim vaxa og dafna og betra heimili hefðu þeir ekki getað farið á, verða dekraðir í tætlur og vel hugsað um þá.

En þá er það þessi fallega stúlka sem hefur fengið nokkur nöfn en verður hér eftir kölluð stelpan þar til nýjir eigendur finna henni fallegt nafn, hún fær að vera hjá mömmu sinni smá og ég vona að tíminn sem í hönd fer verði Nölu ekki allt of erfiður, því hún er búin að vera svo frábær mamma og svo stórkostlegt að fá að fylgjast með þessu ferli frá fæðingu.  Ég er svo agndofa yfir því hvað dýrin okkar eru klár og hvernig þau díla við lífið og tilveruna og fylgjast með Nölu sem er bara svona eins og 15 ára stelpa ala þessa 3 villinga upp og kenna þeim, fæða þá og ekki síst nöldra í þeim endalaust og jú oft taka aðeins í þá og skamma þá.  Hún þessi elska hafði enga mömmu til að spyrja hvernig á að gera þetta og hitt og ef eitt barnið er óþekkt hvernig á ég að siða það til osfrv.  Hún bara gerir þetta eins vel og hún getur og útkoman er 3 fullkomnir kettlingar hver á sinn hátt, því jú annað sem er svo stórkostlegt við að fylgjast með þessu er karakterinn sem þessir 3 kettlingar eru, því sko þeir eru svooooo ólíkir að það er nánast fyndið.  Td. fæddist strákurinn síðast og hann var langminnstur og átti oft erfitt með að finna spena fyrstu vikurnar en ég hjálpaði honum þá og eftir talsverðan tíma þá fór hann að stækka framúr stelpunum og svo í dag er hann næstum helmingi stærri, en sko hann er litli strákurinn hennar mömmu sinnar, örverpið og hann fékk stundum sína prívatstund með mömmu á spena og það var svo augljóst að hann var dekurrófan hennar þó hún tæki hann stundum og skammaði líka en stelpurnar þá fengu ekki svona prívat dekurstundir.  En þá er það Lotta hún er svo viðkvæmt blóm, fallegust ekki spurning en klaufsk og byrjaði á að detta niður úr stiganum hjá okkur og meiða sig á fæti, hún stökk uppá kaminuna hjá okkur og brenndi sig pínulítið, hún týndist í hálfan sólarhring og við héldum að hún hefði sloppið út en svo er hún svo ljúf líka og ég sagði að ef ég hefði verið að skíra hana í dag og bara fyrir íslendinga þá hefði hún fengið nafnið Ljúfa.  Svo kemur Emilía Lísa Pálína fimleikastelpa sem er lang fimust og sú eina sem horfir á sjónvarp og er stökkvandi um allt, ekkert fyrir kelerí (ennþá) en svo kvik og skemmtileg og gaman að leika við hana, og hún finnur leik í öllu.  Ef ég labba eftir eldhúsgólfinu þá er hennar takmart að stökkva á fæturnar á mér í hverju skrefi og ég geng stundum um með kettling hangandi á mér.  ha ha ha

Svo eins og þið sjáið og heyrið þá tengist maður þessu krílum heilmikið og mér leið ekkert of vel í gær að þurfa að kveðja en svona er lífið og gangurinn er sá að kettlingar fara að heiman og fá nýjar fjölskyldur svo ef þið kæru vinir í Noregi vitið um góða fjölskyldu sem langar í íþróttaálfinn okkar þá verður hún tilbúin að flytja eftir 2 vikur.

Ég vona að móðirin verði búin að jafna sig á því að hinir 2 séu farnir þá og tilbúin í tilhugalífið á ný, en þó með getnaðarvarnir því þó þetta hafi verið geggjað þá langar okkur ekki í aðra kettlingasúpu aftur.  Þetta var dásamlegt tímabil að upplifa en svo er það búið.

Og ég gæti ekki látið svona marga frá mér endalaust ég tengist dýrunum of mikið.

Þangað til næst, Ykkar Kristin á Nesan.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.